Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 58

Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR í 7.–10. bekk í Klé- bergsskóla á Kjalarnesi fengu á laugardag verðlaun á orkudegi fyrir fjölskylduna sem haldinn var í tengslum við Orkuþing. Allir nemendur skólans í þessum fjórum bekkjardeildum unnu saman verk- efni á þemadögum um orku en síð- asta vor var auglýst eftir skólum til að taka þátt í vinnu í sambandi við þingið. Átta skólar voru valdir af þeim fimmtán sem komu fram og bar Klébergsskóli síðan sigur úr být- um. Nemendur hljóta ferð í Svarts- engi og Bláa lónið í verðlaun. Linda Rós, 14 ára nemandi í skólanum, tók við verðlaununum ásamt pabba sínum, Sigþóri Magn- ússyni, skólastjóra Klébergsskóla. Linda Rós segir að verkefni skól- ans fjalli um vindorku, jarðorku, sólarorku, metan og hvernig ork- an kemur frá umhverfinu. Sjálf var hún í metangashópnum og segist hún vita miklu meira núna um metangas en hún gerði áður. „Metangas er lofttegund sem er léttari en loft og er í rauninni skaðleg fyrir ósonlagið en hægt er að nota hana sem orkugjafa og hún myndast við rotnun,“ segir Linda Rós því til sönnunar. Eitt veggspjaldanna vakti sérstaka at- hygli blaðamanns, það var spjaldið um prumpubæ. „Prumpubær er bær sem gengur eingöngu fyrir metangasi, allir bílar eru knúnir með metangasi og allt rafmagn. Sundlaugin er upphituð með met- angasi og svoleiðis,“ segir Linda Rós. Aðspurð segir hún að bæj- arbúar útvegi metangasið sjálfir, en einnig kemur það frá rusla- haugum bæjarins. Verkefni skólans þótti sýna hag- kvæmni, hugmyndir nemenda voru frumlegar og taldi dómnefnd að orku hefðu verið gerð góð skil. Einn bekkur er í hverjum árgangi skólans og var nemendum skipt í hópana þannig að allir bekkirnir áttu fulltrúa í hverjum hópi. Þóranna Ólafsdóttir umsjón- arkennari segir að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir og að áhersla hafi verið lögð á að þau myndu nota allar greindir. „Við hugsuðum okkur að þetta gæti tengst tónlistinni og sköpun eins og gerð líkana og nemendur nutu sín vel um leið og þeir fundu sinn stað,“ segir Þóranna. Alls eru rúmlega 60 nemendur í þessum fjórum árgöngum. Fimmtán skólar sendu inn verk- efni og voru sjö þeirra sýnd á Orkuþinginu. Þeir skólar voru Oddeyrarskóli, Egilsstaðaskóli, Klébergsskóli, Melaskóli, Digra- nesskóli, Lindaskóli og Andakíls- skóli. Klébergsskóli fékk verðlaun á Orkuþingi Bær sem gengur eingöngu fyrir met- angasi Morgunblaðið/Golli Þóranna og Linda Rós við verðlaunaverkefnið. DR. JOHN K. Watterson, flugvéla- verkfræðideildinni við Queen’s Uni- versity í Belfast, flytur fyrirlestur, sem nefnist „Flugvélaverkfræði á Norður-Írlandi“, föstudaginn 19. október kl. 15 í stofu 158, hús verk- fræði- og raunvísindadeilda, VR-II, Hjarðarhaga 2. Fyrirlesturinn fjallar um Norður-Írland, Queens- háskólann og þá sérstaklega flug- vélaverkfræðideildina ásamt sögu flugvélaverkfræði á Norður-Írlandi. „Flugvélaverkfræðideild Queens- háskóla er með námskeið í burðar- þolsfræði, flugverkfræði, varma- fræði, túrbínum, stærðfræði, fram- leiðslu og stjórnun. Þar er boðið upp á þriggja ára BEng gráðu og fjög- urra ára MEng. Það eru um 50 nem- endur á ári í grunnnáminu. Fram- haldsnámið er öflugt með um 20 doktorsnema og 4-5 sem hefja dokt- orsnám á hverju ári. Skólinn fékk hæstu mögulegu einkunn í síðustu gæðakönnun,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fjallar um flugvélaverk- fræði á N-Írlandi MÁLÞING Astma- og ofnæmis- félagsins verður haldið laugardaginn 20. október á Hótel Loftleiðum kl. 10-13. Þema fundarins er Daglegt líf með astma og ofnæmi. Fyrirlesarar eru: Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og of- næmissjúkdómum, Björn Árdal, sér- fræðingur í barnalækningum, ónæmis- og ofnæmisfræði, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum, ónæmis- og of- næmisfræði, Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur í barnalækningum, of- næmis- og ónæmissjúkdómum, Unn- ur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum, ofnæmis- og ónæm- issjúkdómum, og Björn Rúnar Lúð- víksson, sérfræðingur í lyflækning- um og ónæmisfræði. Á eftir hverjum fyrirlestri verður tími fyrir fyrir- spurnir. Að lokinni dagskrá verða pall- borðsumræður um stöðu astma- og ofnæmissjúklinga. Málþing Astma- og ofnæmisfélagsins HELGINA 19.-21. október verða haldnir Smiðjudagar á Dalvík, sem er alþjóðlegt skátamót „í loftinu“ og „á netinu“ (JOTI - Jamboree-On- The-Internet). JOTI hefur verið haldin í rúm 40 ár og koma skátar þar saman á tal- stöðvum og reyna að ná sambandi við sem flesta þessa daga. JOTI er skátamót á Netinu og voru u.þ.b. 700.000 skátar um heim allan sem tóku þátt í því móti á síðasta ári, en það var fyrst haldið hér 1995 á Úlf- ljótsvatni. Sérstök hópferð er frá Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi og Varmahlíð og kostar ferðin fram og til baka t.d. aðeins kr. 3.900 frá Reykjavík og að- eins kr. 2.000 frá Varmahlíð. Allar frekari upplýsingar er að finna á Netinu undir slóðinni www.scout.is/ gjallarhorn/ og þar geta þátttakend- ur skráð sig. Smiðjudagar á Dalvík RABB hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum verður í dag, fimmtudag, kl. 12–13 í Norræna hús- inu. Hulda Proppé mannfræðingur flytur erindið „Ég sé kvótakerfið fyrir mér sem lopapeysu“. „Fjallar hún um kynhugmyndir og upplifun kvenna af orðræðu og auðlinda- stefnu í sjávarútvegi. Auðlindastjórnun í sjávarútvegi hefur haft víðtæk áhrif í íslensku samfélagi. Í rabbinu verður rætt um hvernig skoða má áhrif kvótakerfis- ins á konur og hvernig þær upplifa og tjá þau áhrif,“ segir í fréttatil- kynningu. „Ég sé kvótakerfið fyrir mér sem lopapeysu“ DREGIÐ hefur verið í sumarleik Netid-info úr innsendum blöðum frá starfsmönnum hótela og gisti- heimila. Birna Aspar, starfsstúlka í gestamóttöku Hótel Loftleiða, tók á móti gjafakörfu sem innihélt 1. vinning að andvirði um 50.000 kr. 1. vinningur var þriggja rétta kvöldverður á Lækjarbrekku, olíu- innpökkun, böð, pottar og heilsu- rækt hjá Planet Pulse, bók frá Netid-info, bók frá Eddu – miðlun gjafakarfa frá bílaleigunni Budget, gjafakarfa frá Lyfjum og heilsu og Bláa lóninu, geisladiskur frá Japis, gjafabréf frá Dominos og gesta- kort Reykjavíkur frá Reykjavík- urborg. Sumarleikur Netsins SAMTÖK lungnasjúklinga halda fé- lagsfund í Safnaðarheimili Hall- grímskirkju í Reykjavík í kvöld kl 20. Á fundinn kemur Andrés Sigurvins- son, sérfræðingur í lungnasjúkdóm- um og almennum lyflækningum. Andrés nefnir fyrirlestur sinn „Eru langvinnir lungnateppusjúk- dómar arfgengir?“ Fundurinn er öll- um opinn. Fundur lungnasjúklinga AÐALFUNDUR Félags þjóðfræð- inga á Íslandi verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 20.30 í Skólabæ. Að loknum venjulegum aðalfundarstörf- um mun Jón Börkur Ákason þjóð- fræðingur halda fyrirlestur um BA- ritgerð sína: Svipir manna og dýra. Allir eru velkomnir á fyrirlestur Jóns Barkar. Aðalfundur þjóðfræðinga KRINGLUKAST hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram til sunnudagsins 21. október. Á Kringlukasti gefst gestum tækifæri til að njóta þess nýjasta, segir í fréttatilkynningu. Ein nýjung verður á Kringlukasti að þessu sinni. Haldið verður uppboð sunnudaginn 21. október kl. 14, þar sem fjöldi verslana og þjónustuaðila bjóða upp vörur sínar. Þorsteinn Gunnarsson leikari og skemmti- kraftur verður uppboðshaldari. Kringlukast fram á sunnudag MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna halda almennan fé- lagsfund laugardaginn 20. október kl. 14 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10. Yfirskrift fundarins er: Fimmtíu ára barátta og enn er þörf fyrir sam- stöðu. Amal Tamimi, Helga Páls- dóttir og María S. Gunnarsdóttir flytja erindi. Almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. MFÍK með félagsfund NOKKUR sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga sínum á því að prófa rafrænar kosningar næsta vor, eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega. Nefnd sem unnið hefur að und- irbúningi rafrænna kosninga hefur nú skilað dómsmálaráðherra stöðu- skýrslu. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að rafræn kosning fari fram á kjörstöðum eins og nú er og ekki verði að sinni hreyft við fyr- irkomulagi utankjörstaðaatkvæða- greiðslu. Því yrði að handtelja úrslit hennar og færa þau inn í tölvukerfið sérstaklega. ,,Í framtíðinni mætti hins vegar þróa viðbót við kosningakerfin sem hentaði fyrir utankjörstaðaatkvæða- greiðslu,“ segir á minnisblaðinu. Ráðuneytið efndi vorið 2000 til hugmyndasamkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti og var í framhaldi af því samið við tvö fyrirtæki, EJS hf. og Tölvubraut hf. sem lögðu inn hugmyndir, sem valdar voru til frekari úrvinnslu. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög sem áhuga hafa semji við annað hvort þessara fyrirtækja um afnot af kosningakerfum sem þau hafa þró- að. Fram kemur að ráðuneytið hefur notið aðstoðar dr. Jóns Þórs Þór- hallssonar, ráðgjafa í tölvumálum, og er hann nú að kanna tvö atriði í þessu sambandi. Annars vegar ,,vottun“ kosningabúnaðar, þ.e. að aðilar sem fengið hafa faggildingu Löggildingarstofunnar skoði kosn- ingabúnaðinn í hvert skipti og votti að hann sé í lagi og engin brögð séu í tafli. Hins vegar hvort setja megi saman sérstakar ,,kosningatölvur“, en þar er um einfaldar tölvur að ræða sem notaðar verði við kosn- inguna sjálfa. Sérhannað lyklaborð og „kosningamús“ ,,Meginatriði í smíði þeirra, er að á þeim verði stór flatur skjár, þar sem hægt er að skoða flókna kjör- seðla, t.d. við kosningar í Reykjavík með fjölda framboðslista, lyklaborð yrði sérhannað með stórum hnöpp- um og „kosningamús“ og loks yrði einhvers konar lás á tölvunni sem hægt væri að innsigla þegar vottun á henni hefur farið fram. Slíkar tölvur mætti vafalaust setja saman hér á landi að mestu úr tiltækum íhlutum, en hugsanlega vildu stórir erlendir tölvuframleiðendur einnig þróa slík- ar tölvur sérstaklega fyrir markað- inn eftir hugmyndum okkar,“ segir í skýrslu starfshópsins til ráðherra. ,,Kosningatölvan væri það sem sneri að kjósendum á kjörstað, en starfsmenn í kjörstjórn notuðu hins vegar venjulegar tölvur, sem tiltæk- ar eru í hverju sveitarfélagi, við að fylgjast með hvort viðkomandi ein- staklingur er á kjörskrá og að merkja við kjörskrána, þegar hann hefur kosið. Hægt væri að veita t.d. stjórnmálaflokkum aðgang jafnóð- um um kosningaþátttöku og hverjir eru búnir að kjósa. Rafrænar kosningar til Alþing- is skoðaðar í ljósi reynslunnar Verði kosningakerfin reynd að einhverju leyti við næstu sveitar- stjórnarkosningar er að þeim lokn- um hægt að meta reynsluna og þá hvort taka eigi upp rafrænar kosn- ingar í næstu Alþingiskosningum. Trúlega yrði það ekki ódýrari kostur en núverandi fyrirkomulag, a.m.k. til að byrja með, en hins vegar er hér um skilvirkari og skjótari fram- kvæmd að ræða og yrði vafalaust hægt að ná talsverðum sparnaði fram við frekari þróun þessarar tækni í framtíðinni og það jafnvel þótt kosningafyrirkomulag yrði síð- ar flóknara eins og þekkist í sumum nágrannaríkjum okkar, þar sem persónukjör er ríkari þáttur í kosn- ingum þótt val milli framboðslista sé aðalatriðið,“ segir í stöðuskýrslunni til ráðherra. „Engin leið að rekja hvað hver einstak- lingur hefur kosið“ Dómsmálaráðherra fær stöðuskýrslu um rafrænar kosningar á kjörstöðum Ekki talað við formann bókagerðarmanna Vegna fréttar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. október sl. um prentun jólabókanna í ár skal það leiðrétt að ekki var rætt við for- mann Félags bókagerðarmanna, FBM, eins og skilja mátti af yf- irfyrirsögninni. Þarna var um að ræða það mat formanns Félags ís- lenskra bókaútgefenda, sem rætt var við í fréttinni, að fleiri bækur yrðu prentaðar hér á landi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum sem urðu við uppsetningu fréttar- innar. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.