Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 71

Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 71
Doc Scott spilar á vegum Airwaves og Virkni-Breakbeat.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 71 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6.  E.P.Ó. Kvikmyndir.com FRUMSÝNING Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10. Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 269Sýnd kl. 8 Í glæpum áttu enga vini Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245 Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 280.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 269 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10.10. Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Stór fengur Tveir þjófar Hverjum er hægt að treysta Kvikmyndir.com HK. DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Ísl tal. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire  Rás2  DV SV Mbl Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. MOULIN ROUGE! VIÐ upphaf síðasta áratugar fór ung rokksveit úr Hafnarfirðinum að láta að sér kveða svo um munaði og fór svo að hún bar höfuð og herðar yfir þær flestar næstu fimm árin eða svo. Hér er verið að tala um hljómsveit- ina Jet Black Joe sem var leidd af þeim Gunna Bjarna gítarhetju og Páli Rósinkranz, stórsöngvara með meiru. Í sumar ákvað sveitin svo að koma saman aftur eftir langt hlé og lék á Eldborgarhátíðinni við gríðar- lega góðar undirtektir. Svo góðar reyndar að sveitin er ekki nándar nærri af baki dottin og í kvöld mun hún troða upp í Iðnó, í tengslum við Airwaves-hátíðina. Þess má geta að fulltrúi frá útgáfurisanum E.M.I. fór sérstaklega fram á að sveitin myndi spila á hátíðinni en Airwaves-hátíð- inni er öðrum þræði ætlað að vekja áhuga erlendra útgefenda og blaða- manna á íslenskri tónlist. Þeir félagar, Gunnar og Páll, voru samankomnir til skrafs og ráðagerða ásamt blaðamanni á Hard Rock Cafe. Hvar annars staðar!? „Þetta var bara svo gaman!“ segir Páll, aðspurður hví þeir hafi ekki lagt niður rokktólin í lok Eldborg- arhátíðar. „Þannig að við ætlum að spila fram að jólum.“ Þeir félagar segja að stefnan sé líka tekin á að skella sér í hljóðver og taka upp nýtt efni. „Við erum að pæla í að taka upp tvö eða þrjú frumsamin lög og svo eitt tökulag,“ tilkynnir Gunni Bjarni. Hann segir að áðurnefnd beiðni E.M.I. tengist samböndum sem hann hefur verið að byggja upp er- lendis en segir þá þó vera alveg ró- lega með þau mál. „Það væri auðvitað gaman ef eitt- hvað myndi gerast en það var ekkert stefnan hjá okkur er við komum saman á ný.“ Páll segir að viðtökurnar við end- urkomu sveitarinnar hafi verið lyg- inni líkastar. „Maður hefur fundið fyrir æsingi, bæði hjá yngra liðinu og einhverjum eilífðarrokkurum líka,“ segir Páll og hlær. „Við vissum ekkert hvaða viðtökur við myndum fá,“ bætir hann við. „Við erum búnir að vera hættir jafnlengi og við vorum starfandi. En unga kynslóðin virðist vera að uppgötva þetta aftur. Það er bara eitthvað Jet Black Joe-æði í gangi núna. Sölu- hæsta platan hjá Skífunni núna er You Can Have It All með Jet Black Joe, safnplata frá 1996!“ Þeir Páll og Gunnar eru einu upp- runalegu meðlimirnir en með þeim nú eru þeir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir og Þórhallur Berg- mann; sem hafa starfað með Móu og reyndar einnig með Gunna Bjarna í hinni skammlífu Jetz. Tónleikar Jet Black Joe hefjast kl. 23.00. Rokkararnir snúa aftur                        !"#$%       &$' (      ) * +# *     ) , -. /001+23, , 04     &) 0&                     Morgunblaðið/KristinnJet Black Joe, 1995. Jet Black Joe á Airwaves arnart@mbl.is DOC Scott er einn af lávörðum trommu- og bassageirans í Bret- landi, hvar slagæð framsækinnar danstónlistar hefur legið undanfarin ár. Árið 1994 setti hann Metalheadz- útgáfuna á laggirnar ásamt Goldie en Metalheadz hefur verið varpstöð allra helstu trommu- og bassalista- manna samtímans. Scott hefur verið mikill áhrifavaldur og brautryðjandi hvað þróun tónlistarinnar varðar, bæði með tónlist sinni og plötusnúð- asettum. Morgunblaðið sló á þráðinn til meistarans og spurði hann spjör- unum úr um danstónlistarheima og -geima. Alls kyns tónlist Segðu mér, Scott. Hefur trommu- og bassasenan í Bretlandi skriðið niður í jörðina á nýjan leik. Eða var hún kannski aldrei ofar moldu? „Ég held að hún hafi verið í meg- instrauminum um tíma vegna þess að blaðamenn danstónlistartímarit- anna voru þá mikið að tala um hana. En ég hef aldrei haft trú á því að þessi tegund tónlistar ætti eftir að ná eyrum hins almenna hlustanda, hún er það byltingarkennd í eðli sínu. Það mætti segja að listamenn eins og Kosheen og Reprazent séu það að- gengilegasta í þessum geira. Þessi geiri er líka þesslegur að hann lifir af án þess að vera í náðinni hjá stórum útgefendum eða hins almenna kaup- anda.“ Hversu stórt er trommu- og bassasamfélagið í Bretlandi? „Það er fremur lítið. Það er mjög samofið og þessir helstu plötusnúðar eru á bilinu 20–30 og þeir þekkjast allir.“ Svo virðist sem öll helstu nöfnin í trommu- og bassalistinni komi frá Bretlandi. Hvers vegna? „Ég held að þetta sé að breytast núna. Málið með trommu- og bassa er að áferð tónlistarinnar hefur að gera með menninguna hér í Bret- landi. Auk þess er auðvelt að stunda menninguna hér af kappi, þú getur farið á trommu- og bassakvöld öll kvöld vikunnar. En undanfarið hefur mér virst sem þetta form sé að skjóta rótum í fleiri löndum.“ Hvað um stöðu tónlistarinnar í dag? „Staðan er betri núna en fyrir ári. Þá var tónlistin orðin of hörð og ágeng að mínu mati og fjölbreytnin minni. Núna er flóran orðin stærri; meira af sungnum lögum og slíku. Einsleitni gerir forminu illt að mínu mati.“ En hvað um sjálfan þig. Ertu op- inn fyrir alls kyns straumum og stefnum? „Ég hlusta á alls kyns tónlist já. Hipp-hopp, sálartónlist, R og B, framþróað hús, tæknó, sveim o.s.frv. Ég hlusta á tónlist mér til ánægju og líka til að draga fram einhver áhrif. Ég væri handónýtur listamaður ef ég hlustaði bara á trommu- og bassa- tónlist. Einnig reyni ég að taka mér almennt frí frá tónlistinni; horfi þá á boltann, fer í bíó eða gef öndunum brauð.“ Nú átt þú eigin útgáfu, 31 Re- cords. Af hverju taka stærri nöfnin í þessari listgrein sig alltaf til á end- anum og stofna eigin útgáfu? „Ég held að þegar þú ert kominn í ákveðna stöðu þá hafir þú færi á að hafa áhrif. Þar sem ég er orðinn þekkt nafn í þessum geira get ég beitt mér fyrir því að efni verði gefið út jafnframt því að kynna það á ferð- um mínum um heiminn sem plötu- snúður. Þannig að mér finnst það í raun sjálfsagt að ég beiti mér í þess- um efnum enda er mér afar annt um þessa hluti.“ Er erfitt fyrir nýliða að fóta sig í þessum bransa? „Ekki lengur, nei, meðal annars vegna þessara óháðu útgáfna eins og t.d. minnar. Hins vegar er öllu erf- iðara að berja saman sómasamlegt lag (hlær).“ Airwaves á fullu Astró verður opnað kl. 21 í kvöld en með Scott spila DJ Reynir, DJ Kristinn og Chico Rockstar. Airwaves-hátíðin verður á blúss- andi stími úti um allan bæ eins og hægt er að lesa nánar um hér á síð- unni. Tónleikar Sigur Rósar verða t.d. í Listasafni Reykjavíkur og mun Páll Óskar sjá um upphitun með glænýju efni. Einnig er vert að veita Apes og Lake Trout frá Bandaríkj- unum athygli. Apes spila afar kröft- ugt, gítarlaust rokk en Lake Trout er nýskapandi bræðingsband sem tekur áhrif úr rokki, danstónlist og bara hverju sem er. Lækn- irinn þeytir Doc Scott: Lifandi goðsögn í trommu- og bassaheimum. TENGLAR ..................................................... www.icelandairwaves.com arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.