Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Chelsea án Eiðs Smára tapaði fyrir Hapoel Tel Aviv í Ísrael/C2 Ekkert sjónvarpað frá EM í hand- knattleik?/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Ilmur karlmanna / 1 Upp úr svörtu holunni / 2 Of latur til að gefa blóð / 4 Læra á lífið í leiklist / 6 Myndarlegt handargagn / 7 Auðlesið efni / 8 Sérblöð í dag FÓLKSBIFREIÐ skemmdist tals- vert í gærkvöld við bæinn Mold- hauga norðan Akureyrar þegar ökumaður missti stjórn á bifreið- inni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Ökumaður var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl, að sögn lög- reglunnar. Talið er að ökumað- urinn hafi ekki áttað sig á yfir- standandi vegaframkvæmdum við veginn og misst stjórn á bifreiðinni af þeim sökum. Kettlingur sem var í bifreiðinni stökk út í myrkrið eftir óhappið og fannst ekki þrátt fyrir leit lögregl- unnar. Morgunblaðið/Kristján Bílvelta við Akureyri LJÓST er að verð á eldsneyti lækkar um næstu mánaðamót, en olía hefur farið hratt lækkandi undanfarna daga og fór nokkuð niður fyrir 20 Bandaríkjadali tunnan í gær á Rotterdam-markaði. Verðið hefur þá lækkað um yfir tíu dali tunnan á um mánaðartíma frá því upp úr miðjum septembermánuði og hefur verðið ekki verið jafnlágt í tvö ár og það er nú. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu hf., sagði að hann teldi ekki miklar líkur á því að við ættum eftir að sjá miklu meiri verðlækkanir en þegar væru orðnar vegna umræðunnar um að ol- íuframleiðsluríkin ætluðu að bregð- ast við þessari verðþróun. Hann ætti hins vegar heldur ekki von á miklum verðhækkunum aftur og fyndist mjög líklegt að til lengri tíma horfð- um við á verð sem endurspeglaði októbermánuð. Verðbreytingar miðast við mánaðamót Magnús sagði að þeir miðuðu verðbreytingar við mánaðamót eins og gert hefði verið og eins og staðan væri nú væri alveg ljóst að það væri tilefni til verðlækkunar á eldsneyti. Hversu mikil sú verðlækkun gæti orðið væri ekki hægt að fullyrða að svo komnu. Magnús benti á að að meðalverðið í september hefði verið hærra en meðalverðið í ágústmánuði og því hefði verið tilefni til hækkunar um síðastliðin mánaðamót. Þeir hefðu hins vegar ákveðið að halda verðinu óbreyttu vegna lækkandi eldsneyt- isverðs og nú væri ljóst að verðið myndi lækka um mánaðamótin. Þetta myndi skila sér til neytenda og vonandi yrði bara ekkert til þess að trufla þessa þróun. Eldsneytisverð lækkar um mánaðamótin                               Olíutunnan komin niður fyrir 20 dali á Rotterdam-markaði VÍSINDAMENN á vegum Ís- lenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt erfðavísi sem getur átt þátt í Parkinsons-veiki. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er með þessu komin fram óyggj- andi sönnun fyrir því að Park- insons-veiki af þeirri gerð sem komi fram síðar á ævinni, sé arf- geng. Greint er frá niðurstöðu þess- arar rannsóknar í netútgáfu vís- indatímaritsins Science. Þar segir í upphafi greinarinnar að erfðafræð- ingum hafi hingað til gengið illa að finna sannanir fyrir því að Park- insons-sjúkdómurinn, af þeirri gerð sem komi fram seint á æv- inni, erfist að einhverju eða öllu leyti. Hafa margir þeirra fullyrt að sjúkdómurinn væri ekki arfgengur (fjölskyldulægur). Í Science er hins vegar vitnað til árlegrar erfðafræðiráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem hópur vís- indamanna greindi frá því að Park- insons-veikina, af þeirri gerð sem byrjar seint á ævinni, væri hægt að rekja til litnings númer eitt. Spennandi niðurstaða Segir í Science að vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalanum – háskólasjúkra- húsi hafi fundið þetta út með því að kanna ættfræðiskýrslur ís- lenskra fjölskyldna þar sem dæmi væru um meira en eitt tilfelli af síðgengri Parkinsons-veiki. Var um að ræða 117 manns úr 51 fjöl- skyldu. Segir í Science að rann- sóknin hafi leitt í ljós að sjúkdóm- urinn eigi m.a. rætur í erfðaefni sameiginlegs forföður þessara ein- staklinga. Í grein Science er leitað álits bandaríska erfðafræðingins Mat- thew Farren og segir hann nið- urstöðu ÍE meðal þess mest spennandi sem komið hafi fram í rannsóknum á Parkinsons-veikinni. „Parkinsons-veikin hefur verið tal- in besta dæmið um sjúkdóm sem ekki væri fjölskyldulægur,“ er haft eftir Farren. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segist aðspurður í samtali við Morgunblaðið telja niðurstöðuna merkilega frá sínum bæjardyrum séð. „Við höfum ekki bara sýnt fram á að sjúkdómurinn erfist heldur höfum við líka kortlagt erfðavísinn sem honum veldur. Í því felast óyggjandi sönnur fyrir því að hann sé arfgengur. Þetta er meiriháttar uppgötvun fyrir okkur sem höfum verið að rannsaka Parkinsons-sjúkdóminn í lengri tíma.“ Ný uppgötvun vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar Sannað að Parkin- sons-veiki er arfgeng LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði hald á haglabyssu og eina rjúpu sem rjúpnaskytta hafði skotið í sumarbústaðabyggð í Galtarholtslandi í Borgarbyggð í gær. Ólöglegt er að veiða á þessum slóðum vegna nálægð- ar við byggðina. Fólk sem var í einum sum- arbústaðnum tilkynnti um at- hæfi mannsins og brást lög- reglan við og hafði uppi á veiðimanninum. Hann var færður á lögreglustöð og viður- kenndi brot sitt. Byssa hans er í vörslu lögreglunnar á meðan málið er í rannsókn. Veiði- og byssuleyfi mannsins voru hins vegar í lagi. Skaut rjúpur í sumarbú- staðabyggð Í LOK ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands á Hvolsvelli í gær var samþykkt ályktun þar sem fram kemur ótti við að íslensk fyrirtæki í al- þjóðlegu viðskiptalífi flytji starfsemi sína til útlanda ef tíðni ferða minnkar til áfanga- staða leiðakerfis Flugleiða og ferðum þangað fækkar. Nauðsynlegt sé að bregðast við til að tryggja núverandi leiðakerfi Flugleiða, sem sé hornsteinn ferðaþjónustunnar hér á landi, og er skorað á stjórnvöld að sýna með óyggj- andi hætti að verið sé að snúa vörn í sókn með myndarlegu fjárframlagi til markaðsstarfs. Ályktun ferða- málaráðstefnu Óttast flutn- ing fyrir- tækja til útlanda  Leiðakerfi/31 MIKIL þoka var á rjúpnaveiðislóð- um hér austanlands í gær. Menn sem voru á rjúpnaveiðum segja að það séu svo margir menn á veiðislóðinni og stutt milli manna, að beinlínis sé hættulegt að hleypa af skoti, það geti hæglega hitt næsta mann. Heyrst hefur að svo margir séu sums staðar á rjúpnaveiðum að erfitt sé að fá bílastæði kringum vinsælustu veiði- staðina. Veiðimenn sem ætluðu á veiðar á Gagnheiði ofan Egilsstaða sneru frá vegna þeirrar hættu sem þessar að- stæður skapa. Greinilegt er að veiði- menn treysta í auknum mæli á GPS- tæki til að rata um veiðislóðina og skjóta jafnvel á þá rjúpu sem þeir sjá í þokunni þegar veiðigleðin ber þá of- urliði. Aðstæður eru líka með þeim einstaka hætti að jörð er að mestu alauð hér eystra svo möguleiki er fyrir hendi að sjá fuglinn jafnvel þótt þoka sé með köflum og stundum rúmlega það. Það er sem betur fer ekki algilt að menn haldi sínu striki og fari skjót- andi um á rjúpnaslóðinni þótt þoka sé yfir. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um hefur orðið vart við utanvega- akstur fyrir ofan Gagnheiði og verð- ur tekið hart á slíkum brotum. Þoka á veiðislóðum austanlands í gær Hættulegt að ganga til rjúpna Norður-Héraði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.