Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 1
239. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. OKTÓBER 2001 vopnaðs hóps Fatah í Betlehem, var eftirlýstur í Ísrael fyrir að myrða ísraelska konu í árás úr laun- sátri 20. september. Palestínskir byssumenn svöruðu drápinu á Fatah-mönnunum með skothríð á Gilo, byggð gyð- inga nálægt Jerúsalem. Þá söfnuðust um þúsund Palestínumenn saman við fangelsi í Betlehem í gærkvöldi og hótuðu að ráðast inn í það til að drepa fanga sem voru handteknir fyrir að aðstoða her Ísraels. Tólf ára palestínsk stúlka lét lífið í skothríð ísr- aelsks skriðdreka í bænum Jenín á Vesturbakk- anum í gærmorgun og tveir palestínskir örygg- isverðir voru skotnir til bana í Ramallah. Leiðtogar Vesturlanda hvöttu Ísraela og Pal- estínumenn til að binda enda á vítahring blóð- hefnda og ofbeldis sem hefur kostað nær 900 manns lífið á rúmu ári. Renato Ruggiero, utanrík- isráðherra Ítalíu, sagði átökin í Mið-Austurlönd- um „helstu ógnunina við frið í heiminum“. Segja Ísraela ætla að myrða Arafat Róttæk marxistahreyfing, Alþýðufylkingin fyr- ir frelsun Palestínu (PFLP), lýsti morðinu á Zeevi á hendur sér og sagði í gær að palestínska lög- reglan hefði handtekið þrjá af forystumönnum hreyfingarinnar og nokkra aðra félaga hennar. Ráðgjafi Arafats sagði að heimastjórnin hefði komist að því að Ísraelar hefðu lagt á ráðin um að myrða alla leiðtoga Palestínumanna, þ. á m. Ara- fat. Ísraelar neituðu þessu en palestínskur emb- ættismaður sagði í gærkvöldi að Arafat hefði beðið arabíska og evrópska stjórnarerindreka að koma í veg fyrir að reynt yrði að ráða hann af dögum. FORYSTUMAÐUR í Fatah, hreyfingu Yassers Arafats, og tveir aðrir félagar í hreyfingunni biðu bana í sprengjuárás ísraelskrar herþyrlu í Betle- hem í gær. Nokkrum klukkustundum síðar skutu palestínskir byssumenn Ísraela til bana og særðu tvo aðra í árás úr launsátri á vegi nálægt Jeríkó á Vesturbakkanum. Áður höfðu ísraelskir skriðdrekar og hermenn verið sendir inn í palestínska bæi á Vesturbakk- anum og orðið þremur Palestínumönnum að bana. Palestínska heimastjórnin kvaðst í gær hafna úrslitakostum Ísraela sem kröfðust þess að hún framseldi morðingja ísraelska ráðherrans Rehav- ams Zeevis og sögðu að ella yrði Palestínumönn- um refsað fyrir að vernda „hryðjuverkamenn“. Palestínskir embættismenn sögðu að Fatah- mennirnir þrír hefðu látið lífið þegar ísraelsk her- þyrla hefði komið af stað sprengingu í bíl þeirra. Talið væri að palestínskir samstarfsmenn Ísr- aelshers hefðu falið sprengju í bílnum. Einn þremenninganna, Ataf Abayat, leiðtogi Ísraelskir skriðdrekar og hermenn sendir inn í bæi Palestínumanna Forystumaður Fatah og sex aðrir vegnir Palestínumenn hafna framsalskröfu Ísraela AP Palestínumenn virða fyrir sér bíl þriggja Fatah-manna sem biðu bana í sprengjuárás ísraelskrar herþyrlu í gær. Ramallah, Jerúsalem. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ýjaði að því í gær að næsti áfangi hernaðaraðgerðanna gegn talibönum í Afganistan, landhernaður, kynni að hefjast á næstunni. „Við erum að eyðileggja flugher og loftvarnir óvinarins,“ sagði Bush við fréttamenn áður en hann hélt til Kína vegna leiðtogafundar APEC, Efna- hagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja, sem haldinn verður í Shanghai. „Við erum að greiða götu vinveittra hermanna á jörðu niðri til að þrengja að þeim, hægt en örugg- lega, og færa þá fyrir rétt.“ Ekki var ljóst hvort forsetinn ætti við hersveitir undir forystu Banda- ríkjamanna eða afganska andstæð- inga talibana sem bíða eftir tækifæri til að blása til sóknar í átt að Kabúl. Bush hittir Jiang Zemin, forseta Kína, í fyrsta sinn í dag og hyggst ræða við hann um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og önnur málefni, svo sem mannréttindi. Reuters Afganar skoða gíg eftir sprengju sem varpað var á Kabúl í gær. Borgarbúar segja að átta ára stúlka hafi beðið bana og fjórir særst þegar sprengjan sprakk. Fimm óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í annarri árás. Ýjað að landhernaði Kabúl. AFP.  Sprengingar skekja/21 KONA sem starfar á skrifstofu Dans Rathers, aðalfréttaþular CBS-sjón- varpsins, hefur sýkst af miltisbrandi og bendir það til þess að sýklaárásir hafi verið gerðar á allar þrjár stærstu sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjanna. Þá var skýrt frá því í gær- kvöldi að starfsmaður pósthúss í New Jersey hefði fengið sjúkdóminn og grunur léki á að starfsfélagi hans hefði einnig sýkst. Vitað er um sex manns sem hafa sýkst af miltisbrandi í Bandaríkjun- um og 40 til viðbótar hafa greinst með bakteríuna án þess að sýkjast. Aðstoðarkona Rathers fékk milt- isbrandssýkingu í húð og talið er að hún nái fullum bata. Áður höfðu að- stoðarkona Toms Brokaws, aðal- fréttaþular NBC-sjónvarpsins, og sjö mánaða sonur starfskonu frétta- stofu ABC sýkst af miltisbrandi. Tveir starfsmenn dagblaða í Flórída sýktust einnig og annar þeirra lést. Miltisbrandsgró í böggli í Kenýa Kenýa varð í gær fyrsta landið ut- an Bandaríkjanna sem staðfesti að miltisbrandsgró hefðu fundist í pósti. Hátt settur embættismaður í Nairobi sagði í gær að sýkillinn hefði fundist í böggli sem læknir hefði fengið frá frænda sínum í Bandaríkj- unum. Sam Ongeri, heilbrigðisráðherra landsins, staðfesti að læknirinn og fjórir í fjölskyldu hans kynnu að hafa „komist í snertingu við sýkilinn“. Hann bætti við að fjölskyldan væri „ekki í hættu“. Tvö ný tilfelli staðfest New York. AP, AFP. Miltisbrandurinn  Framleiddu/22 Njósnastöð á Kúbu lögð niður Moskvu, Havana. AFP, AP. RÚSSAR hyggjast leggja niður njósnaratsjárstöð sem þeir hafa rek- ið síðan 1964 í Lourdes á Kúbu til að hlera fjarskipti í Bandaríkjunum. Segja rússneskir ráðamenn að ástæðan sé einkum mikill kostnaður við reksturinn og breyttar aðstæður eftir kalda stríðið, þar á meðal bar- áttan gegn hryðjuverkum. Rúss- neskir embættismenn sögðu að nið- urstaða hefði fengist í málinu eftir „stormasaman“ fund sem Vladímír Pútín forseti hefði stýrt í varnar- málaráðuneytinu. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði tíðindunum í gær og taldi þau nýtt merki um að kalda stríðinu væri endanlega lokið. Embættismenn í Moskvu sögðu að farið yrði fram á að vesturveldin kæmu til móts við Rússa og lokuðu njósnaratsjárstöð sem Bandaríkja- menn reistu í Vardø í Norður-Nor- egi. Rússneskir kommúnistar mót- mæltu ákvörðun stjórnar Pútíns forseta og sögðu hana merki um undirlægjuhátt og svik. Rússar greiða um 200 milljónir dollara, 20 milljarða króna, í leigu fyrir aðstöðuna á Kúbu. Sagði forseti rússneska herráðsins, Anatólí Kvasnín hershöfðingi, að aðstæður og tækni hefðu gerbreyst síðan í kalda stríðinu og fyrir féð sem spar- aðist væri hægt að kaupa 20 njósna- gervihnetti og skjóta þeim á loft. Er Pútín skýrði frá umskiptunum sagði hann jafnframt að Rússar vildu að Bandaríkjamenn afléttu við- skiptabanni á Kúbu. Stjórn Fidels Castro kvaðst í gær vera „algerlega andvíg“ því að stöðin yrði lögð niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.