Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Halli afi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
HARALDUR
STEFÁNSSON
✝ Haraldur Stef-ánsson fæddist á
Bjólu í Rangárvalla-
sýslu 29. desember
1917. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 5. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Áslaug
Einarsdóttir og Stef-
án Bjarnason frá
Bjólu. Haraldur var
yngstur níu systkina
sem öll eru látin.
Haraldur giftist
Sigríði M. Olsen, sem
ólst upp í Bjóluhjá-
leigu frá átta ára aldri. Börn
þeirra eru: Ármann, kvæntur
Ólöfu Eyjólfsdóttur, Guðrún, gift
Sveini Ingibergssyni, og Áslaug,
gift Hallgrími Péturssyni.
Útför Haralds fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Þó þú sért horfinn úr
heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kamilla og
Arnar Freyr.
Elskulegur afi minn
er látinn.
Er ég skrifa þessi
fátæklegu orð rifjast
upp fyrir mér góðu
stundirnar sem við afi áttum sam-
an. Er það mér efst í huga þegar
við áttum hestana og allar góðu
veiðiferðirnar með þér og pabba í
Iðu og Rangá. Minningar um þig,
elsku afi, eru margar og mun ég
varðveita þær í huga mínum.
Söknuðurinn við að missa ömmu
var mikill og nú veit ég að þú ert
kominn til hennar og hún hefur
tekið vel á móti þér. Ég kveð þig
nú með söknuði í hjarta og þakka
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig.
„Skoðaðu hug þinn vel þegar þú
ert glaður og þú munt sjá að að-
eins það sem hefur valdið hryggð
þinni gerir þig glaðan. Þegar þú
ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur
hug þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.“ (Kahlil Gibran.)
Guð geymi þig.
Þinn
Haraldur Sveinsson.
✝ Þórður Hinriks-son fæddist í
Siglufirði 9. febrúar
1947. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
10. október síðast-
liðinn. Foreldrar
Þórðar voru Fanney
Magnúsdóttir, f. 2.4.
1929, d. 14.3. 1994,
og Hinrik Hinriks-
son, f. 29.12. 1925.
Þórður var alinn
upp af föðurömmu
sinni Þorbjörgu
Guðmundsdóttur, f.
30.9. 1905, d. 3.6. 1976, og manni
hennar Þórði Björnssyni. Systk-
ini Þórðar eru Þorbergur, f.
18.7. 1948, og Sigurlaug, f. 6.11.
1951.
Þórður kvæntist 24.9. 1966
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Rannveigu Ágústsdóttur, f. 17.6.
1947. Foreldrar hennar voru
Lilja Sigurðardótt-
ir, f. 2.4. 1923, d.
19.10. 1990, og
Ágúst Ólafsson, f.
24.5. 1924, d. 25.9.
2001. Börn Þórðar
og Rannveigar eru:
1) Guðrún Þor-
björg, f. 29.11.
1966, gift Jóni
Heiðari Árnasyni, f.
4.8. 1967, og eiga
þau þrjú börn,
Gerði, Óttar og
Þórdísi. 2) Hinrik, f.
11.3. 1970, í sambúð
með Jónu Kristínu
Guðmundsdóttur, f. 20.3. 1969.
3) Þorbjörg Margrét, f. 28.6.
1978, d. 29.6. 1978.
Þórður lærði pípulagnir og
varð meistari í þeirri grein og
vann við þau störf til æviloka.
Útför hans fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Fjölmargar eru þær minningar góðar
minningar kvöldanna glaðar og hljóðar
er hélt ég frá vinnunni heim.
Þá heyrði ég röddina hugljúfu kæru
hjalandi eins og það tónsmíðar væru
í móðurfangi, með frjálsum hreim.
Þú dafnaðir í innbænum á Akureyri
sem öðrum bæjum flestum er fegurri og
meiri
og þroskandi að vera þar við leik og störf.
Þú gekkst í skóla og gerðist virkur þegn
og greindum dreng varð námið ekki um
megn
á góðum manni var alltaf mikil þörf.
Álits þú naust í iðngrein þinni
og ýmsir höfðu því af þér kynni
sem allir töldu mjög góð.
Of mikið hafðirðu oftast að gera
enda vildir þú þar helst vera
sem allmest á verkefnum stóð.
Ég þakka vil sonur minn umliðnu árin,
augu mín blinda nú saknaðartárin
og svo mun það verða um sinn.
Svo hittumst við bráðum á himnanna
leiðum,
í himinsins fegurð og blómabreiðum
sem bætir og læknar söknuðinn.
(Árni J. Haraldsson.)
Kveðja frá föður.
Þórður vinur minn Hinriksson er
látinn.
Þar sigraði óvinurinn skæði,
krabbinn, einn af röskustu sonum
Akureyrar. Þórður var búinn að
berjast við vágestinn í nærri tvö ár
og nú að síðustu á öðru hnénu. Um
tíma leit út fyrir, að hann ætlaði að
hafa sigur með seiglu sinni, en þá
greip andstæðingurinn til belli-
bragða, sem Þórður náði ekki að
varast, svo hann féll loks, en með
mikilli sæmd, þrátt fyrir allt óbug-
aður og er nú horfinn til austursins
eilífa.
Þórður var hár og grannvaxinn,
stæltur og sterkur. Hann var ham-
hleypa til vinnu, vann á við tvo og
sáust oft tvær rörtengur á lofti,
þegar hann var við iðju sína. Stund-
um virtist eins og hann væri á
tveimur stöðum samtímis. Hann
hljóp við fót af röskleika og var þá
oft erfitt að fylgja honum. Ekki
fékkst hann um þótt svitinn læki,
verkið skyldi unnið hratt og vel.
Eins var hamagangurinn við veið-
arnar. Jafnvel nú síðsumars, þegar
hann lagði stórlax í Laxá í Þing.,
mjög veikur af sjúkdóminum og
munaði ekki um, þótt þrekið væri í
lágmarki.
Þórður hafði sterkt hjarta, stórt
og hlýtt og var gott að eiga hann að.
Nú hefur hann lagt frá sér áhöldin
á besta aldri og er mjög sárt að sjá
á bak góðum drengjum á miðri
starfsævinni. Þegar slíkir menn eru
sjúkir klæðist maður hærusekk og
þjáist, því vitneskjan um framvind-
una setur mann hljóðan, en samt er
betri lítil eign réttláts manns en
auðlegð margra illgjarnra. Þórður
var af fyrri manngerðinni. Stuðn-
ingur konu hans var ómetanlegur í
þessari raun. Bið ég þann, sem öllu
ræður, að taka vel á móti honum og
hugga eftirlifandi ættingja.
Eiríkur Páll Sveinsson.
ÞÓRÐUR
HINRIKSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
&
A1.
7
! #!B
** #
"
.%
" )
*/ *001
.
#
# "
2
< %5$&% ! $$%
! %A 4% &#
#(- ##>%( ! $$%
< %A 4% ! $$% ' (%(#0 &#
&(*%#*+%#,
@
77
' 4*(("8
0"
#
"
(%
#"
31
*4
<%:##'(0 $%"% &#
(%"%- #<%:# ! $$%
+%! <%:# ! $$% %# !%
C% &#
(%"%5(# ! $$%
> %# &# -##D% $# ! $$%
! %- # &# <&%* +%(. 4 ! $$%
+ - # &# > +%> %#! $$%
##%(%)$5 : ! $$%
<%:##'(0 $%# ! &#,
&
@
1
$D%"%
:%
/&(
"
*5 )
-
#
$
" $#!#!%,
6
.
77
(,%$,
"%
&7" # )
8
(%
"
*0 (
&
0
9
" #
(%"%- # %:%#%$#,
-
77
4%:'%$0#:'% ( $%+#!
9"
"% %:
#)
* 9
)
#! ##% ! $$%
+%"%##% &#
4###% &#,
; $
%
$#
>..
7
7.
<
7.
. #*&%(E: ! $$%
&(4 + !,