Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nám fyrir þig?
Námunni, Endurmenntun H.Í.
Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Dagskrá
Háskóli Íslands
Vi›skipta- og hagfræ›ideild
Viðskiptafræði í 60 ár
Y
D
D
A
/
S
ÍA
Ágúst Einarsson, prófessor og deildarforseti Viðskipta- og
hagfræðideildar
Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Flugleiða, nemandi í
MBA náminu
Runólfur Smári Steinþórsson, dósent og forstöðumaður
MBA námsins
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss
Sigurður Garðarsson, verkfræðingur og ráðgjafi, nemandi
í MBA náminu
Gunnar Ármannsson, lögfræðingur og forstöðumaður
InnheimtusviðsTollstjórans í Reykjavík, nemandi í MBA náminu
Fundarstjóri: Svafa Grönfeldt, lektor og
framkvæmdastjóri hjá IMG
Boðið er upp á veitingar að kynningu lokinni. Við það tækifæri
gefst fundargestum kostur á að spjalla við nemendur og kennara
í MBA náminu og skoða sýnishorn af námsgögnum.
Næsti hópur byrjar í september 2002, sjá www.mba.is
Laugardaginn 20.október kl.14:00
Kynningarfundur um MBA nám
í Háskóla Íslands
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur
kallað eftir skýrari markmiðum um
rekstur lánastofnana og leggur til að
stærstu lánastofnanir skuli stefna að
því að eiginfjárhlutfall sé á hverjum
tíma að lágmarki 10% í stað 8% lög-
bundins eiginfjárhlutfalls. FME var-
ar sérstaklega við að víkjandi lán séu
í ríkum mæli tekin til að fullnægja
skilyrðum um eiginfjárhlutföll og
ber lánastofnunum að mati eftirlits-
ins að stefna að því að eiginfjárhlut-
fall án víkjandi lána sé að lágmarki
8%. Þetta kom fram í máli Páls
Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, á þriðja ársfundi
eftirlitsins sem haldinn var í gær.
Páll sagði eiginfjárhlutföll við-
skiptabanka og sparisjóða hafa
hækkað nokkuð frá miðju ári 2000
fram á mitt þetta ár, eftir að hafa
stöðugt farið lækkandi síðustu ár.
Meginástæðan fyrir þessu er tví-
þætt, að sögn Páls. „Annars vegar
varð sala á eignarhlutum í Kaup-
þingi hf. til þess að eiginfjárhlutföll
margra sparisjóða hækkuðu. Hins
vegar tóku lánastofnanir víkjandi
lán og þrír viðskiptabankanna nýttu
sér auk þess nýfengna heimild til að
gefa út víkjandi skuldabréf sem telj-
ast til eiginfjárþáttar A við útreikn-
ing á eiginfjárhlutfalli.“ Páll sagði
margar lánastofnanir hafa fullnýtt
heimildir til töku víkjandi lána til að
styrkja eiginfjárstöðu sína og eigin-
fjárstaða þessara lánastofnana yrði
því helst styrkt með auknum hagn-
aði eða útgáfu nýs hlutafjár eða
stofnfjár.
Ástæða til að fylgjast
vel með þróun vanskila
Páll lýsti ástandi hvað varðar út-
lánaþróun og áhættustýringu. Raun-
aukning útlána hefur nær stöðvast,
afkoma lánastofnana versnaði á síð-
asta ári, en stóð í stað á fyrri hluta
þessa árs. „Kostnaðarhlutfall, þ.e.
rekstrargjöld í hlutfalli af hreinum
rekstrartekjum, hefur sótt í sama
farið eftir talsverða lækkun á árinu
1999, samfara miklum gengishagn-
aði þá,“ sagði Páll Gunnar. Skuldir
bankanna við erlenda aðila námu um
400 milljörðum króna um mitt þetta
ár. Þessar skuldir hafa aukist úr
tæpum 300 milljörðum á miðju síð-
asta ári. „Mótvægi við erlendu lánin
eru gengisbundin lán til innlendra
lánþega. Sumir þessara aðila hafa
ekki tekjur í samsvarandi gjaldmiðl-
um og því ekki varðir gagnvart
gengislækkun,“ sagði Páll.
Hann segir ástæðu til að fylgjast
vel með þróun vanskila hjá lána-
stofnunum. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem Fjármálaeftirlitið hefur
safnað hafa vanskil hjá viðskipta-
bönkum og sparisjóðum aukist
nokkuð. Vanskil lánþega viðskipta-
banka og sparisjóða til lengri tíma
en eins mánaðar námu rúmum 12
milljörðum króna um síðustu ára-
mót. Í lok júní sl. námu þessi vanskil
tæplega 17 milljörðum króna, sem er
aukning um 0,5% í hlutfalli af útlán-
um þessara aðila.
Páll kom m.a. inn á málefni lífeyr-
issjóðanna í máli sínu og sagði að
fjárfestingar þeirra hefðu ekki verið
í samræmi við lög í nokkrum tilvik-
um. Leyfilegt hámark fjárfestinga
lífeyrissjóðanna í óskráðum verð-
bréfum er 10% af hreinni eign til
greiðslu lífeyris. „Það er reynsla
Fjármálaeftirlitsins að í rekstri líf-
eyrissjóða megi stundum sjá þess
merki að nokkuð skorti á nauðsyn-
legt aðhald sem flest fyrirtæki njóta
frá eigendum sínum. Þetta stafar
erflaust af því að sjóðfélagar hafa í
flestum tilvikum takmarkaða mögu-
leika til áhrifa á stjórnun viðkom-
andi sjóðs auk þess sem skylduaðild
gerir það að verkum að hann getur
ekki flutt réttindi sín, mislíki honum
rekstur sjóðsins,“ sagði Páll m.a.
Breytinga þörf í íslenskri löggjöf
Stefán Svavarsson, formaður
stjórnar Fjármálaeftirlitsins, ávarp-
aði fundinn og gerði grein fyrir árs-
reikningum Fjármálaeftirlitsins.
Hann fjallaði einnig um nýjar er-
lendar reglur um skráningu verð-
bréfa, þar sem horfið er frá þeirri
grundvallarreglu reikningsskila að
miða skráningu eigna við kaupverð.
Þess í stað skuli miða skráningu
þessara eigna við markaðsverð í
nærfellt öllum tilvikum. Evrópusam-
bandið hefur nú samþykkt reglur
sem miðast að þessu og frá Banda-
ríkjunum eru komnar. Viðeigandi
breytingar hafa orðið á tilskipunum
ESB um reikningsskil og „sam-
kvæmt því ber íslenskum stjórnvöld-
um að breyta íslenskri löggjöf til að
samræmi sé milli íslenskra og er-
lendra lagafyrirmæla að þessu
leyti,“ sagði Stefán m.a.
Fjármálaeftirlitið birtir ársskýrslu
Kallað eftir
skýrari
markmiðum
ÁKVÖRÐUN um skiptingu heild-
arkvóta úr norsk-íslenska síldar-
stofninum hefur verið frestað til 4.
nóvember nk. vegna kröfu Norð-
manna um ítarlegri upplýsingar um
veiðar annarra þjóða.
Útlit er fyrir að heildarkvótinn á
næsta ári verði samtals 850 þúsund
tonn en það er þó ekki endanlega
ákveðið. Alþjóða hafrannsóknaráðið
hafði fyrr á þessu ári lagt til að
kvótinn yrði 853 þúsund tonn.
Norðmenn hafa frá árinu 1997 ráðið
yfir 57% heildarkvótans, Íslending-
ar 15,54%, Rússar 13,62%, Evrópu-
sambandið 8,38% og Færeyingar
5,46%.
Að sögn Friðriks J. Arngríms-
sonar, framkvæmdastjóra Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
var á fundi landanna í Noregi fyrir
skömmu gerð athugasemd við veið-
ar Evrópusambandsins, sem gefið
hefur upp síldveiði innan sinnar lög-
sögu á þessu ári, þótt allt bendi til
þess að þar hafi engin síld verið á
þeim tíma sem veiðarnar voru
stundaðar. Norðmenn hafi því farið
fram á ítarlegri gögn um veiðarnar.
Friðrik segir að á fundinum hafi
ekki verið gerð krafa um að breyta
skiptingu heildarkvótans. Hins veg-
ar sé ljóst að Norðmenn telji sinn
hlut of rýran. „Þeir eru ósáttir við
þessa skiptingu, sérstaklega í ljósi
þess að göngumynstur síldarinnar
hefur breyst nokkuð á undanförn-
um árum. Þeir hafa þó ekki gert
kröfu um að skiptingunni verði
breytt,“ segir Friðrik.
Norsk-íslenski síldarstofninn
Ákvörðun um
kvóta frestað