Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 37

Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 37 vera um skeið hjá Margréti og oft höfum við hugleitt hvaða áhrif sú samvera hefur haft á líf okkar. Þar má margt nefna og skal nú þakkað. Þegar við kynntumst Margréti vann hún á saumastofunni Elísu, oft langan dag. Hún hafði unnið þar í um áratug og hóf störf skömmu eftir að hún missti mann sinn, Kristin Andrésson. Þá voru erfiðir tímar. Hún sagði okkur stundum frá líðan sinni og þeirri baráttu sem hún háði í sorginni. Þetta var athyglisvert fyrir okkur sem þá höfðum ekki kynnst henni að ráði. Margrét var afar hlýleg í viðmóti og tók vel á móti leigjendum sín- um. Þeir fundu það strax að þeir voru ekki venjulegir leigjendur í þessa orðs skilningi, heldur vel- komnir gestir til langdvalar. Leig- an var lág og ótaldar þær máltíðir og kaffi sem upp á var boðið. Allt var gott sem á borðum var og mik- ið upp úr því lagt að það væri fal- lega fram borið. Það var ekki nóg að fá fylli sína af mat, það varð að neyta hans við réttar aðstæður. Í smáu sem stóru kom fram einstök smekkvísi, þroskað fegurðarskyn og nákvæmni. Margrét var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja margir fagrir hlutir sem vekja ljúfar minningar. Fyrir nokkrum árum færði hún okkur dúk forkunnarfagran sem hún keypti í og saumaði þegar hún var ung stúlka í Kaupmannahöfn í vist hjá Jóni Helgasyni prófessor. Handbragð á honum er slíkt lista- verk að eftir er tekið. Þetta er vin- argjöf sem okkur er kærari en margt annað og minnir okkur á all- ar skemmtilegu sögurnar sem hún sagði okkur frá dvöl sinni þar. Garðurinn í Barmahlíð 23 var af- ar fallegur og bar þess merki að þar var á ferð sú sem kunni að rækta garðinn sinn. Skipulag, um- gengni og blómskrúð bar þessa glöggt merki. Okkur hefur ætíð þótt vera nokkurt samræmi í garð- yrkju Margrétar og þeirri rækt- arsemi sem hún sýndi fjölskyldu sinni og vinum. Þar var á ferð natni, umhyggjusemi, nákvæmni og virðing. Það vakti einnig snemma athygli okkar sú virðing sem hún bar fyrir sjálfri sér. Hún var ætíð vel til fara, átti falleg föt sem vel fóru og litir áttu saman. Það er lík- lega af þessu og svo hinu að hún hélt góðri heilsu andlega að okkur þótti hún ekki eldast eins og margt annað fólk á hennar aldri. Íbúðin var ætíð eins og þar væri hverjum hlut best fyrir komið og aðrir stað- ir kæmu vart til greina. Hún hafði alltaf eitthvað á prjónunum, svo sem að láta gera við þakið, laga tröppurnar eða mála stofuna. Hún leit einhvern veginn alltaf til fram- tíðar. Ef til vill er þetta leiðin til að halda sér ungum. Margrét var kona hreinskiptin og heilsteypt. Hún var viðræðugóð og hafði gaman af að rabba um málefni lands og lýðs og myndaði sér skoðun á ýmsum málefnum líð- andi stundar. Oft var setið í stof- unni yfir kaffibolla og nýbakaðri köku og landsmálin rædd eða þá það sem á daga okkar hafði drifið. Hún sagði okkur ófáar sögur af samferðamönnum sínum. Frásögn- in var leiftrandi og kímnin ekki langt undan. Sumir þessara manna voru þjóðþekktir listamenn, kunn- ingjar og vinir þeirra Margrétar og Kristins. Eftir á að hyggja hafa stundirnar með Margréti líklega átt þátt í því að móta smekk og til- finningu fyrir gildi þess fagurt er. Leigjendurnir voru íbúar hússins og oft var það svo ef gest bar að garði að þeim var boðið í sam- kvæmið. Þannig kynntumst við fjölskyldu og vinum Margrétar og áttum góðar stundir með þeim. Hún bar hag barna sinna og barna- barna mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með þeim í lífi og starfi. Á erf- iðum stundum var hún þeim stoð og stytta. Við fundum til sömu um- hyggju hvað okkur og börn okkar varðaði. Nú þegar Margrét Guðmunds- dóttir er kvödd hinstu kveðju verð- ur okkur gengið út í garðinn okkar og sjáum þar ýmsar jurtir sem hún skaut að okkur með hlýhug og góð- um kveðjum. Burknarnir eru farnir að sölna en við vitum að þeir koma aftur upp í vor. Þannig munu góðar minningar fylgja okkur. Við sendum afkomendum og öðr- um ættingjum Margrétar hlýjar kveðjur og þökkum fyrir að hafa átt þess kost taka þátt í ferðalag- inu með henni. Fari hún í friði. Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur B. Kristmundsson. Margrét Guðmundsdóttir er lát- in í hárri elli, nær 92 ára gömul. Hún var hvíldinni fegin, fóstra okk- ar, eins og við leigjendur í Barma- hlíð 23 kölluðum hana jafnan, svo kær var hún okkur. Fjórir Eyja- menn leigðu hjá henni á 7. og 8. áratugnum, auk annarra, flest skólafólk með þröngan fjárhag. Á árunum 1967-1978, frá því ég kom í borgina til náms og þar til há- skólastússi lauk, leigði ég nær sam- fellt hjá henni í Barmahlíðinni, og við Gerður, kona mín, í kjallaran- um þrjú síðustu árin, þá nýgift. Margrét var mikil dugnaðarkona og ráðvönd á alla grein. Hún var grönn og spengileg á vöxt, fríð, broshýr og yfirlitsbjört. Hún varð ung ekkja er hún missti mann sinn, Kristin Andrésson málara, en henni tókst með aðstoð barna sinna tveggja, Elínar og Andrésar, að halda nýlegu húsi þeirra og raunar heimilinu öllu í þeim skorðum sem verið höfðu. Fór hún þá að vinna úti, í klæðagerð Elísu við Skipholt, en launin voru ekki há. Þess vegna, m.a., leigði hún líka út herbergi í íbúðinni og í kjallara. Kristinn, maður hennar, var listamaður og handaverka hans sá víða stað í íbúðinni, og verk öndvegismálara 20. aldar voru á veggjum. Kristinn var menntaður í iðn sinni hér á landi, m.a. hjá Engilbert Gíslasyni, en einnig var hann nokkur ár er- lendis á listaskólum, þótti sérstak- lega vandaður iðnaðarmaður og var heiðursfélagi stéttar sinnar. Mar- grét var framtakssöm kona og sá sjálf um allt viðhald húss eftir að hún varð ekkja og gerði á því sviði mörgum hraustum körlum skömm til! Og garðurinn, þar sem hún átti margar vinnustundirnar, bar smekkvísi hennar fagurt vitni, mik- ill yndisreitur, einkum þegar leið á sumar. Margrét var líka sparsöm og nýtin og hafði megnustu andúð á allri lausung, í hvaða mynd sem hún birtist, var ákaflega praktísk í öllu viðhorfi og vildi láta hlutina ganga, og það sæmilega. Hún gat verið nokkuð skaphörð ef henni mislíkaði, þaut þá í pilsi og hún hafði einstakt lag á að láta menn finna fyrir þykkju sinni ef þeir sýndu ekki af sér manndóm eða mannasiði. Ég fann oft fyrir því! Annars var hún dagfarsgóð og glettin. Líf hennar og fjölskyldu hennar lagðist ekki allt eins og hún hefði kosið best og taldi að sáð hefði verið til, en það mótlæti bar hún vel. Ræktarsemi var áberandi þáttur í fari Margrétar, hún þrammaði títt um bæinn í heimsóknir til vanda- manna og vina og þetta fólk sat líka oft í stofunni hjá henni undir miklum kræsingum síðdegis á sunnudögum. Margrét var Vopn- firðingur, þótti vænt um sveit sína og frændur og vini þar eystra. Hún batt mikla tryggð við húsbændurna á kirkjustaðnum Hofi í Vopnafirði, en þangað, á hið fornfræga höf- uðból, fór hún ung til dvalar, og prófastshjónunum þar, sr. Jakobi og frú Guðbjörgu, sinnti hún þegar þau fluttust suður til Reykjavíkur eftir meira en 40 ára prestsþjón- ustu á Hofi. Til þeirra bar hún góð- an hug og talaði oft um þau, svo og „gamla prófastinn“, sr. Einar Jóns- son, hinn mikla ættfræðing Aust- firðinga og alþingismann Norð- Mýlinga. Margrét átti ekki við skólanám, enda fátt í boði fyrir fátækar sveitastúlkur á þriðja áratug ald- arinnar. Hún fór til Reykjavíkur, var hjá Guðlaugu Jónsdóttur sem síðar varð tengdamóðir hennar. Um tvítugt fór Margrét til Dan- merkur, var vinnukona á heimili Jóns Helgasonar prófessors og Þórunnar, konu hans, í Kaup- mannahöfn og kunni margt úr því húsi að segja og frá Íslendingum sem þangað koma, kímilegar sögur. Síðan, heimkomin, giftist hún Kristni 1931 og eignaðist fyrst El- ínu 1934. Það var gott að leigja hjá Margréti og gott að vera hjá henni. Kannski hefur henni líka þótt nokkur yndisbót að eiga félagsskap við okkur skólakrakkana eftir að hún varð ein, deila með okkur gleði og hlátri á kvöldin eftir langan vinnudag. Sjónvarpið kom, sem betur fer, seint á hæðina. Fátt fólk var í húsinu, á efri hæðinni var líka ekkja, Anna Þórðardóttir, alúðleg kona, sem átti kjallarann á móti Margréti. Ég var fyrst í norður- herberginu, sem var ekki stórt, en notalegt, þar sem sólin vakti mann á morgnana, þegar hennar naut, og en utan við gluggann kvikaði hin Mikla braut með gný sinn og læti. Síðar var ég svo í hinu bjarta og stóra suðurherbergi sem hafði gluggann út að garðinum. Mikið lán var það fyrir námsmenn, sem komu utan af landi, að rata í slíka staði, og ekki voru allir jafnheppnir í þeim efnum, en það er efni í aðrar sögur. Enginn íburður var hjá Margréti en húsgögn og fyrir- komulag smekklegt. Meðan hún leigði út tvö herbergi í íbúðinni bjó hún sjálf um sig í lítilli kompu, en hafði annars fyrir sig og okkur borðstofu og stofu. Bókaskápurinn var ekki stór en með gömlu góð- meti sem gaman var að stelast í, einkum í próflestri. Leigan var sanngjörn og með fylgdi morgun- matur sem Margrét tók til áður en við fórum í skólann en hún til vinnu á saumastofunni í Skipholti. Tekjur okkar skólafólks voru ekki miklar. Fjögurra mánaða sumarvinna í frystihúsi gaf á þessum tíma 60 þús. kr. ef allt gekk vel, unnið frá sjö á morgnana til hálftíu á kvöldin, og lengur ef maður komst í frysti- klefana að kvöldi dags en þaðan var farið síðast úr húsinu; laug- ardagurinn unninn hálfur. Fæði og húsnæði yfir veturinn tók röskan helming af hýrunni, skólabækur og föt um fjórðung en miklu minnst fór af peningum í vasann, fyrir strætó og Glaumbæ. Ein ferð heim yfir veturinn, um jólin. Það var orðið mikið tilhlökkunar- efni, þegar leið á sumarið, að kom- ast úr slorverkum í Barmahlíðina, og síðan þá finn ég enga betri lykt en af kísilvatninu í Reykjavík, hún var okkur Eyjamönnum framandi og varð mér tákn frelsis og mennta. Hjá Margréti gat maður haft nær alla sína hentisemi, hún var langlynd og umleið okkur margt, m.a. heilmikið gestastóð, allt frá sperrileggjum, sem klæddu sig upp eins og lávarðar enskir, og upp í gamlar fyllibyttur úr frænd- liði mínu, og allt þar á milli, skóla- systkin mörg. En hún varð þó verulega áhyggjufull þegar óþef mikinn tók að leggja af gömlum og ódýrum bókum úr fornbókaversl- unum bæjarins sem vildu hrannast upp hjá mér. Eins fannst henni vín- þefur af okkur vondur. Þannig leið hin glaða tíð í skjóli Margrétar í Barmahlíðinni, Hlíð- inni fríðu, þegar menn höfðum lausum hala að veifa og engar skyldur. Í senn stóð tíminn kyrr en hann var líka á fleygiferð. Best voru vorin, þrátt fyrir próflestur, því að hvergi eru þau fallegri en í Reykjavík. Margrét fylgdist með námi okkar, sló upp veislu þegar áfangar náðust og gaf okkur gjafir, fór með okkur í leikhús og þess háttar. En svo kom að því að far- fuglarnir flugu burt og fóstra tók að reskjast. Hún hélt þó heimili fram á 9. áratug síns aldurs en fór þá á sjúkrastofnun. Gömlum leigj- endum var ævinlega vel tekið í Barmahlíðinni, og líka í herbergi hennar eftir að hún brá búi. Sér- staklega minnist ég skemmtilegrar stundar með henni á Eir, löngu og hlýju handartaki með breiðu brosi og velvild, þegar hún rifjaði upp hvernig hún kom mér af stað til Bandaríkjanna eitt haustið til náms því að svona grasasni hafði hvorki tímaskyn né kunni að pakka al- mennilega í ferðakistur, og hefði ella misst af vélinni. Fær maður nokkurn tíma þakkað, svo sem vert væri, fyrir svona trakteringar óvandabundinnar konu? En svo komu skilin, dálítið snöggt, heilsu hennar hrakaði, og hún varð eins og önnur kona, starði niður fyrir sig, fámælt og gleðistola, buguð. „Ég hef talað það sem ég ætla að tala,“ sagði hún, og fannst því betra sem strjálar heimsóknir mín- ar voru styttri. Það var mikil hamingja að kynn- ast þessari konu sem fóstraði mig hin efri æskuár, veitti gott skjól og gaf svo mikið. Ég var þess alls óverðugur. Blessuð veri fögur minning Margrétar Guðmundsdótt- ur. Hún á góða heimvon. Helgi Bernódusson. meira seinna þegar hann stækkaði. Það var töluverður samgangur á milli heimila okkar þegar við bjugg- um þarna hlið við hlið og Brynjar leit oft inn til okkar. Hann var dreyminn sem lítill drengur, nýfluttur í nýtt umhverfi og átti það til að týnast og þá vorum við stundum beðin um að svipast eftir honum, því Guðrún var bundin yfir Hildi nýfæddri og Hákon oftast á sjónum. Þá kynntumst við þessum blíða og einlæga dreng vel. Þegar Hilmar Þór fæddist árið 1986 leit hann oft til okkar til að líta á hann frænda sinn. Brynjar var alla tíð mjög barngóður. Seinna fluttist svo fjölskyldan í Mosfellsbæinn og Brynjar komst á unglingsárin og sambandið minnk- aði eins og eðlilegt er. Það var því ánægjulegt að öll fjöl- skyldan hittist núna í síðastliðnum mánuði þegar við minntumst 100 ára afmælis Guðrúnar langömmu hans. Þar mætti Brynjar, brosmildur og fallegur ungur maður og viljum við fjölskyldan minnast hans þannig. Elsku Guðrún, Hildur, Hákon, Þorsteinn og allir aðrir í fjölskyld- unni. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur öll og blessa. Brynjar okkar, far þú í friði, friður guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Hilmar, Katla og fjölskylda.                                       ! "  #   #      $  %   !"#! ! $$%  ! %"#! &# ' $%"% ! % ! $$% #(%(%)$ ! % ! $$% &(*%#*%#*+%#, &                    -  . ,-  .  / $ %&(0$(%"%"% 1%# (23 4   '      (  "  # )  *  ' !  % ! $$% *+%#$#(!*+%# *%#*+%#&(*%#*%#*+%#, &                 5 .  6.5   7  #&"%&(89   + ,  +    #   *  -   #   $ % $#:% ; #(  %"% (% # &# (#5 (%"% ; #(  ! %<&% ! &# =%5 (% &# >%(? %5$&% ! $$%    *%#*+%#&(*%#*%#*+%#,                  5 . ,<   77 >%" $%+#!82  $ %#%#      #   *  # 4%,@  &# (%(# 4 ! $$% - # 1%"(% &# - ### 4 ! $$% $#%"# &#  (# 4 ! $$% ## (%> %# &# @ <,# 4 &# #!%<,' (% ! $$% "#!%< %"% &# &(*%#*+%#,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.