Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F rá 26. apríl í fyrra til 9. maí sama ár gerðust þau tíðindi að fyrir Al- þingi var bæði lagt og samþykkt – á sléttum fjórtán dögum – frumvarp um ein- hvern mesta útgjaldaauka ríkisins frá upphafi. Málið var keyrt í gegn með hraði og án þess að hefð- bundnum aðferðum væri beitt, eins og að leita umsagna ýmissa aðila í þjóðfélaginu. Samanlagt fékk málið innan við fjögurra klukkustunda umfjöllun í sölum Alþingis. Verður málsmeðferðin að teljast nokkuð sérstök þegar annars vegar er litið til þess að um mikinn útgjaldaauka var að ræða – nokkra milljarða króna á ári um alla eilífð – og hins vegar til þess að ekkert lá í raun á. Lögin tóku ekki gildi fyrr en um síðustu áramót svo engin ástæða var til þess að reka málið af þeim ákafa sem raun bar vitni. Nema ef vera skyldi til að forðast um- ræður og tryggja að eðlileg rök næðu ekki eyrum þingmanna fyrr en um sein- an væri orðið. Lögin sem um ræðir eru um fæð- ingar- og foreldraorlof og snúast á yfirborðinu um að foreldrar geti tekið leyfi til þess að vera hjá ný- fæddum börnum sínum í samtals níu mánuði. Í lögunum er kveðið á um að þessum níu mánuðum skuli þannig skipt að móðirin fái þrjá, faðirinn þrjá og þrír séu til frjálsra skipta. Í þessa níu mánuði halda foreldrarnir 80% tekna sinna, hvort sem þeir hafa haft 100.000 krónur eða 1.000.000 krónur í mánaðarlaun fyrir fæðingu barnsins. Nú sjá lesendur líklega í hendi sér að tvennt er afar sérkennilegt í þessum lögum. Annað er það að stuðningur ríkisins er minnstur við hina efnaminnstu en mestur við þá efnamestu og hitt er að ríkið tekur sér þann rétt að skipta sér af því hversu lengi hvort foreldranna er hjá barninu. Hér á árum áður var barist fyrir því að svo kallað velferðarkerfi yrði tekið upp hér á landi og var þar raunar fylgt fordæmi að utan. Þessi kerfi sem kennd eru við velferð eru þekkt í flestum ríkjum heims og hugmyndin á bak við þau er að ríkið styðji við bakið á þeim sem minna mega sín. Pólitískar deilur hafa svo staðið um hvort kerfið kæmi að gagni og hversu umsvifamikið það ætti að vera, þ.e. hversu mikið minna menn þyrftu að mega sín til þess að fá stuðning úr opinberum sjóðum. Um það hefur engin end- anleg niðurstaða fengist og mun seint fást en flestir eru þó sammála um að eðlilegra sé að hinir efna- minni fái styrki en þeir efnameiri. Og fæstum finnst eðlilegt að þeir sem hæstar tekjur hafa fái hæstu styrkina. Hér er ef til vill kominn hluti skýringarinnar á því að frum- varpið um fæðingar- og for- eldraorlof varð að fara umræðu- laust í gegnum Alþingi. Það þoldi ekki nákvæma skoðun og vandaða málsmeðferð. Hitt atriðið, þ.e. um skiptingu fæðingarorlofsins milli foreldra, er ekki síður umdeilanlegt og hefði alls ekki þolað vandaða skoðun Al- þingis. Menn gætu ætlað að lög um fæðingarorlof væru sett með hags- muni barnsins í huga. Því má reyndar halda fram að lög um þetta efni geti ekki átt rétt á sér nema því aðeins að brýnir hagsmunir barns- ins séu í húfi. Þessir hagsmunir eru þörf barnsins fyrir að eiga á fyrstu mánuðum ævinnar sem mestar samvistir við foreldra sína. Eins og lögin eru má hins vegar vera ljóst að hagsmunir barnsins eru í besta falli í öðru sæti og einhverjir allt aðrir hagsmunir eru í fyrirrúmi. Staðreyndin er nefnilega sú að sum börn munu fá samvistir við foreldra í níu mánuði á meðan önnur verða að láta sér nægja sex mánuði og stafar þetta af þeirri bindingu sem er í frumvarpinu; þrír mánuðir fyr- ir móður, þrír fyrir föður og aðeins þrír umsemjanlegir. Barn sem að- eins á eitt foreldri getur samkvæmt frumvarpinu aðeins fengið sex mánuði með foreldri sínu. Barn sem ekki er alveg svo ólánsamt en býr engu síður við þær aðstæður að annað foreldrið getur ekki tekið fæðingarorlof fær líka aðeins sex mánuði. Á þennan augljósa ókost var bent áður en frumvarpið varð að lögum, en engu mátti breyta. Þetta er ekki síst sérkennilegt í ljósi þess að stefnuskrár stjórnarflokkanna gáfu alls ekki tilefni til að ætla að við þessu væri að búast. Í stefnu- skrá Framsóknarflokksins frá því fyrir kosningarnar 1999 var talað um að gera fæðingarorlofið „sveigj- anlegra“. Ekki getur bindingin í núverandi lögum talist sveigjanleg. Enn augljósara er að með frum- varpinu var gengið gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins því að hann hafði rúmu ári fyrir samþykkt frumvarpsins tekið afdráttarlausa afstöðu gegn þeirri bindingu sem felst í núgildandi lögum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ítrekaði landsfundur flokksins þessa afstöðu um síðustu helgi og hlýtur það að vera fjármálaráð- herra nokkurt umhugsunarefni en hann er sá maður sem hvað mestan þátt átti í að koma frumvarpinu í gegnum Alþingi á sínum tíma. Erfitt er að átta sig á hvað verð- ur til þess að svo gallað frumvarp fer í gegnum Alþingi. Ef um mistök væri að ræða mætti skilja það og þau yrðu þá leiðrétt. Hér var hins vegar ekki um nein mistök að ræða. Stjórnmálamenn fóru vísvitandi og jafnvel lævíslega gegn stefnuskrá flokks síns og létu sér bæði hags- muni barna og hefðbundnar hug- myndir um velferðaraðstoð í léttu rúmi liggja. Svo virðist sem þarna hafi orðið ofan á sjónarmið þeirra sem engu vilja eira til þess að breyta þjóð- félaginu eftir eigin höfði. Þeim nægir ekki að gefa feðrum og mæðrum jafnan kost á fæðing- arorlofi, heldur skal reynt að þröngva báðum til að taka orlofið. Fæðingarorlof, sem ætti að snúast um hagsmuni barna, er notað sem tæki til þess að móta nýtt þjóðfélag sem fellur að hugmyndum ákveðins hóps um verkaskiptingu kynjanna. Ekki nægir lengur að ein- staklingar, konur og karlar, hafi frjálst val um hvernig þeir skipta verkum, nei, nú skal þvinga fram „rétta“ skiptingu með lagasetn- ingu. Fróðlegt verður að fylgjast með hverju einstaklingar og fjöl- skyldur mega fórna næst til þess að hið nýja draumaríki verði að veru- leika. Draumarík- ið hið nýja Stjórnmálamenn fóru vísvitandi og jafnvel lævíslega gegn stefnuskrá flokks síns og létu sér bæði hagsmuni barna og hefðbundnar hugmyndir um velferðar- aðstoð í léttu rúmi liggja. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is HUGMYND menntamálaráðherra um að senda Rás 2 norður yfir heiðar er lítt dulbúin tilraun til að slá Rás 2 af í eitt skipti fyrir öll. Sá ráðherra, sem falið hefur verið að standa vörð um menn- ingu ALLRA lands- manna, vill skýrlega leggja niður einu stofn- un ríkisins sem ræktar hér garð nýgildrar tón- listar, og verður það að teljast alvarleg aðför að þeirri grein, sem þó hefur ótvírætt gegnt hlutverki helsta útherja íslensks menningarlífs á undanförn- um áratug. Þökk sé öllum Björkum, Sigurrósum og Emelíönum þessa lands. Rás 2 hefur frá upphafi gegnt þýð- ingarmiklu hlutverki við að hlúa að viðkvæmum nýgræðingum og sprot- um í nýgildri tónlist hér á landi. Slíkir vaxtarbroddar geta hæglega um- breyst í gróskumikinn og gjaldeyr- isskapandi útflutning eins og dæmin sanna. Framtak og uppörvun fólks á borð við Ólaf Pál Gunnarsson, And- reu Jónsdóttur, Magnús Einarsson, Lísu Pálsdóttur o.fl. hefur reynst ómetanleg hvatning mörgu ungu listafólki stígandi sín fyrstu skref. Ekki mun veita af því að styðja við vænlega og raunhæfa nýsköpun í landinu og renna fleiri stoðum undir gjaldeyrissköpun framtíðarinnar. Nýsköpun á sviði nýgildrar tónlistar er nefnilega miklu raunhæfari en sum þau útflutningsverkefni sem stjórnvöld hafa stutt við hér á landi, áratugum saman, án nokkurs árang- urs. Svæðisútvörp eru rekin með ágæt- um í öllum landsfjórðungum. Það þarf enga miðstöð svæðisútvarpa til viðbótar þeirri miðstöð sem er sjálft höfuðvígi Ríkisútvarpsins í Reykja- vík. Akureyringar eiga allt gott skil- ið, en ekki það að vera gerðir ábyrgir fyrir aflífun Rásar 2. Með fullri virð- ingu, þá býr íslenski tónlistarbrans- inn ekki á Akureyri og er ekki á leið- inni þangað. Rás 2 sambærileg við BBC Radio 1 Áhrifamesta úvarpsstöð Evrópu er BBC Radio 1. Hún ræður afar miklu um þróun og framgang nýrrar rytmískrar tónlistar bæði í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum, Ástralíu og jafnvel í Bandaríkjunum. Þó ólíku sé saman að jafna, þá jafngilda áform menntamálaráðherra því að breski mennta- málaráðherrann mundi heimta upp úr þurru að BBC Radio 1 yrði gert út frá Wolverhampton. Það yrði að sjálfsögðu hlegið að slíkum tillög- um, því breski tónlist- arbransinn er jú stað- settur í London, ekki í Wolverhampton. Reyndar mundi breski menntamálaráð- herrann aldrei voga sér að stinga upp á slíku, því að þar í landi er hin nýgilda tónlist virt og viðurkennd sem ein mikilvægasta útflutnings- grein þjóðarinnar, ómetanlega verð- mæt fyrir ímynd lands og þjóðar og atvinnugrein sem skapar lífsviður- væri ótal fjölskyldum í landinu. Hámenningu stýrt úr Háuhlíð Á Íslandi gegnir öðru máli. Hinn lýðræðislega kjörni hjarðmaður menningarlífsins í landinu, sjálfur menntamálaráðherrann úr Háuhlíð sem vissulega hefur unnið ýmsum öðrum sviðum menningarlífsins um- talsvert gagn, virðist hafa horn í síðu þeirrar einu listgreinar sem hér um ræðir. Ríkistengt stoðkerfi nýgildu tón- listarinnar í landinu er sem næst ósýnilegt, ef Rás 2 sleppir. Rétt er í þessu samhengi að minna á að þó að menntamálaráðherra sé að mörgu leyti framsækinn og nútíma- lega þenkjandi, hefur hann einn allra ráðherra ríkisstjórnarinnar, nú um alllanga hríð, staðið í vegi fyrir að löngu tímabært frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um þróunar- og útflutningssjóð tónlistarinnar hljóti eðlilega afgreiðslu í ríkisstjórninni. Ekki er þó um að ræða sjóð sem nemur meir en um 10% af því sem t.a.m. Kvikmyndasjóði hefur verið tryggt í ráðstöfunarfé á ári hverju eða sem nemur tæpum 5% af því sem leiklistarstarfsemin í landinu fær. Lofsvert framtak Rásar 2 Á Rás 2 starfa margir mætir starfsmenn sem hafa einungis örlítið brot af því ráðstöfunarfé sem Rás 1 hefur til dagskrárgerðar. Samt hafa þeir náð að vinna bæði merkilegt og afar þarft starf í þágu nýgildrar tón- listar í landinu og mætti þar t.d. benda á hið lofsverða framtak að hljóðrita fjölmarga tónleika fram- sækinna rokk- og jazztónlistarmanna á Íslandi og hlutast til um að þeim tónleikum er útvarpað um alla Evr- ópu! Það munar um minna í því tóm- lætislega eyðimerkur-umhverfi sem íslenskir tónlistarmenn á þessum vettvangi hafa mátt búa við til þessa. Það verður að teljast lítilsvirðing gagnvart því ágæta fólki sem hefur starfað, flest á smánarlaunum, að uppbyggingu og þróun Rásar 2 und- anfarin ár, að senda því, í gegnum fjölmiðla, skilaboð af þessu tagi. Slíkt er ekki til þess fallið að örva fólk til dáða eða frekari nýsköpunar, fórna og hugsjónastarfa. Þá er rétt að benda á að sú smán- arlega upphæð sem Rás 2 er úthlutað til dagskrárgerðar á ári hverju, skil- ar sér margfalt í auglýsingatekjum af rásunum tveimur samtengdum, því þrátt fyrir allt hlusta a.m.k. jafn- margir á Rás 2 og hið annars ágæta óskabarn, Rás 1. „Vér mótmælum allir!“ Að endingu skal því vinsamlegast beint til Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra, að hann láti af aug- ljósum ímugusti sínum á þessu út- breiddasta formi nútímamenning- arinnar og fari þess í stað að gegna sjálfsögðum skyldum sínum við að efla og styðja við framþróun nýgildr- ar tónlistar í landinu. Hvers kyns hringlandahætti með þá vöggu ný- gildrar tónlistar sem Rás 2 er mun harðlega mótmælt. Stétt okkar er satt að segja fyrir löngu meira en nóg boðið. Að hætti frænda okkar á Norður- löndunum skulum við gera út eina myndarlega og menningarlega ríkis- rekna útvarpsstöð sem getur leyft sér að vera við alþýðuskap jafnframt því að vera djörf, skapandi og fram- sækin. Lengi lifi Rás 2! Viljum við Rás 2 norður og niður? Jakob Frímann Magnússon Útvarp Hvers kyns hringlanda- hætti með þá vöggu ný- gildrar tónlistar sem Rás 2 er, segir Jakob Frímann Magnússon, mun harðlega mótmælt. Höfundur er tónlistarmaður. ÉG SEM skrifa þessar línur er í stórum hópi þeirra, sem eiga nána ættingja á Sunnu- hlíð. Móðir mín, Ás- laug, dvaldist þar um tíma og faðir minn, Jós- afat, er þar núna. Við notum heitið hjúkrun- arheimili um Sunnu- hlíð, enda hefur það verið ómetanlegt heim- ili þeim sem þar dvelj- ast og eru þannig til heilsunnar að þeir þurfa mikla umönnun. Allir vita að það getur verið erfitt fyrir gamalt fólk, sem unnið hefur mikið um æv- ina, að geta ekki gert einfalda hluti vegna heilsubrests, en með þeirri hjálp, sem þau fá á Sunnuhlíð, geta þau haldið reisn og virðingu í heim- ilislegu umhverfi. Frábærlega hæft og elskulegt starfsfólk á sinn stóra þátt í því að gera Sunnuhlíð að góðu heimili. Þegar Sunnuhlíð, Hjúkrunarheim- ili aldraðra í Kópavogi, var byggt fyrir 20 árum var það fyrsta hjúkr- unarheimili hér á landi, sem sérstak- lega var gert fyrir sjúka aldraða. Síðan hafa allmörg slík heim- ili verið byggð. Upphaf- lega var hugmyndin að Sunnuhlíð myndi nýt- ast að verulegum hluta sem hvíldarheimili, þar sem aldraðir gætu dvalist tímabundið, e.t.v. nokkrar vikur, en horfið svo aftur til fyrra heimilis. Í raun hefur þróunin orðið sú að dvalargestir hafa oftar en ekki ílenst á hjúkr- unarheimilinu, enda hefur heilsufar þessa fólks vissulega gefið tilefni til þess. Á þeim árum, sem liðin eru frá því að Sunnuhlíð var byggð, hefur margt breyst. Íbúafjöldi á þessu svæði hef- ur aukist, en jafnframt hefur öldr- uðum fjölgað meira en öðrum aldurs- hópum. Það er því orðið meira en tímabært að stækka Sunnuhlíð, en nú er unnið að því og verður 27 rúma viðbygging tekin að hluta í notkun í næsta mánuði, nóvember 2001. Sunnuhlíð er í eigu svonefndra Sunnuhlíðarsamtaka, en að þeim standa 11 þjónustuklúbbar. Fjár- mögnun fyrri áfanga Sunnuhlíðar var m.a.fólgin í frjálsum framlögum bæjarbúa. Fjáröflun til þess að ljúka við stækkunina stendur nú yfir og verður á næstunni leitað til Kópa- vogsbúa til þess að hlaupa undir bagga. Kópavogsbúar góðir. Tökum vel á móti fulltrúum klúbbanna, þegar þeir heimsækja okkur og látum fé af hendi rakna til þess að ljúka megi framkvæmdinni. Margar hendur vinna létt verk. Öll framlög eru vel þegin og koma að notum, einnig þótt einstakar upphæðir séu ekki háar. Heimili að heiman Kristín Líndal Fjársöfnun Stækkun Sunnuhlíðar, Hjúkrunarheimilis aldr- aðra í Kópavogi, segir Kristín Líndal, bætir úr brýnni þörf. Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.