Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL ótti hefur gripið um sig
víða um heim undanfarna daga
vegna miltisbrandsárásanna í
Bandaríkjunum. En notkun miltis-
brands í hernaði á sér nær aldar-
langa sögu. Áhugi hernaðaryfir-
valda á miltisbrandi kviknaði fyrst í
fyrri heimsstyrjöldinni. Þjóðverjar
notuðu þá sýkilinn til að menga
dýrafóður og sýkja búfé, en honum
var þó ekki beitt gegn hermönnum
óvinanna.
Talið er að miltisbrandur hafi
fyrst verið notaður fyrir alvöru sem
sýklavopn af Japönum á árunum
1932 til 1945, en þeir háðu þá stríð
um yfirráð í Mansjúríu. Því hefur
verið haldið fram að Japanir hafi
vísvitandi smitað stríðsfanga og að
um 10.000 fangar hafi látist af þeim
sökum.
Þrátt fyrir að beiting sýklavopna
hefði verið bönnuð með Genfarsátt-
málanum árið 1925 gerðu bæði
Þjóðverjar og bandamenn tilraunir
með miltisbrand og önnur sýkla-
vopn í heimsstyrjöldinni síðari, en
ekki kom til þess að þeim væri
beitt. Breski herinn gerði meðal
annars tilraunir með dreifingu milt-
isbrandsgróa á Gruinard-eyju und-
an ströndum Skotlands. Gróin voru
harðger og lifðu lengi, og fræðileg-
ur möguleiki var á smiti af þeirra
völdum í nokkra áratugi á eftir.
Umfangsmiklar hreinsunaraðgerð-
ir voru hafnar á eyjunni árið 1979
og þeim lauk ekki fyrr en 1987.
Framleiðsla sýklavopna
bönnuð frá 1972
Bandaríkjaher hélt áfram rann-
sóknum á sýklavopnum, þar á með-
al miltisbrandi, fram á 7. áratuginn.
Vísindamenn við ríkisháskólann í
Iowa þróuðu til dæmis á 6. áratugn-
um svokallað Ames-tilbrigði af
miltisbrandi, sem síðar var selt til
margra landa. En Richard Nixon
Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árið
1970 að þróun sýklavopna skyldi
hætt í Bandaríkjunum og síðan
hafa rannsóknir þar beinst að því að
þróa varnir gegn sýklaárásum.
Árið 1972 gekk í gildi alþjóðlegur
sáttmáli, þar sem bann var lagt við
því að þróa, framleiða og geyma
sýklavopn. Sáttmálinn hefur verið
undirritaður af 140 löndum, þar á
meðal öllum ríkjunum sem eiga fast
sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna.
Þrátt fyrir að Sovétmenn væru
aðilar að sáttmálanum héldu þeir
áfram rannsóknum og framleiðslu
sýklavopna til endaloka kalda
stríðsins. Í apríl 1979 olli slys í her-
stöð nærri Sverdlovsk, þar sem
geymd voru miltisbrandsgró, dauða
að minnsta kosti 68 manna.
Ótti við sýklavopn
í kjölfar Persaflóastríðsins
En það var fyrst í Persaflóastríð-
inu árið 1991 sem almenningur á
Vesturlöndum varð gripinn ótta við
mögulega notkun miltisbrands sem
vopns.
Írakar keyptu miltisbrandsgró
frá Bandaríkjunum á níunda ára-
tugnum og óttast var að þeir
myndu beita þeim með eldflaugum
eða úðun gegn bandarískum her-
mönnum. Til þess kom þó ekki, svo
vitað sé.
Eftir að Persaflóastríðinu lauk
lét afvopnunarnefnd Sameinuðu
þjóðanna eyðileggja allar verk-
smiðjur og geymslustaði fyrir
sýklavopn í Írak og taldi nefndin
árið 1998 að hún hefði komið í veg
fyrir framleiðslu slíkra vopna í
landinu.
Eina tilvikið sem þekkt er um
beitingu miltisbrands sem sýkla-
vopns síðan er frá Japan. Hryðju-
verkasamtökin Aum Shinrikyo eru
talin hafa gert nokkrar tilraunir til
að dreifa efninu í Tókýó, án þess að
nokkur hafi borið skaða af. Þá
sneru samtökin sér að efnavopninu
saríni, með mannskæðum afleiðing-
um.
Erfitt og kostnaðarsamt
Þótt hryðjuverkasamtök geti
e.t.v komist yfir miltisbrandssýkla
með tiltölulega auðveldum hætti er
erfitt og dýrt að framleiða það í
duftformi, sem er eina leiðin til að
vinna umfangsmikinn skaða. Til
þess er nauðsynlegt að nota stórar
skilvindur, sem marghreinsa efnið,
og þá þarf að þurrka það og vinna
mjög vel, til að duftið verði nógu
fíngert til notkunar.
Slíkur búnaður er afar dýr og því
hafa margir leitt getum að því að
þeir, sem standa fyrir miltisbrands-
árásunum í Bandaríkjunum, hljóti
að njóta stuðnings stjórnvalda í ein-
hverju landi og hafa bæði mikla
sérþekkingu og reynslu af því að
meðhöndla slík efni. Aðrir hafa hins
vegar fullyrt að almenningur og
embættismenn geri sér ekki nægi-
lega grein fyrir því hve tækni og
þekking til framleiðslu sýklavopna
sé útbreidd. Vel skipulögð hryðju-
verkasamtök með sterka fjárhags-
lega bakhjarla séu hæglega fær um
að gera slíkar árásir.
Þess má geta að meðlimur
egypsku hreyfingarinnar Heilagt
stríð íslams, sem er tengd hryðju-
verkaneti Osama bin Ladens, full-
yrti í blaðaviðtali árið 1999 að sam-
tökin byggju yfir sýklavopnum. Þá
kveðast hernaðaryfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa ábyggilegar heimild-
ir fyrir því að bin Laden ráði yfir
efnavopnum og sennilega einnig
miltisbrandi. Talið er að bæði Ír-
anir og Írakar eigi sýklavopn og lík-
legt þykir að Norður-Kóreumenn,
Líbýumenn og Sýrlendingar vinni
einnig að þróun slíkra vopna.
Bandaríkjastjórn hefur til þessa
ekki sagst hafa neinar vísbendingar
um að erlendar ríkisstjórnir eða
hryðjuverkasamtök standi að baki
miltisbrandsárásunum. Jafnvel er
talið hugsanlegt að innlendir öfga-
menn séu ábyrgir, þó fleiri hallist
að því að Osama bin Laden eða
fylgismenn hans eigi sökina.
Tilraunir með miltisbrandssýkla í hernaðarskyni eiga sér nærri aldarlanga sögu
!
"
#
$
%&
' ##
%
() ))) # *
%+, %
%
- %*
%.
%
/" .*
#
%"
!
.
.
0 %.#% " #
1.
#
#
%
#
%2 &.
.%.#3*
%
" - 4
.*
#.
5 6 . % " $ .&
73.*#
% #3#3* "
1 %
#
8))#%9
%%:
; ( )))
1 %* # < .
#(=
#
%*
% *# >#.
7
%"
'* "*! %# #
4 # #
= ?))
%
#
" $
!
" # $ %&'( ' )
*)( +,*)
%- $ $ '
. '%
) % ('
#. # ' %
( '%& %+
2*
#
.# 3# # # #
#3
#! $
3
# #
3 #* #33 %".! #
' ## # 3 *3 #
#
# % #
#"
*
/ %
!
" #
!"#$%#& '()*+('%#$, -!./ 0'
$#%
'
(
#
, % % # $*)%. % '%
' %
%( %+
" # $
0 ) '
( %# -
) $ +
)
#
")% % # $' %
0 )+'
0 )0
) $+
,*) 1#)
2 )
0
' %' -%% ' ' 0
&'3 ! *+,$-
(
Þjóðverjar beittu miltis-
brandi í fyrri heimsstyrjöld
SÉRFRÆÐINGAR Saddams Huss-
eins Íraksforseta í lífefnahernaði
fengu menntun sína í Bretlandi og
þeir keyptu síðan miltisbrandsbakt-
eríur og fengu sendar með pósti frá
Bandaríkjunum. Kom þetta fram í
The Daily Telegraph í gær.
Leyniþjónustumenn víða um lönd
grunar, að upptaka miltisbrands-
hernaðarins sé að leita í Írak og ef
svo er, þá er Saddam að nota eitt-
hvert eða einhver af því 21 afbrigði,
sem vísindamenn hans keyptu í
Bandaríkjunum á níunda áratugn-
um. Þekkinguna sóttu þessir vís-
indamenn til Bretlands þar sem þeir
voru við nám, þar á meðal Rihab
Rashida Taha, yfirmaður lífefna-
vopnaáætlunar Saddams.
Íraksstjórn tilkynnti árið 1995,
þremur árum áður en vopnaeftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna voru
reknir frá Írak, að hún hefði fram-
leitt rúmlega 9.000 lítra af miltis-
brandsbakteríum. Eyddu starfs-
menn SÞ mestu af því en embætt-
ismenn samtak-
anna telja, að í
raun hafi Írakar
verið búnir að
framleiða fjórum
sinnum meira
magn.
Í Írak eru enn
færustu sérfræð-
ingarnir á þessu
sviði í arabalönd-
um og vitað er, að
Saddam hófst aftur handa við líf-
efnavopnaáætlun sína eftir að hafa
rekið eftirlitsmenn SÞ úr landi.
Í góðri trú
Talsmaður Unscom, eftirlitsstofn-
unar SÞ, segir, að ekki sé stór munur
á framleiðslu bóluefnis og lífefna-
vopna og því sé ekki rétt að áfellast
þá, sem seldu Írökum miltisbrands-
bakteríur. Þær hefðu á sínum tíma
verið seldar háskólanum í Bagdad og
þá hefði engan grunað, að nota ætti
þær til að framleiða sýklavopn.
Talið er, að Írakar hafi byrjað á
sýklavopnaáætluninni í al-Hazan
Ibn al-Hathem-stofnuninni í Salman
Pak árið 1974 en þangað kom dr.
Taha til starfa 1980. 1987 fluttist hún
og starfslið hennar í önnur húsa-
kynni í Salman Pak þar sem komið
var upp aðstöðu til að framleiða milt-
isbrandsgró og aðra sýkla.
Á dögum Persaflóastríðsins viður-
kenndu írösk stjórnvöld, að þau
hefðu komið miltisbrandsgróum fyr-
ir í 50 sprengjum og fimm eldflaug-
aroddum en í síðustu skýrslu þeirra
til SÞ í september 1997 var dregin
upp allt önnur og alröng mynd af
framleiðslunni.
Upplýst hefur verið, að Mohamed
Atta, helsti foringi flugræningjanna,
sem flugu á World Trade Center,
átti fundi með íröskum leyniþjón-
ustumanni í Prag í apríl sl. og fréttir
eru um, að íraskir leyniþjónustu-
menn og samstarfsmenn Osama bin
Ladens hafi átt fundi með sér í Afg-
anistan.
Sérfræðingar Saddams Husseins keyptu miltisbrandsbakteríur í Bandaríkjunum
Framleiddu tugþús-
undir lítra af sýklinum
Saddam
Hussein
AP
Slökkviliðsmenn í Santiago í Chile sótthreinsa búninga tveggja lög-
reglumanna. Þeir höfðu rannsakað heimili fjölskyldu er fékk grun-
samlegt bréf með hvítu dufti sem óttast var að væri miltisbrandur.