Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 25
BRETAR eru sérfræðingar í gerð
lítilla en oft athyglisverðra mynda
um breiðgötu glæpa og pretta. Hafa
sannað á undanförnum árum, með
myndum á borð við The Limey, að
stórt þarf ekki að vera betra.
Ónauðsynlegt að mylja undir þar-
lenda kvikmyndagerðarmenn með
milljörðum í þeirri veiku von að fá
fram góðan árangur. Það er engin
trygging og Sexy Beast kostaði ekki
nema brot af meðal-Hollywood-
mynd.
Hér segir af Gal (Ray Winstone),
fyrrum óbótamanni sem tekið hefur
út sinn dóm og situr í upphafi mynd-
ar í friðarstóli suður á Costa del Sol.
Nýtur þar ávaxta iðju sinnar ásamt
eiginkonunni, DeeDee (Amanda
Redman). Fátt virðist geta truflað
þau í sólarparadísinni er skuggi úr
fortíðinni, í líki Dons Logan (Ben
Kingsley), forherts bófa og fyrrver-
andi glæpafélaga Gals, leggst með
ofurþunga yfir villuna. Reynir með
fortölum að fá Gal til þess að yf-
irgefa sinn helga stein og taka þátt í
„síðasta glæpnum“. Hugvitssamlegu
bankaráni, þar sem Gal á að vera að-
alhlekkurinn í ræningjahópnum.
Don reynir blíðmælgi, ógnanir,
óheyrilega gróðavon og að lokum
hótanir um að ljóstra upp vafasamri
fortíð DeeDee. Það er kornið sem
fyllir mælinn og verður til þess að
Gal verður ekki þokað til þátttöku í
ráninu og Don hyggst fljúga heim
en veldur, vonsvikinn yfir erindis-
leysunni, uppnámi í flugvélinni, hon-
um er landað og hann hnepptur í
varðhald. Þaðan sleppur kauði og nú
á að berja það í gegn sem ekki tókst
fyrr um daginn en Gal snýst til
varnar með hyski sínu. Ballið er rétt
að byrja.
Einföld, mögnuð saga og sterkar
persónur urðu öðru frekar til þess
að leikstjórinn, Jonathan Glazer,
ákvað að reyna sig í fyrsta sinn við
kvikmyndagerð en hann er einn
þekktasti og margverðlaunaður aug-
lýsingagerðarmaður á Bretlandseyj-
um. Framleiðandinn Jeremy Thom-
as kann vel til verka, hefur framleitt
stórmyndir frá hendi valinkunnra
leikstjóra á borð við Bernardo
Bertolucci, Nicholas Roeg og David
Cronenberg. Hann átti ekki í vand-
ræðum með að fá Ben Kingsley og
hinn eftirsótta Ray Winstone til
þess að taka að sér aðalhlutverkin.
Leikarar: Ben Kingsley (Gandhi, Bugsy,
Turtle Diary, Schindler’s List); Ray
Winstone (Nil by Mouth, The War Zone,
Scum, Agnes Brown). Leikstjóri: Jon-
athan Glazer (frumraun). Handrit: Dav-
id Scinto, Louis Mellis (frumraun).
Sól og svartnætti
Sambíóin frumsýna Sexy Beast með
Ben Kingsley, Roy Winstone, Amöndu
Redman, Ian McShane o.fl.
Atriði úr breska krimmanum Sexy Beast.
AÐSTANDENDUR sýningar-
innar Veröldin er vasaklútur sem
frumsýnd var í Kaffileikhúsinu síð-
astliðið miðvikudagskvöld kalla að-
ferð sína „devised“ leikhús. Að-
ferðin er náskyld spunaleikhúsi;
farið er af stað með ákveðna hug-
mynd sem leikhópurinn þróar síð-
an í sameiningu meðan á æfinga-
tímabilinu stendur. Það er sem
sagt ekkert handrit fyrirliggjandi
á fyrstu æfingu, en þegar æfingum
lýkur er sýningin fullmótuð. Hug-
myndin sem liggur þessari sýningu
til grundvallar snýst um að lýsa
starfi tveggja bakara í andspyrnu-
hreyfingu á stríðstímum.
Í leikskrá sýningarinnar er að
finna tilvitnun í Louis de Berniér-
es sem snara mætti einhvern veg-
inn þannig á íslensku: „Ég er eng-
inn háðfugl, en ég veit að
sagnfræðin birtir okkur áróður
sigurvegaranna … sannleikurinn
er hins vegar sá að hún ætti aðeins
að geyma sögur lítilmagnanna sem
eru flæktir í net hennar.“ Þeir sem
leggja stund á það sem nefnt hefur
verið „einsaga“ (micro-history)
geta skrifað undir þessi orð en slík
nálgun í sagnfræði er byggð á því
að rannsaka sögu smárra eininga
og einstaklinga (gjarnan af alþýðu-
stétt) í stað þess að einblína á
„hinar stóru sögur“ sigurvegar-
anna.
Í Veröldin er vasaklútur er sögð
slík saga af alþýðufólki sem flækt
er í net sögunnar. Í sýningunni er
brugðið upp svipmyndum úr lífs-
baráttu lítilmagnanna á stríðstím-
um. Bakararnir Telma (Vala Þórs-
dóttir) og Vilma (Ágústa
Skúladóttir) koma til hjálpar þegar
leitað er til þeirra; þær gerast and-
spyrnumenn, hjúkra sjúkum
mönnum í felum og koma öðrum
undan á flótta. Efniviðurinn hefur
sterka skírskotun til síðari heims-
styrjaldarinnar en e.t.v. mætti með
góðum vilja tengja þetta stríðs-
rekstri samtímans þótt ekkert í
uppfærslunni ýti beint undir slíka
skírskotun.
Eins og oft gildir um spunasýn-
ingar er ekki um eiginlegan „sögu-
þráð“ að ræða heldur er brugðið
upp stuttum atriðum sem lýsa til-
teknum aðstæðum oft á táknrænan
hátt. Áhorfandinn verður að fylla
sjálfur út í myndina og er mikið
komið undir jákvæðri (huglægri)
þátttöku hans í því sem fram fer. Í
upphafi sýningarinnar deila bak-
ararnir gnótt brauða út til „fólks-
ins“ og ljóst er að friður ríkir.
Stuttu síðar skellur stríðið á og er
það táknað með því að fólkið fær
aðeins lítinn brauðbita hvert.
Þannig öðlast brauðið sjálft tákn-
legt vægi sem vísar langt út fyrir
sig, það sýnir hvernig harðnar á
dalnum á stríðstímum og alþýðan
verður að búa við matarskort.
Táknrænar vísanir af þessu tagi
voru fólgnar í öllum atriðum verks-
ins og mikið rými fyrir áhorfendur
að spinna verkið sjálfir áfram.
Leikstíll þeirra Ágústu og Völu
er sprottinn upp úr spunahefð og
trúðleik. Mikil áhersla er lögð á
svipbrigði og tókst þeim báðum vel
upp hvað það snertir. Þær áttu
einnig mjög góðan samleik verkið
út í gegn. Það verður þó að segjast
að oft og tíðum átti ég í erfiðleik-
um með að sjá hvað fram fór, ein-
faldlega vegna þess að salurinn í
Kaffileikhúsinu setti leikurunum
miklar skorður. Leikið er í miðjum
sal, með áhorfendur beggja vegna
„sviðsins“ þannig að leikararnir
snúa óhjákvæmilega aðeins að
helmingi áhorfenda í einu. Þá var
einnig oft leikið í myrkri en slíkt
getur verið vandmeðfarið þótt
nauðsyn krefji stundum. Mér
fannst myrkraðar senur fullmarg-
ar. Ég velti fyrir mér hvort leik-
stjórinn hefði ekki átt að geta
fundið betri lausnir á þessum aug-
ljósa rýmisvanda.
Leikmynd Katrínar Þorvalds-
dóttur var mjög hugvitssamlega
hönnuð inn í þetta takmarkaða
rými. Stór kassi með hallandi loki
gegndi margvíslegu hlutverki. Í
fyrsta lagi nýttist hann sem upp-
hækkað sæti fyrir leikarana (svo
að sem flestir sæju til þeirra) og
síðan nýttist hann á allan mögu-
legan máta eftir því sem á leið og
breyttist meira að segja í flugvél í
einu atriðanna. Hljóðvinnsla Pét-
urs Hallgrímssonar var skemmti-
leg og ekki síst leikhljóðin sem
þær Ágústa og Vala framkölluðu
sjálfar með einföldum hætti.
Í heild ber sýningin þess merki
að vera sköpuð í spuna og sam-
vinnu nokkurra aðila. Nokkur los-
arabragur eru á framvindunni á
tíðum og brandarar oft og tíðum
ódýrir og jafnvel aulalegir (hugs-
anlegt að þeir hafi verið bráð-
fyndnir innan hópsins á æfinga-
tímabilinu, en virka verr fyrir
almenna áhorfendur). Þetta er
sýning sem á gengi sitt mikið und-
ir þátttöku og velvilja áhorfenda
komið en leikhópurinn á slík við-
brögð fyllilega skilin því að hann
hefur „sett hjartað í brauðið“.
LEIKLIST
T h e I c e l a n d i c T a k e
A w a y T h e a t r e
Eftir The Icelandic Take Away
Theatre. Leikstjóri: Neil Haigh.
Leikarar: Ágústa Skúladóttir og
Vala Þórsdóttir. Leikmynd og
búningar: Katrín Þorvaldsdóttir.
Ljósahönnun: Jón Bjarni Pálmason.
Tónlist og hljóðhönnun: Pétur
Hallgrímsson. Hljóðfæraleikur:
Davíð Þór Jónsson.
Kaffileikhúsið 17. október
VERÖLDIN
ER VASAKLÚTUR
Að setja
hjartað í
brauðið
Morgunblaðið/Golli
„Í heild ber sýningin þess merki að vera sköpuð í spuna og samvinnu
nokkurra aðila,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir m.a. í umsögn sinni.
Soff ía Auður Birgisdótt ir
GUITAR Islancio halda tónleika í
Borgarbókasafni í Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15 á morgun kl. 16.
Guitar Islancio skipa þeir Björn
Thoroddsen, gítar, Gunnar Þórðar-
son, gítar og Jón Rafnsson, kontra-
bassi. Þeir félagar flytja m.a. íslensk
þjóðlög í djassbúningi og er aðgang-
ur ókeypis.
Leiðsögn verður um hina nýju
tón- og mynddeild safnsins á af-
greiðslutíma safnsins laugardag og
sunnudag frá kl. 13-17.
Laugardaga og sunnudaga kl. 14
er sögustund í barnadeildinni. Þar
verður sýningin Myndir úr barna-
bókum.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi er
opið laugardag og sunnudag frá kl.
13-17. Brian Pilkington kemur í
heimsókn og teiknar tröll kl. 13.30.
Guitar Is-
lancio í Borg-
arbókasafni