Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tónlistarkennsla á
Íslandi er í uppnámi.
Lítið sem ekkert hef-
ur þokast í samninga-
viðræðum tónlistar-
skólakennara og
launanefndar sveitar-
félaga. Verkfall vofir
yfir. Kennarar sýna
einbeittan baráttu-
vilja en viðsemjendur
hengja haus og bjóða
um 20% lægri byrj-
unarlaun en almennir
framhaldsskólakenn-
arar njóta.
Fram til ársins
1995 voru byrjunar-
laun tónlistarskóla-
kennara og framhaldsskólakenn-
ara þau hin sömu en síðan hefur
sigið á ógæfuhliðina og dregið
verulega í sundur með hópunum.
Þykir tónlistarskólakennurum
þetta súrt í broti og minnast
þeirra orða sveitarstjórnarmanna
þegar sveitarfélög tóku við rekstri
tónlistarskólanna árið 1989 að ekki
yrði gert verr við tónlistarskóla-
kennara en verið hafði fram til
þess tíma.
Gengisfelling
Þrátt fyrir fögur loforð og há-
leitar hugmyndir hafa tónlistar-
skólakennarar verið látnir sitja
eftir í kjarasamningum á undan-
förnum misserum. Þeir krefjast
þess nú að launakjör þeirra verði
leiðrétt til samræmis við laun ann-
arra kennara. En hér er talað fyrir
daufum eyrum og mér er spurn
hvað veldur þessari miklu geng-
isfellingu á menntun og störfum
tónlistarskólakennara?
Viðsemjendur okkar segjast
hafa teygt sig eins langt og þeir
geta og að þeir hafi ekki umboð til
að bjóða betur. Þeir grípa til lík-
ingamáls og segja að fólk sem eytt
hafi í „rándýrt einbýlishús“ verði
að sætta sig við að keyra um á
„bíldruslu“! Hér er annars vegar
átt við kjarasamninga vegna
grunnskólans og hins vegar vænt-
anlegan samning við tónlistar-
skólakennara. Okkur var hins veg-
ar aldrei boðið einbýlishús og við
kærum okkur engan veginn um
bíldrusluna. Öllum ætti að vera
ljóst að ef bíldruslan fær ekkert
viðhald endar það með því að hún
geispar golunni og
hrynur með þungum
dynki.
Grikkir vissu hvað
þeir sungu
Umhyggja fyrir
verðmætum og traust
viðhald er ódýrari og
skynsamlegri kostur
til lengri tíma litið. Að
öðrum kosti er hætt
við að niðurníðsla eitri
út frá sér og skaðinn
verði mestur þar sem
við erum veikust fyr-
ir. Horfa verður til
allra þátta samfélags-
ins, bæði efnahags-
legra og menningarlegra. Minn-
umst þess sem Grikkir til forna
sögðu að góð tónlist bæri vitni um
gott þjóðfélag. Þeir vissu hvað þeir
sungu.
Launanefnd sveitarfélaga situr
föst við sinn keip og flaggar því
meðal annars að launaákvarðanir
byggist á almennri jafnræðisreglu.
Hvað eiga þessir menn við þegar
þeir tala um jafnræði? Tökum
dæmi.
Tveir tónlistarkennarar útskrif-
aðir með sama prófi frá sömu
stofnun ráða sig til starfa, annar
hjá grunnskóla en hinn hjá tónlist-
arskóla sama sveitarfélags. Nú
eiga þessar stofnanir í samstarfi
vegna forskólakennslu innan
grunnskólans sem sveitarfélög
hafa allvíða tekið upp. Báðir þessir
tónlistarkennarar taka að sér um-
rædda forskólakennslu en þar sem
þeir starfa hvor hjá sinni stofnun
ríkir gríðarlegur launamunur fyrir
nákvæmlega sömu störf. Þó er
launagreiðandi sá hinn sami í báð-
um tilfellum. Það sama er upp á
teningnum varðandi tónmennta-
kennslu í grunnskóla og kennslu í
tónlistarskóla. Flokkast þetta und-
ir jafnræðisreglu launanefndar
sveitarfélaga?
Getum ekki sætt okkur
við tilboð launanefndar
sveitarfélaga
Hljóðfærakennarar eiga að baki
langt og strangt nám. Ekki er óal-
gengt að þeir hafi varið 12-15 ár-
um ævi sinnar til undirbúnings
starfsins með ærnum kostnaði og
fyrirhöfn. Þar að auki er árleg
kennsluskylda tónlistarskólakenn-
ara meiri en annarra kennara og
því geta þeir hvorki skilið né sætt
sig við tilboð samninganefndar
launanefndar sveitarfélaga. Það
virðingarleysi sem við mætum
verður ekki túlkað öðruvísi en að
hér sé beinlínis um að ræða aðför
að tónlistarlífi í landinu og sjálfs-
virðingu tónlistarskólakennara.
Fyrir skemmstu var efnt til at-
kvæðagreiðslu um verkfallsboðun
meðal félagsmanna í Félagi tón-
listarskólakennara. Um 90% fé-
lagsmanna greiddu atkvæði og
96% þeirra samþykktu að boða
verkfall frá og með 22. október nk.
ef ekki hefði samist fyrir þann
tíma.
Forsenda öflugs tónlistarlífs
Það er því engan bilbug á okkur
að finna og skilaboðin til stjórn-
valda og viðsemjenda okkar eru
skýr. Við krefjumst þess að þeir
virði okkur viðlits og standi við
stóru orðin. Það er ekki nóg að
tala um mikilvægi fjölbreytts
framboðs menntunar og gildi þess
að stuðla að öflugu lista- og menn-
ingarlífi í landinu þegar „bíl-
druslan“ er að hrynja. Störf tón-
listarskólakennara eru forsenda
öflugs tónlistarlífs sem er einn af
hornsteinum íslenskrar menning-
ar. Ráðamenn verða að standa við
orð sín og stuðla að áframhaldandi
uppbyggingu tónlistarlífs í land-
inu. Það verður einungis gert með
því að leiðrétta launastöðu tónlist-
arskólakennara og semja við þá á
sömu nótum og gert hefur verið
við viðmiðunarhópa þeirra.
Aðför að íslensku
tónlistarlífi
Sigrún Grendal
Jóhannesdóttir
Tónlistarkennarar
Mér er spurn, segir
Sigrún Grendal
Jóhannesdóttir, hvað
veldur þessari miklu
gengisfellingu á mennt-
un og störfum tónlistar-
skólakennara?
Höfundur er formaður Félags
tónlistarskólakennara.
ÉG VINN við að
vaska upp í mötuneyti.
Ég læt hugann reika
meðan ég geng frá sal-
atbarnum og hendi af-
gangsmatnum sem
myndi duga u.þ.b. 20
manns, en fer bara í
ruslið. Ég hugsa um
það hversu ótrúlega
gott við höfum það hér
á þessari eyju; við get-
um hent mat og gert
nánast allt það sem
okkur dettur í hug,
keypt það sem við vilj-
um, séð það sem við
viljum og farið hvert
sem við viljum. Maður
hugsar ekki um það
dagsdaglega hversu ótrúlega gott
við höfum það. Við getum gengið
óhult um göturnar, stundað hvers-
kyns líkamsrækt og allar gerðir af-
þreyingar eru á hverju strái, við
getum slappað af með ástvinum
okkar fyrir framan sjónvarpið og
úðað í okkur sælgæti. Við getum
farið út að skemmta okkur og gert
alls konar rugl. Pen-
ingar eru ekkert
vandamál því nóg er
um vellaunaða vinnu
og gylliboð um lán til
að kaupa hitt og þetta
eru á hverju horni.
Við fáum fréttir í
sjónvarpi, útvarpi og
blöðum af stríðshrjáðu
löndunum og löndun-
um utan Sameinuðu
þjóðanna. Fólk deyr
þar úr hungri og sjúk-
dómum sem við höfum
auðveldar lækningar
við, saklaust fólk býr
við stöðugan ótta við
að vera sprengt, ör-
kumlast, eða missa
heimilin sín og fjölskyldu, ýmist
fyrir trúar- eða stjórnmálaskoðanir
sínar, búsetu, litarhátt eða þjóð-
félagslega stétt sína. Börn eru not-
uð sem kynlífs- eða vinnuþrælar og
eiga ekkert líf og enga barnæsku.
Þetta eru mannverur rétt eins og
við hin, þau eru með sömu tilfinn-
ingar og sömu þrár um öryggi og
festu í lífi sínu. Hver er þeirra
möguleiki?
Maður hugsar með sínum auglýs-
inga- og efnamengaða heila hvað
þetta sé hræðilegt og að þetta verði
að breytast, en oft nær hugsunin
því miður ekki lengra. Raunveru-
lega valdið er í okkar höndum, við
getum breytt ástandinu ef við
leggjum okkur fram. Eina leiðin til
að brúa bilið milli þeirra og okkar
er sú að við breytum hugarfari okk-
ar, því við ráðum hvað við kaupum
og hverja við kjósum og hvernig við
lifum lífi okkar. Valið er okkar; við
getum valið að hjálpa öðrum mann-
eskjum til mannsæmandi lífs, eða
virt að vettugi þjáningar og mis-
notkun á meðbræðrum okkar.
Ef maður lítur raunsæjum aug-
um á ástandið eins og það er þá
sitjum við á Vesturlöndum að allri
kökunni meðan meirihlutinn fær
molana, við fljótum um í rjóma
meðan sumir vita ekki einu sinni
hvað það er.
Hinn 24. október næstkomandi er
svokallaður starfsdagur einingar-
innar Íslensks dagsverks en þá fara
nemendur í framhaldsskólum lands-
ins út á vinnumarkaðinn að selja
dagsverk, heil eða hálf eftir því hve
vilji er mikill, nemendurnir vinna
svo heilan eða hálfan vinnudag
samkvæmt því, og gefa tekjur sínar
í söfnun Íslensks dagsverks. Þetta
er ekki gert í bága við mennta-
málaráðuneytið því embættið hefur
heimilað þetta góðverk. Þetta er
ekki mikið af tíma okkar eða fé
miðað við allt gagnið sem verkið
gerir. Árið 1997 var þetta einnig
gert með sama hætti og söfnuðust 5
milljónir króna sem voru notaðar til
að byggja skóla fyrir stéttleysingja
á Indlandi, og hafa þessar milljónir
dugað vel hingað til því nokkur
hundruð manns hafa lært einhverja
iðn, og geta því unnið og fengið
mannsæmandi laun fyrir. Þetta er
eina tækifæri þessa fólks því með
menntun eru manni flestir vegir
færir. Stéttleysingjar á Indlandi
hafa það mjög slæmt því þeir eru,
eins og nafnið gefur til kynna, al-
gerlega réttindalausir. Að kalla
stéttleysingja annars flokks borg-
ara er fegrun, því gildi þessa fólks í
samfélaginu er ekkert. Þau eru
þrælar og komið er fram við þau
sem húsdýr.
Á næstu dögum getum ég og þú
gert mikið gagn. Við getum hjálpað
þessu fólki með því t.d. að kaupa
dagsverk, hvetja nemendur til að
taka þátt og virkja umræðuna.
Þetta þurfa ekki endilega að vera
fyrirtæki sem kaupa verkin því fólk
getur hringt í framhaldsskólana og
keypt dagsverk og látið gera garð-
inn sinn fínan eða taka til í geymsl-
unni, fólk getur haft samband við
hverfisskólann sinn og látið sitt af
hendi rakna. Ég hvet þig, lesandi
góður, til að sameinast okkur í Ís-
lensku dagsverki og gera þannig
gagn í baráttunni fyrir réttlæti. Þú
getur verið viss um að þú ert að
styrkja gott málefni með því að
kaupa dagsverk því féð rennur
óskipt til menntunar stéttleysingja
á Indlandi. Ég hvet fólk og fyr-
irtæki til að kaupa dagsverk og fá
góða þjónustu og gera góðverk í
leiðinni. Grafarvogsbúar og og
hverfin í kring geta hringt í mig í
síma: 691 7266, Árni, og pantað
dagsverk.
Sameinumst í
Íslensku dagsverki
Árni Freyr
Árnason
Höfundur er fulltrúi Borgarholts-
skóla í Íslensku dagsverki.
Góðverk
Ég hvet fólk og
fyrirtæki til að kaupa
dagsverk, segir
Árni Freyr Árnason,
og fá góða þjónustu
og gera góðverk
í leiðinni.
ÍSLENSKUM
ferðaþjónustuaðilum,
tækni- og hugbúnað-
arfyrirtækjum býðst
nú að taka þátt í
Freetime-verkefninu
sem styrkt er af Evr-
ópusambandinu.
Þátttökulönd auk
Íslands eru: Ung-
verjaland, Ísrael,
Spánn, Frakkland,
Þýskaland, Slóvakía,
Ítalía, Austurríki,
Grikkland, Belgía og
Kýpur.
Grundvöllur verk-
efnisins er að ferða-
þjónusta skipar æ mikilvægari sess
í fjölbreyttu atvinnulífi heimsins og
Alþjóða ferðamálaráðið telur að á
árinu 2000 hafi um 294 milljónir
manna unnið við ferðaþjónustu
sem samsvarar 10% af heildar-
vinnuafli. Greinin er engu að síður
lítt tæknivædd og lítið um sam-
starfsverkefni í ferðaþjónustu
þjóða í milli. Miklir möguleikar
liggja þar til að bæta rekstrar-
afkomu og skilyrði fyrirtækja í
henni.
Freetime er átaksverkefni Rann-
ís og Ferðamálaseturs Íslands til
að hvetja og aðstoða lítil og með-
alstór fyrirtæki í ferðaþjónustu og
tengdum greinum til þátttöku í
evrópskum samstarfsverkefnum
sem miða að því að bæta sam-
keppnisaðstöðu fyrirtækjanna með
tileinkun nýrrar tækni og aðferða.
Fyrirtækjunum standa til boða
CRAFT-styrkir rammaáætlunar
Evrópusambandsins til samstarfs-
verkefnanna sem geta numið allt
að 50% af kostnaði verkefnisins.
Þarfir fyrirtækjanna verða skil-
greindar út frá tengslum við
Fimmtu rammaáætlun Evrópu-
sambandsins sem felur í sér fjórar
þemaáætlanir; lífsgæði og nýting
náttúruauðlinda, upplýsingasam-
félagið, samkeppni og sjálfbær
hagvöxtur og verndun vistkerfis-
ins.
Undirmarkmið Freetime eru
m.a.: Auka samkeppnishæfi lítilla
og meðalstórra gististaða með því
að auka gæði þeirra með nýrri
tækni t.d. á sviði veit-
ingareksturs, með-
höndlun matvæla,
bókunarkerfa eða um-
sjónar húseigna með
sérstöku tilliti til sjálf-
bærrar þróunar og
upplýsingatækni.
Auka samkeppnis-
hæfi lítilla og meðal-
stórra ferðaskrifstofa
með aðstoð við þróun
nýrra sölu- og dreifi-
leiða.
Aðstoða við þróun
og uppbyggingu ferða-
mannastaða með sér-
stöku tilliti til sjálf-
bærrar þróunar og auka þannig
lífsgæði, atvinnumöguleika og
tekjur íbúanna sjálfra.
Þróa ,„best practice“ eða bestu
aðferð í sameiginlegum rannsókn-
um ferðageirans og neytenda.
Ef þú ert með eigin hugmynd að
verkefni. þá stendur þér til boða
aðstoð við að skilgreina hugmynd-
ina með hliðsjón af rammaáætl-
uninni, leit að evrópskum sam-
starfsaðilum og leiðbeining við
gerð CRAFT-umsóknar.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt
í hugmynd annarra að verkefni, þá
höfum við fjölmargar verkefnahug-
myndir evrópskra fyrirtækja í
ferðaþjónustu og tengdum greinum
sem vantar samstarfsaðila.
Frekari upplýsingar er að fá hjá
Rannís og Ferðamálasetri Íslands
á Akureyri.
Gæði og
nýbreytni
í fyrirrúmi
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Höfundur er verkefnisstjóri
Ferðamálaseturs Íslands.
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta, segir
Sigrún Björk
Jakobsdóttir, skipar
æ mikilvægari sess í
fjölbreyttu atvinnulífi
heimsins.