Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 52

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 32 vorum að bæta við nýjum vörum mikið úrval af herrafatnaði útsölumarkaðurinn verður opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18 laugardaga frá kl. 10-16 ÞRÁTT fyrir að vera ungað árum er Elíza búin aðvera í „bransanum“ í ára-tug. Ferillinn byrjaði fyrir alvöru er Kolrassa krókríð- andi, kvennasveitin frækna, sigr- aði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1992 með bravúr. Seinna átti sveit- in sú eftir að þróast í Bellatrix, um margt poppaðri útgáfu af fyrri sveitinni. Bellatrix herjaði svo á Englandsstrendur með ágætum árangri í um eitt og hálft ár en lagði svo upp laupana seint á síð- asta ári. Elíza býr sem stendur í Lund- únum og er þar að leggja drög að einherjaferli og kallar sig nú Elízu Newman sem er föðurnafnið henn- ar. „Ég er búin að flytja svona sex sinnum um borgina (hlær). En eins og stendur er ég á mjög góð- um stað og líður vel.“ Rétti farvegurinn „Ég hef svona verið að finna minn farveg og setja saman band,“ segir Elísa og brosir. „Ég er búin að prófa svona 150 manns, geðveikt rugl!“ Elíza er sem stendur samnings- laus. „Við erum rétt byrjuð að setja þetta í gang,“ segir hún. „Ég er búin að vera að vinna að tónlist með upptökustjórum í sumar.“ Téðir stjórar eru þeir Ian Grimble (Travis m.a.) og Mike Hedges sem hefur unnið með lista- mönnum eins og Everything But The Girl, Siouxie & The Banshees, The Cure, Beautiful South, Texas og Manic Street Preachers (tók upp hina prýðilegu Everything Must Go). „Þetta verður bara eitt skref í einu,“ segir Elíza og brosir lymskulega. „Ætlum ekki að flýta okkur eins og síðast! (og er að vísa til ævintýranna með Bellatrix).“ Tónlistinni lýsir hún sem „garg- andi rokki“. „Ég fór á fortíðarflipp og fór að hlusta á Led Zeppelin, Neil Young og Janis. Ég hef trú á því að það sé að koma ný, lífræn rokkbylgja.“ Hún segir þá Ian og Mike ný- verið hafa opnað hljóðver í London og hún sé svona gæluverkefni hjá þeim. Hún segist heldur en ekki tilbúin í „bransann“ aftur, er klár og keik á því. „Já, já,“ segir hún öruggri röddu. „Þetta var nú helv... gam- an. Þetta var engin hörmung ... Bellatrix ... Þetta var engin brot- lending, þetta var mjög mjúk lend- ing (hlær). Við héldum bara fund og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að halda áfram eða að fara gera eitthvað annað. Það var engin dramatík í gangi og í rauninni vor- um við mjög glöð þegar það kom í ljós að það myndi ekki ganga upp að gera aðra plötu með Fierce Panda. Það samstarf var í meira lagi brösuglegt.“ Góður tími með Bellatrix Hún segir tímann með Bellatrix hafa verið góðan. „Þetta var svona oftast á léttu nótunum. Við ákváð- um þegar við fórum út að þetta yrði bara stuð – ekkert annað. Um leið og þetta myndi hætta að vera skemmtilegt myndum við fara að gera eitthvað annað.“ Bellatrix ferðaðist víða, m.a. um Bandaríkin, Skandinavíu, Evrópu og oft og mörgum sinnum um Bretland. Elíza rifjar upp fjöruga tíma með hljómsveitinni Coldplay, sem nú er orðin heimsfræg að heita má. Hljómsveitirnar æfðu og túruðu saman á sínum tíma. „Þetta eru mjög góðir strákar,“ segir Elíza. „Þeir eru svo vel upp aldir að það hálfa væri nóg. Annað en við Íslendingarnir (hlær). Það var mjög gaman að vera með þeim á tónleikaferðalagi. Þeir eru auð- vitað á Parlophone og fengu því alltaf það besta af öllu en við í ein- hverri ryðrútu. Þannig að við fór- um alltaf á hótelið þeirra og skemmtum okkur á þeirra reikn- ing (hlær). Elíza segist vilja vinna með góðu fyrirtæki sem skilji hennar þarfir. Reynslan af Fierce Panda hafi ekki verið góð og lítil fyrirtæki, sem margir sjá í rómantísku ljósi, reynast ekki alltaf best. „Það er, eðlilega, lítið svigrúm til að gera eitthvað þegar maður er hjá litlu fyrirtæki. En það er auðvitað harkan sex hjá þessum stóru fyrirtækjum; þar þarf allt að vera á hreinu með ímynd og stefnu og allt þetta kjaftæði. En ef þeir leggja pening í eitthvað þá gera þeir það vel.“ Tónleikarnir Tónleikar Elízu verða á Gauki á Stöng og verður húsið opnað kl. 21. Þar verða einnig m.a. Botn- leðja, Svanur, Lace – með Móeiði Júníusdóttur í broddi fylkingar, harmrænu sveitarokkararnir í Funerals og norska sveitin Tweet- erfriendly Music. Af öðrum Air- waves-uppákomum má nefna að XXX Rottweilerhundar verða á Spotlight ásamt öðrum rapphund- um, á Thomsen mun rafpoppið ráða ríkjum þar sem Ampop og Prince Valium leika m.a., Leik- húskjallarinn verður undirlagður af síðrokkssveitum eins og Nátt- fara, Úlpu og Lúnu og í Listasafni Reykjavíkur verða framdir rokk- seiðir af listamönnum eins og Trabant, Singapore Sling og Org- elkvartettinum Apparat. Ný Elíza Elíza Geirsdóttir, fyrrverandi söngspíra Bellatrix, leikur í fyrsta skipti opinberlega sem einherji á Airwaves. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við söngkonuna. Morgunblaðið/Golli Elíza spilar nú „gargandi rokk“ að eigin sögn. arnart@mbl.is Elíza spilar á Airwaves                     ! "  # $ %&   '      (  "  %)"  *+ $  ,  -    ." /0 1 (  $   #. 2 #3$ 4 00 5556!   00#72 118       +    .   .++ : ;     27 0<1   = >  0.0++   8    ? @ 0  .481 A  SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.