Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 49 DAGBÓK TWEED Vetrarkápur 15% afsláttur Laugavegi 63, sími 551 4422 Persónuleg þjónusta - Þekking og áratuga reynsla Munið gömlu dansana í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 21.30 Félag harmonikuunnenda Hljómsveitir Ingvars Hólmgeirssonar og Guðmundar Samúelssonar leika fyrir dansi. Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Tilboð á leðurjökkum í dag og á morgun Litlar stærðir 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. f4 dxe5 6. fxe5 Rc6 7. Be3 Bf5 8. Rc3 e6 9. Rf3 Be7 10. Be2 O-O 11. O-O f6 12. exf6 Bxf6 13. Dd2 De7 14. h3 h6 15. Had1 Had8 16. b3 Bh7 17. De1 Rb4 18. Dg3 Rc2 19. Bf2 Kh8 20. Re5 Bg5 21. Kh1 Hf4 22. Bg1 Hdf8 23. Hxf4 Hxf4 24. Bh5 Df6 25. Rb5 Hf1 26. Rf7+ Kg8 27. Hxf1 Dxf1 28. Dxc7 g6 Sá skákmaður sem hefur flestar kappskákir skráð- ar á íslenska skákstigalistan- um er Sævar Bjarnason (2320). Hann lætur ekki deigan síga og stýrði hvítu mönnunum í stöð- unni gegn Einari K. Einarssyni (2070) í A-flokki Haustmóts Tafl- félags Reykjavík- ur sem lauk fyrir stuttu. 29. Rbd6! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. gxh5 30. Db8+ Kg7 31. Dh8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 31...Kg6 32. Re5#. 1. umferð Íslandsmóts taflfélaga hefst í kvöld, 19. október í Vest- mannaeyjum. 1. og 2. deild fara þar fram en 3. og 4. deild í Reykjavík. Taflfélag Reykjavíkur er núverandi Íslandsmeistari en án efa munu félög á borð við Helli, Skákfélag Akureyringa og Hrókurinn gera allt sem í sínu valdi stendur til að hrifsa titilinn úr greipum hins fornfræga félags. Á Netinu verður hægt að fylgj- ast með gangi mála á skak.is. LJÓÐABROT HEIMSÓSÓMI Hvað mun veröldin vilja? Hún veltist um svo fast, að hennar hjólið snýst. Skepnan tekr að skilja, að skapleg setning brast, og gamlan farveg flýr. Hamingjan vendir hjóli niðr til jarðar, háfur eru til einskis vansa sparðar, leggst í spenning lönd og gull og garðar, en gætt er síður hins, er meira varðar. Þung er þessi plága, er þýtur út í lönd og sárt er að segja frá. Millum frænda og mága magnast stríð og klönd. Klagar hver, mest er má. Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki. Varla er undur, þó að skepnan skeiki. Sturlan heims er eigi létt í leiki. Lögmál bindr, en leysir peningrinn bleiki. Skáld-Sveinn Árnað heilla Á HEIMASÍÐU Ítalans Bocchi er að finna þetta spil frá heimsmeistaramótinu í einmenningi á síðasta ári: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 9763 ♥ Á1073 ♦ 4 ♣ ÁG106 Vestur Austur ♠ 2 ♠ KDG54 ♥ 6 ♥ D92 ♦ KD98762 ♦ ÁG5 ♣9432 ♣87 Suður ♠ Á108 ♥ KG854 ♦ 103 ♣KD5 Vestur Norður Austur Suður Bocchi Freeman Bompis Ferraro -- -- 1 spaði 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Greinarhöfundur var í vest- ur, Bandaríkjamaðurinn Freeman í norður, Frakkinn Bompis í austur og Ítalinn Ferraro í suður. Bocchi kom út með einspil- ið í spaða. Ferraro tók gosa austurs með ás, en var ekki trúaður á tvö einspil á sömu hendi og lagði því af stað með hjartakóng. Þar með er spilið í raun tapað, því vörnin ætti að fá tvo spaðaslagi, einn á tígul og einn á tromp. En margt getur gerst við bridsborðið. Ferraro tók næsta slag á hjartaás (vestur henti tígli) og spilaði svo lauf- inu – fyrst kóng, svo fimm- unni á gosann, eins og hann væri að svína. Síðan kom laufásinn og nú gerði Bompis sig sekan um þau mistök að henda spaða. Hann reiknaði með að sagnhafi ætti Kx í laufi og sá því ekki ástæðu til að trompa. Ferraro slapp þannig fram hjá tvíspilinu í laufi og gat svo hent spaða í fjórða laufið. Unnið spilið og gulltoppur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, 20. októ- ber, verður Stefán Bene- diktsson sextugur. Hann og eiginkona hans, Birna, taka fagnandi á móti ættingjum, vinum og velunnurum á af- mælisdaginn milli kl. 17 og 19 í Félagsheimili Orku- veitunnar í Elliðaárdal BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí sl. í Garða- kirkju af sr. Sigurði Sig- urðssyni Laufey Péturs- dóttir og Gunnar Smári Magnússon. Heimili þeirra er í Nýja-Bæ, Garðabæ. Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu í Hrísalundi á Ak- ureyri á dögunum til styrktar Rauða krossi Íslands og safn- aðist 2.451 króna. Þær heita Hildur Hafbergsdóttir og Kar- en Lind Jónsdóttir. Hlutavelta STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfstæður og lætur engan vaða ofan í þig. Örlítið meiri sveigjanleiki væri þó allt í lagi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að gera ekki of miklar kröfur til annarra. Sanngirni í því sem öðru skil- ar mestum árangri og tryggir andrúmsloftið á vinnustaðn- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú græðir ekkert á því að taka að þér verkefni sem þú veist að þú ræður ekki við. Útkoman verður ömurleg og setur leiðindablett á mannorð þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér finnst aðrir gera of mikl- ar kröfur til þín en veist ekki hvernig þú átt að komast undan þeim. Einfalt og kurt- eislegt nei er besta leiðin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú mátt ekki lofa upp í erm- ina á þér þótt þér finnist það laga stöðuna og redda ein- hverju í bili. Láttu aðra vita hvar þeir hafa þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt hreint ekki að lúffa fyr- ir öðrum með hluti sem þú hefur sterka trú á. Aðeins nýjar staðreyndir eiga að koma þér á aðra skoðun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt einkar auðvelt með að laða aðra til samstarfs við þig og átt að notfæra þér þann byr. Gættu þess samt vand- lega að misnota hann ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að kunna að áætla þér nægan tíma til að ljúka verkefnum sem þú tekur að þér. Að öðrum kosti færðu á þig leiðindi sem þú losnar ekki við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt óvænt atvik knýi þig til að breyta áætlunum þínum. Taktu hlutunum bara með ró. Þannig hefst það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ekkert auðveldara en að ofstjórna öðrum og þú þarft að venja þig af því. Eina stjórnunin sem vit er í er sú sem aldrei þarf að beita valdi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að dragast ekki inn í fánýtt orðaskak vinnu- félaga þinna. Þegar stormin- um slotar munu þeir sem þátt tóku standa uppi sem ómerk- ingar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gerðu þér ekki of miklar von- ir því þá verða vonbrigðin ekki eins mikil ef hlutirnir ganga ekki upp. Raunsæi er alltaf besti kosturinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að gæta þess að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Hægðu á þér og teldu upp að tíu áður en þú hefst handa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Akane sem er 15 ára jap- önsk stúlka óskar eftir ís- lenskum pennavini. Áhugamál hennar eru tón- list og bréfaskriftir. Akane Kawamoto, 103 Purejident Akasaka, 1-52, Akasaka 2 chome Kokura Kita-ku, Kitakyashu-city, Fukuoka, 802-0032. Japan. Yukie sem er 15 ára jap- önsk stúlka óskar eftir ís- lenskum pennavini. Áhugamál hennar eru tón- list og píanóleikur. Yukie Kaneko 14-2, Yokoshiro kita-cho 3 chome, Kokuraminami-ku, Kitakyushu-city, Fukuoka, 802-0821. Japan. Pennavinir Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur, meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Kl. 17.30-22 sálgæslunámskeið Teo van der Weele „Hjálpið með blessun“. Ath. í dag heldur 30 manna hópur nýbúa og síbúa í 8., 9. og 10. bekk til Hvamms- tanga á mót æskulýðsfélaga kirkjunnar. Um er að ræða framhald „Adrenalínferðar gegn rasisma“ sem farin var í Skagafjörð fyrir hálfum mánuði. Stöndum saman gegn kynþáttahatri. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15.30 hópur unglinga úr Æskulýðsfélagi Landakirkju leggur af stað með Herjólfi á landsmót æskulýðsfélaga á Hvamms- tanga dagana 19.-21. okt. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Maxwell Ditta. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja. Morgunblaðið/Jim Smart KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.