Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 8

Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti dagur sérpantana fyrir jól er 27 okt. exó húsgaganvaerslun Fákafeni 9 108 Reykjavík sími 568 2866 fax 568 2866 www.exo.is exo@exo. is Opið mánudaga - föstudaga frá 10:00 til 18:00 laugardaga frá 10:00 til 16:00 R E Y K J A V Í K - O S L Ó Málþing Astma- og ofnæmisfélagsins Skortur á skiln- ingi í skólum ASTMA- og ofnæm-isfélagið gengstfyrir málþingi um daglegt líf með astma og ofnæmi á Hótel Loftleið- um milli kl. 10 og 13 á morgun. Málþingið er öll- um opið. Tonie Gertin Sørensen upplýsingafulltrúi segir að Astma- og ofnæmisfélagið hafi verið stofnað til að berjast fyrir hagsmunum astma- og ofnæmissjúk- linga árið 1975. „Meginstarfsemi félags- ins skiptist í tvennt. Ann- ars vegar talar félagið máli sjúklinga með astma og of- næmi við yfirvöld heil- brigðismála, kennslumála og aðra hlutaðeigandi. Hins vegar sinnir félagið fræðslu meðal félagsmanna með fyrirlestrahaldi, fréttablöðum og útgáfu bæklinga. Nú er verið að undirbúa vefsíðu þar sem m.a. er gert ráð fyrir samskiptavettvangi fyrir félagsmenn með svipuð vandamál og áhugasvið. Astma- og ofnæmisfélagið er deild í Samtökum íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS). Félagið er aðili að nor- rænum samtökum sjúklinga með astma og ofnæmi.“ Hvað er astmi og ofnæmi? „Astmi kemur t.d. fram í tengslum við ofnæmi og veirusýk- ingar. Bólgur myndast í lungna- pípunum og kalla fram einkenni á borð við hósta og andþrengsli. Ef lungnakvef er lengi að ganga yfir eða ef hóstaköst trufla nætur- svefninn og koma fram í tengslum við áreynslu gæti verið um astma að ræða. Ofnæmi veldur yfirdrifnum við- brögðum ónæmiskerfisins við ým- iss konar utanaðkomandi áreiti, t.d. frá ákveðinni fæðu, plöntum, dýrum, rykmaurum og stundum lyfjum. Þetta gerist þegar líkam- inn myndar svonefnd IgE-mótefni fyrir einhverju af þessu. Einkenn- in koma fram með mismunandi hætti, t.d. veldur frjóofnæmi oft nefrennsli, nefstíflum, rauðum augum, bólgu í augum og miklum kláða í nefi og augum. Einkenni fæðuofnæmis koma fram í melt- ingafærum og á húð en geta einn- ig verið alvarlegri. Þau geta verið kláði í munni og koki, magaverkir, uppköst og niðurgangur eða út- brot með kláða. Dýraofnæmi veld- ur oftast einkennum frá öndunar- vegi, þ.e. bólgum í nefi eða astma.“ Hvað þjást hlutfallslega margir af astma og ofnæmi? Astmi er algengastur hjá börn- um og fer hlutfallið upp í 20% á ákveðnu aldursskeiði. Um 5% full- orðinna eru talin vera með ein- hvers konar astmaeinkenni. Eins og astminn er ofnæmi al- gengast í yngri aldurshópum. Engu að síður hafa um 20% fólks á aldrinum 20 til 44 ára greinst með jákvæða húðsvörun. Þar af hafa á bilinu 10 til 12% greinst með frjókorna- ofnæmi, svipað hlutfall með ofnæmi fyrir dýr- um og um 6% fyrir ryk- maurum. Ekki er vitað hvað nýjasta ofnæmið fyrir latexi er útbreitt. Ofnæmið getur orðið sérstaklega alvarlegt í nútíma- samfélagi þar sem latex er orðið algengt í ýmsum hversdagslegum hlutum eins og hönskum, blöðrum og teygjum. Fólk með þessa teg- und ofnæmis verður t.d. alltaf að láta vita af ofnæminu fyrir innlögn á sjúkrahús og þegar það fer til tannlæknis til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ráðlegt er fyrir fólk með ofnæmi að ganga með Medic-alert-arm- band sem greinir frá ofnæminu. Hvaða erindi verða flutt á mál- þinginu? Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúk- dómum, ríður á vaðið með fyrir- lestur undir yfirskriftinni „Of- næmissjúkdómar á Íslandi“. Fast á hæla hans kemur Björn Árdal, sérfræðingur í barnalækningum, ónæmis- og ofnæmisfræði, og flyt- ur fyrirlestur um ofnæmissjúk- dóma og skólann. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum, ónæmis- og ofnæmisfræði, flytur þriðja fyrirlesturinn um lyfjaof- næmi. Sigurður Kristjánsson, sér- fræðingur í barnalækningum, of- næmis- og ónæmissjúkdómum, tekur við með umfjöllun um atóp- ískt exem og fæðuofnæmi. Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, stígur því næst í pontu og fjallar um ofnæmislost. Björn Rúnar Lúð- víksson, sérfræðingur í lyflækn- ingum og ónæmisfræði, rekur síð- an lestina með fyrirlestur um ónæmisgalla og ofnæmi. Á milli fyrirlestra verður hægt að koma með fyrirspurnir og í lokin verður efnt til pallborðsumræðna. Hvaða erindi finnst þér for- vitnilegast? „Nú seturðu mig í vanda því að erindin eru öll mjög áhugaverð. Fyrir for- eldra með börn í grunn- skólum getur verið áhugavert að heyra Björn Árdal tala um of- næmissjúkdóma og skólann. Þar mæta börn því miður ekki alltaf nægilegum skilningi, t.d. átta ekki allir sig á að nóg getur verið að sessunauturinn eigi gæludýr til þess að ofnæmiseinkenni blossi upp. Ef barn er með fæðuofnæmi getur einn biti verið nóg til að kalla fram einkenni. Vorferð get- ur haft of alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir suma.“ Tonie Gertin Sørensen  Tonie Gertin Sørensen fæddist í Frederiksberg í Danmörku 23. október 1969. Tonie lauk BS- prófi í hjúkrunarfræði frá Syge- plejeskolen við Rigshospitalet í maí 1994 og flutti til Íslands ári síðar. Hún sinnir hlutastarfi við hjúkrun og uppfærslu heimasíðu barnasviðs innan dagdeildar barna á Barnaspítala Hringsins og er upplýsingafulltrúi Astma- og ofnæmisfélagsins. Tonie er gift Grétari Þórissyni bifreiðasmið og eiga þau tvö börn, Kaju 6 ára og Janus 4 ára. Astmi er al- gengastur hjá börnum Kúrið þið ykkur bara undir vegg, hróin mín, herinn sér um kauða. SUNNLENSK kona gaf sig í vikunni fram við Íslenska getspá, en hún var ein með allar fimm tölurnar réttar í Lottó 5/38 hinn 8. september síðastliðinn og er vinningur hennar rúmar 24 milljónir króna. Miðinn var seld- ur í söluturni á Selfossi sama dag og útdrátturinn fór fram en vinningsins ekki vitjað fyrr en rúmum mánuði síðar. Guðbjörg Hólm, þjónustu- fulltrúi Íslenskrar getspár, segir að vinningurinn hafi að vanda komið sér vel en vinningshafinn er fjölskyldukona sem óskaði nafnleyndar. Tveir Reykvíkingar skiptu með sér stóra vinningnum í lottóinu síðasta laugardag en þá var potturinn fjórfaldur og hlutu þeir því 8 milljónir hvor. Annar miðinn var keyptur í söluturn- inum Póló á Bústaðavegi og hinn í Kúlunni á Réttarholtsvegi. Báð- ir vinningar hafa verið sóttir. Öruggara að skila miðum strax eftir útdrátt Guðbjörg segir ekki algengt að vinningshafar dragi að sækja stóru vinningana enda ákveðið öryggi sem fylgi því að skila miðanum með vinningstölunum til Íslenskrar getspár. Þó séu margir sem velji að hafa hægt um sig fyrst um sinn og skila inn miðanum að mánuði liðnum en þá er hægt að leysa vinninginn út. Vinningar fyrnast á ári þannig að vinningshafar geta geymt miðann það lengi treysti þeir sér til. Eigandi lottómiða gefur sig fram Sunnlensk kona vann 24 milljónir ENGAR vísbendingar hafa borist rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði um hver eða hverjir grófu djúpa holu við Krísuvíkurkirkju á dögunum. Ekkert hefur fundist í holunni sem lögreglan telur máli skipta og því ekki talið að spjöll hafi verið unnin. Engin vitni hafa heldur gefið sig fram, sem gæti varpað ljósi á þetta dularfulla mál. Berist engar vísbend- ingar fljótlega má reikna með að mokað verði í holuna, að því er lög- reglan tjáði Morgunblaðinu í gær. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag var það lög- reglumaður í Hafnarfirði sem gekk fram á holuna á ferð sinni um svæðið. Haft var samband við fornleifadeild Þjóðminjasafnsins en starfsmenn hennar könnuðust ekki við að neinar rannsóknir hafi farið fram við kirkj- una á vegum deildarinnar. Lögreglan engu nær um ástæðu Holan við Krísuvíkurkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.