Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 48
DAGBÓK
48 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Koyo
Maru nr. 31, Hoyo
Maru nr. 8 og Mána-
foss.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó.
Árskógar 4. Kl. 13-
16.30 opin smíðastofan.
Allar uppl. í síma 535-
2700.
Aflagrandi 40. Leikfimi
fellur niður í dag. Kl. 9
vinnustofa, kl. 12.45
dans (Sigvaldi), kl. 13
bókband, kl. 14 bingó.
Unnur F. Vilhelms-
dóttir leikur klassísk
verk á píanó í kaffitím-
anum.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-12 bók-
band, kl. 9-16 handa-
vinna, kl. 9-17 fótaað-
gerð, kl.13 spilað í sal
og glerlist, kl. 13.30 fé-
lagsvist. Vetrarfagn-
aður verður fimmtudag
8. nóv. Hlaðborð frá
Veisluþjónustu Lárusar
Loftssonar. Salurinn
opnaður kl. 16.30. Dag-
skráin hefst með borð-
haldi kl. 17. Kvöldvöku-
kórinn syngur undir
stjórn Jónu Kristínar
Bjarnad. Happdrætti.
Húnar í góðum gír
(Ragnar Leví) leika fyr-
ir dansi. Skráning og
greiðsla fyrir miðviku-
dag 7. nóv. í síma 568-
5052. Allir hjartanlega
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 13-
16.30, spil og föndur.
Jóga á föstudögum kl.
13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17-19. Uppl.
hjá Svanhildi í s. 586-
8014 kl. 13-16. Tíma-
pöntun í fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9-12
aðstoð við böðun, kl. 9-
16.45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kl. 9 jap-
anskur pennasaumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Akranesferðin verður
föstudag 26. okt. Þátttö-
kulistar í Gjábakka og
Gullsmára. Skráið ykk-
ur sem fyrst.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10-12 verslunin opin,
kl. 13 „opið hús“, spilað
á spil.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Myndlist kl. 13, brids
kl. 13.30. Á morgun er
ganga kl. 10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10-13. Kaffi, blöðin
og matur í hádegi. Á
vegum fræðslunefndar
FEB verður farin
fræðsluferð í Háskólann
í Reykjavík þriðjudag-
inn 23. október. Brott-
för frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 13.45. Ath. takmark-
aður fjöldi þátttakenda.
Skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Lands-
samband eldri borgara
og Skálholtsskóli bjóða
til fræðsludaga í Skál-
holti 29.-31 október með
fyrirlestrum og almenn-
um umræðum. Auk
þess verða kvöldvökur,
gönguferðir, stað-
arskoðun og boðið til
tíðasöngs að hætti fyrri
tíðar í Skálholtskirkju.
Sr. Bernharður Guð-
mundsson rektor hefur
umsjón með fræðslu-
dögunum. Nánari uppl.
og skráning hjá FEB.
Baldvin Tryggvason
verður til viðtals um
fjármál á skrifstofu
FEB 25. október nk. kl.
10.30-11.30, panta þarf
tíma. Skrifstofa félags-
ins er flutt að Faxafeni
12, sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Uppl. á skrif-
stofu FEB kl. 10 til 16 í
síma 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9-13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids. Op-
ið alla sunnudaga frá kl.
14-16, blöðin og kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 14 messa.
Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson, Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsdóttur, kl. 15
kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl.9.30 boccia,
frá hádegi spilasalur
opinn. Kl. 14 kóræfing.
Mánudaginn 22. okt.
„Hittumst heil“. Ágústa
Sigrún Ágústsdóttir
kemur í heimsókn og
syngur lög eftir föður
sinn, Ágúst Pétursson,
af nýútkomnum geisla-
diski. Veitingar í veit-
ingabúð. Allar uppl. á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 rammavefnaður.
Gullsmári Gullsmára
13.Glerlistahópur kl. 10.
Bingó kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
11 leikfimi og spurt og
spjallað. Kl. 14 bingó.
Föstudag 26. okt. kl. 18
kveðjum við sumar og
heilsum vetri. Dagskrá:
Matur, hlaðborð, dans-
sýning, lukkuvinningur,
tískusýning, fjölda-
söngur og dans. Allir
velkomnir. Skráning í
síma 587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi og
postulín, kl. 12.30
postulín. Fótsnyrting og
hársnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9-13
tréskurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 10 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 10 kántrý
dans, kl. 11 stepp, kl.
9.15 handavinna, kl.
13.30 sungið við flyg-
ilinn, kl. 14.30 kaffi og
dansað við lagaval Sig-
valda. Gott með kaffinu.
Allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.13.30
bingó.
Háteigskirkja aldraðir.
Samvera í Setrinu kl.
13-15. Sauma-/
prjónaklúbbur, vöfflur
með kaffinu.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
dag og fimmtudag.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt Húsið býður
ungum foreldrum (ca.
16-25 ára) að mæta með
börnin sín á laug-
ardögum kl.15-17 á
Geysir, Kakóbar, Að-
alstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Kópasteinn, Kópavogi.
Kaffiboð verður laug-
ardag 20. okt. kl. 15.30-
18 í Þinghóli, Hamra-
borg 12. Ætla þeir sem
hafa unnið á Kópasteini
frá upphafi til dagsins í
dag að gera sér glaðan
dag.
FHUR. Munið gömlu
dansana í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
21.30. Hljómsveitir Ing-
vars Hólmgeirssonar og
Guðmundar Sam-
úelssonar leika fyrir
dansi.
Frímerki. Kristniboðs-
sambandið þiggur með
þökkum alls konar not-
uð frímerki, innlend og
útlend, ný og gömul,
klippt af með spássíu í
kring eða umslagið í
heilu lagi (best þannig).
Útlend smámynt kemur
einnig að notum. Mót-
taka í húsi KFUM&K,
Holtavegi 28, Rvík og
hjá Jóni Oddgeiri Guð-
mundssyni, Glerárgötu
1, Akureyri.
Í dag er föstudagur 19. október
292. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Þá sagði Jesús: „Enn verð ég hjá
yður skamma stund, og þá fer ég
aftur til þess, sem sendi mig.“
(Jóh. 7, 33.)
LÁRÉTT:
1 pjatla, 4 þekkja, 7
skrökin, 8 dregil, 9 kraft-
ur, 11 sleif, 13 skordýr,
14 búningur, 15 þarmur,
17 geð, 20 gyðja, 22
ferma, 23 skilja eftir, 24
draugagangur, 25
valska.
LÓÐRÉTT:
1 álíta, 2 manns, 3
kvennafn, 4 trjámylsna, 5
minnast á, 6 óskertur, 10
birgðir, 12 beita, 13 á
víxl, 15 blíðuhót, 16 sker,
18 frelsarann, 19 þjaka,
20 rétt, 21 skordýr.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 sigurverk, 8 undin, 9 rokur, 10 urð, 11 dílar, 13
arður, 15 hatts, 18 frost, 21 pál, 22 skera, 23 álkan, 24
skrattinn.
Lóðrétt: 2 indæl, 3 unnur, 4 varða, 5 rokið, 6 mund, 7
grær, 12 alt, 14 rór, 15 hása, 16 trekk, 17 spaka, 18 flátt,
19 orkan, 20 tína.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI lagði leið sína til Óslóí Noregi og tók eftir að á ýms-
um sögufrægum byggingum í mið-
borginni er blár skjöldur þar sem
fram kemur hvenær húsið var byggt,
hvaða starfsemi það hefur hýst, hver
eru tengsl þess við frægar persónur
o.s.frv. Stundum er jafnvel sagt frá
því hvaða hús hafi staðið áður á lóð-
inni, þótt núverandi bygging sé e.t.v.
ekki merkileg. Svipaðar merkingar á
sögulegum byggingum hefur Vík-
verji séð t.d. í London. Víkverji velt-
ir því fyrir sér hvort einhver göfugur
félagsskapur í Reykjavík geti ekki
tekið að sér að merkja sögulega mik-
ilvægar byggingar með svipuðum
hætti. Það myndi í fyrsta lagi gera
Reykvíkinga meðvitaðri um sögu
borgarinnar, í öðru lagi yrði það
ferðamönnum og gestum til ánægju-
auka og í þriðja lagi yrði það kannski
til þess að ýmsum sögufrægum hús-
um yrði meiri sómi sýndur en nú er.
x x x
BORGARYFIRVÖLD í Ósló hafanú til skoðunar hugmyndir
byggingarverktaka um að fjölga
íbúðum í miðborginni með því að
byggja íbúðarhús á litlum lóðum þar
sem nú eru göt í húsaraðir eða enda-
sleppir brunagaflar. Arkitektar sem
hafa skoðað málið segja 230 slíkar
lóðir í miðbænum henta til að byggja
íbúðarhús, sem bætir annars vegar
úr húsnæðisskorti og getur hins veg-
ar lífgað upp á borgarlífið. Ekki
vantar óbyggðar lóðir í miðborg
Reykjavíkur og göt í húsaraðir, þar
sem nú eru gjarnan malarborin bíla-
stæði með drullupollum. Víkverja
finnst að vel megi búa til áætlun um
að byggja í þessi göt til þess að bæta
úr lóða- og húsnæðisskorti í Reykja-
vík frekar en að einblína á stór verk-
efni þar sem heil hverfi eru lögð und-
ir. Sennilega geta borgaryfirvöld í
Reykjavík sótt sér hugmyndir í
þessu efni til Ósló.
x x x
Í NÆSTU þingkosningum verðurReykjavík tvö kjördæmi í fyrsta
sinn. Víkverji botnar enn ekkert í því
af hverju ákveðið var að skipta borg-
inni í norður- og suðurkjördæmi um
Vesturlandsveg, Miklubraut og
Hringbraut í stað þess að skipta
henni um Elliðaár í austur- og vest-
urkjördæmi. Með þeirri skiptingu
sem stjórnvitringarnir á Alþingi
hafa nú ákveðið munu kjördæma-
mörkin kljúfa borgarhverfi, skóla-
svæði, sóknir og póstnúmer eins og
ekkert sé. Hlíðahverfið er t.d. klofið í
tvennt og Víkverji veltir fyrir sér
hvert íbúar Hlíðanna eiga að snúa
sér eftir kosningar, komi upp eitt-
hvert hagsmunamál hverfisins þar
sem leita þarf liðsinnis þingmanna.
x x x
KANNSKI er bara gert ráð fyrirþví að eins og verið hefur beiti
þingmenn Reykjavíkur sér sjaldnast
fyrir hagsmunum síns kjördæmis,
heldur láti landsbyggðarþingmönn-
um kjördæmapotið eftir. Sumum
þingmönnum virðist tæplega þykja
viðeigandi að knýja á um t.d. fjár-
veitingar til samgöngubóta eða ann-
arrar mannvirkjagerðar í höfuð-
borginni. Víkverji er hins vegar
þeirrar skoðunar að kjósendur í
Reykjavík eigi að gera þá kröfu til
þingmanna sinna að þeir passi a.m.k.
upp á að það halli ekki verulega á
höfuðborgina við útdeilingu fjár-
muna til opinberra framkvæmda.
Vantar fjölskylduefni
um helgar
ÉG HEF oftast nær verið
ánægð með ríkissjónvarp-
ið og reyndar fundist það
nógu gott til að kaupa ekki
aðrar stöðvar. Ég var því
ein af þeim sem glöddust
vegna endurkomu Stein-
unnar Ólínu í þættinum
„Milli himins og jarðar“
sem hóf aftur göngu sína á
laugardagskvöldið sl.
Þetta var ljómandi góður
þáttur, sem endranær en
nú var höfð sú nýbreytni
að setja inn auglýsingar í
miðjum þætti. Ég er
hreint ekki ánægð með
þetta, það er alveg nóg að
hafa auglýsingar á milli
atriða eins og verið hefur.
Er þess e.t.v. ekki langt að
bíða að ríkissjónvarpið
setji inn auglýsingar í bíó-
myndir? Að þættinum
loknum (um níuleytið) átt-
um við svo von á að fá eina
góða fjölskyldumynd, eins
og oft hefur verið á þess-
um tíma kvöldsins. Hvað
birtist þá á skjánum? Bíó-
mynd, sem bönnuð er
börnum undir 12 ára aldri!
Ég á þrjú börn, eitt sem
er orðið 12 ára og tvö und-
ir þeim aldri. Á laugar-
dagskvöldum mega börnin
mín (eins og margra ann-
arra) vaka svolítið lengur
en venjulega, a.m.k. nógu
lengi til að mega horfa á
bíómynd á þessum tíma.
Þar sem við, að öllu jöfnu,
horfum ekki mikið á sjón-
varp urðum við fyrir von-
brigðum yfir því að geta
ekki kúrt saman í sófa-
krílinu okkar og horft á
gott fjölskylduefni þetta
kvöld. Að mínu mati eiga
að vera fjölskyldumyndir
bæði á föstudags- og laug-
ardagskvöldum, eða a.m.k.
eitthvert fjölskyldutengt
efni (þátturinn „Milli him-
ins og jarðar“ er það stutt-
ur, að annað fjölskylduefni
gæti vel komið á eftir).
Þarf ekki nauðsynlega að
vera bíómynd, heldur
vandað og gott efni, sem
öll fjölskyldan getur sam-
einast um að horfa á.
Kristín Sigurðardóttir.
Dýrahald
Mosi er týndur
MOSI sem grábröndóttur
fress týndist frá Stigahlíð
í lok september. Hann er
merktur og með ól með
bláu spjaldi. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 588 7769 og
891 9663.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
VELVAKANDA barst eftirfarandi
bréf:
Kæri Velvakandi.
Jæja, nú hafa þeir sem hafa í langan
tíma þrýst á stjórnvöld að lækka
eignarskatta, hátekjuskatt, fyr-
irtækjaskatta og stimpilgjöld fengið
ríflega lækkun á þessu öllu. Hver segir
svo að það borgi sig ekki að tuða og
tuða? Þeir geri ekkert í málinu. Leið-
arahöfundar Morgunblaðsins eru í
skýjunum og munu eflaust skrifa dag-
lega leiðara um ánægju sína yfir þessu.
Engum dylst að nú er verið að færa
tugþúsundir króna í vasa þeirra sem
eru efnamestir í þessu þjóðfélagi og
hjá sumum hverjum eru þetta millj-
ónir, það er segja þeim sem hafa greitt
mikinn eignaskatt. Ég ætla ekki að
deila við þá sem nú segja að þessir
skattar séu ranglátir. Það má vel vera
í sumum tilfellum. En hvað er réttlátt
við það að lækka skatta hjá þeim sem
vita varla aura sinna tal en alls engin
lækkun komi til þeirra sem helst þurfa
á lækkun skatta að halda? Ekki fæ ég
séð að verkamaður á landsbyggðinni
sem er með 110 þús. kr. á mánuði og
með íbúð sem er metin á 3,5 millj. muni
hagnast á þessu. Það eina sem verka-
maðurinn myndi hagnast á er lækkun
á tekjuskattsprósentunni sem lækkar
um 0,33% sem að mér skilst að hafi
verið búið að ákveða fyrir alllöngu.
Þessi verkamaður sem er með 110
þús. kr. mánaðartekjur mun því hagn-
ast um heilar 363 kr. á mánuði.
Ég óska ríkisstjórninni til hamingju
með þær fórnir sem hún færir þessum
verkamanni. Þessi verkamaður má nú
aldeilis vera ánægður með þessar 363
kr. og ætti nú að nota tækifærið við
þessi merku tímamót og panta sér ut-
anlandsferð.
Að lokum skora ég á leiðarahöfunda
Morgunblaðsins að veltast aðeins um
af ánægju yfir hagnaði verkamannsins
og tíunda hann jafn rækilega og þeir
hafa tíundað hinar miklu skattalækk-
anir til handa hátekjufólkinu og fyr-
irtækjunum.
Lalli.
Lækkun til þeirra sem helst þurfa