Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 45
ALÞJÓÐLEG sýning Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands, verður haldin dagana 20.-21. október í Reiðhöll Gusts í Kópavogi og stend- ur yfir frá 10-18 báða dagana. Til sýnis verða kettir af öllum þeim tegundum sem ræktaðar eru hér á landi, t.d. kenndir við Síam, Persa, Abyssiníu, Sómalíu, Orient- al, Bengal, heilaga Birma, einnig norskir skógarkettir og húskettir. Erlendir dómarar munu dæma kettina og valdir verða þeir bestu í ákveðnum flokkum, segir í frétta- tilkynningu. Alþjóðleg sýning kynjakatta FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 45 1, 2, 3, 4, 5 eða 6! Nýjung Með þrem bragðtegundum: 2 vanillu + 2 jarðarberja + 2 banana eða allar 6 með jarðarberjum. Í hverjum bikar eru 50 g og í hverri kippu 6 bikarar eða 300 g. Veldu þér smáskammt með morgunmatnum, í nestið, milli mála, sem meðlæti eða eftirrétt. – neyttu allra bragða! KLÚBBUR matreiðslumeistara heldur matarbasar í Vetrargarði Smáralindar til styrktar starfs- bræðrum sínum í New York, laug- ardaginn 20. október kl. 14-16. Stendur almenningi þá til boða að kaupa tilbúinn mat á kr. 1.500. Allt fé sem safnast rennur óskipt til styrkt- ar matreiðslumönnum í New York, sem hafa orðið illa úti eftir árásina 11. september síðastliðinn. Klukkan 16 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Barbara J. Griffiths, veita söfnunarfénu við- töku. Matarbasar í Vetrargarðinum Klínískar lyfjarann- sóknir – Hvers vegna? Helga Harðar- dóttir, rannsókn- arfulltrúi hjá Astra Zeneca, rit- aði grein í blaðið í gær um lyfja- rannsóknir. Fyrir mistök birtist mynd af nöfnu hennar með greininni og eru þær beðnar vel- virðingar á mistökunum. Leir en ekki gler Rangt var farið með upplýsingar um sýningu Jónu Thors og Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur í EFTA- byggingunni í Brussel. Sagt var að verk þeirra væru aðallega í gler en rétt er að þau eru úr leir. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Hagur.is opnaður 24. október Tekið skal fram vegna fréttar á neytendasíðu í gær, þar sem sagt var frá nýju hjálpartæki í fjármálum heimilanna á Netinu, að vefurinn verður opnaður 24. október. SPRON á veg og vanda af gerð vefjarins og slóðin er www.hagur.is. LEIÐRÉTT Helga Harðardóttir ÍSLENSKA leiðin, nýtt tímarit stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands, er komið út. Heiðar Örn Sigurfinnsson, annar ritstjóra blaðsins, segir tilefni útgáfunnar tvíþætt. Annars vegar er blaðið gefið út í fjáröflunarskyni fyrir námsferð stjórnmálafræðinema til Brussel nú í október þar sem nem- endur munu kynna sér stofnanir Evrópusambandsins og NATO auk þess sem íslenska sendiráðið verð- ur heimsótt. „Hinn tilgangurinn er tilraun Félags stjórnmálafræði- nema til að efla umræðuna um Evrópumál. Við viljum með blaðinu koma félaginu á framfæri með því að taka þátt í alvarlegri umræðu.“ Í blaðinu kennir ýmissa grasa, stjórnmálamenn og stjórnmála- fræðingar segja sína skoðun á ákveðnum málefnum í viðtölum og greinum auk þess sem fulltrúar at- vinnulífsins tjá sig á síðum blaðs- ins. Stjórnmálafræðinemar hafa ekki áður gefið út jafn veglegt blað og Íslensku leiðina og vonast að- standendur þess til að héðan í frá komi blaðið reglulega út. Blaðið er hægt að nálgast í Bóksölu stúd- enta og í byggingum Háskóla Ís- lands og er það ókeypis. Evrópumál frá ýmsum hliðum MÁLÞING verður haldið í tilefni af 50 ára afmæli kennslufræði við Há- skóla Íslands laugardaginn 20. októ- ber í stofu 101 í Odda við Sturlugötu og stendur frá 13-17. Ólafur Þ. Harðarson, deildarfor- seti félagsvísindadeildar, setur þing- ið og að því loknu flytur Páll Skúla- son háskólarektor ávarp. Þá munu Sigrún Aðalbjarnardóttir, Oddný Harðardóttir, Sigurjón Mýrdal og Hafdís Ingvarsdóttir flytja erindi. Milli erinda verður upplestur úr kennarabókmenntum auk þess sem tónlist verður flutt. Eftir kaffihlé mun aðalgestafyrir- lesari þingsins, Fred J. Korthagen prófessor, flytja erindi er hann nefnir: Towards Radical Changes in the Education of Teachers. Pall- borðsumræður verða sem Sölvi Sveinsson stýrir. Þátttakendur í pallborðsumræðunum verða Gerður G. Óskarsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Guðrún Geirsdóttir, Hafþór Guðjónsson, Haraldur Finnsson og Ingibjörg Sigurðardótt- ir. Málþing um kennarann í spegli samtímans AÐALFUNDUR Hússtjórnarkenn- arafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. október kl. 10 í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fréttir af námsefnisgerð.Veitingar. Aðalfundur hús- stjórnarkennara GENGIÐ verður í Hrauntún í laug- ardagsgöngu þjóðgarðsins á Þing- völlum. Fjallað verður um búsetu- sögu í Þingvallahrauni og náttúru svæðisins. Lagt verður af stað klukkan 13 frá þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og tekur gangan tæpa þrjá tíma. Haustganga á Þingvöllum LANDSÞING Náttúrulækninga- félags Íslands verður haldið í Heilsu- stofnun NLFÍ laugardaginn 20. október kl. 13-15. Fjallað verður um rekstur og framtíðarverkefni Heilsustofnunar. Fyrirhugað er að reisa þar tæplega 1.000 fermetra baðhús og nýja herbergjaálmu. Landsþing NLFÍ „Í FORMI er tímarit fyrir fólk á öll- um aldri, sem vill lifa heilsusamlegu og hamingjuríku lífi þar sem það fær að njóta sín til fulls, kemur út mið- vikudaginn 24. október. Í tímaritinu Í formi er meðal ann- ars fjallað um hreyfingu, mataræði, megrun, hreysti, sálfræði, heilsu, samlíf, börn og ferðalög, svo eitthvað sé nefnt, og það gert á jákvæðan og skemmtilegan máta,“ segir í frétta- tilkynningu frá tímaritinu, sem nú kemur út í fyrsta sinn. Danska tímaritið Bo Bedre fylgir hverju tölublaði tímaritsins Í Formi, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Nýtt tímarit HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI á Fá- skrúðsfirði var færður að gjöf lungna- mælir, Spiro 2000. Gefendur eru Loft- félagið, sem er áhugafólk um öndun, sem er samstarfsverkefni vinnuhóps á vegum landlæknisembættisins, Tóbaksvarnarnefndar og Glaxo Smith Kline. Auk þess koma að félag- inu ÍsMed, Félag lungnalækna, heilsugæslulæknar og Félag lungna- hjúkrunarfræðinga, en félagið var stofnað sl. sumar. Brynjólfur Hauks- son læknir við heilsugæslustöðina á Fáskrúðsfirði tók á móti gjöfinni frá Pétri Magnússyni lyfjafræðingi. Er þetta annað tækið sem afhent er. Verðmætti þess er 170.000 krónur. Helstu markmið Loftfélagsins eru í fyrsta lagi endurnyjun á tækjakosti heilsugæslunnar til lungnamælinga. Í öðru lagi að lungnamælingar verði að föstum lið í heilbrigðiseftirliti. Í þriðja lagi er stefnt að útgáfu fræðsluefnis heilbrigðisstarfsfólks um lungnasjúk- dóma. Í fjórða lagi að stuðla að því að lungnasjúkdómar greinist sem fyrst í sjúkdómsferlinu. Og í fimmta lagi að styrkja öflun upplýsinga og rann- sóknir á sviði lungnasjúkdóma. Fékk lungnamæli að gjöf Albert Kemp er fyrstur prófaði tækið á Fáskrúðsfirði ásamt Jónínu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi og Pétri Magnússyni lyfjafræðingi. Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.