Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 24
fyrir austan. Ekkjan Þorgerður býr
ásamt elstu dóttur sinni Ingu í húsi
fjölskyldunnar, en þau brottfluttu
búa hér og þar, í Reykjavík, á Ak-
ureyri eða í Bandaríkjunum. Mæðg-
urnar fá þá hugmynd að efna til
eins konar ættarmóts fyrir austan
og leggja að því drög. Börnin taka
vel í hugmyndina og allt bendir til
þess að af samfundi verði. Við und-
irbúning mótsins fara að berast
bréf, eitt af öðru og loks er svo kom-
ið að allir hafa afboðað komu sínu –
fólkið er of upptekið. Í einlægri við-
leitni sinni til að ná systkinahópnum
saman grípur Inga til þess ör-
þrifaráðs að senda systkinum sínum
skeyti þar sem þau eru upplýst um
að móðir þeirra sé dáin og þau beð-
in að koma strax.
Þau mæta vitanlega á staðinn og
upphefst þá endalaus misskilningur
Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg í Blessuðu barnaláni.
FYRSTA frumsýning vetrarins hjá
Leikfélagi Akureyrar er í kvöld
þegar félagið setur á svið gam-
anleikinn Blessað barnalán, eftir
Kjartan Ragnarsson. Leikritið
skrifaði Kjartan fyrir rúmum tutt-
ugu árum sérstaklega fyrir Leik-
félag Reykjavíkur og var það sett
upp í Iðnó á sínum tíma. Hlaut sýn-
ingin afburða góðar viðtökur áhorf-
enda og er í hópi vinsælustu leik-
sýninga í íslensku leikhúsi frá
upphafi. Blessað barnalán hefur
ekki verið sýnt í íslensku atvinnu-
leikhúsið þar til nú að það kemur á
fjalir Leikfélags Akureyrar.
Hinn góðkunni leikari Leikfélags
Akureyrar til margra ára, Þráinn
Karlsson, er leikstjóri og sagði
hann einkar skemmtilegt að setja
þennan ærslafulla gamanleik upp.
„Þetta er bráðskemmtilegt leik-
rit, fléttan sem farsinn byggist á er
svo góð. Þarna eru íslenskar og
mjög svo þekkjanlegar kring-
umstæður og persónurnar eru skýr-
ar og skemmtilegar,“ sagði Þráinn.
„Þetta leikrit hefur ekki verið
sýnt í atvinnuleikhúsi í rúm tuttugu
ár og því tímabært að fólk fái tæki-
færi til að njóta þess að nýju, enda
hefur gildi þess ekki rýrnað í ár-
anna rás. Ég vona heilshugar að
leikritið fái góðar viðtökur hér
norðan heiða,“ sagði Þráinn.
Mikilvægt að
eiga góða gamanleiki
Hann sagði mikilvægt fyrir Ís-
lendinga að eiga góða gamanleiki,
gamanleiki sem eldist vel og eiga
alltaf við, líkt og Blessað barnalán.
„Við eigum ekki marga svona góða
heinræktaða gamanleiki, farsa með
frábærri fléttu, þannig að það er af-
skaplega gaman að fá það tækifæri
að setja þetta leikrit upp hér í sam-
komuhúsinu. Ég hlakka mikið til
sýninganna, en markmiðið er vit-
anlega að búa til gott hláturskvöld,
þar sem gestum gefst kostur á að
gleyma sér um stund og skemmta
sér. Ætli veiti af á þessum síðustu
og verstu tímum að létti fólki dálítið
lundina.“
Blessað barnalán er dæmigerður
misskilningsfarsi, en söguþráður
leikritsins er að sögn leikstjórans á
þá leið, að mæðgur búsettar austur
á fjörðum hafa lengi alið þá von í
brjósti að fjölskyldan sameinist eft-
ir langa fjarveru og eigi saman
góða stund, en fjögur systkinanna
hafa löngu flust brott úr byggð-
arlaginu.
Sagan gerist í kringum árið 1970
og feluleikur með sannleikann.
Hver uppákoman rekur aðra en auk
fjölskyldunnar koma við sögu sauð-
drukkinn þorpslæknir, uppburð-
arlaus ungur prestur, kona hans,
ferðalangur í sumarfríi, biskupinn
yfir Íslandi og Bína gamla í næsta
húsi, sem þykir afar lík Þorgerði.
Biskupinn kemur að sjá undrin
„Sú gamla tekur málin í sínar
hendur og til að flækja nú málin enn
meir en orðið er efna þær til miðils-
fundar þar sem Þorgerður birtist
og þykir mikið undur, en sú gamla
hefur mikla löngun til að heyra á
hvern hátt börnin tala um sig látna.
Þessi undur þarna fyrir austan
verða svo til þess að biskupinn yfir
Íslandi finnur sig knúinn til að
heimsækja plássið og sjá með eigin
augum þau undur og stórmerki sem
þar eiga sér stað,“ sagði Þráinn um
söguþráð leiksins.
„Það heillar mig mikið að fást við
svona gamanleiki. Það er gaman að
fást við þetta verkefni og eiga hlut-
deild í því að búa til skemmtilega
kvöldstund. Leikritið er virkilega
gott og tilgangurinn að skemmta
fólki eina kvöldstund. Andrúms-
loftið við æfingarnar hefur verið
einkar gott, enda er ekki hægt að
koma upp gamanleik ef fólkið er í
fýlu. Ég vona að gleðin skili sér til
áhorfenda og gestir leikhússins geti
létt sér aðeins upp nú í svartasta
skammdeginu,“ sagði Þráinn.
Verkið verður sem fyrr segir
frumsýnt í kvöld kl. 20, önnur sýn-
ing á leikritinu verður annaðkvöld,
laugardagskvöld, og síðan verða
sýningar um aðra helgi á föstudags-
og laugardagskvöldi.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Blessað barnalán
Tilgangurinn að búa
til gott hláturskvöld
Blessað barnalán
eftir Kjartan Ragnarsson.
Leikstjóri: Þráinn Karlsson.
Leikmynd og búningar:
Jón Þórisson.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Hljóðmynd: Gunnar Sig-
urbjörnsson.
Hár og förðun: Halldóra
Vébjörnsdóttir og Linda B.
Óladóttir.
Leikarar: Saga Jónsdóttir,
Skúli Gautason, Hildigunnur
Þráinsdóttir, Laufey Brá Jóns-
dóttir, María Pálsdóttir, Þor-
steinn Bachmann, Sunna Borg,
Hjördís Pálmadóttir, Sigurður
Hallmarsson, Aðalsteinn Berg-
dal og Aino Freyja Jarvela.
LISTIR
24 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LJÓÐAÚRVAL Jó-
hanns Hjálmarssonar
undir titlinum Ishav-
ets Bränningar sem
út kom í Finnlandi á
dögunum fær mjög
lofsamlega dóma í
gær í Huvudstads-
bladet sem er eitt
stærsta dagblað sem
gefið er út á sænsku í
Finnlandi.
Bókmenntagagn-
rýnandinn Arne
Toftegaard Pedersen
segir m.a. að þýðand-
inn Martin Enckell
og meðritstjóri hans
Lárus Már Björns-
son hafi unnið þarft verk með því
að kynna þetta íslenska ljóðskáld.
„Það var tími til kominn því Jó-
hann er afbragðsgott ljóðskáld
sem sameinar á spennandi hátt ís-
lenska sagnahefð og spænsku-
mælandi bókmenntir.“
Segir Pedersen að í
ljóðum Jóhanns mæt-
ist Snorri og Borges
á frumlegan hátt.
Hann hrósar síðan
valinu á ljóðaúrvalinu
og segir það vera vel
samsetta heild og
gefa góða hugmynd
um þróun ljóðheims
skáldsins. „Ísland er í
miðju náttúrunnar og
náttúran er í miðju
ljóðheims skáldsins.
Þó getur hið náttúru-
lega staðið fyrir ljóð-
ræna hugsjón. Hin
dulúðuga vídd sprett-
ur fram sem hluti af
þeim orðheimi sem skáldið skap-
ar. Heimur sem síðan er um-
kringdur vindum og hafi.“
Útgefandi ljóðaúrvalsins Ishav-
ets Bränningar er finnska forlagið
Kain og dreifingu í Finnlandi ann-
ast Söderström.
„Stefnumót Snorra
og Borges“
Jóhann
Hjálmarsson
WAGNERHÁTÍÐIN í Bayreuth
hefur tilkynnt að danski leikstjórinn
Lars von Trier setji upp Niflunga-
hringinn á Bayreuth-hátíðinni 2006.
Von Trier var gestur Bayreuth-
hátíðarinnar í sumar og í kjölfar
hennar var þessi möguleiki ræddur.
Samningar um nýja uppsetningu
von Triers á óperunum fjórum tók-
ust eftir fund hans með Christian
Thielemanns tónlistarstjóra og
Wolfgang Wagner sonarsyni tón-
skáldsins og stjórnanda hátíðarinn-
ar. Wolfgang Wagner, sem hefur
um árabil verið ráðgefandi um upp-
setningar á verkum afa síns í Am-
eríku og Asíu jafnt sem í Evrópu,
hefur fylgst með ótal uppfærslum á
Niflungahringnum. Í fréttatilkynn-
ingu frá Bayreuth-hátíðinni er haft
eftir honum að nú hefði verið kom-
inn tími til að skapa alveg nýjan
„Hring“, og kjörið væri að fá til
þess listamann eins og Lars von
Trier. Hann segir ennfremur að
myndir von Triers hafi haft mikil
áhrif á sig. Það vekur athygli að
höfundur sviðsmyndar og búninga
verður Karl Júlíusson, sem vann
með von Trier að myndunum
Myrkradansaranum og Breaking
the Waves, en Karl hefur reyndar
unnið með fjölmörgum öðrum kvik-
myndagerðarmönnum, nú síðast að
mynd Kathryn Bigelow, K-19, The
Widowmaker, með Harrison Ford
og Ingvari E. Sigurðssyni í aðal-
hlutverkum. Ekkert hefur verið
gefið upp um ráðningu annarra
listamanna sem að uppfærslunni
koma.
Óperurnar fjórar í Niflunga-
hringnum eru Rínargullið, Valkyrj-
an, Sigurður Fáfnisbani og Ragna-
rök. Saga verkanna er að miklu
leyti fengin úr íslenskum fornbók-
menntum og Niflungaljóðinu þýska.
Lars von Trier og Karl Júlíusson setja upp
Niflungahringinn í Bayreuth árið 2006
Lars von Trier Karl Júlíusson
„Kominn tími
á nýjan Hring“
ÞRÁTT fyrir tvo „þungaviktara“ í
vinsældum talið, með léttviktara eftir
Mozart í miðju, tókst ekki nema að
ríflega hálffylla Háskólabíó á sinfón-
íutónleikunum í gær. Skal engum
getum leitt að því hvers vegna, þó að
græna röðin, sem umræddir tón-
leikar féllu undir, eigi skv. lýsingu
vetrarskrár að „slá á léttari strengi“.
Skv. algengri skilgreiningu felst það í
þekktri tónlist. Því þekktari sem
verkið er, því „léttari“ – og þar með
væntanlega vinsælli – sé tónlistin.
Sbr. „stríðsfáka“-verkefnaval einu
alklassísku útvarpsstöðvar landsins,
sem í ofanálag er ekki að íþyngja
hlustendum með fleirum en einum
þætti úr hverju verki. „Klassíska“ og
fyrsta sinfónía Prokofjefs frá heims-
styrjaldarárunum fyrri hlaut sitt
auknefni frá höfundi sjálfum og hefur
það hvað vinsældir varðar reynzt
réttnefni, enda eitt ástsælasta hljóm-
sveitarverk 20. aldar. Hún mun jafn-
framt talin meðal fyrstu dæma þeirr-
ar nýklassísku stefnu sem ríkjum réð
fram eftir fyrri hluta aldarinnar,
enda þótt fyrirmyndirnar væru oftar
og frekar frá síðbarokkskeiði en Vín-
arklassíkinni. Ferskleg orkestrunar-
snilld Prokofjefs stekkur þarna þeg-
ar í upphafi sinfóníska ferils hans
nánast alsköpuð úr höfði Seifs og
skilur, þrátt fyrir meðvitaða stælingu
á eldra formi, verkið afgerandi frá
tónheimi gömlu meistaranna, að ekki
sé minnzt á hina ertnislegu og afar
persónulegu beitingu unga Rússans á
hljómaframvindu. Tempóval stjórn-
andans var hefðbundið og eðlilegt,
nema kannski helzt í Gavottunni
(III.), sem var fremur hæg. Tónflæð-
ið hefði mátt streyma meira líðandi í
I. þættinum, en í Larghettóinu (II.)
leið angurvær skautaballerínan
áfram af miklum þokka, þó að áherzl-
ur í seinna aðalstefi væru full linar og
hendingabogar heldur dauft mótað-
ar. Hæga tempóið í Gavottunni hefði
getað létzt að mun með þurrara stak-
katói, en Fínallinn var aftur á móti
frísklegur og kerskinn sem vera bar
við hressilegan og eigi ókröfuharðan
hraða, sem strengir fóru engu að síð-
ur létt með að láta hljóma fyrirhafn-
arlausan.
Sinfonia Concertante í Es-dúr, n.k.
konsert fyrir einleiksblásarakvartett
og litla hljómsveit, er eitt þriggja
ólíkra verka sem ber Köchelnúmerið
297 en aðgreint frá hinum með „B“ í
9. viðbæti skrárinnar. Það kvað sam-
ið í Parísardvöl Mozarts 1777-78,
þegar honum tókst loks að slíta sig í
vestur frá Mannheim-hljómsveitinni
frægu (og fyrstu ástinni, Aloysiu
Weber), en verkið komst aldrei á
hljómsveitarpall í París og fyrirfinnst
nú aðeins í afriti. Ekki þykir öllum
100% sannreynt að konsertinn sé eft-
ir snillinginn frá Salzburg, þrátt fyrir
keimlík stíleinkenni, en jafnvel þótt
svo sé, verður hann alltjent varla tal-
inn sambærilegur að lagrænum
frumleika við eldri verk eins og t.d.
fiðlukonsertana, fagottkonsertinn og
Haffner-serenöðuna. A.m.k. fannst
manni grunsamlega djúpt á andagift-
inni, einkum í útþáttunum, þó að
Adagio-miðþátturinn færi nær því að
streyma innblásinn „eins og olía“, líkt
og Wolfgang ku vanur að segja. Hitt
var augljóst, að verkið henti ágæt-
lega horn-, fagott-, klarínett- og óbó-
leikurum Blásarakvintettsins sem
samleiksverkefni við smækkaða út-
gáfu af Sinfóníuhljómsveitinni.
Skemmst er frá að segja að allt fislék
í höndum þeirra fjórmenninga eins
og vænta mátti eftir 20 ára kamm-
ersamstarf undir snöfurlegri stjórn
fimmta félagans, Bernharðs Wilkin-
son. Verst var bara hvað salurinn var
of stór og samt allt of hljómlítill fyrir
þessa laufléttu rókókómúsík.
8. og næstsíðasta sinfónía Anton-
íns Dvorák var síðust á dagskrá.
Hljómkviðan hefur undirrituðum
löngum þótt falla í skugga nr. 9 að
ósekju, nema kannski hvað lokaþátt-
inn varðar þar sem innblásturinn
stendur hlutfallslega á sér. Undir öll-
um kringumstæðum hlýtur hún þó að
teljast meistaraverk sem stendur
„Nýja heiminum“ sízt að baki í lag-
rænu tilliti. Útþættirnir halda verk-
inu saman með keimlíkum þríhljóms-
frumum, og orkestrunardýrðin
stappar víða nærri síðustu verkum
Tsjækovskíjs að tærleika og heitum
tilfinningaþrunga. Sinfóníuhljóm-
sveitin var raunar orðin funheit þeg-
ar í 1. þætti, Allegro con brio, sem
geislaði af bæði mýkt og snerpu. Þrí-
víð skógarstemmningin í Adagíóinu
(með frægu lævirkjamótífi í flautum)
var næsta áþreifanleg, þó að hóstarar
meðal hlustenda hefðu sig sem mest í
frammi á einmitt viðkvæmasta staðn-
um. Það beinlínis gustaði af burgeisa-
lega Parísarvalsinum í III. þætti,
sem umbreytist í bæheimskan
bóndadans og endar á öðrum slíkum í
tvískiptum takti í Coda, svo halda
mætti að þar sé að hefjast Tríó. Þó
hefði mátt taka meira á í pizzicato-
undirleiksplokkinu og með snarpari
styrkrisum. Fínallinn var herskár og
hress sem vera bar, með upphafs-
trompetlúðrakalli og myndarlegum
„cuivré“-hornaöskrum í síðasta
hluta, og var enginn svikinn af blóð-
heitum en öguðum leik hljómsveitar-
innar þar frekar en í undangengnu
þáttunum.
TÓNLIST
H á s k ó l a b í ó
Prokofjef: Klassíska sinfónían.
Mozart: Sinfonia concertante
K297b. Dvorák: 8. sinfónían.
Blásarakvartett Reykjavíkur og
Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj.
Bernharðs Wilkinson. Fimmtudag-
inn 18. október kl. 19.30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Slavnesk lagadýrð
Ríkarður Ö. Pálsson