Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 18
LANDIÐ
18 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÍFLEGAR umræður fóru fram á fundi sem Haf-
rannsóknastofnun efndi til í Safnaðarheimili Dalvík-
urkirkju á þriðjudag, en nokkrir af starfsmönnum
stofnunarinnar eru nú í fundaferð um landið til að
kynna starfsemi hennar og ræða ástand fiskistofna
við heimamenn á hverjum stað.
Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar sagði að undanfarin misseri hefðu mikil
átök verið um fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnunin
dregist inn í þau átök, en hann sagði mikilvægt að
menn rugluðu ekki saman vísindum sem unnið væri
að á stofnuninni og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þá
sagði hann einnig mikilvægt að efla tengsl milli
stofnunarinnar og íbúa þéttbýlisstaðanna víðs vegar
um landið.
Jóhann gerði grein fyrir starfsemi Hafrannsókna-
stofnunar, uppbyggingu hennar, hlutverki og helstu
verkefnum. Því næst fór hann yfir ýmis atriði ssem
skýrt geta þá staðreynd að ekki hefur verið veitt
jafnmikið hin síðari ár og gert var áður fyrr eða á
fyrri hluta síðari aldar.
Loftslagsbreytingar hafa
haft dramatísk áhrif
Í fyrsta lagi nefndi Jóhann að loftslagsbreytingar
og þar með skilyrðin í hafinu við Ísland á síðustu 100
árum, en þær hefðu mikil áhrif á Grænlandsgöng-
ursem stórlega hefði dregið úr og því væri afrakstur
þorskstofnsins minni nú en áður.
Þá hefði sókn verið of mikil síðustu áratugi og afli
hefði lengst af verið langt umfram ráðgjöf, þannig
hefðu til að mynda verið veidd rúmlega 120 þúsund
tonn umfram ráðgjöf árið 1985. Loks kynni mikið
skark að hafa haft sitt að segja sem og brottkast sem
væri óþekkt stærð.
Þá nefndi Jóhann að á fyrri hluta síðari aldar hefði
mikið verið veitt af þorski sem væri eldri en 12 ára,
en slíku hefði ekki verið til að dreifa á síðustu árum.
Ofveiði undanfarinna ára hefði þær afleiðingar í för
með sér að fiskur fengi ekki að vaxa, væri með öðr-
um orðum veiddur á unga aldri.
Jóhann sagði það smikla verðmætasóun að veiða
svo mikinn smáfiskinn , farsælla væri að geyma fisk-
inn í sjó á mesta vaxtarskeiði hans, leyfa honum að
vaxa og veiða þegar hann væri stærri og verðmæt-
ari.
Höskuldur Björnsson sérfræðingur í veiðiráðgjöf
hjá Hafrannsóknastofnun fjallaði um stofnmat í er-
indi sínu, hvað átt væri við með skekkju í stofnmati
og hvaða þættir geta valdið því að stofnmatið verð-
ur rangt eins og komið hefur fyrir. Allt fram á 8.
áratuginn hefði skipst á of- og vanmat á stofnstærð-
inni, en frá árinu 1980 hefði bara verið um ofmat að
ræða og á stundum hefði stofninn verið ofmetinn
gróflega. Að baki lægju margvíslegar skýringar, en
vonir stæðu til að breyting yrði á en m.a. hefði orðið
jákvæð þróun í líkanagerð. Þá væri samtarf við sjó-
menn alltaf mikilvægt og það þyrfti að auka, reynt
yrði að meta brottkast, haust- og netarall yrði eflt
og aukið við grunnslóðaralli, merkingar yrðu aukn-
ar í framtíðinni og farið yfir aðferðafræðina.
Völva Vikunnar gæti komið
með svona tölur
Í hópi fundarmanna voru m.a. skipstjórar, út-
gerðarmenn, sjómenn og starfsmenn í landvinnslu
og voru þeir sem til máls tóku hvergi nærri sáttir
við veiðiráðgjöf stofnunarinnar og mátti m.a. heyra
að „hún næði ekki nokkurri átt“. Þá voru uppi mikl-
ar efasemdir um stofnmatið og menn helst á því að
um hreina ágiskun væri að ræða. „Ég þori að full-
yrða að völvu Vikunnar gæti
tekist að koma með svona töl-
ur,“ sagði Snorri Snorrason.
Eins voru menn óánægðir með
tíðar lokanir, sögðu ekkert
hægt að toga fyrir Norðurlandi,
„Sigfús er búinn að loka öllu,“
sagði einn þeirra og benti á Sig-
fús Schopka fiskifræðing sem
var á fundinum.
Sigurður Haraldsson skip-
stjóri á Björgúlfi EA fór
fremstur í flokki þeirra sem
gagnrýndu Hafrannsókna-
stofnunarmenn en hann sagðist
alltaf hafa efast um stofnmatið
og aðferðir sem viðhafðar
væru við að finna það út. Hann vildi halda því fram
að þeir hefðu týnt fleiri þúsund tonnum og eins að
ekki væri nægt æti fyrir þorskinn og það skýrði
lægri þyngd en áður. Fiskifræðingarnir bentu á að
fiskur hefði ekki týnst heldur væru frávik í stofn-
mati innan óvissumarka. Einnig kom fram hjá
þeim að engin vanhöld væru í þorskstofninum um-
fram það sem eðlilegt væri. Á fundarmönnum var
líka að heyra að hvalurinn ætti mikinn hlut að máli,
hann æti svo stóran hluta af stofninum.
Á fundinum var borin fram fyrirspurn um þá
kergju sem virtist oft vera milli Hafró og sjómanna
og hvort stofnunin hygðist nýta sér þá miklu
reynslu sem skipstjórnarmenn byggju yfir. Jó-
hann svaraði því til að stofnunin áliti það mikilvægt
að nýta alla þá þekkingu sem fyrir hendi væri.
Hann benti hins vegar á að nauðsynlegt væri að
menn töluðu saman í hreinskilni og virðingu fyrir
skoðunum hvers annars, en á það hefði stundum
skort. „Við erum að vinna að sömu markmiðum og
ég vona að við berum gæfu til að vinna að þessu
máli þannig að komi öllum til góða,“ sagði Jóhann.
Ánægja var meðal fundarmanna með það frum-
kvæði Hafrannsóknastofnunar að efna til funda af
þessu tagi þar sem farið er yfir málin og þau skýrð
og mönnum gefið færi á að viðra skoðanir sínar og
eiga skiptast á skoðunum við forsvarsmenn stofn-
unarinnar.
Morgunblaðið/Kristján
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnun-
ar, kynnti starfsemi stofnunarinnar á fundi á Dalvík.
Um 30 manns sátu kynningarfund Hafrannsóknastofnunar.
Hafrannsóknastofnun kynnti starfsemi sína
Efasemdir um
stofnmatið
meðal sjómanna
Dalvík
RJÚPNAVEIÐIN á Snæfellssvæð-
inu og Fljótsdalsheiðinni fór vel af
stað. Það hamlaði þó veiðinni fyrsta
daginn þoka með köflum og rign-
ing, þá var rjúpan stygg og erfið
viðureignar en samt hafðist reyt-
ingur af fugli. Merki sáust um ólög-
lega veiði fyrir veiðitímann á Jökul-
dalsheiði þar sem sáust spor, fiður
og forhlöð.
Annan veiðidaginn var veður eins
og best var á kosið og veiðimenn,
sem voru margir á svæðinu, fengu
allt að 20-40 fugla hver. Fuglinn
liggur nokkuð hátt enn sem komið
er, enda er snjólaust upp í hæstu
fjöll.
Að sögn Harra Ormarssonar,
sem var á veiðum við Snæfell fyrstu
tvo daga veiðitímans, sá hann þó
nokkuð af fugli og miklu meira en í
fyrra, en þá var hann á veiðum á
Norðurlandi. Harri var á veiðum
ásamt tveimur öðrum og fengu þeir
um 40 fugla þessa tvo daga og eru
ánægðir með þann feng.
Minna virðist af fugli á Jökul-
dalsheiðinni að sögn veiðimanna
sem þar voru fyrsta veiðidaginn,
enda virtust veiðimenn þar hafa
tekið forskot á sæluna. Veiðimaður
sem var á veiðum í Sænautafelli
sagði að hann hefði rekist á nýtt
rjúpnafiður, forhlöð og spor eftir
veiðimenn sem hefðu verið að
veiðum fyrir tímann í Skessugarði
norðan Sænautafells.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Harri Ormarsson, Stefán Hrafn Stefánsson og Guðmundur M. Stefáns-
son með feng sinn sem þeir fengu við Snæfell.
Rjúpnaveiðin fer vel af stað þótt veður hafi hamlað í byrjun
Merki um ólöglega
veiði fyrir veiðitíma
Norður-Hérað
FYRIR skömmu kom nýr bátur á
Tálknafjörð, Tumi BA-900. Fisk-
vinnslufyrirtækið JB útgerð keypti
bátinn, sem er 27 tonn, frá Akranesi.
Lítill kvóti fylgdi bátnum og leigir
fyrirtækið kvóta til veiðanna.
JB útgerð er í eigu bræðranna
Jóns Inga og Bjarna Jónssona á
Tálknafirði. Tuma verður róið á net
og hann landar aflanum til vinnslu
hjá Útnausti ehf. Skipstjóri er Guð-
mundur Erlingsson.
Morgunblaðið/Finnur
Tumi BA 900 liggur við bryggju
í heimahöfn á Tálknafirði.
Nýr bátur til
Tálknafjarðar
JB útgerð
kaupir
nýjan bát
Tálknafjörður
Þú átt það
besta eftir
Origins kynnir
Grin from
Year to Year
Styrkir húðina og
eykur ljómann
Þegar Tíminn hittir Móður nátt-
úru virðast árin fljúga hjá. Kín-
verskur elexír, Centella Asiatica,
gefur húðinni aukna orku og eyk-
ur um leið þéttleika og teygjan-
leika hennar og dregur fram
æskuljómann.
Sojabaunir og hrísgrjónaklíðsolíur
draga úr fínum línum svo húðin
verður lífleg en ekki þreytuleg.
Með reglulegri notkun lifir húðin
löngu og góðu lífi. Húðin lítur
betur út dag eftir dag.
Origins ráðgjafar verða í Lyfju
Smáralind í dag, föstudag og
laugardag frá kl. 13–17.
Smáralind - Sími 530 5800