Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HREIN raunávöxtun lífeyrissjóða á síðasta ári var neikvæð um 0,7% miðað við neysluverðsvísitölu. Árið 1999 var raunávöxtun sjóða jákvæð um 12%. Hrein eign lífeyrissjóð- anna til greiðslu lífeyris í árslok 2000 nam 566 milljörðum en var 517 milljarðar í árslok 1999. Aukn- ingin er 9,5% sem samsvarar 5,1% raunaukningu. Raunávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð á síðustu árum. Stærsti almenni lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, skilaði t.d. 8,8% meðal- ávöxtun á árunum 1995–1999. Næststærstu sjóðirnir, Framsýn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, skiluðu 9,7% meðalávöxtun á þess- um árum. Ávöxtun sjóðanna á síð- asta ári er hins vegar almennt mjög léleg. Meðalraunávöxtun allra sjóðanna var neikvæð um 0,7%. Ávöxtun stærstu sjóðanna er við núllið. Lífeyrissjóður verslunar- manna skilaði 1,1% raunávöxtun, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 1,5%, Lífeyrissjóðurinn Framsýn -0,6% og Sameinaði lífeyrissjóður- inn -0,9%. Besta ávöxtun sýndu Lífeyrissjóðurinn Skjöldur með 7,5%, Lífeyrissjóður Akraneskaup- staðar 5,7%, Tryggingasjóður lækna 4,9%, Lífeyrissjóður KEA 3,9% og Lífeyrissjóðurinn Hlíf 3,9%. Einn sjóður var með 15,3% neikvæða ávöxtun Hins vegar sýndu margir sjóðir neikvæða raunávöxtun. Verstu út- komu sýndi séreignardeild Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins með 15,3% neikvæða ávöxtun. Þar á eft- ir koma A-deild Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar -10,4%, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga -9,7%, Séreignalífeyrissjóð- urinn -8,8%, Lífeyrissjóður Tann- læknafélagsins -8,5%, Lífeyrissjóð- ur verkfræðinga -7,9%, Lífeyris- sjóður Eimskipafélagsins -7,7% og Lífeyrissjóðurinn Eining -7,4%. Athygli vekur léleg ávöxtun sér- eignardeildar LSR, en meira en helmingur af eign sjóðsins hefur verið festur í hlutabréfum, en hlutabréf gáfu almennt lélega ávöxtun á síðasta ári. Lífeyrissjóðirnir áttu um síðustu áramót 181,5 milljarða í hlutabréf- um, þar af 7,4 milljarða í óskráðum félögum. Iðgjöld milli ára voru nær óbreytt. Þau voru 49 milljarðar ár- ið 1999 og 49,7 milljarðar í fyrra. Gjaldfærður lífeyrir var 18,9 millj- arðar en var 16,3 milljarðar árið 1999. Af lífeyrissjóðum án ábyrgðar annarra eru 39 innan þeirra marka sem kveðið er á um í lögum en þrír þeirra eru reknir með meira en 10% afgangi og þurfa því að huga að aukningu réttinda. Þetta eru Al- mennur lífeyrissjóður VÍB, Lífeyr- issjóður arkitekta og tæknifræð- inga og Lífeyrissjóður Suðurlands. Verulegur halli er hins vegar á flestum þeirra lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð ríkis og sveitarfé- laga og brúar ábyrgð viðkomandi aðila það sem á vantar. Mikil umskipti urðu á síðasta ári í ávöxtun lífeyrissjóðanna Raunávöxtun lífeyris- sjóða neikvæð um 0,7% LAMBHRÚTUR frá bænum Norð- urhjáleigu í V-Skaftafellssýslu var felldur nýlega í sláturhúsi SS á Kirkjubæjarklaustri. Fallþungi hrútsins, sem kom í heiminn í maí á þessu ári, reyndist vera 31,1 kíló og fór hann í E-flokk. Til samanburðar er meðalfallþungi dilka hjá sláturhúsinu í kringum 15 kíló, að sögn Sigurlaugar Jóns- dóttur sláturhússtjóra sem aldrei hefur séð annan eins grip. Fyrir slátrun vó hrúturinn um 70 kíló Böðvar Jónsson, bóndi í Norð- urhjáleigu, sagði við Morgun- blaðið að lambhrúturinn hefði þrifist vel og ærin mjólkað í sam- ræmi við það. Hann sagði hrútinn hafa fengið góðan dóm á hrúta- sýningu og þótt efnilegur til að setja á. Böðvar átti fleiri væn lömb sem hann ákvað að slátra ekki að þessu sinni. „Ég hef aldrei fengið svona þungt lamb og ekki heyrt dæmi af slíkum fallþunga hér í sveitinni,“ sagði Böðvar en fregn- ir hafa þó borist af vænni dilkum á síðustu árum. Þannig vó dilkur frá bænum Hóli við Dalvík 32,4 kíló í sláturhúsi KEA fyrir tveim- ur árum. Risalambhrútur vó rúm 70 kíló við slátrun NÝTT hitamet í Reykjavík í októ- bermánuði var staðfest síðdegis í gær, þegar hiti mældist 15,6 gráð- ur. Gamla metið var frá því á mánu- dag, en þá mældist hitinn 15,3 gráð- ur, sem var það hæsta sem mælst hefur í október frá upphafi mæl- inga. Til samanburðar má nefna að á árunum 1961–1990 komst hiti í október í Reykjavík hæst í 13,6 gráður. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu Íslands hefur hlýtt loft frá Bretlandseyjum ráðið miklu um hitastigið að undanförnu. Víðáttu- mikil lægð vestur af Írlandi dældi hlýja loftinu upp að landinu með þeim afleiðingum að mjög hlýtt varð, einkum á Suðvesturlandi. Veðurstofan spáir áfram góð- viðri næstu daga á Suðvesturlandi. Suðaustanáttir að undanförnu hafa flutt með sér margar sjaldséð- ar fuglategundir upp að ströndum landsins og í gær sást m.a. til hör- finku, sem aldrei hefur sést hér- lendis fyrr svo vitað sé. Hörfinkan sást við Hrossabithaga á Höfn í Hornafirði. Einnig sást til hlýra- þrastar, mjög sjaldgæfs fugls frá Ameríku, vallskvettu og bláheiðar. Morgunblaðið/RAX Þessir strákar nutu októberblíðunnar í gær í Árbæjarlauginni, enda var sannkallaður sumarylur í lofti og hitamet slegið í Reykjavík í annað sinn. Hitamet í Reykjavík slegið í annað sinn Í KJÖLFAR athugunar Fjármálaeft- irlitsins á verklagi, áhættustýringu og innra eftirliti þriggja líftrygginga- félaga og nokkurra vátryggingamiðl- ara var Ríkislögreglustjóra gerð grein fyrir málum í tveimur tilvikum, annars vegar í tengslum við vátrygg- ingafélag en hins vegar vátrygginga- miðlun. Fjórir vátryggingamiðlarar hafa skilað inn starfsleyfi sínu í fram- haldi af athugunum Fjármálaeftirlits- ins og starfsleyfi eins vátrygginga- miðlara var afturkallað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins og í máli Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, á þriðja ársfundi eftirlitsins í gær. Fjármálaeftirlitið hefur haft áhyggjur af verklagi við sölu líftrygg- inga og telur nauðsynlegt að fylgjast vel með starfsemi líftryggingafélaga og vátryggingamiðlara. Á tímabilinu 1. júlí 2000 til 30. júní 2001 gerði FME úttekt á starfsemi þriggja líftryggingafélaga. Í mörgum tilvikum var að mati FME ástæða til að bæta „upplýsingagjöf og almenn vinnubrögð þessara aðila.“ Hefur Fjármálaeftirlitið komið á framfæri athugasemdum og ábendingum sem miðast að þessu, m.a. með dreifibréfi til vátryggingamiðlara. Fjármálaeftirlitið ítrekaði einnig að það teldi að vátryggingafélögum bæri að rökstyðja iðgjöld í lögboðnum ökutækjatryggingum ítarlega fyrir almenningi. Fjármálaeftirlitið telur jafnframt að þörf sé á auknu gegnsæi í rekstri og reikningsskilum vátrygg- ingafélaga. Fjármálaeftirlitið skoðar vátryggingar Ríkislög- reglustjóra tilkynnt um tvö mál  Kallar eftir/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.