Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 19
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
G
æ
ð
i
á
N
e
tt
o
ve
rð
i.
..
ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500
BAÐINNRÉTTINGAR
Mikið úrval – Gott verð
ÓSKAR Magnússon hefur verið ráð-
inn forstjóri Íslandssíma frá næst-
komandi áramótum en Eyþór Arn-
alds hefur tilkynnt að þá muni hann
láta af störfum. Óskar segir þetta
einstaklega spennandi og óvenju-
legt tækifæri. „Þetta er á sviði sem
er mjög nútímalegt og hraðvaxandi.
Það er kannski dálítið ólíkt því sem
ég hef verið að fást við. Um leið er í
þessu starfi mikil skírskotun til al-
mennings og neytenda. Það er
nokkuð sem ég hef glímt við og haft
mjög gaman af.
Það verður gaman að takast á við
þá öflugu samkeppni sem er á þess-
um markaði. Auðvitað er mikið að
vinna, því skiptingin á markaðnum
er mjög ójöfn núna. Íslandssími hef-
ur hins vegar alla burði og und-
irstöðu til að geta boðið það sama og
stóri keppinauturinn. Það má því
búast við því að það verði mjög hart
sótt af okkar hálfu í það að stækka
okkar hlut.“
Óskar er lögfræðingur að mennt
og starfandi stjórnarformaður
Þyrpingar. Hann segir ekki hafa
verið ráðið til lykta hver eftirmaður
hans verður þar en fyrst um sinn
verði hann formaður áfram. „Svo
leiðir tíminn það í ljós með hvaða
hætti okkur tekst að skipa málum,“
segir verðandi forstjóri Íslandssíma.
Morgunblaðið/Kristinn
Óskar Magnússon tekur við forstjórastöðu hjá Íslandssíma um áramótin.
Öflug
samkeppni
áskorun
Óskar Magnússon, verðandi forstjóri Íslandssíma
EYÞÓR Arnalds stefnir að því að
vera í forystusveit sjálfstæðis-
manna í Reykjavíkurborg og
mun hann nú þegar taka að snúa
sér að málefnum þar að lútandi.
Hann lætur af störfum sem for-
stjóri Íslandssíma um áramót.
Eyþór segir þrjár ástæður fyr-
ir því að hann segi starfi sínu hjá
Íslandssíma lausu. Í fyrsta lagi
hafi markmið hans og annarra
sem stofnuðu Íslandssíma, að
mynda alhliða fjarskiptafyrirtæki
í samkeppni við Landssíma Ís-
lands og skrá það fyrst fjar-
skiptafyrirtækja á Verðbréfaþing
Íslands, náð fram að ganga.
Í öðru lagi hafi hann verið
„staðráðinn í því að vera ekki
einn af þeim fjölmörgu frum-
kvöðlum sem hafa gert þau mis-
tök, eftir árangursríkt frum-
kvöðlastarf, að telja sig
ómissandi í daglegum rekstri
þroskaðs fyrirtækis.“ Eyþór seg-
ist því hafa viljað fá öflugan
rekstrarmann til að taka stýrið
hjá Íslandssíma.
„Í þriðja lagi, og það er í raun
og veru það sem ákveður tíma-
punktinn“, segir Eyþór, „þá hef
ég verið að horfa til verkefna
sem er ekki í mínu valdi að
hreyfa í tíma.
Ég hef haft gríðarlegan áhuga
á stjórnmálum í gegnum tíðina,
sérstaklega borgarmálum, og
kom inn í borgarstjórnarflokkinn
beggja vegna kosninga en dró
mig í hlé vegna Íslandssíma,
enda ekki hægt að berjast á
tvennum vígstöðvum. Nú tel ég
að Íslandssími sé orðinn það
sterkur í samkeppninni að það sé
hægt að snúa sér að hinu mál-
inu.“
Orðið mikið niðri fyrir
Eyþór segist ætla að taka virk-
ari þátt í borgarstjórnarmálunum
nú þegar, en af fullum krafti frá
áramótum. „Þegar ég hætti að
sækja borgarstjórnarfundi þá
hætti ég að tjá mig opinberlega
um pólitík. Það má segja að ég
hafi farið í langt þagnarbindindi.
Manni er því kannski orðið dálít-
ið mikið niðri fyrir, búinn að
þegja núna í þrjú ár.“
Um hvort hann stefni á efsta
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í vor segir hann:
„Hvorki ég né aðrir í borgar-
stjórnarflokknum hafa það að
markmiði að keppa hver við ann-
an, heldur að keppa við Ingi-
björgu Sólrúnu og R-listann. Að
sjálfsögðu stefni ég á það að vera
í þeirri forystusveit sem ætlar að
takast á við málin en það er ekki
einu sinni búið að taka ákvörðun
um hvort það verður prófkjör í
Sjálfstæðisflokknum. Þannig að
allar vangaveltur um hvernig
þessu verður háttað eru bæði
ótímabærar og óviðeigandi,“ seg-
ir Eyþór Arnalds, fráfarandi for-
stjóri Íslandssíma.
„Búinn að
þegja í þrjú ár“
Eyþór Arnalds á leið í borgarmálin
NÆRRI hundrað þúsund manns
nota þjónustu Íslandssíma, að því er
fram kom á hluthafafundi félagsins í
gær en þar var jafnframt tilkynnt að
Óskar Magnússon hefði verið ráðinn
forstjóri félagsins frá áramótum.
Eyþór Arnalds, forstjóri Íslands-
síma, sagði á fundinum að það væri
ljóst að samkeppni í fjarskiptum
væri komin til að vera. Hann sagði
ennfremur ljóst að ekkert fyrirtæki
yxi hratt án vaxtarverkja. Íslands-
sími væri þar engin undantekning.
Hann sagði erfitt efnahagsumhverfi
síðustu mánuði hafa komið niður á
Íslandssíma eins og mörgum öðrum
fyrirtækjum en síðustu vikur og
mánuði hafi markvisst verið unnið að
lækkun rekstrarkostnaðar auk þess
sem ýmsar erfiðar ákvarðanir hafi
verið teknar. „Stefnan er samt sett á
sókn og vöxt en ekki bara niður-
skurð,“ sagði Eyþór.
Tillögur samþykktar einróma
Allar tillögur sem stjórn Íslands-
síma hf. lagði fyrir hluthafafund fé-
lagsins í gær voru samþykktar ein-
róma en farið var fram á heimildir til
samtals 716 milljóna króna hlutafjár-
aukningar.
Á hluthafafundi Íslandssíma var
samþykkt að stjórn félagsins væri
heimilt að auka hlutafé félagsins um
28 milljónir króna til greiðslu fyrir
hlutabréf í Fjarskiptafélaginu Títan
hf. Hlutabréfin verða notuð í skipt-
um þar sem ein króna nafnverðs í Ís-
landssíma er greidd fyrir hverjar 2,5
krónur nafnverðs í Títan. Heimildin
er til 12 mánaða.
Einnig er stjórninni heimilt að
auka hlutafé um rúmar 410 milljónir
króna vegna forgangsréttarsölu til
hluthafa á genginu 1,0. Heimildin
gildir í þrjá mánuði. Fram kom á
fundinum að útboðsgögn vegna for-
gangsréttarútboðsins verði unnin á
næstunni en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er stefnt að því að
útboðið fari fram í nóvember.
Öllum heimilt að afsala
sér kauprétti
Í samþykktum félagsins segir að
ákveðinn hópur hluthafa hafi fallið
frá forkaupsrétti sínum í útboðinu
með því að gefa út sérstaka yfirlýs-
ingu þess efnis. Þá segir að öllum
hluthöfum standi til boða að gefa út
slíka yfirlýsingu og muni þeir þá
njóta sömu réttinda og aðrir sem
falla frá forgangskauprétti. Komi til
þess að hluthafar nýti sér ekki for-
gangsrétt til 410 milljónanna að fullu
mun sá hlutur sem eftir stendur falla
til þeirra hluthafa sem afsöluðu sér
forgangsrétti í útboðinu. Þá var sam-
þykkt heimild til tæplega 178 millj-
óna króna hlutafjáraukningar vegna
útgáfu áskriftarréttinda til þeirra
sem falla formlega frá kauprétti í
forgangsréttarútboði. Réttindin eru
til 18 mánaða á genginu 4,5.
Ennfremur var samþykkt að
heimila stjórninni að auka hlutafé
um 100 milljónir króna til ráðstöf-
unar við kaup á hlutabréfum vegna
yfirtöku eða samruna við önnur fé-
lög. Heimildin er til 18 mánaða.
Þær breytingar urðu á stjórn Ís-
landssíma í gær að Eyþór Arnalds
tók sæti Kristjáns Gíslasonar í
stjórn félagsins en Kristján hafði áð-
ur óskað lausnar, að því er fram kom
í máli Páls Kr. Pálssonar, stjórnar-
formanns Íslandssíma, á fundinum.
Metið á 5,1 milljarð
Lokagengi Íslandssíma í gær var
2,5 en samkvæmt nýju mati og
greiningu sem Verðbréfastofan hf.
hefur sent frá sér er markaðsvirði fé-
lagsins 5,1 milljarður króna, miðað
við 19% ávöxtunarkröfu, og ætti
gengið því að vera 5,22 að mati Verð-
bréfastofunnar.
Hluthafafundur Íslandssíma samþykkti tillögur einróma
Stefnt á sókn og vöxt