Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 29 Nú höfum við fyllt markaðinn að nýju með dömu-, herra- og barnafatnaði á enn betra verði en áður. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13 til 18 í Skipholti 17a, Reykjavík HEILDSÖLU OUTLET FYRIR skömmu úrskurðaði Héraðs- dómur Reykjaness að sýslumaður í Hafnar- firði skyldi ekki verða við lögbannskröfu er- lends fyrirtækis um bann við því að ís- lenska fyrirtækið Ice- land Refund og und- irritaður, sem er framkvæmdastjóri fé- lagsins, héldu uppi samkeppnisstarfsemi við erlenda félagið hér á landi. Að auki var erlenda fyrirtækið úrskurðað til þess að greiða 315 þúsund kr. í málskostnað. Það er sjaldnast fréttnæmt þeg- ar úrskurðir um lögbannskröfur eru kveðnir upp. Þetta mál er hins vegar hluti af atburðarás sem hlýt- ur að vera umhugsunarefni þeim sem láta sér annt um að á Íslandi þróist eðlileg markaðsstarfsemi á heiðarlegum forsendum því einok- unartilburðirnir sem búa að baki lögbannskröfunni eru ótrúlegir og að mínu mati afar skaðlegir. Gegn einokunarstöðu Forsaga málsins er sú að fjöl- þjóðleg fyrirtækjakeðja, Global Refund, hefur rekið dótturfélag á Íslandi frá árinu 1996. Félagið hef- ur í reynd haft hér einokunar- aðstöðu allan tímann á þjónustu sem felst í endurgreiðslum á virð- isaukaskatti til erlendra ferða- manna. Ég var í byrjun starfs- maður fyrirtækisins hér á landi og síðar bæði í Þýskalandi og í Dan- mörku. Ég stofnaði félagið Iceland Refund og hóf samkeppni við Global Refund á Íslandi hinn 28. ágúst sl. Viðbrögð erlenda fyrirtækisins við samkeppninni hafa verið ofsa- fengin og augljóst er að ætlunin er að beita öllum tiltækum ráðum til þess að knésetja mig sem keppi- naut og viðhalda einokuninni á ís- lenska markaðinum. Í þessu skyni hefur einkum tveimur aðferðum verið beitt. Annars vegar á greinilega að drekkja okkur í lögfræðikostnaði. Yfir mig og nýja félagið hefur rignt lögbannskröfum og hótunum um málsóknir bæði hér og í Dan- mörku. Þegar hafa verið höfðuð gegn okkur þrjú lögbannsmál hér- lendis og eitt erlendis auk þess sem lögmenn Global hafa sett fram hótanir um málsóknir af ólík- legasta tilefni. Erlenda fyrirtækið hefur þegar eytt mörgum millj- ónum króna í því skyni að reyna að koma á okkur höggi fyrir dóm- stólunum, sem betur fer án nokk- urs áþreifanlegs árangurs. Öllum kröfum þess hefur verið hafnað að því undanskildu að okkur var gert að breyta ramma í vörumerki Ice- land Refund. Það hefur þegar ver- ið gert. Markmiðið með öllum þessum málsóknum er væntanlega að reyna að skapa okkur svo mik- inn lögfræðikostnað og tímatap að ekkert þrek verði eftir til þess að sinna samkeppninni. Hins vegar er reynt að knésetja keppinautinn með siðlausum gylli- boðum til viðskiptavina. Nú standa kaupmönnum skyndilega til boða viðskiptakjör sem ekki buðust öll þau ár sem erlenda fyrirtækið var hér eitt á markaðnum. Sem dæmi um gylliboð erlenda fyrirtækisins má nefna boð um afturvirkar þóknanir sem í sumum tilvikum námu mörg hundruð þúsundum króna og jafnvel á aðra milljón króna. Einnig er tekið fram í þeirra samningum að verslun „skal nota ávísanir GR“ en slíkt er ólög- mæt takmörkun á samkeppni. Samkeppni á þessum markaði er auðvitað af hinu góða svo lengi sem leikreglna er gætt. Nauðsyn- legt er að tryggja að fjölþjóðleg fyrirtæki komi ekki í veg fyrir samkeppni með markaðsaðgerðum sem eru augljóslega brot á lögum og góðu viðskiptasiðferði. Sem bet- ur fer eiga fyrirtæki sem fyrir slíku verða þann kost að leita til samkeppnisyfirvalda. Við höfum kært fram- ferði erlenda fyrir- tækisins til Sam- keppnisstofnunar sem virðist líta málið al- varlegum augum og taka á því af festu. Færa má rök fyrir því að hið erlenda fyr- irtæki sé að misnota réttarkerfi okkar til þess að knésetja ís- lenska keppinautinn strax í fæðingu. Lög- maður okkar, Gestur Jónsson hrl., segist aldrei hafa orðið vitni að jafnskipulagðri að- för. Ekkert hefur verið til sparað og hafa bæði erlendir lögfræðingar og virtur íslenskur lögmaður, ásamt nokkrum löglærðum aðstoð- armönnum hans, verið fengnir til að sækja málin. Samkvæmt þeim upplýsingum sem erlenda fyrir- tækið hefur lagt fram fyrir rétti nemur lögfræðikostnaður þess vegna þessara mála nú þegar nokkrum milljónum króna. Þeim peningum væri svo sannarlega betur varið til uppbyggilegri hluta. Samtök verslunarinnar hlutdræg Ótrúlegasti þáttur þessa máls finnst mér hvernig erlenda fyr- irtækið hefur getað beitt Samtök- um verslunarinnar fyrir sig. Fyr- irtækið er að 95 prósent hluta í eigu erlendra aðila en Samtök verslunarinnar eiga 2,5 prósent og situr fulltrúi samtakanna í stjórn félagsins. Okkur finnst óeðlilegt að Samtök verslunarinnar, sem hafa það m.a. að markmiði að berjast fyrir samkeppni, skuli enn halda sínum manni í stjórn og reyna að leggja stein í götu okkar. Þannig er okkur kunnugt um að nýr fram- kvæmdastjóri erlenda fyrirtækis- ins var ráðinn fyrir atbeina forystu Samtaka verslunarinnar. Einnig hefur framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar farið á fund ís- lenskra fyrirtækja til þess að telja forsvarsmenn þeirra á að láta af viðskiptum við Iceland Refund. Við gerðumst nýlega aðilar að Samtökum verslunarinnar þannig að vonandi rennur það fljótlega upp fyrir forsvarsmönnum sam- takanna að það gengur ekki að þeir noti samtökin til þess að berj- ast gegn eigin aðildarfélögum. Viðskiptin heim Kaupmenn hafa tekið tilkomu ís- lensks fyrirtækis á þessu sviði fagnandi og þegar hefur á annað hundrað verslana skráð sig sem aðildarverslanir Iceland Refund. Fyrir þessar viðtökur erum við þakklátir. Fullkomlega löglega var staðið að stofnun fyrirtækisins, þrátt fyrir áróður erlenda keppi- nautarins um annað. Starfsleyfi var fengið frá fjármálaráðuneyt- inu, samþykki frá skattayfirvöld- um og fyrirtækið löglega skráð hjá hlutafélagaskrá. Ávinningurinn af stofnun Iceland Refund fyrir ís- lenska verslun er margs konar. Félagið er alíslenskt, tilvist þess tryggir nauðsynlega samkeppni og ætlun okkar er að bjóða þá bestu þjónustu sem unnt er. Þá ætlum við að vera í fararbroddi í kynn- ingu á íslenskri verslun erlendis. Okkur hjá Iceland Refund er alveg ljóst að styrkur okkar og hæfni til að keppa á markaðnum liggur fyrst og fremst í framtíðarsýn okkar. Við ætlum að bjóða upp á námskeið fyrir starfsmenn aðild- arverslana okkar. Við munum gefa út bækling þar sem erlendum ferðamönnum verður kynnt versl- un á Íslandi. Við munum leitast við að ná dreifingu á bæklingnum hjá sem flestum ferðaskrifstofum er- lendis þannig að ferðamenn hafi hann undir höndum þegar þeir koma hingað til lands. Þá hefur Iceland Refund hannað sérstakan hugbúnað til útprentunar á „tax- free“-eyðublöðum og hefur honum þegar verið komið upp í mörgum verslunum. Sá hugbúnaður stend- ur aðildarverslunum okkar til boða endurgjaldslaust og munum við af fremsta megni aðstoða og veita ráðgjöf þeim sem vilja taka bún- aðinn í notkun. Einnig teljum við að styrkur okkar liggi í nálægðinni við markaðinn og í þekkingu okkar á aðildarverslunum sem og við- skiptavinum þeirra. Þrátt fyrir að drjúgur tími hjá okkur hafi farið í að verjast árás- um erlenda fyrirtækisins höfum við fulla trú á framtíð hins nýja ís- lenska fyrirtækis. Við höfum trú á íslensku réttarfari og þeim sam- keppnisreglum sem hér gilda. Þá eru það ekki síst viðtökur versl- unarinnar sem hafa orðið til þess að fylla okkur bjartsýni. Veljum íslenskt! Aðför að samkeppni Jónas Hagan Guðmundsson Lögbann Erlent fyrirtæki reynir að misnota réttarkerfið hér á landi, segir Jónas Hagan, til þess að knésetja íslenskan keppinaut. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Refund. NÚ á haustdögum þegar skólastarf er hafið eða er að hefjast eru tónlistarkennarar í biðstöðu hvað varðar launakjör þar sem samningar hafa ekki tekist milli viðsemj- enda þótt þeir fari að- eins fram á að sitja við sama borð og starfs- bræður þeirra í kenn- arastétt. Tónlistar- kennarar eru ekki síður ferli í þessari uppeldisbraut skól- anna og það er hverju bæjarfélagi nauðsyn- legt að kennsla í tón- list geti hafist á grunnskólastigi og svo geta þeir sem áhuga hafa sótt meiri kunnáttu og frama í tónlist- arskólum. Ég hvet báða aðila að ganga til samninga og leysa þetta óvissuástand sem ríkir. Rekstrar- form tónlistarskólanna getur verið umdeilt og nauðsynlegt að endur- skoða það, ég tel að sjálfstæði skól- anna sé það form sem henti best með ákveðnum styrk frá bæjar- félaginu. Húsnæðismál tónlistarskólans á Akureyri hafa verið til umræðu að undanförnu og þá ekki eingöngu að- staða til kennslu heldur ófullnægj- andi aðstaða kennara, starfsfólks og nemenda sem bæta þarf úr. Á und- anförnum árum hafa kirkjur, íþróttahús og salir í skólum verið notuð fyrir flutning á tónlist við misjafnar aðstæður þótt starfsfólk, kennarar og velunnarar hafi gert sitt besta til að skapa þar viðunandi aðstæður. Menningarhús það sem rætt hef- ur verið um að rísi á Akureyri er draumur en ekki veruleiki þar sem það er háð því að ríkið hafi frum- kvæðið og getur tekið nokkur ár í viðbót að sá draumur rætist og set- ur ýmis atriði í biðstöðu hvað varðar húsnæðismál tónlistar- skólans. Það er betra fyrir alla aðila að menntamálaráðherra gefi svar um tímasetn- ingu um menningarhús þótt biðin verði lengri heldur en að halda okkur í þessari óvissu og við þurfum þá að vinna samkvæmt því í samráði við bæjar- félagið. Sá sem stund- ar tónlistarnám er að afla sér fróðleiks og kunnáttu sem hann og fjölskylda hans mun njóta og hafa yndi af alla ævi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hjá nemend- um sem stunda tónlistarnám eða sinna öðrum tómstundum sýna að þeimgengur mun betur að skipu- leggja sinn tíma og námsárangur þeirra er yfirleitt með þeim besta. Hér á Akureyri eru margir tón- listarmenn og -konur sem hafa tón- listarmenntun en lagt hafa fyrir sig önnur störf, þetta fólk þarf að virkja og gefa því tækifæri á að nýta sína kunnáttu sér og öðrum til ánægju og gefa því tækifæri. Þar er verk- efni sem tónlistarkennarar og tón- listarskólinn geta unnið að í samráði við menningarmálanefnd bæjarins. Tónlistarhús – tónlistarkennsla Einar G. Jónsson Höfundur er formaður Lúðrasveitar Akureyrar. Tónlistarkennarar Ég hvet báða aðila, segir Einar G. Jónsson, til að ganga til samninga og leysa þetta óvissu- ástand sem ríkir. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar PASTAPOTTAR 4.5l og 7l, 18/10 stál Verð frá 7.900 PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.