Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 41 veiðimaður. Og svo hefur hann alltaf farið sérlega mjúkum höndum um veikara kynið, er mér sagt. Við fórum þrisvar saman til veiða í sumar er leið. Fyrst í Langá á Mýrum, fengum eitt- hvað, ekki mikið, en fé- lagsskapurinn var góð- ur. Svo í Sandá tvisvar, í byrjun júlí og seint í ágúst, með Lárusi og Rúnu og Lúllý og Gísla Eyland, en Viktor komst ekki í sumar og heldur ekki Arngrímur okkar Jóhannsson flugstjóri, sem er nú betri en enginn í svona kompaníi. Því var minna sungið en áður í veiðihúsinu að loknum veiði- degi. Og okkar góði veiðifélagi, Garðar H. Svavarsson, er fallinn frá fyrir nokkrum árum. Þetta er hópurinn sem mest og best hefur haldið saman undanfarin ár. Við fengum ekkert í Sandá í sumar, ekki við Steini. En það gerði ekk- ert til. Nægilegt að vera þarna, njóta samvistanna við góða vini og einstakrar náttúru Þistilfjarðar, sem við öll höfum bundið tryggð við. Fyrir réttum tveimur vikum fórum við Steini svo saman enn eina ferðina norður til Akureyrar, og gistum á hótel Eyland, eins og Steini kallar Víðimýri 8, en þar gistir hann jafnan á leið til Sandár. Ég fór áfram í Sandá að veiða í klak með bændum. Svo ókum við tveir suður Kjöl á sunnudag í björtu og fögru veðri. Þáðum góðgerðir að Vatnsleysu í Biskupstungum hjá þeim heiðurs- hjónum Höllu og Braga Þorsteins- syni, tengdaforeldrum Bjössa, son- ar Steina. Svo heim. Þetta var góð ferð sem mér þótti vænt um að eiga með Steina. Við hlökkum til ferðanna næsta sumar. Dyttum að stöngum og lín- um í vetur og röðum að nýju í fluguboxin. Svo notum við líka tím- ann til að efla líkamlegt þrek. Steini á þar sérstakt verk að vinna. Hann á nú í fjórðu styrjöld- inni á ellefu árum við sjúkdóm sem flesta bugar, en ekki Steina. Hann lifði af ótal loftorustur í seinni heimstyrjöldinni, Biafra- stríðið á árunum 1968 til 1970, þegar hann stjórnaði hinu ótrúlega hjálparflugi frá eyjunni Sao Tomé til Biafra. Þar fyrir utan hefur hann alltaf lent heilu og höldnu á öllum sínum hættuferðum til þessa, á Grænlandi og Íslandi á fyrstu árum flugsins, og svo alls- staðar annarsstaðar. Verndarenglarnir hafa vakað yf- ir honum, eins og hann segir sjálf- ur frá í endurminngum sínum. „Eins og allir menn hef ég átt mín- ar sorgarstundir og mínar gleði- stundir. Þær síðarnefndu hafa þó verið margfalt fleiri, og það dásamlega við þetta líf er að sorg- arstundirnar gleymast en þær góðu geymast“. Þetta segir Steini í lok síðara bindis endurminninga sinna. Við, vinir hans, eigum ein- göngu góðar minningar frá sam- verustundum okkar með honum. Við trúum því og treystum að þær verði fleiri. Hugheilar afmælis- kveðjur frá okkur Stellu. Ólafur G. Einarsson. Í dag, föstudaginn 19. október, er Þor- steinn E. Jónsson, fyrrverandi flug- stjóri, minn góði vin- ur Steini, eins og við ævinlega nefnum hann, áttræður. Þrátt fyrir margs konar heilsufarslegt andstreymi síðustu árin ber hann aldur- inn vel. Samur er kjarkur- inn, og kappið sem jafnan áður, hvort sem um er að ræða viðfangsefni hins daglega lífs eða ný ævintýri sem alltaf eru í augsýn og bíða þess að tekist sé á við. Ekki ætla ég mér þá dul að rekja æviferil Steina í stuttri af- mæliskveðju. Til þess þarf bók í þremur bindum. Raunar hefur hann gefið út endurminningar sín- ar í tveimur bindum. Hið fyrra, Dansað í háloftunum, kom út árið 1992. Hið síðara, Viðburðarík flug- mannsævi, ári síðar, 1993. Þeir sem ekki hafa lesið þessar bækur ættu ekki að draga það öllu lengur. Þar segir frá ótrúlegum ævin- týrum flugmannsins, sem tók þátt í íslenska flugævintýrinu nánast frá upphafi, eða frá árinu 1947 sem handhafi flugskírteinis númer 13. Að vísu höfðu tíu flugmenn á und- an honum afþakkað þetta númer. Það gerði Steini ekki, enda aldrei verið eins og aðrir, og þessi hefur verið hans happatala síðan. Áður hafði hann verið orrustuflugmaður í breska flughernum stríðsárin síð- ari. Frá þessu segir í endurminn- ingabókum hans, og mörgu fleiru. En bækurnar ná aðeins til þess er hann hætti sem flugstjóri árið 1987, eftir 47 ár í fluginu og raun- verlega í loftinu í yfir 36000 flug- stundir, eða samtals á flugi í rúm- lega fjögur ár í þess orðs fyllstu merkingu. En hann á margt eftir að segja okkur frá síðustu fjórtán árunum. Á þeim árum hefur hann ekki setið aðgerðarlaus, fremur en þau árin sem hann hefur svo skemmtilega sagt frá. Því bíðum við þriðja bindisins með eftirvænt- ingu. Við höfum verið vinir og veiði- félagar í meira en aldarfjórðung. Hann kom inn í veiðihóp okkar, sem veitt höfðum þá í Sandá í Þistilfirði um nokkur ár. Þetta var árið 1974. Síðan höfum við farið saman til veiða árlega, oft tvisvar á ári og jafnvel oftar, og farið víðar til veiða. Þægilegri veiðifélaga er vart hægt að hugsa sér en Steina. Hann er afburða góður fluguveiðimaður, tillitssam- ur við veiðifélagana, oftast á undan öðrum út til veiða og síðastur heim, ef sá gállinn er á honum, þrátt fyrir að vera elstur að árum í hópnum. Ekki fer hann þó í veiði- staðina á undan öðrum, nema hon- um sé nánast sagt að gera svo. Og heima í veiðihúsi að loknum æv- intýrum dagsins er hann ekki síðri félagi. Og svo sem við var að búast hefur hann átt það til að lenda í meiri ævintýrum en við hinir við veiðarnar. Sumt hefur hann skráð og birt í Veiðimanninum, málgagni stangveiðimanna. Ég man síðasta ævintýrið hans frá í fyrra í Sandá. Veiði hafði verið afar dræm. Steini var ekki sáttur við að fá engan lax. Hann fór síðasta morg- uninn í hinn stóra og dularfulla Húsahyl og setti þar í lax, auðvitað á fluguna. Það varð löng viðureign sem endaði langt fyrir neðan töku- staðinn með sigri hins aldna veiði- manns. Fimmtán punda hrygna lá við fætur hans í vatnsborðinu. Hann losaði fluguna og sleppti fiskinum. Þetta var í byrjun sept- ember, og Steini drepur ekki fiska í september, og síst af öllu hrygn- ur. Hann er nefnilega sannur sport- ÞORSTEINN E. JÓNSSON AFMÆLI ✝ Guðrún HafdísJóhannsdóttir, fæddist í Reykjavík 18. júlí 1932. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 10. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Aðalheiður Halldórsdóttir og Jó- hann Kr. Hjörleifs- son. Hafdís var elst fjögurra systkina. Þau eru Halldóra Edda, f 12.2. 1934, Sveinn Einar, f. 24. 1. 1938 og Sigríður Magnea, f. 11. febrúar 1950. Haf- dís giftist 15. september 1951 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Einari Magnús Guðmundssyni, f. 29. ágúst 1930. Börn þeirra eru fjög- ur: Jóhann, f. 5. febrúar 1952, gift- ur Esther J. Steinsson, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Gunnlaugur Axel, f. 19. júní 1955, giftur Vigdísi Björg Sigurgeirsdótttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Aðalheiður, f. 3. maí 1957, gift Helga Jó- hanni Haukssyni, þau eiga fjögur börn. Júlíana Rann- veig, f. 29. desember 1958, gift Þresti Sig- urðssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Hafdís ólst upp í Reykjavík að mestu, utan tvö ár á Eski- firði. Frá 1955 hefur búseta henn- ar að mestu verið í Kópavogi. Haf- dís lauk barnaskólaprófi og námi í skrifstofustörfum. Vann hún síð- an aðallega við skrifstofu- og verslunarstörf. Útför Hafdísar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hve ung og heit var okkar þrá ekkert þekkti hik né bið í morgundögginni mátti sjá mark eftir spor okkar hlið við hlið. Og þó að sumarið færi sig frá og fölnandi gróður blasi okkur við í frosinni dögg og frera má sjá för eftir spor okkar hlið við hlið. Og jafnvel þó landið sé lagt undir snjá og lokað sé fyrir sumarsins klið þá út mun veturinn ekki má minningu um spor okkar hlið við hlið. Spor sem að áttum aðeins við. (E.M.G.) Það er hálf skrítið að hugsa til þess að hún Haddý amma sé farin frá okkur. Því að alveg síðan ég man eftir mér hefur hún verið stór partur af lífi okkar systkinanna. Það er auðvitað að hluta til vegna þess að við vorum svo heppin að hafa ömmu og afa í hverfinu. Þann- ig að það varð einhvernveginn bara eðlilegur hlutur að kíkja við hjá ömmu og afa þegar við vorum úti að þvælast með vinum okkar. Og þar komum við inn á eitt stærsta einkenni ömmu, það var al- veg sama hvað við vorum mörg, það voru alltaf allir velkomnir inn í drekkutíma. Ég held að við krakk- arnir höfum öll fundið sterkt fyrir því hvað við vorum alltaf velkomin hjá ömmu og afa, og eitt af því sem gleður mig mest þegar ég hugsa til baka er hvað þau treystu okkur alltaf fullkomlega. Að vísu varð það til þess að á tímabili voru Þorri og vinir hans með kassabílaverkstæði í bílskúrnum, við stelpurnar í slæð- unum hennar ömmu og háhæluðum skónum að æfa skemmtiatriði á stofugólfinu, og við frændsystkinin þar að auki að búa til leynistað uppi á háalofti. En allt þetta umstang fór ekkert fyrir brjóstið á ömmu, hún hjálpaði okkur bara eins og hún gat, og bakaði aðeins meira þegar það voru margir auka krakk- ar í heimsókn. Og stemmningin heima hjá ömmu og afa breyttist ekkert þeg- ar þau fluttu í litlu íbúðina í Gull- smáranum, litla stofan oftast full af gestum og borðið alveg að svigna undan kræsingum, en það var ein- mitt þannig sem amma vildi hafa það, hún alveg lifði fyrir að hafa alla krakkana sína í kringum sig, og ég verð nú að segja að hún var ansi lunkin við að safna í hópinn því að þegar eitthvert okkar barna- barnanna eignaðist kærasta eða kærustu þá fannst ömmu hún bara eignast tengdabarnabörn. Það var líka yndislegt að sjá að þrátt fyrir að Aþena litla væri nítjánda í röð barnabarna og lang- ömmubarna þá var amma alveg jafn spennt að eignast nýja ömmu- stelpu og hún hafði verið í öll hin skiptin. Og meira að segja þó að hún hafi verið orðin ofsalega veik, þá lét hún það sko ekki stoppa sig í að hekla peysur og kjóla á prinsess- una. Því að hún var alveg fram á síðasta dag amma af lífi og sál. Og talandi um að hekla og prjóna þá er varla hægt að minnast ömmu án þess að hugsa til allra fallegu kjól- anna sem hún bjó til handa okkur stelpunum fyrir hin ýmsu tækifæri, eins og t.d. skírnir, fermingar og árshátíðir. Og það er óhætt að segja að alltaf vöktu kjólarnir eftir hana ömmu jafn mikla athygli. Enda sögðum við systurnar henni stundum að hún hefði átt að vera fatahönnuður. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hana Haddý ömmu. En við huggum okkur við það að á himnum eru örugglega margir litlir englar sem kætast við að fá til sín svona yndislega ömmu. Kveðja, Hafdís, Þorri og Telma. Í tvíreistu timburhúsi í Kópavogi er niðdimmt háaloft þar sem ég grúskaði með frændsystkinum mínum þegar ég var barn; grúskaði í skringilegum hlutum, bókum og ljósmyndum og gömlum fötum. Við grúskuðum þangað til einhverri manneskjunni datt í hug að setja upp leiksýningu. Þá sömdum við og æfðum leikrit á fimm mínútum og hlupum svo niðrúr á jarðhæðina, mundum ekki hvað við ætluðum að segja en sögðum það samt. Í þessu húsi bjuggu amma mín og afi og þar voru allir krakkar vel- komnir, með skrípalæti og hama- gang og leikrit sem tóku engan enda fyrr en fullorðna fólkið ákvað að klappa. Amma virtist skemmta sér svo vel að leikararnir hlupu óð- ar upp á háaloftið aftur, skipulögðu annað leikrit og fluttu það, og þannig upp og niður þangað til ömmu fannst svo gaman að hún gaf okkur poppkorn að maula. Það var sko lúxus að eiga svona ömmu. Á síðustu árum grunnskóla, þeg- ar stundum var erfitt að vera til, átti ég helgistað í þessu sama húsi. Ég settist við eldhúsborðið í hádeg- inu, þar sem afi borðaði hvítlauk og amma „setti á sig andlitið“ áður en hún fór í vinnuna. Fáðu þér nú ang- astráið mitt, sagði hún, og það er líka til kex. Haddí amma lét ekki eins og lífið væri stutt heldur eins og það væri langt og hún ætti allan tíma heimsins fyrir mig. Og nóg af kexi og skyrtur af afa. Amma var iðin við að gefa mér föt af honum afa. Algjör lúxus. Einhvern daginn þegar ég var ennþá unglingur gaf hún mér silf- urkross um hálsinn, eins og ömmur gera. Ég bar hann í nokkra daga eða vikur, eins og dóttursynir gera, en svo tók ég hann ofan, enda eng- inn skósveinn guða. Mig grunaði ekki að amma hefði tekið eftir þessu, að ég hefði engan kross undir skyrtunni minni. Ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum. Hún sagði: Passaðu þig nú að týna ekki þessum líka, og festi nýjan kross um um hálsinn á mér. Og hafðu hann alltaf á þér. Ha, ætlarðu að gera það? Þannig talaði amma mín um Guð, sem ég vissi annars ekki að hún ætti. Haddí amma laumupokaðist með Guð og hún laumupokaðist með sitthvað fleira. Það er svo margt sem maður veit ekki um svona lúx- us-ömmur. Á kvöldin sofnaði hún prjónandi yfir sjónvarpinu en hún vaknaði líka á undan öllum öðrum, jafnvel klukkustundum áður en afi fór á fætur. Ég veit ekki hvað hún gerði þá, kannski laumupokaðist hún með Guði. Kannski bara með sjálfri sér. Afi fer ennþá á fætur, ennþá ansi töff, ennþá með smekk fyrir skyrt- um og skóm – og skeggi, þótt tali með lágum róm. Elsku afi minn. Það huggar víst ekkert núna nema tíminn, böðull okkar og lausnari. Farðu jafn vel með þig og hún amma gerði. Haukur Már Helgason. Tímans elfur hrífur án afláts brott með sér einn af öðrum af sam- ferðafólki okkar á ævibrautinni. Með söknuði hljótum við að skilj- ast við ástvini, félaga og vini og horfa á bak þeim út yfir móðuna miklu og torræðu. Enn er höggvið skarð í vinahóp- inn er við í dag kveðjum elskulega vinkonu okkar Hafdísi með sökn- uði, en vinskapur okkar hefur varað óslitið í hartnær 50 ár. Þegar vinir kveðja stöldrum við við og hugurinn reikar til baka yfir farinn veg, og ótal minningar skjóta upp kollinum frá heimili hennar í Kópavoginum, þar sem glaðværðin réð ríkjum, en Hafdís og Einar voru hrókar alls fagnaðar og skemmtileg heim að sækja. Eins minnumst við allra ferða- laga sem við fórum í bæði innan- lands og utan og var þá oft glatt á hjalla. Hafdís var framúrskarandi hús- móðir og mikil listakona í höndum og bjó manni sínum og börnum fag- urt heimili, þar sem smekkvísi hennar naut sín best. Þrátt fyrir baráttu við illvígan sjúkdóm síðastliðin tæp þrjú ár, sem hún bar af æðruleysi og hóg- værð var hún ávallt sama góða Haddý heim að sækja. Nú er stríðinu lokið og við viljum þakka Hafdísi áralanga vináttu og tryggð sem aldrei brást. Við biðjum góðan guð að styrkja Einar og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg. Saumaklúbburinn. GUÐRÚN HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.