Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓKN Í BARÁTTUNNI VIÐ KRABBAMEIN FÍKNIEFNIN OG UNGA FÓLKIÐ Enn á ný hafa bæst við mikil-vægar upplýsingar umvímuefnaneyslu ungs fólks á Íslandi, sem nýst geta í stríðinu við vímuefni. Niðurstöður rannsóknar- innar Ungt fólk í framhaldsskólum eru verulega athyglisverðar og gefa mikilvægar vísbendingar um hvar sé helst þörf á að bæta forvarnar- starf og annað starf sem hlúir að ungmennum á þessum viðkvæma aldri. Könnunin náði til framhaldsskóla- nema á aldrinum sextán til nítján ára og kom í ljós að miklar breyt- ingar höfðu orðið á neyslumynstri þessa aldursflokks frá því að sam- bærileg könnun var síðast gerð árið 1992. Helsta breytingin fólst í því að verulega hafði dregið úr áfengis- neyslu en neysla ólöglegra vímuefna hafði aukist. Þá jókst notkun svefn- lyfja og róandi lyfja verulega, sem og neysla nef- og munntóbaks. Sérfræðingarnir Þórólfur Þór- lindsson, formaður áfengis- og vímuvarnarráðs, og Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir SÁÁ, eru sam- mála um að tölur um neyslu hópsins á kókaíni hringi viðvörunarbjöllum, en 5% framhaldsskólanema höfðu neytt kókaíns árið 2000 í saman- burði við 2% árið 1992. Þórólfur og Þórarinn eru sam- mála um að þessi tala komi á óvart og sé ógnvekjandi. Þórarinn bendir á að ástandið geti verið mun alvar- legra vegna þess að fæstir á um- ræddum aldri sem leituðu sér hjálp- ar hjá SÁÁ í fyrra, voru í fram- haldsskóla. Könnunin endurspeglar því ekki endilega neyslu þessa ald- urshóps í samfélaginu og tölurnar eru sennilega mun hærri. Það er stóralvarlegt mál þegar einn af hverjum tuttugu framhalds- skólanemum hefur neytt kókaíns og við því verður að bregðast strax, eins og Þórólfur benti réttilega á. Stóraukin neysla nef- og munn- tóbaks skyggir óneitanlega á já- kvæðar niðurstöður sem sýna að dregið hafi úr reykingum fram- haldsskólanema um tæp þrjú pró- sentustig. Hugsanlegt er að auka þurfi forvarnir er varða notkun tób- aks af þessu tagi. Minni áfengisneysla meðal ung- linga eru óneitanlega gleðifréttir. Leiða má líkum að því að átak sem miðað hefur að því að draga úr áfengisneyslu ungmenna hafi borið árangur. Aukin neysla ólöglegra vímuefna er hins vegar ískyggileg vísbending um að neyslumynstur framhaldsskólanema sé að breytast. Greinilega þarf að efla forvarnir vegna ólöglegra vímuefna. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar mis- notkunar þeirra á neytandann og fjölskyldu hans. Frásögn í Morgun- blaðinu í gær sýndi að jafnvel nokk- urra daga gömul börn fíkniefna- neytenda yrðu fyrir áhrifum af slíkri neyslu. Áhrifin teygja anga sína víða og með því að efla forvarn- arstarf meðal ungmenna má koma í veg fyrir fjölmarga fjölskylduharm- leiki. Viðvörunarmerki um aukna neyslu ólöglegra fíkniefna hérlendis má sjá víða. Til dæmis á því að á síð- ustu árum hefur orðið mikil aukning á fólki sem leitar sér meðferðar vegna misnotkunar ólöglegra fíkni- efna. Ef það tekst að koma í veg fyr- ir að aðeins brot ungs fólks „prófi“ ólögleg fíkniefni er mikill sigur unn- inn. Fíkniefnastríðið verður aðeins unnið með fræðslu og forvörnum. Morgunblaðið greindi fyrr í vik-unni frá nýjum tölum, er varða lungnakrabbamein, frá Krabbameinsfélagi Íslands. Greint var frá því að dregið hefði úr lungnakrabbameini meðal kvenna hérlendis og er það í fyrsta sinn frá árinu 1960 sem það hefur gerst. Það er fagnaðarefni þegar dregur úr tíðni sjúkdóma sem draga tugi manns til dauða á hverju ári, en 51 kona lætur lífið hérlendis af völdum lungnakrabbameins á ári hverju. Það sem er sérstaklega athyglis- vert varðandi þessa lækkun á tíðni lungnakrabbameins eru skýr tengsl nýgengis sjúkdómsins við reyking- ar. Í umræddum niðurstöðum er at- hyglinni sérstaklega beint að ný- gengi og tíðni lungnakrabbameins meðal kvenna en nýlegar rannsókn- ir sýna að þær eru næmari en karl- ar fyrir skaðlegum áhrifum reyk- inga. Þar kemur fram að 85% allra lungnakrabbameinstilfella meðal kvenna megi rekja beint til reyk- inga. Laufey Tryggvadóttir faralds- fræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir jafnframt að lungna- krabbamein sé „heimatilbúinn far- aldur“ því dauðsföll af völdum sjúk- dómsins megi rekja til reykinga á 20. öldinni. Lækkun á nýgengi sjúkdómsins hérlendis á sér að hluta til skýr- ingar í mikilli vinnu sem unnin hef- ur verið í formi forvarnarstarfs og fræðslu varðandi skaðsemi reyk- inga. Það sýnir fram á árangur þeirrar þrotlausu og óeigingjörnu vinnu sem ótal manns hafa lagt á sig frá því að vísbendingar komu fram um skaðsemi reykinga. Nýjar niðurstöður um að dregið hafi úr reykingum meðal sextán til nítján ára unglinga eru einnig gleðifréttir. Í dag reykja tæp 19% nemenda á hverjum degi í framhaldsskólum landsins en hlutfallið var rúmt 21% árið 1992. Fræðsla og forvarnir eru í þessu samhengi lykilatriði og það er von- andi að héðan í frá bætist mun færri í hóp þeirra sem reykja. Stað- reyndirnar ættu ekki að láta neinn velkjast í vafa um hvað sé rétt að gera þegar hann stendur andspænis nikótínfíkn sígarettunnar. HALLDÓR G. Björnsson,formaður Starfsgreina-sambandsins, sagði áársfundi sambandsins í gær að erfitt yrði fyrir verkalýðs- hreyfinguna að komast í gegnum endurskoðun kjarasamninga í febr- úar nk. með jafn farsælum hætti og á þessu ári. Hann sagði þó ekki tímabært að kveða upp úr um að samningum yrði sagt upp. Hann og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, gagnrýndu efnahagsstjórn ríkis- stjórnarinnar og sögðu að skatta- tillögur hennar gerðu verkefnið enn erfiðara. Halldór sagði að stærsta við- fangsefnið sem blasti við SGS væri endurskoðunin á launalið kjara- samninganna sem fram fer í febr- úar á næsta ári. Við síðustu endur- skoðun hefði tekist að knýja fram nokkra leiðréttingu, án þess að þurfa að segja upp launaliðnum. „Ég væri ekki heiðarlegur ef ég héldi því fram að horfurnar á að okkur takist að komast í gegnum þetta mál með sama hætti væru góðar. Ástandið í efnahagsmálun- um hefur því miður versnað til muna síðan, verðbólga mælist nú meiri en um árabil og mikill óróleiki um íslensku krónuna. Og víst er að óstjórn ríkisstjórnarinnar og að- gerðaleysi Seðlabankans bæta eng- an veginn horfurnar. Verkalýðshreyfingin hefur ekki setið auðum höndum og horft upp á þessa atburðarás aðgerðalaus. Í vor bentum við á leiðir til að draga úr verðbólgu og lækka vexti hröðum skrefum. Að þessum tillögum var ekki farið, heldur „vonuðust“ menn til þess að þetta myndi lægja með haustinu þvert á okkar ábendingar. Ég held því fram fullum fetum að ríkisstjórnin sé að súpa seyðið af því núna. En fleira kemur til. Rík- isstjórnin er nýlega búin að kynna fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár og í tengslum við það frumvarp um aðgerðir í skattamálum. Fjárlaga- frumvarpið og sú stefna í efnahags- málum sem það boðar er mikil von- brigði og gangi það eftir kemur það ekki til með að létta okkur róðurinn í febrúar. Áfram er gert ráð fyrir útþenslu hins opinbera og sam- drætti í kaupmætti og atvinnu okk- ar fólks. Í ofanálag hefur ríkis- stjórnin kynnt umfangmestu aðgerðir í skattamálum um árabil. Þar er m.a. gert ráð fyrir hækkun tryggingagjaldsins, en það þýðir að launakostnaður fyrirtækjanna eykst. Þó að þetta komi ekki til framkvæmda fyrr en um áramótin 2003 er ljóst að það er að miklu leyti búið að taka frá fyrirtækjunum svigrúmið til þeirra leiðréttinga á kjörum sem nauðsynlegt er að gera ef forsendur kjarasamninga eiga að standast. Gagnrýndi samráðsleysi forsætisráðherra Þrátt fyrir að það væru að mörgu leyti eðlileg viðbrögð af okkar hálfu á þessum tímapunkti að samþykkja harðar ályktanir um uppsögn samninga er ég þeirrar skoðunar að það væri ekki skynsamlegt af mér eða okkur á þessum ársfundi að kveða upp úr um það að samning- unum verði sagt upp. Þetta er ein- faldlega ekki rétti tímapunkturinn til þess. Endurskoðunin er ekki fyrr en í febrúar og það getur ým- islegt gerst á mánuðunum fram að því. Það er hins vegar alveg ljóst að ástandið í hagkerfinu og þessi nýj- ustu útspil ríkisvaldsins gera þá vinnu ekkert auðveldari,“ sagði Halldór. Halldór gerði að umtalsefni í ræðu sinni „samskipta- og sam- ráðsleysi forsætisráðhe verkalýðshreyfinguna“. Ha „engu líkara en Davíð hefð að slíta þessu samstarfi se hefur yfir síðan hann tók um fyrir tíu árum.“ Hann þessu sambandi upp verkalýðshreyfingarinnar fyrrverandi forsætisráðhe 1963 hefði Ólafur Thors, þ forsætisráðherra, dregið óvinsælar aðgerðir sem rí hans hugðist grípa til og hefði þáverandi forsætisr Bjarni Benediktson leitað lega eftir samstarfi við v hreyfinguna um aðgerðir. „Báðir þessir menn s virtu mikilvægi þess að g til aðgerða á erfiðum tím gengju þvert á vilja v hreyfingarinnar,“ sagði Ha Hækkun tryggingag dregur úr svigrúm Grétar Þorsteinsson, for gerði endurskoðun launali inga einnig að umtalsefni sínu á fundinum. Han áherslu á samstöðu verkalý ingarinnar í aðgerðum. Formaður Starfsgreinasambandsins á fyr Ekki tímabært að kv úr um uppsögn sam Morgunblaðið/Árn Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (lengst Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ (lengst t.h.), við upphaf ársfun Formaður Starfsgreinasambandsins forseti ASÍ gagnrýndu efnahagsstef ríkisstjórnarinnar og skattatillögur h ar á ársfundi sambandsins í gær. Þeir óvíst hvort komist verði hjá uppsög kjarasamninga í febrúar. FRÁ fyrsta ársfjórðungi2000 til fyrsta ársfjórð-ungs á þessu ári hækk-uðu laun 29% fé- lagsmanna á almennum markaði um 7% sem er sú launahækkun sem stéttarfélögin sömdu um í kjarasamningum. 71% launþega naut hins vegar launaskriðs, þar af fengu 28% meira en 19,9% launahækkun og 10% meira en 29,5% hækkun á þessu eina ári. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagðist telja að við endurskoðun launaliðs kjarasamninga í febrúar nk. ættu menn að skoða sérstaklega leiðir til að bæta stöðu þess hóps sem ekki hefur notið launaskriðs. Gylfi sagði á ársfundi Starfs- greinasambandsins að kaup- máttur almennra launa hefði hækkað um 20% á síðasta áratug. Þetta væri meiri hækkun en náðst hefði á áratugunum þar á undan. Hann vísaði algerlega á bug full- yrðingum Seðlabankans um að óraunhæfir kjarasamningar ættu sök á þeim erfiðleikum sem nú væru í efnahagsmálum. Verka- lýðshreyfingin hefði með þjóð- arsáttarsamningum lagt grunn að þeirri efnahagslegu uppsveiflu sem staðið hefði nær óslitið frá 1994. Síðustu kjarasamningar hefðu miðað að því að skapa sam- stöðu um lækkun verðbólgu. Mis- tök hefðu hins vegar verið gerð í efnahagsstjórninni sem við vær- um að súpa seyðið af núna. Í fyrsta lagi hefði ríkisstjórnin ekki brugðist við miklum við- skiptahalla 1998 sem hefði verið viðvarandi fram á þetta ár. Við- skiptahallinn hefði ótvírætt gefið til kynna ofþenslu í efnahagslífinu sem þyrfti að bregðast við. Það hefði ríkisstjórnin ekki gert held- ur haldið áfram að auka ríkisút- gjöld. Seðlabankinn hefði einn reynt að hamla á móti verðbólgu með hækkun vaxta og reynt þannig að hafa áhrif á neyslu ein- staklinga og fjárfestingar og út- gjöld fyrirtækja. Gylfi sagðist hins vegar telja að það hefðu verið mistök hjá Seðla- bankanum að halda uppi gengi á árunum 1998 og 1 Það hefði gert innflutning ódýrari og viðskiptahallin farið úr böndunum. Seðla anum hefði hugsanlega te koma í veg fyrir að verðb færi að stað á þessum áru þessi stefna hefði komið í mönnum síðar þegar „bla sprakk og gengið féll“ ein hann komst að orði. Það v vegar erfitt að gagnrýna bankann því hann hefði v á vaktinni og stjórnvöld h ekki sinnt viðvörunum og hlustað á tillögur sem m.a lýðshreyfingin hefði sett f Óttast viðvarandi ver Gylfi tók saman helstu urstöður þjóðhagsáætluna 29% launamann hafa ekki notið launaskriðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.