Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Guð-mundsdóttir
fæddist í Böðvarsdal
í Vopnafirði 14. nóv-
ember 1909. Hún
lést á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
í Reykjavík 10. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Magn-
ússon bóndi, ættaður
af Héraði og Vopna-
firði, og kona hans
Elín Stefánsdóttir
Þórarinssonar í
Teigi. Þau bjuggu
víða í Vopnafirði en síðast á Borg-
um í Sunnudal þar í sveit, fluttust
þangað 1920. Margrét var þriðja í
röð sex systkina, eldri voru Stefán
Gunnlaugur, f. 2. júní 1906, kvænt-
ur Ingu Wium frá Fagradal í
Vopnafirði, bjuggu síðar í Hvera-
gerði, og Sæbjörg, f. 30. jan. 1908,
giftist Guðlaugi Brynjólfssyni út-
gerðarmanni frá Vestmannaeyj-
um, en yngri voru Magnús, f. 14.
jan. 1913, kvæntur Guðbjörgu,
systur Ingu frá Fagradal, bjuggu í
Fagradal en síðar á Vopnafirði,
Björn, f. 10. mars 1916, fyrst
kvæntur Margréti Jónsdóttur og
er Andri Snær. d) Sigurlaug Sig-
rún, f. 26. mars 1962, gift Ara
Eggertssyni, þau skildu. Dætur
þeirra eru Helga og Nína. Sam-
býlismaður Sigrúnar er Hannes
Þorsteinsson. e) Stefán f. 11. ágúst
1965, d. 12. ágúst 1991. 2) Andrés
verslunarmaður í Reykjavík, f. 17.
mars 1939. Hann kvæntist Sig-
rúnu Eyjólfsdóttur, f. 9. júní 1941,
þau skildu, þeirra börn eru: a)
Birgir f. 23. apríl 1959. Hann eign-
aðist dótturina Matthildi Dröfn
með Fanneyju Björgu Karlsdóttur
og soninn Eyjólf Einar með Feldísi
Einarsdóttur. b) Kristín, f. 6. des-
ember 1960, giftist Vilhjálmi
Þórðarsyni, þau skildu. Sonur
þeirra er Andrés Magnús. c) Elín f.
13. ágúst 1966 gift Pétri Jónssyni,
börn þeirra eru Aðalheiður Sig-
rún, Lena Björk og Pétur Andri.
Margrét bjó í foreldrahúsum
fram að fermingu en fór þá til
prestshjónanna á Hofi í Vopna-
firði, þeirra Jakobs Einarssonar
og Guðbjargar Hjartardóttur, og
var þar til þess er hún fluttist til
Reykjavíkur 18 ára að aldri. Það-
an fór hún til Kaupmannahafnar
og var um skeið í vist hjá Jóni
Helgasyni prófessor og konu hans.
Þá hélt hún á ný til Reykjavíkur.
Eftir að Kristinn dó vann hún
lengst af á klæðagerðinni Elísu í
Reykjavík.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
síðar Ingibjörgu Hall-
grímsdóttur, og yngst
Sigríður, f. 5. nóv.
1919, gift Sigmari
Jónssyni úrsmið, ætt-
uðum af Héraði. Tvö
systkini Margrétar,
þau Magnús og Sig-
ríður, lifa systur sína.
Margrét giftist 9. okt.
1931 Kristni Andrés-
syni málameistara, f. í
Reykjavík 3. febr.
1893, d. 5. febr. 1960,
sonur hjónanna Andr-
ésar söðlasmiðs
Bjarnasonar og Guð-
laugar I. Jónsdóttur. Börn Mar-
grétar og Kristins eru 1) Elín, f. 9.
mars 1934, giftist Herði Sveins-
syni heildsala, f. 28. mars 1932,
þeirra börn eru: a) Margrét, f. 4.
september 1954, gift Geir Óttari
Geirssyni. Börn þeirra eru Hildur
Elín og Gylfi Már. b) Sveinn, f. 8.
desember 1955, kvæntist Mörtu
Loftsdóttur, þau skildu. Synir
þeirra eru Hörður og Finnur.
Sveinn á Sigrúnu Gyðu með
Hrund Ólafsdóttur. c) Kristinn, f.
15. okt. 1958, kvæntist Elínu Guð-
mundsdóttur, þau skildu. Barn
Kristins og Brynju Magnúsdóttur
Elsku besta amma mín þá ertu
lögð af stað í langferðina til að
hitta afa. Það eru meira en þrjú ár
síðan þú byrjaðir að pakka. Þú
lagðir hvern hlutinn af öðrum til
hliðar vegna þess að þú sagðist
ekki hafa þörf fyrir hann.
Ég ímynda mér að afi taki á móti
þér í fallega garðinum ykkar þar
sem allt er í blóma. Garðurinn þinn
var þér mikils virði, grasflötin allt-
af vel slegin eins og flauel og
hvergi gras í blómabeðunum.
Blómin þín uxu betur en í görð-
unum í kring, enda hugsaðir þú um
þau eins og börnin þín. Þú varst á
undan þinni samtíð í sambandi við
endurvinnslu á garðúrgangi. Upp-
haflega var það vegna þess að þú
gast ekki losnað við úrganginn svo
þú bjóst þér til safnhaug á bak við
hús. Allt sem þú tókst þér fyrir
hendur gerðir þú af mikilli vand-
virkni og natni. Þegar þú varst að
sauma kom „millimetraaugað“, eins
og þú kallaðir það, sér vel, enda
voru þér alltaf falin erfiðustu verk-
efnin í vinnunni.
Fyrstu fimm árin bjó ég með
mömmu og pabba og eldri bræðr-
um mínum hjá ykkur afa. Þá var
oft þröng á þingi. Við fimm í tveim-
ur herbergjum, Addi í litla her-
berginu og þið afi í stofunni.
Stundum fékk ég, elsta barnabarn-
ið, að sofa í stofunni hjá ykkur afa
og þá var nú gaman. Ég man eftir
því þegar afi fótbrotnaði og ég fékk
að klæða hann í sokkinn utan yfir
gifsið. Elsku amma mín þú varst
nú snjöll þegar þú útbjóst lítil
blómabeð með fjólum handa okkur
krökkunum til þess að við létum
blómin þín í friði. Þeir voru ófáir
kjólarnir sem þú saumaðir og peys-
urnar sem þú prjónaðir á börnin
þín og barnabörnin. Þegar barna-
barnabörnin fæddust prjónaðir þú
á þau öll yndislegar mjúkar ull-
arpeysur.
Við fluttum, en ekki langt, bara
nokkrum húsum frá ykkur þannig
að ég gat alltaf heimsótt ykkur og
þið okkur. Stuttu síðar dó afi mjög
skyndilega og þú stóðst uppi ein,
en það eru rúm 40 ár síðan. Fjöl-
skyldan okkar stækkaði og við
fluttum lengra í burtu. Ég hélt
samt áfram að heimsækja þig og
tók alltaf strætó númer 22. Í minn-
ingunni er birtan inni hjá þér að
vetrarlagi svo mjúk, kannski var
það rauði skermurinn á lampanum
sem afi málaði. Ég borðaði oft hjá
þér steiktan fisk sem enginn gat
steikt eins vel og þú. Þegar þú bak-
aðir handa okkur klatta, sem voru
engu líkir, þá leyndi það sér ekki,
húsið lyktaði vegna þess að þú
hafðir feitina alltaf svo heita. Þú
varst ekki bara lagin við að prjóna
og sauma heldur tókst þú að þér að
vera einskonar húsvörður í húsinu
þínu og sást um að allt væri í lagi.
Löngu síðar fluttum við Geir í
kjallarann til þín og þar fæddust
börnin okkar. Þegar Hildur var ný-
fædd þá var ég að ljúka námi. Þá
komst þú mjög oft niður til að
passa hana og þvo bleyjurnar, þú
varst alveg ómetanleg. Lífið hélt
áfram og við fluttum en bjuggum
áfram í sama hverfi. Þú varst alltaf
boðin og búin að hjálpa okkur á
alla lund. Við fórum saman að
kaupa jólagjafir og þegar þú
treystir þér ekki til þess lengur fór
ég og keypti þær og seinna tók
mamma við.
Nú eru tæplega fjögur ár síðan
þú fórst að heiman, fyrst á Land-
spítalann, síðan á Landakot, þá á
Hjúkrunarheimilið Eir og loks á
Hjúkrunarheimilið Skjól. Þér
fannst þetta langur tími en þú
varst heppin vegna þess að fjöl-
skyldan skiptist á að heimsækja
þig og það leið varla sá dagur að
við litum ekki til þín, sérstaklega
mamma, pabbi og Addi. Fram á
síðasta dag fylgdist þú með því
sem við vorum að gera og því sem
gerðist í kringum þig þótt þú segð-
ist nú hvorki heyra né sjá. Eitt af
því sem þú dundaðir þér við var að
rifja upp vísur sem þú kunnir til
þess að þjálfa heilann.
Elsku amma mín, nú er komið að
leiðarlokum að þessu sinni. Minn-
ingin um rósirnar og garðinn þinn
mun lifa í minningunni að eilífu.
Þín dótturdóttir,
Margrét.
Elsku Magga amma, nú er kom-
inn sá tími að ég þarf að kveðja
þig. Ég man svo vel eftir því að
þegar við mamma komum til þín í
Barmahlíðina áttir þú alltaf kand-
ísmola handa mér og systkinum
mínum. Okkur fannst það tilheyra
heimsóknunum til þín. Takk fyrir
allar fallegu peysurnar sem þú
prjónaðir handa mér þegar ég var
lítil, ég mun alltaf passa þær vel.
Nú veit ég að þú ert komin á góðan
stað. Takk fyrir allt sem við gerð-
um saman.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Aðalheiður Sigrún
Pétursdóttir (Heiða).
Elsku Magga amma, mig tekur
það sárt að geta ekki verið við út-
för þína, en langar til að skrifa
nokkur orð til þín. Þú varst ynd-
isleg amma og alltaf var jafngott að
heimsækja þig. Í gamla daga þegar
ég var að koma úr myndlistarskól-
anum, þá sjö ára, kom ég oft til þín
á saumastofuna og heim í Barma-
hlíðina.
Þú varst annáluð hannyrðakona
og mun ég alltaf minnast þín þegar
ég horfi á gullfallega dúkinn sem
þú saumaðir handa mér og allan
saumaskapinn sem þú hjálpaðir
mér með í skólanum.
Það var ekki skrítið að garðurinn
þinn var valinn verðlaunagarður,
blómin þín voru stórkostlega fögur.
Þú varst alltaf tilbúin að rétta mér
hjálparhönd í garðinum mínum
þótt ég væri hálfgerður klaufi. Þú
gafst mér flest blómin og hjálpaðir
mér að setja þau niður og kenndir
mér að hugsa um þau. Þú hafðir
helmingi meira úthald en ég og
vissir alltaf hvað átti að vera hvar.
Ég get ekki sleppt því að minn-
ast á hvernig þú töfraðir fram veit-
ingar þótt maður sæi svo sem ekk-
ert í ísskápnum.
Ég er þakklát fyrir allar ynd-
islegu stundirnar sem við áttum
saman hvort sem það var þegar þú
varst að spila við mig, fara með
mér í göngu eða annað.
Það kemur margt upp í hugann
þegar ég hugsa til þín. Ég kveð þig
með söknuði og vona að þú sért
komin á beri stað þar sem þér líður
betur.
Kristín Andrésdóttir (Stína).
Elsku besta amma uppi.
Það er svo erfitt að segja bless,
svo erfitt að finna réttu orðin til að
lýsa söknuði mínum og tilfinning-
um. Ég kveð þig með tárvotum
augum.
En ég veit að þú varst tilbúin
fyrir þessa för og ert nú búin að
hitta afa aftur eftir öll þessi ár.
Þangað til ég var þriggja ára bjó
ég í kjallaranum hjá þér í Barma-
hlíðinni, með mömmu, pabba og
Gylfa. Þá vildi ég alltaf vera uppi
hjá þér, sagðist eiga heima uppi;
hjá ömmu uppi. Við gerðum svo
margt, sungum saman og dönsuð-
um óla skans á ganginum. Svo
gafstu mér klatta og röndóttan
brjóstsykur. Það eru svo margar
minningar og ég mun varðveita
þær allar um ókomna tíð.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng
að það heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt.
Svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Guð geymi þig elsku fallega
amma mín. Ég veit þú vakir yfir
mér og verður ávallt í hjarta mínu.
Þín
Hildur Elín.
Nú er látin í hárri elli sómakon-
an Margrét Guðmundsdóttir.
Kynni okkar hófust upp úr 1970
þegar ungur háskólanemi utan af
landi fékk leigt herbergi í íbúð
hennar í Barmahlíð 23. Síðar hóf-
um við hjón búskap í kjallaranum í
Barmahlíðinni. Þarna hófst kær
vinátta sem staðið hefur æ síðan.
Oft hefur leitað á hugann hve
dýrmætt það fólk er sem hefur
skotið skjólshúsi yfir ungt skólafólk
og sýnt því umhyggju og vináttu.
Ekki er ólíklegt að það hafi skipt
sköpum í námi og lífi margra. Við
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að
MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR
Við systurnar þurfum nú að
kveðja eitt af systrabörnum okkar í
blóma lífsins, Brynjar Þorsteinsson.
Brynjar var fæddur 19. ágúst 1980 í
Reykjavík, sonur Guðrúnar Bjart-
BRYNJAR
ÞORSTEINSSON
✝ Brynjar Þor-steinsson fæddist
í Reykjavík 19. ágúst
1980. Hann lést 10.
október síðastliðinn.
Foreldrar Brynjars
eru Guðrún Bjart-
marz og Þorsteinn
Ingason. Fósturfaðir
Brynjars er Hákon
Karl Markússon.
Foreldrar Guðrúnar
eru Sólveig og Gunn-
ar Bjartmarz. For-
eldrar Þorsteins eru
Ingi Tryggvason og
Anna Þorsteinsdótt-
ir. Foreldrar Hákonar eru Markús
Markússon og María Hákonar-
dóttir. Dóttir Guðrúnar og Há-
konar er Hildur, f. 1983.
Útför Brynjars fer fram frá
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
marz, elstu systur okk-
ar, og Þorsteins Inga-
sonar. Guðrún giftist
1983 Hákoni Markús-
syni sem reyndist
Brynjari vel alla tíð.
Sama ár eignuðust Há-
kon og Guðrún dótt-
urina Hildi og fór ákaf-
lega vel á með þeim
systkinum og var sam-
band þeirra mjög náið.
Missir Hildar er því
sérlega sár.
Á svipuðum tíma
fæddust mörg frænd-
systkini sem settu svip
á öll fjölskylduboð svo sem jólaboð
og afmæli. Þegar öll börnin voru
saman komin gekk mikið á og var
Brynjar fremstur í flokki, fjörmikill
og uppátækjasamur enda ósjaldan
talsvert hruflaður eins og fjölskyldu-
myndir bera með sér frá þessum
tíma.
Eftir að skólagöngu Brynjars lauk
vann hann sem verkamaður í bygg-
ingarvinnu en nú síðustu mánuðina
vann hann sem háseti á bát. Líkaði
honum sjósóknin vel og virtist vera
að birta til í lífi hans eftir talsvert
mótlæti en lífið fór ekki alltaf mild-
um höndum um hann frænda okkar.
Eftir stendur minningin um
Brynjar, ljúfan og góðan dreng, sem
var alltaf tilbúinn til að gera það sem
hann gat fyrir fjölskyldu sína.
Guðrúnu stóru systur okkar,
Konna, Hildi og Þorsteini sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur en við vitum líka að orð eru til lít-
illar huggunar á stundu sem þessari.
Mamma og pabbi takast nú á við
mikla sorg en vissan um að Brynjar
er kominn á betri stað veitir þeim
vonandi styrk.
Minningin um elskulegan frænda
mun alltaf lifa meðal okkar og hann
mun aldrei gleymast meðal fjöl-
skyldna okkar systranna.
Sólin til fjalla fljótt
fer að sjóndeildarhring,
tekur að nálgast nótt,
neyðin er allt um kring.
Dimmt er í heimi hér,
hættur er vegurinn;
ljósið þitt lýsi mér,
lifandi Jesús minn.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ingibjörg, Maggý, Erla,
Þórhildur og Klara.
Hvers vegna, hver er tilgangur-
inn, af hverju er líf okkar svona
margslungið og fólki mismunað?
Orð eru til svo lítils þegar lífið
slokknar alls óviðbúið og eitthvað
svo óendanlegt og óskiljanlegt, allt
virðist svo tilgangslaust. Af hverju
hann sem allt átti framundan, var
gefið svo margt sem hann átti eftir
að vinna úr, hann átti eftir að sjá sól-
arupprás og sólsetur lífsins og skilja
tilganginn í lífskeðjunni. Þá bara á
andartaki er honum kippt burt
svona ungum; leikurinn og lífið
framundan.
Eftir sitjum við dofin og reynum
að finna spurningar og svör sem
hvorki er hægt að spyrja né svara.
Brynjar, sem varð þessi sterki og
stóri strákur, fæddist agnarsmár og
mér hlotnaðist sá heiður að vera við-
stödd fæðinguna. Hann ólst upp í
miklum kærleika foreldra sinna
Guðrúnar Bjartmarz og Hákonar
Markússonar og litlu systur sinnar
Hildar, svo og föður síns Þorsteins
og fjölskyldu hans.
Brynjar reyndist þeim líka góður
sonur, bjartur sólargeisli, alltaf kát-
ur og glaður lítill hnokki. Stundum
átti hann erfitt með að fóta sig áfram
eftir unglingsárin eins og margur
maðurinn hefur reynt á því ævi-
skeiði, en þá átti hann alltaf ást,
kærleika og stuðning þeirra allra
vísan.
Það er erfitt og okkur örugglega
ekki ætlað að skilja hver tilgangur-
inn er þegar svo ungt fólk sem
Brynjar hverfur á burt af okkar til-
verustigi, en við huggum okkur við
þær kenningar að á nýjum sviðum
eru kvíði, vanlíðan og óöryggi ekki
til og maður hverfur úr viðjum ótt-
ans sem svo oft er okkar fylgifiskur í
lífinu.
Mig skortir orð, ég á ekkert nema
bænir til að styrkja vini mína Guð-
rúnu og Hákon og Hildi, sem átti svo
góðan bróður, Sólveigu og Gunnar
sem sjá á eftir barnabarninu sínu,
pabba hans, Þorstein, og fjölskyld-
una alla og ástvini.
Guð styrki ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Ásta Sigvalda og fjölskylda.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Okkur langar til að minnast hans
Brynjars frænda í nokkrum orðum.
Það var mikið áfall fyrir okkur öll að
fregna andlát hans 10. október síð-
astliðinn.
Þegar hann var á þriðja árinu
fluttist hann og fjölskylda hans, sem
þá var mamma hans Guðrún, Hákon,
stjúpi hans, og hann, í húsið við hlið-
ina á okkar húsi í Garðabænum. Um
haustið fæddist svo Hildur systir
hans, sem hann var mjög hrifinn af.
Hann átti svo hann Þorstein pabba,
sem hann heimsótti stundum og