Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARANDSTAÐAN á Al-
þingi deildi hart á Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra í utan-
dagskrárumræðu um löggæsluna í
Reykjavík sem fram fór í gær.
Sagði málshefjandi, Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, að fjöldi lögreglumanna í
Reykjavík væri undir öryggismörk-
um og að það jaðraði við vanrækslu
hjá ráðherra að bregðast ekki við
vandanum. Sólveig vísaði fullyrð-
ingum Jóhönnu hins vegar alger-
lega á bug.
Jóhanna sagði ástæðu til að vara
við þeim niðurskurði sem átt hefði
sér stað í löggæslumálum. Ófremd-
arástand ríkti í öryggismálum
Reykjavíkurborgar, dæmi væru um
að vaktir væru svo undirmannaðar
að ellefu lögreglumönnum væri
ætlað að halda úti löggæslu á svæði
sem teldi 123 þúsund íbúa.
Sagði hún alvarlegt ofbeldi og
fíkniefnaneyslu hafa farið vaxandi,
líkamsmeiðingar hefðu tvöfaldast á
tíu árum og að íbúar miðborgar
teldu sér varla óhætt lengur að
fara þar um að næturlagi.
Spurði Jóhanna ráðherrann
hvort hún hygðist beita sér fyrir
auknu framlagi til löggæslunnar
áður en að fjárlög verða afgreidd
frá Alþingi. „Það jaðrar vissulega
við,“ sagði Jóhanna, „að hæstvirtur
ráðherra vanræki embættisskyldur
sínar þegar hún lætur þetta ástand
viðgangast. Og þegar hæstvirtur
ráðherra er átalinn fyrir þetta, þá
er bara hundur í ráðherranum sem
vísar eigin vanrækslu og ábyrgð-
arleysi yfir á borgaryfirvöld.“
Sagði Jóhanna að í stað þess að
gangast við ábyrgð sinni í lög-
gæslumálum reyndi ráðherrann sí
og æ að væna borgina um að bera
ábyrgð á niðurskurði sem hún þó
sjálf stæði fyrir. Ekki skipti máli að
170 vínveitingastaðir hefðu fengið
rekstrarleyfi frá ríkisvaldinu og 20
til 30 hjá borgaryfirvöldum frá
árinu 1998. „Það sem skiptir máli
er að það eru dómsmálaráðherra
og ríkisvaldið, en ekki borgaryf-
irvöld, sem bera ábyrgð á því að
eftirliti með vínveitingastöðum er
ábótavant,“ sagði hún.
Fór Jóhanna fram á að ráðherra
sneri við blaðinu og tæki upp sam-
vinnu við borgina um úrlausn í lög-
gæslumálum. Það væri í þágu borg-
aranna.
Vanda miðborgar að rekja til
ákvarðana Reykjavíkurlistans
Sólveig sagði að þegar væri
starfandi samstarfsnefnd ríkis og
borgar í löggæslumálum. Ekkert
skorti því á samstarf í þeim efnum.
Sagði hún að það væri vísbending
um gott ástand löggæslumála að
íbúar Reykjavíkur teldu öryggi
sínu almennt vel borgið. Lögreglan
í Reykjavík stæði sig afar vel í
starfi.
„Ég vísa því algerlega á bug að
ófremdarástand ríki í löggæslumál-
um borgarinnar. Vandi miðborgar-
innar, sem margir ræða um, á allt
aðrar rætur. Borgaryfirvöld, sem
hafa fullt ákvörðunarvald um
stefnumótun í veitingahúsastarf-
semi miðborgarinnar, t.d. um opn-
unartíma og veitingu áfengisleyfa,
virðast hafa misst stjórn á þróun
mála. Neita síðan að horfast í augu
við vandann en krefjast úrbóta frá
ríkinu.“
Gat Sólveig þess að vínveitinga-
leyfum hefði fjölgað um ríflega 60%
í miðborginni frá því að R-listinn
komst til valda sem, ásamt tilraun-
um um opnunartíma, hefði skapað
vanda sem bregðast þyrfti við.
Sólveig sagði kjarna málsins
þann að lögreglan í Reykjavík
sinnti störfum sínum vel. „Það er
rétt að lögreglan í Reykjavík á við
tímabundinn rekstrarvanda að
stríða, sem krefst þess að embættið
gæti aðhalds út þetta rekstrarár,“
sagði hún. „En eins og fram hefur
komið er reiknað með að embætt-
inu verði gert kleift að fjölga lög-
reglumönnum um áramótin aftur
þegar nýr árgangur útskrifast úr
lögregluskólanum.“
Sökuð um að hafa horn í
síðu borgaryfirvalda
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sökuðu dómsmálaráðherra um að
hafa horn í síðu borgaryfirvalda.
Ekki hefði verið passað að fjölga
lögreglumönnum í Reykjavík til
samræmis við aukinn fjölda íbúa í
borginni. Stjórnarþingmenn
skömmuðu stjórnarandstöðuna hins
vegar fyrir að reyna að koma inn
þeirri hugmynd hjá borgarbúum að
öryggi þeirra væri ábótavant. Stað-
reyndin væri sú að löggæslumálin
væru í góðu lagi.
Jafnframt yrði lögð áhersla á að
standa vörð um ríkissjóð, ekki
stæði til að auka fjárútgjöld rík-
isins í meðförum þings á fjárlögum.
Jóhanna sagði í lokaummælum
sínum að yfirlæti og hroki dóms-
málaráðherra væri slíkur að hún
hefði í engu svarað þeim spurn-
ingum sem til hennar hefði verið
beint. Staðreyndin væri sú að ráð-
herrann væri með allt niður um sig
í löggæslumálum. Þrjátíu og fimm
lögreglumenn vantaði til að hægt
væri að halda uppi lágmarksþjón-
ustu í borginni, að mati lögreglu-
stjóra en svar Sólveigar væri að
fjölga þeim um tvo á næsta ári. Það
væri grafalvarlegt mál ef dóms-
málaráðherra væri ekki starfi sínu
vaxinn og gerði sér ekki grein fyrir
auknum vanda.
Sólveig sagði að málflutningur
Jóhönnu væri henni ekki sæmandi.
Lögreglan í Reykjavík ynni gott
starf og það yrði bætt enn frekar.
Málflutningurinn væri ekki síst
undarlegur í ljósi þess að Ísland
kæmi vel út í samanburði við önnur
lönd hvað varðaði löggæslumál.
Löggæslumál rædd utan dagskrár á Alþingi í gær
Stjórnarandstaðan gagn-
rýnir dómsmálaráðherra
Ráðherra vísar gagnrýninni
algerlega á bug
Kjördæmavika
fer í hönd
KJÖRDÆMAVIKA fer nú í hönd og
verða því engir þingfundir á Alþingi.
Alþingi kemur næst saman þriðju-
daginn 30. október.
NÓG hefur verið að gera á Alþingi
síðustu daga enda síðustu forvöð að
koma þingmálum í nefndir fyrir
nefndarvikuna sem framundan er.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG, hefur líklega verið með hugann
við landsfund VG sem hefst í dag.
Morgunblaðið/Golli
Annir
á þingi
ALÞINGI staðfesti í gær bráða-
birgðalög þess efnis að ríkissjóður
taki á sig 2.700 milljarða ríkisábyrgð
vegna trygginga íslensku flugfélag-
anna. Voru lögin samþykkt sam-
hljóða í atkvæðagreiðslu en sú
breyting var gerð á upphaflegu
frumvarpi að ábyrgðin gildir til ára-
móta en ekki til 25. október eins og
áætlað hafði verið.
Forsaga málsins er sú að í kjölfar
árásarinnar á Bandaríkin 11. sept-
ember sl. sögðu tryggingafélög upp
tryggingum flugfélaga, ekki síst
vegna ótta þeirra við stríðsátök og
frekari hryðjuverk. Ákvað ríkis-
stjórn Íslands 23. september sl. að
setja bráðabirgðalög sem heimiluðu
henni að veita ábyrgð á tryggingum
íslenskra flugfélaga. Í ljós hefur
komið að vátryggjendur eru ekki
enn farnir að bjóða fullnægjandi
ábyrgðartryggingar og því var talið
nauðsynlegt að framlengja ábyrgð-
ina til áramóta.
Fram kom í máli Sigríðar Önnu
Þórðardóttur (D), framsögumanns
fyrir nefndaráliti efnahags- og við-
skiptanefndar, að nefndin leggur
áherslu á að henni verði gerð grein
fyrir því sem allra fyrst hvort og þá
hvernig tekst að takmarka ábyrgð
ríkissjóðs en áform eru uppi um það.
Þá óskaði nefndin eftir upplýsing-
um um hvort önnur tryggingavernd
byðist áður en framlenging ábyrgð-
arinnar tekur gildi 25. október og
hvort aðrar þjóðir hefðu þá fram-
lengt heimild ríkissjóðs viðkomandi
lands til að veita tryggingaverndina
með svipuðum hætti og hérlendis.
Engir aðrir kostir í stöðunni
Fulltrúar allra flokka lýstu yfir
stuðningi við frumvarpið við af-
greiðslu þess í gær. Voru þeir sam-
mála um að engir aðrir kostir væru í
stöðunni en að ríkið tæki þessa
ábyrgð á sig þar sem tryggja yrði
samgöngur til og frá landinu.
Þakkaði Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra í lok umræðunnar þær
undirtektir sem málið hefði fengið.
Hann sagði auðvitað mikið alvöru-
mál hér á ferðinni, ríkið væri hér að
takast á hendur mikla ábyrgð. „Von-
andi reynir ekki á hana, vonandi
reynist hún óþörf,“ sagði hann.
Fjármálaráðherra lét þess getið
að ríkisstjórnin myndi kappkosta að
hafa þann tíma sem stystan sem
ábyrgðin er veitt. Hann sagði að
endurtryggingasamningar kæmu
vissulega til greina, til að draga úr
áhættu íslensku þjóðarinnar, en
heppilegast væri hins vegar ef
greinin sjálf, þ.e. flugreksturinn,
fyndi lausn úti á tryggingamarkað-
inum.
„Ég vil að það sé alveg ljóst í þing-
heimi og hjá þeim sem hlut eiga að
máli úti á markaðinum að við mun-
um ekki framlengja þessa ábyrgð
lengur en brýnasta þörf er á, jafnvel
þó að heimildin sé til áramóta,“ sagði
Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
Bráðabirgða-
lögin staðfest
á Alþingi
Ríkisábyrgð til áramóta
vegna trygginga flugfélaga
FRUMVARP til laga um lögleið-
ingu ólympískra hnefaleika var
tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í
gær en fyrsti flutningsmaður þess
er Gunnar Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks. Alls eru flutn-
ingsmenn þess sautján að tölu.
Ekki kom til mikilla skoðana-
skipta um frumvarpið að þessu
sinni. Það hefur verið rætt á
síðustu tveimur þingum en ekki
náð fram að ganga. Frumvarpið
varð ekki útrætt á síðasta þingi en
fyrir tveimur árum var það fellt
mjög naumlega í atkvæðagreiðslu.
Gunnar Birgisson mælti fyrir
frumvarpinu sem fyrr og fór yfir
þau rök, sem honum þykir mæla
með því að ólympískir hnefaleikar
verði lögleiddir. Gagnrýndu
nokkrir þingmenn að Gunnar
skyldi eyða tíma þingsins í mál
sem vart gæti talist þjóðþrifamál
og sem skammt er síðan fellt var í
atkvæðagreiðslu. Deildi þó enginn
um rétt þingmannsins til þess að
leggja ekki árar í bát og halda
uppteknum hætti.
Enn rætt um ólymp-
íska hnefaleika
Landsfund-
ur VG sett-
ur í dag
LANDSFUNDUR Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs verður settur í dag
klukkan 17 í Borgartúni 6.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, flytur setningar-
ræðu og reiknað er með að al-
mennar stjórnmálaumræður
fari fram um kvöldið og hefjist
klukkan 20.
Meðal þess sem er á dag-
skrá landsfundarins er sér-
stakur dagskrárliður um þema
hans, „Byggjum framtíð á fjöl-
breytni“, seinnihluta laugar-
dagsins.
Ármann Jakobsson hefur
framsögu en síðan verða
hringborðsumræður með þátt-
töku fólks af hinum ýmsu svið-
um mannlífsins, lista, atvinnu-
lífs, heimspeki, fjölmenningar,
fjölmiðlunar og umhverfis-
mála.
Sérstakur gestur landsfund-
arins verður Kristin Halvor-
sen, formaður Sosialistisk
Venstreparti í Noregi og mun
hún ávarpa fundinn að loknum
hringborðsumræðunum á
laugardag.