Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ER nýlokið öðru af þremur boðuðum verkföllum sjúkraliða í mánuðinum.Við hjónin erum bæði sjúkraliðar, ég er reyndar í fæð- ingarorlofi en staðan er þannig í dag að ég hef ekki efni á, á þessum launum, að fara út og vinna við það starf sem ég er búin að mennta mig til og hef mikinn áhuga á að vinna. Á meðan er skortur á starfs- fólki inn á deildir, hvernig má þetta vera? Maðurinn minn þarf að vinna eingöngu næturvaktir, hann er jú fyrirvinna fjölskyldunnar en það er auðvitað mun meira álag, bæði á fjölskylduna og hann. Þetta kemur eingöngu til af því að það eru greidd hærri laun á álagsvöktum. Launin hans eru í dag kr. 123.607 án álags. Það er ekki mönnum bjóðandi að vinna svo erfiða vinnu fyrir svo lág laun enda sýnir það sig að það eru margir menntaðir sjúkraliðar sem hreinlega (eins og ég sjálf), hafa ekki efni á að vinna það starf sem þeir hafa valið sér og þar af leiðandi menntað sig til. Ég skora á ráðamenn að gera bragarbót í þessum málum og það fyrr en seinna. G. HARPA JÚLÍUSDÓTTIR, sjúkraliði. Kjarabarátta sjúkraliða Frá G. Hörpu Júlíusdóttur: SUNNUDAGINN 7. október 2001 birtist í Morgunblaðinu undarleg rit- smíð sem byrjar ósköp sakleysislega en tekur smám saman á sig mynd spennusögu. Höfundurinn Guðjón Guðmundsson er ekki sérlega hand- genginn myndlistinni, en hann flettir blöðum og trúir öllu í greinunum sem kemur heim og saman við þá firru að abstraktlistamenn á Íslandi hafi of- sótt Nínu Sæmundsson myndhöggv- ara. Hafmeyja Nínu Sæmundsson var afhjúpuð í Tjörninni í Reykjavík síðla sumars 1959. Hún var sprengd í loft upp á gamlárskvöld sama ár. Ein- hverjir menn lýstu því yfir í Alþýðu- blaðinu að þeir bæru fulla ábyrgð á verknaðinum en skorti kjark til að gefa sig fram og standa við orð sín. Þetta lítur semsé út fyrir að vera gabb. Miklu athyglisverðari er setning frá spennusagnahöfundinum sjálfum, Guðjóni Guðmundssyni. „Aldrei hefur opinberlega verið ljóstrað upp hverjir stóðu að ódæðinu“. Ég spyr höfund spennusögunnar: Vissu þá einhverjir hverjir frömdu það? Á meðan hann hugsar málið get ég upplýst hann og lesendur Morgun- blaðsins um hverjir sátu í stjórn Fé- lags íslenskra myndlistarmanna og voru kommúnistar að mati ritstjórnar Vísis og dálkahöfunda þess. Sannleik- urinn er sá að ritstjórn blaðsins ófrægði myndlistarmenn uns nýr rit- stjóri, Gunnar G. Schram, greip myndarlega í taumana og stöðvaði ósómann. Í stjórninni sátu: Sigurður Sigurðs- son hinn ágæti landslagsmálari. Hann var á vinstra kanti stjórnmálanna en ekki sérlega fyrir að flíka skoðunum sínum. Hann tók jafnan heiðarlega af- stöðu til málefna sem voru efst á baugi í stjórninni og meðal fé- lagsmanna. Sigurður var mjög tengd- ur Morgunblaðinu enda ritstjórarnir tveir ættmenn hans, þeir Valtýr Stef- ánsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Þeir stóðu þéttan vörð um sóma hins ágæta málara. Næst skal nefna gjaldkera FÍM Valtý Pétursson, málara og myndlist- ar-gagnrýnanda Morgunblaðsins í fjölmörg ár. Hann var tryggur sjálf- stæðismaður frá því hann kom heim frá námi í París. Ritari stjórnarinnar var Benedikt Gunnarsson, málari og glerlistamað- ur og veit ég ekkert um stjórnmála- skoðanir hans, hvorki fyrr né síðar. Þegar Benedikt fór úr stjórninni tók við ritarastarfinu í annað sinn sá sem þetta ritar og var framsóknarmaður. Þetta var hin voðalega kommúnista- stjórn skribentanna á Vísi. Mér þykir leitt að Hrafnhildur Schram listfræðingur skuli hafa látið draga sig inn í þetta leiðindamál. Það sem hefur verið haft eftir henni er ólíkt manneskjunni sem ég átti góða samvinnu við í nokkur ár. Hún lætur blaðamann skrifa: „Margir litu svo á að Nína hafi gengið auðvaldinu á hönd eftir langa dvöl og velgengni í Banda- ríkjunum.“ Þetta er skrýtin staðhæf- ing. Ef eitthvað er til í henni hafa nokkrir einstaklingar verið að flikka upp á kaldastríðsrausið mörgum ár- um seinna. Í Bandaríkjunum bjuggu og blómguðust þrír aðrir málarar, af- burða listamenn, í áratugi og aldrei heyrðist að þeir hefðu gengið auð- valdinu á hönd. Verst þykir mér þó að Hrafnhildur skuli telja að eyðilegging hafmeyj- unnar hafi verið af listpólitískum toga, lítill hópur hafi verið þarna að verki, en hún færir engin rök fyrir hugboði sínu. Það þarf hún að gera því ella liggja „ofsóknarmenn“ Nínu – abstraktlistamennirnir og samstarfs- menn þeirra – undir grun það sem eftir er. Margir þeirra eru komnir undir græna torfu. Ég tel mér skylt að mótmæla skrifunum á 10. og 11. síðu í Morgunblaðinu í þeirra nafni og okkar sem eftir lifum. Allt þetta fólk var grandvart og gott fólk og sumir afburða listamenn sem tóku ungum listfræðingi mjög vel þegar hann (hún) kom til landsins frá námi í Sví- þjóð fyrir um það bil þrjátíu árum. Eitt er þó rétt í þessari dæmalausu Hafmeyjargrein. Það var vitaskuld óviðurkvæmilegt orðalag að kalla haf- meyjuna „hlut“ þótt mönnum geðjað- ist ekki að henni sem myndverki. HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON, listmálari, Hjarðarhaga 36, Reykjavík. Morgunblaðið og hafmeyjan Frá Hjörleifi Sigurðssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.