Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 26
LISTIR/KVIKMYNDIR 26 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: söngva- og dansamynd, poppópera, gleðileikur, harm- leikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn at- hyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður sam- tímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. Smárabíó, Stjörnubíó og Borgarbíó Akur- eyri. AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spiel- berg. Handrit: Spielberg o.fl. Aðalleikendur: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. End- inum er þó algerlega ofaukið.  Bíóborgin, Háskólabíó, Nýja bíó Akureyri. Jay and Silent Bob Strike Back Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Kev- in Smith. Aðalleikendur: Jason Mewes, Kevin Smith. Járnbentur steypuhúmor frá einum frumlegasta kvikmyndagerðarmanni samtíð- arinnar sem skopast einkum að samkyn- hneigð, bölbænum og ragni. Tvíeykið á frá- bæra spretti í vegamynd þvert yfir Bandaríkin.  Smárabíó, Regnboginn. American Pie 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri J.B. Rodgers. Handrit: Adam Herz. Aðalleikendur: Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Chris Klein. Bein framhaldslýsing á kynórum menntaskóla- nema er fyrri myndinni sleppir. Græskulaus aula- og neðanmittisfyndni flutt af sama góða ungleikaragenginu.  Háskólabíó, Sambíóin, Borgarbíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri. Bridget Jones’ Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharon Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth og Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verð- ur að hæfilega fyndinni, rómantískri gam- anmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlut- verkinu.  Háskólabíó. Pétur og kötturinn Brandur Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam- insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við- kunnanlegir og uppátektarsamir.  Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akur- eyri. Planet of the Apes Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: William Broyles o.fl. Aðalleikendur: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter. „Endursköpun“ Burtons tekst ágæt- lega að fráslepptum endinum en hefur ekki sömu vigt og fyrri myndin. Wahlberg ágætur í Heston-rullunni en bestur er þó Tim Roth sem sérstaklega úrillur api.  Regnboginn. Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem o.fl. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backman, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en fullfyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Bíóhöllin, Háskólabíó. Small Time Crooks Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalleikendur: Allen, Tracey Ullman, Elaine May. Þetta er bráðfyndin mynd meistara Allen. Grínið ræður ríkjum, en sagan hefði mátt vera skemmtilegri og kannski aðeins dýpri. Frábærir leikarar.  Bíóborgin. Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gu- terman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Ein- föld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrt. Bíóhöllin, Kringlubíó. Final Fantasy Japönsk. 2001. Leikstjórn: Hironobu Saka- guchi. Handrit: Al Reinert. Aðalraddir: Alec Baldwin, Ming Na, Donald Sutherland, James Woods. Frábærlega unnin tölvugraf- íkmynd um framtíðarátök á Móður Jörð. Skortir meira líf og lit og þó ekki væri nema örlítinn húmor. Smárabíó, Kringlubíó, Borgarbíó Akureyri. A Knight’s Tale Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Bri- an Helgeland. Aðalleikendur: Heath Ledger, Rufus Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt á burt- reiðum? Undarleg samsuða af miðalda- gamni og nútímarokki sem erfitt er að sjá að hafi mikinn tilgang en Helgeland reynir hvað hann getur að láta taka sig alvarlega.  Stjörnubíó. Rat Race Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur: John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi Gold- berg, Cuba Gooding. Gamanmynd hlaðin bröndurum og skondnum karakterum sem keppa um hver er fyrstur að finna tvær millj- ónir dollara. Dellumynd, sannarlega, en má hlæja að henni. Laugarásbíó. The Score Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Frank Oz. Hand- rit: Serge Hamilton. Aðalleikendur: Robert De Niro, Edward Norton, Angela Bassett, Marlon Brando. Frábærir leikarar geta lítið gert fyrir handrit sem ekki gengur upp. Sumt sniðugt en það dugar ekki til. Laugarásbíó. Swordfish Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry. Flott mynd með góðu gengi og fínum hasar en gengur ekki nógu vel upp. Bíóhöllin, Nýja bíó Akureyri. 3000 Miles to Graceland Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Demian Lich- tenstein. Handrit: Bruno Corsica. Aðalleik- endur: Kurt Russell, Kevin Costner, Courtney Cox. Afkáraleg, yfirmáta blóðidrifin vega- mynd um rán í Las Vegas og undankomuna. Lengdin drepur spennuna. Sambíóin Reykjavík, Akureyri. The In Crowd Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Mary Lambert. Handrit: Mark Gibson. Aðalleikendur: Susan Ward, Lori Heuring. Tilgerðarleg, ótrúverðug og klisjukennd morðsaga með ámóta mann- skap í hlutverkunum. Sambíóin. What’s The Worst Thing That Could Happen? Bandarísk. 2001. Aðalleikendur: Martin Lawrence, Danny De Vito. Þjófur rænir milla sem snýr á hann í heldur betur slappri spennumynd.  Regnboginn. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson /Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir MAÐUR er nefndur Joe Roth, einn af kunnari framleiðendum Holly- wood. Hefur m.a. haldið um stjórn- artauma stórveldanna 20th Century Fox og Disney. Nú er hann æðsti maður og aðaleigandi Revolution Studios, kvikmyndaversins sem stendur á bak við America’s Sweethearts. Myndin er metnaðar- fyllsta verk hins unga Revolution Studios til þessa, en leikstjórnin er einnig í höndum Roths. Tvímælalaust hefur velvild, áratuga reynsla og gjörþekking á iðnaðinum gagnast Roth við að hóa saman leikhópi sem í eru m.a. Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta Jones, John Cusack, Stanley Tucci, Hank Azaria, Christ- opher Walken og Alan Arkin. America’s Sweethearts fjallar einsog nafnið bendir til, um eftirlæti bandarísku þjóðarinnar. Skyggnst er inn fyrir lokaðar dyr kvikmyndaiðn- aðarins og rammgirt einkalíf stór- stjarnanna. Kiki Harrison (Roberts) er fylgispakur og trygglyndur einka- ritari Gwen Harrison (Zeta-Jones), sjálfumglaðrar ofurstjörnu hvíta tjaldsins. Aukinheldur eru þær syst- ur. Sambandið hefur löngum verið stirt og batnar ekki er Kiki á að koma á mannsæmandi kynningarfundi með Gwen og ofurstjörnunni Eddie Thomas (John Cusack), manni henn- ar, en hjónin standa í skilnaði. Lee Philips (Billy Crystal), gamalgróinn blaðafulltrúi, sem sjálfur er í stór- hættu að missa starf sitt til ungs skjólstæðings, á að fínpússa hlutina. Með hjálp Kiki eygir hann von um að allt muni blessast að lokum. Því miður, það eru allt aðrar og grimmari tilfinningar sem ráða orðið ríkjum í samskiptum eftirlætanna eftir 9 metaðsóknarmyndir og 18 mánaða aðskilnað eftir að Gwen „missteig“ sig með Hector (Hank Az- ario), spænskum meðleikara og hjartaknúsara. Kiki og Lee bíður því næsta vonlaust verkefni, en „sýning- in verður að ganga“ er einu sinni fyrsta og síðasta boðorðið í skemmt- anabransanum. Roth segir að myndina geri hann til heiðurs kempum einsog Frank Capra og Preston Sturges, sem sendu frá sér hverja gamanmyndina á fætur annarri á fjórða og fimmta áratugnum. Af einhverjum ástæðum hefur honum tekist að smala saman hér ágætis hópi leikara þó svo hann sjálfur sitji undir stýri. Roth hefur ekki sest í leikstjórastólinn síðan hann gerði Coup de Ville fyrir 11 ár- um. Leikarar: Julia Roberts (Sleeping With the Enemy, Pretty Woman, Erin Brocko- vich); Billy Crystal (Throw Momma From the Train, City Slickers, Analyze This); Catherine Zeta Jones (Entrapment, Traffic), John Cusack (The Grifters, Bull- ets over Broadway, Being John Malko- vich, High Fidelity); Hank Azaria (The Birdcage, Quiz Show, Grosse Point Blank); Stanley Tucci (Big Night, Kiss of Death, Deconstructing Henry); Christ- opher Walken (The Deer Hunter, Pulp Fiction, Sleepy Hollow). Leikstjóri: Joe Roth (Coupe de Ville). Handrit: Billy Crystal og Peter Tolan. Eftir- læti þjóðar- innar John Cusack og Catherine Zeta Jones í America’s Sweethearts. Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna Am- erica’s Sweethearts, með Juliu Roberts, Billy Crystal, John Cusack o.fl. AÐALPERSÓNAN í Lucky Numb- ers, nýjustu gamanmynd Noru Ephron, er Russ Richards (John Travolta). Vinsæll sjónvarpsmaður í Harrisburg, Pennsylvaníu, í vondum málum. Er við það að tapa aleigunni og ærunni í snjóbílabraski og veit ekki hvernig hann á að forðast gjald- þrotið. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Vinur hans og vinnu- félagi á sjónvarpsstöðinni, lottó- stjórnandinn Crystal Latroy (Lisa Kudrow), verður að lokum tilleiðan- leg til að taka þátt í svindli í talna- drættinum. Réttu tölurnar koma vissulega upp en allt annað fer úr- skeiðis. Lucky Numbers er byggð á sönn- um atburðum sem gerðust í Penn- sylvaníu, er fjársvikamál kom upp varðandi fylkislotteríið og vakti feiknaathygli. Atburðurinn varð árið 1980 enda þótti upphæðin, á aðra milljón dala, svimandi há. Svindlið hefur jafnan verið kennt við talnaröð- ina 666 og var mikið umræðuefni í fjölmiðlum, ritstjórnargreinum og núna í kvikmyndinni, sem sækir margt til svindlmálsins. Ephron og Travolta hafa áður unn- ið saman að myndinni Michael, sem naut vinsælda á sínum tíma. Travolta er einn af hæst launuðu leikurum heims. Hann segir um hlutverk sitt: „Richards virðist heiðvirður en grandvaralaus. Þau Crystal virka fremur torgefin. Ekki beinlíns barnaleg eða saklaus, heldur skortir þau leikni og útsjónarsemi, sem gerir persónurnar stórskemmtilegar.“ Tim Roth fer með hlutverk krimma og gamals vinar Richards. Hann kemur á svindlinu með hjálp Letroy og Wagstaff (Michael Rapaport), öðrum vafasömum krimma sem gerir meira ógagn en hitt. Handritshöf- undurinn, Adam Resnick, sem ólst upp í Harrisburg, telur að tími hafi verið kominn til að heimabærinn sinn yrði settur í samband við eitthvað viðkunnanlegra (!) en kjarnorkuslys- ið á Three Miles Island – sem er í út- hverfi Harrisburg. Leikarar: John Travolta (Saturday Night Fever, Pulp Fiction, Primary Colors, Broken Arrow, Face/Off); Lisa Kudrow (Analyze This, sjónvarpsþættirnir Friends); Tim Roth (Rob Roy, Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Everyone Says I Love You); Michael Rapaport (Men of Honor, Cop Land, Deep Blue Sea); Bill Pullman (The Serpent and the Rainbow, The Last Seduction, Independence Day). Leik- stjóri: Nora Ephron (Sleepless in Seattle, You’ve Got Mail). Handrit: Adam Resnick (Cabin Boy). John Travolta í Lucky Numbers. Happa- tölur Háskólabíó og Sambíóin frumsýna Lucky Numbers með John Travolta, Lisu Kudrow, Tim Roth o.fl. BOBBY og Peter Farrelly eru með þekktustu og farsælustu kvik- myndagerðarmönnum samtímans. Bræðurnir standa m.a. að metað- sóknarmyndunum Dumb and Dumb- er, Kingpin, There’s Something About Mary og Me, Myself and Irene. Á næstunni er von á Shallow Hal, með nýstirninu Jack Black og Gwyneth Paltrow. Í Osmosis Jones reyna þeir sig á nýjum vígstöðvum, þar sem myndin er blanda leikinnar myndar og teiknimyndar. Gerist í skrokkræfli rustamennisins Franks (Bill Murray) og aðalpersónurnar, hvíta blóðkornið Osmosis, Ossie, Jones (rödd Chris Rock) og kvefmeðalataflan Deix (rödd David Hyde Pierce) eru kófsveittar að berjast við að halda líftórunni í rudd- anum. Aðalóvinurinn er Thrax (rödd Laurence Fishburne), illvíg veira sem státar af því að frænka sín, kennd við Ebóla, sé saklausari en flasa við hliðina á sér! Atburðarásin utan líkama Franks er nánast öll leikin og stjórna þá bræðurnir gamninu. Frank mokar flórinn í dýragarði, ásamt lúðanum Bob (Chris Elliott), félaga sínum og vini, Þeir una sér hið besta við skít- moksturinn og stytta sér stundir þess á milli á ölkrám og skyndibita- stöðum. Meiri hluti Osmosis Jones fer fram í líkama durgsins og þá reynir á teiknimyndahönnuðina Tom Sito og Piet Kroon, sem stjórna þeirri hlið myndarinnar. Ossie og Drix enda- sendast um lúinn skrokkinn í eftir- litsferðum og björgunaraðgerðum. Ekki síst um sárþjáðan meltingar- veginn, þar sem félagarnir eru að kafna í eftirlætisruslfæðu Franks, einsog hamborgurum, frönskum, kjúklingabitum og bjór. Enda lík- amsástandið vafasamt og slagurinn tvísýnn. Raddir: Chris Rock (Beverly Hills Ninja, Dr. Dolittle); Laurence Fishburne (Matr- ix, What’s Love Got to do with it?); Leik- arar: Bill Murray (Caddyshack, Ghost- busters, Kingpin, Rushmore); Chris Elliott (There’s Something About Mary, Kingpin). Leikstjórar: Farrelly-bræður, Piet Kroon og Tom Sito. Handrit: Marc Hyman. Meltingarvega- mynd frá Farr- elly-bræðrum Bill Murray og Chris Elliott taka tal saman. Sambíóin Reykjavík og Akureyri frum- sýna Osmosis Jones, með röddum Bills Murray, Chris Rock, Lawrence Fishburne, ofl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.