Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 39

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 39
konar brynja. Hitt var hverjum manni ljóst, að hann vildi allt til vinna að nemendur næðu tökum á viðfangs- efnum sínum, og mjög mörgum lið- sinnti hann í þeim efnum utan veggja skólans og taldi það ekki eftir sér. Með þessum fátæklegu kveðjuorð- um vil ég þakka Úlfari fyrir mig. Þóru, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra, svo og Birni bróður Úlfars og fjölskyldu hans, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Halldór Hall. Úlfar Kristmundsson hóf kennslu við Verzlunarskóla Íslands árið 1963 og kenndi þá landafræði og stærð- fræði. Allt frá þeim tíma hefur Úlfar sett svip á skólann með sínum sér- staka og persónubundna stíl. Stærð- fræðina kenndi hann í 38 ár eða fram að líðandi vetri og er starfsferill hans því orðinn langur og sá nemendahóp- ur mjög stór sem notið hefur leið- sagnar hans. Úlfar vildi vera ákveðinn í fram- komu og lagði áherslu á aga og vinnu- semi með þeim árangri að nemendur hans reiknuðu dæmin sín. Framkoma Úlfars einskorðaðist þó ekki við það að vera öguð. Hún gat verið nokkuð lífleg stundum og kunnu nemendur oft vel að meta það þegar Úlfar var í þeim ham og alltaf tók hann málstað þeirra nemenda sem stóðu höllum fæti og lagði sig fram um að bæta hlut þeirra væri þess nokkur kostur. Segja má að Úlfar hafi verið kenn- ari af Guðs náð og góðum árangri náði hann jafnan. Nemendur óttuðust Úlfar stundum í fyrstu, virtu hann síðar þegar kynni jukust og margir þeirra elskuðu hann þegar leið að prófum. Og það var einmitt vegna prófanna sem svo margir nemendur, sem ekki nutu kennslu Úlfars, ósk- uðu þess að hann hefði kennt þeim eða barið þá til bókar eins og Úlfar hefði getað orðað það sjálfur. Úlfar gekk jafnan vígreifur fram í hverri baráttu og lét litrík orð falla um menn og málefni sem honum fannst ástæða til að fjalla um. Þannig tókst hann einnig á við sjúkdóm sinn og hafði betur í nokkur ár. Sú barátta féll saman við þann tíma þegar hann dró úr kennslu sinni, sem lauk svo al- veg síðastliðinn vetur. Þegar kennslu lauk var um það talað að Úlfar fengi nokkra vinnuaðstöðu í skólanum enda hafði hann í hyggju að sinna áfram sérstökum málum. Svo fór þó þegar leið að þeirri aðgerð Úlfars, sem varð hans síðasta, að hann kom í heimsókn og skilaði skólastjóra lykl- um sínum, með þeim orðum, að hon- um þætti ekki víst að hann þyrfti á þeim að halda lengur. Það fór enda svo sem Úlfar hugði að hann myndi ekki lengur ganga um gólf og ganga Verzlunarskólans en mynd hans og minning er greypt ljóslifandi í hug þeirra sem þar vinna nú þótt sjálfur sé hann horfinn á braut. Kennarar og annað starfsfólk Verzlunarskóla Íslands senda að- standendum Úlfars Kristmundsson- ar innilegar samúðarkveðjur og biðja þeim Guðs blessunar á erfiðum stundum. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Kveðja frá samkennurum Úlfar Kristmundsson, stærðfræði- kennari í Verzlunarskólanum, er lát- inn. Góður vinur og starfsfélagi hefur kvatt þennan heim. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Fráfall Úlfars bar brátt að. Gamall sjúkdómur hafði tekið sig upp á ný, heilsunni hrakaði og engin lækning fékkst. Hann hafði lokið föstum starfsferli sínum fyrir tveimur árum en hélt áfram stundakennslu vegna eindreginna óska nemenda sem vildu fá að ljúka stúdentsprófi hjá honum. Því starfi lauk sl. vor. Úlfar var góður drengur og kraft- mikill karakter. Á kennarastofunni lét hann oft að sér kveða – lýsti af- dráttarlaust skoðunum sínum og við- horfum, þannig að eftir var tekið. Þar var engin lognmolla á ferðinni. Hann gat stundum rótað upp í kollegunum en erfði aldrei orðasennur eða mis- klíð. Framkoma og lífsviðhorf hans einkenndust af hreinskilni, krafti og umburðarlyndi, sem reyndist vel í kennslunni. Hann lagði metnað sinn í að halda nemendum við námið og búa þá vel undir lokapróf – var kröfuharður og ákveðinn. Hann var húsbóndinn í kennslustofunni. Hann náði vel til nemenda og þeir fundu að í hjarta sínu var Úlfar velviljaður, hjálpfús og vildi hvers manns vanda leysa. Þetta fundu nemendur vel þegar stærð- fræðin reyndist þeim erfið. Þá var hann óþreytandi að koma nemendum á rétta braut. Hann var því vinsæll og vel látinn kennari og góður félagi nemenda, sem oft leituðu til hans ut- an kennslustunda. Úlfar gat oft verið glettinn og spaugsamur og sagði gamansögur frá menntaskólaárum sínum þegar skólafélagarnir léku á kennarana með ýmiss konar uppátækjum. Ef til vill var þetta ástæðan fyrir því að Úlfar hafði visst dálæti á óró- legum bekkjum, sem eitthvert lífs- mark var með – en hélt jafnan öllu í föstum skorðum. Á kveðjustundum, t.d. við útskrift- ir, kom greinilega í ljós hvað Úlfar hafði unnið sér mikla hylli hjá nem- endum, sem kunnu að meta hans stranga uppeldi og hispurslausu framkomu. Úlfar var virkur þátttakandi í fé- lagsstörfum kennara og einnig áhugasamur um félagsmál nemenda. Hann var fyrsti formaður Kennara- félags VÍ, sem þá var sjálfstætt og óháð félag. Hann var jafnan þátttak- andi í íþróttakeppni og taflmótum nemenda og kennara. Úlfar var höfðingi í lund. Hann gekk hreint til verks og sagði sínar meiningar umbúðalaust. En innsti kjarninn einkenndist af velvilja og mannkærleika, sem margir reyndu í samskiptum við hann. Við munum sakna Úlfars. En eng- inn má sköpum renna. Betri er skammur dauði en löng kvöl. Við þökkum Úlfari samfylgdina og sendum Þóru, börnum þeirra og fjöl- skyldum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Valdimar Hergeirsson. Líklega eru menn ætíð óviðbúnir ótíðindum. Ég frétti á haustdögum að illvígur sjúkdómur hefði tekið sig upp hjá Úlfari Kristmundssyni og um miðbik síðastliðinnar viku var mér tjáð að hann ætti að gangast undir uppskurð þá um daginn. Þetta hefði ekki þurft að vera svo alvarlegt en reyndin varð önnur og næsta dag var hann allur. Ekki skal haldið lengra á þessari braut. Úlfar Kristmundsson var lítt hrifinn af tilfinningasemi í orðum og var hann þó tilfinningarík- ur maður. Kynnin eru orðin löng. Ég kenndi við Vogaskólann um 1960. Veturinn 1962–1963 kom Úlfar sem kristin- fræðikennari að skólanum og lét fljótlega til sín taka, stefndi til dæmis nemendum fyrsta bekkjar gagn- fræðadeildar til kirkju á sunnudögum og stóð þá sjálfur við kirkjudyr. Næsta skólaár hóf Úlfar kennslu við Verzlunarskóla Íslands og kenndi þar samfellt til vordaga árið 2001. Ég fylgdi í kjölfarið haustið 1964 og upp frá því vorum við samstarfsmenn þar til ég lét af störfum vorið 2000. Úlfar kenndi ýmsar greinar við Verzlunar- skólann framan af árum, til dæmis eðlisfræði, landafræði og verslunar- reikning. Stærðfræði var þó ætíð að- alkennslugrein hans og raunar hin eina síðustu áratugina. Úlfar var ætíð einarður talsmaður hagnýtrar stærð- fræði í hópi stærðfræðikennara og vildi gera hlut hennar sem mestan. Hann var röggsamur kennari og náði góðum árangri í starfi, af manninum stóð bæði „gustur geðs og gerðar- þokka“ svo að vitnað sé til lýsingar Fornólfs á Birni í Ögri. Nemendum sínum var Úlfar hollur og kom þetta best í ljós þegar verulega bjátaði á hjá þeim. Þá reyndu nemendur að innan við nokkurn skráp sló heitt hjarta. Úlfar var óvenjulega hrein- skiptinn maður og þurfti enginn að velkjast í vafa um afstöðu hans til manna eða málefna. Smásmygli átti hann ekki til og var ekki par hrifinn af þeim eiginleika. Í hópi kennara var Úlfar jafnan glaður og reifur og hleypti ófáa morgna fjöri í umræður á kennarastofunni með athugasemdum og gamansemi. Hann var ætíð boðinn og búinn til aðstoðar ef nokkur tök voru á og þá var ekki spurt um laun. Við hjónin þökkum Úlfari Krist- mundssyni fyrir fjölmargar ánægju- legar samverustundir hér á landi og erlendis undanfarna áratugi. Koma þá einkum upp í hugann heimsóknir að Bifröst og ferðir á mót Samtaka norrænna verslunarskólakennara fyrr á árum. Þóru Viktorsdóttur, eig- inkonu Úlfars, og börnum þeirra hjóna flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Haf heila þökk fyrir löng kynni og samfylgdina, Úlfar Kristmundsson, og vináttu þína í ára- tugi. Lýður Björnsson. Genginn er drengur góður. Vinur minn Úlfar Einar Kristmundsson lést að morgni 11. þessa mánaðar eft- ir uppskurð þar sem ekki varð við neitt ráðið. Vinátta okkar hófst strax í frum- bernsku og varði alla ævi. Þar féll aldrei á nokkur skuggi. Foreldrar okkar voru vinafólk og við báðir fyrsta barn, fæddumst með nokkurra daga millibili. Heimsóknir voru tíðar þrátt fyrir að nokkuð langt væri að fara og engin var þá einkabifreiðin á hvorugum staðnum. Úlfar átti góða foreldra, hjónin Kristmund Guðmundsson prentara og Halldóru Björnsdóttur kaupkonu og síðar iðnrekanda. Heimili þeirra í Sogamýri og síðar á Víðimel 64 var mikið rausnarheimili. Þangað var gott að koma og nutu þess margir. Þegar ég lít til baka tel ég það hafa verið mikla gæfu fyrir mig að hafa átt Úlfar, Halldóru móður hans og raun- ar alla fjölskylduna að vinum og ég standi þar í þakkarskuld. Það mun hafa verið fyrir frum- kvæði Halldóru að við Úlfar fórum í okkar fyrstu utanför sumarið 1949. Ferðinni var heitið til Skotlands og sigldum við með m.s. Heklu. Í þeirri ferð réðust örlög Úlfars því þá kynnt- ist hann henni Þóru sinni og varð yfir sig ástfanginn. Úlfar þurfti oft að skreppa upp á Akranes eftir heim- komuna en þar bjó Þóra þá í foreldra- húsum. Það var mikil sorg og umskipti fyr- ir feðgana á Víðimelnum og raunar fleiri þegar Halldóra féll frá í blóma lífsins í byrjun árs 1951. Hún sem alla tíð hafði verið aðaldrifkraftur heim- ilisins. Úlfar var þá 21 árs að ljúka menntaskólanámi, Björn bróðir hans 13 ára og átti að fermast þá um vorið. Það var þeim feðgum mikið lán að Úlfar hafði kynnst Þóru sem stóð eins og klettur við hlið þeirra á erf- iðum tímum. Stuttu seinna gengu Úlfar og Þóra í það heilaga og áttu því gullbrúðkaup í mars sl. Þau eign- uðust tvö börn, Halldór sem kvæntur er Ingu Jóhönnu Birgisdóttur og Þóru sem gift er Ásgeiri Magnússyni. Snemma fór að bera á áhuga Úlf- ars fyrir hvers konar íþróttum. Hann keppti í knattspyrnu með Val í yngri flokkunum en á menntaskólaárunum var hann í meistaraflokki Ármanns í handbolta. Úlfar var bráðþroska og stór eftir aldri. Hann naut sín vel sem varnarmaður hvort sem það var í knattspyrnu eða handbolta og heyrði ég marga sem spiluðu á móti honum segja, að oft hafi hann ekki verið árennilegur í vörninni og erfitt að komast framhjá honum. Fleiri íþrótt- ir stundaði Úlfar svo sem badminton, hestamennsku og skíðaiðkun að ógleymdu golfinu sem síðustu árin átti hug hans allan. Hann var einnig sterkur skákmaður og góður bridge- spilari. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík innritaðist Úlf- ar í guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk prófi sem guðfræðingur. Hann var þó aldrei vígður til prests en þess í stað gerðist hann sölumaður um tíma en nánast alla sína starfsævi var hann stærðfræðikennari við Verzlun- arskóla Íslands. Úlfar var góður kennari, strangur og hélt uppi aga. Ég hef fyrir satt að nemendur hafi borið óttablandna virðingu fyrir hon- um því hann átti það til að byrsta sig í tímum, en þau fundu fljótt að þrátt fyrir oft hrjúft yfirborð sló viðkvæmt og gott hjarta hið innra. Börnin mín og barnabörn eru honum þakklát fyr- ir þann stuðning og hvatningu sem hann veitti þeim og hvernig hann náði að gera stærðfræðina áhugaverða. Við höfum átt margar ánægjulegar stundir saman hvort sem er á heimili hvor annars, í sumarbústaðnum við Apavatn eða á ferðalögum hérlendis og erlendis. Elsku Þóra, þið Úlfar voruð óvenjulega samrýnd hjón og missir þinn er mikill. Það er erfitt að hugsa um annað ykkar án hins. Við Ella og öll okkar fjölskylda sendum þér, börnum ykkar og öðrum aðstandend- um Úlfars okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Trausti Ó. Lárusson. Mér brá illa þegar Þóra hringdi og sagði mér að Úlfar væri dáinn. Ein- hvern veginn hélt ég að þau hlytu að eiga saman mörg góð ár enn þrátt fyrir veikindi hans. Það hefði verið sanngjarnt. Hann hafði komið upp í skóla skömmu áður meðal annars til að færa bókasafninu að gjöf gamlar kennslubækur í stærðfræði sem hann taldi að væru þar best komnar. Hvort Úlfar hafði þá eitthvert hugboð um hve stutt væri eftir veit ég ekki. Hitt veit ég að Verzlunarskólinn var alla tíð mjög ofarlega í huga hans og hann lét sér ákaflega annt um orðstír hans. Honum sárnaði því mjög þegar hon- um fannst að einhver væri að „skemma“ skólann. Úlfar lá hvorki á liði sínu né skoð- unum. Hann gat haft lúmskt gaman af að hneyksla „ofalda háskólamenn sem ekki unnu fyrir kaupinu sínu“. En þótt maður væri hreint ekki alltaf sammála Úlfari var ekki annað hægt en dást að hreinskilni hans og heið- arleika. Pukur og smámunasemi þoldi hann ekki. Hann gat styggt og hneykslað þá sem ekki þekktu hann vel en fáum gat dulist að hann var heill og sannur. Þegar Úlfari ofbauð var ekki hvíslað og þegar Úlfar skynjaði að einhver væri hjálparþurfi var ekki tvínónað. Á haustin skelfdi Úlfar gjarnan þá nemendur sem ekki voru búnir að átta sig á því að undir hrjúfri skel sló hlýtt og stórt hjarta. Árum saman lét hann nemendur sína standa upp er hann kom inn í kennslustofuna jafn- vel eftir að flestir eða allir samkenn- arar hans höfðu gefist upp á að fram- fylgja þessari gömlu reglu. Mér dettur ekki í hug að halda að Úlfar hafi gert þetta af stærilæti heldur sökum þess að hann vildi að nemend- ur sýndu starfi kennarans tilhlýði- lega virðingu; þá fyrst mætti vænta árangurs er öllum í bekknum væri ljóst hver stjórnaði og til hvers þeir væru komnir í Verzlunarskóla Ís- lands. Úlfar var vinsæll og virtur kennari. Þegar lýsa þurfti upp lúinn huga nemandans sem skildi illa leyndardóma stærðfræðinnar var þolinmæði hans og þrautseigja ótrú- leg. Sjálfur öfundaði ég Úlfar af því hvernig honum tókst í samskiptum við nemendur að sameina blíðu og hörku, aga og umburðarlyndi. Það er ekki öllum gefið. Ég held að Úlfar hafi að mörgu leyti verið lánsamur maður. Hann var á hárréttri hillu í kennslunni og naut þess alla tíð að kenna og hvetja. Ekki var hann síður heppinn í einkalífinu því að hann átti konu sem mér finnst nánast engin orð fá lýst og börn og barnabörn sem hann gat verið hreyk- inn af. Megum við fara fram á meira? Það er mikill sjónarsviptir að lit- ríkum mönnum sem lífga upp á hversdagsleikann og létta okkur gönguna. Eftir sitjum við fátækari og full saknaðar sem auðvitað stafar af eigingirni að hluta og eitthvað verð ég enn að bíða eftir að leika aftur með Úlfari golf og brids. En vissulega ber að þakka það að vini okkar var hlíft við þeirri þrautagöngu sem ströng sjúkdómslega er. Á lífsins ólgusjó var Úlfar gjarn á að sigla hratt og beita stíft upp í vind- inn þegar með þurfti. Ágjöf óttaðist hann ekki. Um leið og ég þakka ára- tuga vináttu er það ósk mín að sá er ræður gefi honum gott leiði og lend- ingu á lygnri strönd. Við Alexía send- um Þóru og börnum þeirra samúðar- kveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Friðrik Sigfússon. Minn gamli lærimeistari Úlfar Kristmundsson er fallinn frá. Hann var kennari minn í Verslunarskóla Ís- lands í fjögur ár. Á þeim tíma gerðist ég heimagangur á heimili Úlfars, fyrst á Víðimel og síðar í Huldulandi. Við vorum þá báðir dýrkendur skák- gyðjunnar og settumst að tafli þegar færi gafst, bæði í frímínútum í Versl- unarskólanum og á heimili Úlfars. Í þessari íþrótt vorum við jafningjar og því oft spennandi sviptingar okkar á milli á reitunum 64. Frá þeim viður- eignum er ýmissa líflegra stunda að minnast. Úlfar var skarpur og skeleggur kennari og hélt okkur nemendum sín- um vel að námsefninu. Strangur og ákveðinn gat hann verið ef við slógum slöku við í náminu, en lundin var létt og maðurinn gæddur leiftrandi skop- skyni sem hreif með sér nærstadda. Persónulegir eiginleikar hans voru slíkir að sem nemanda reyndist manni bæði létt og ljúft að lúta leið- sögn hans. Fyrir kom í fáein skipti, að Úlfar dreif minn bekk hratt í gegnum stærðfræðinámsefni dagsins. Það sem eftir var kennslustundarinnar notaði hann þá til að tefla við mig og gaf hinum nemendunum frí. Mér er þetta sérlega minnisstætt, því fyrir vikið hlaut ég nokkra vinsæld meðal bekkjarfélaga. Ég var þá hlédrægur einstæðingur og barðist við að kosta námið í Verslunarskólanum. Happ mitt var að kynnast þarna Úlfari Kristmundssyni. Án umhyggju hans og velvildar hefði mér vart tekist að ljúka verslunarprófi sem síðar reynd- ist lykill að háskólagöngu. Um þær mundir sýndi enginn annar áhuga á högum mínum og námsframvindu. Á erfiðleikatímabili ungdómsára stapp- aði Úlfar í mig stálinu og gaf mér gott veganesti út í lífið. Fyrir það verður aldrei þakkað með orðum. Með þessum fáu línum kveð ég Úlfar Kristmundsson og óska honum velfarnaðar á víðáttu eilífðarinnar. Blessuð veri minningin um þennan velgjörðarmann minn og vin. Eigin- konu hans og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Helgi Hauksson.  Fleiri minningargreinar um Úlf- ar Einar Kristmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 39 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.