Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 6

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 6
Morgunblaðið/Atli Vigfússon Friðbjörn Jónatansson í essinu sínu á baki Léttfeta. STARFSÁHUGI endist oft mjög lengi, en ekki eru allir sem geta stundað ævistarf sitt fram á níræð- isaldur í nútímaþjóðfélagi þar sem fjöldi fólks verður að hætta störfum fyrir sjötugt og yfirgefa vinnu- markaðinn þó svo að það hafi fulla starfsorku. Friðbjörn Jónatansson á Nípá í Ljósavatnshreppi er 82 ára og hefur enn mjög mikinn áhuga á búskap og lætur ekki sitt eftir liggja við bú- störfin. Hann er mikill hestamaður og fer alla daga á Léttfeta sínum innan um búsmalann og færir m.a. rafgirðinguna fyrir kýrnar þar sem þeim er randabeitt í grænfóðrinu. Friðbjörn er við góða heilsu, en lætur að því að sjónin sé aðeins að byrja að daprast. Hver dagur í bú- skapnum er honum gleðiefni og áhuginn hefur ekkert dvínað þrátt fyrir að aldurinn sé að byrja að segja til sín. Fyrir tveimur árum var skoskur fornleifafræðingur á ferð um Þing- eyjarsýslu sem sagði að rannsóknir á fjárbændum í Skotlandi hefðu leitt það í ljós að þeir héldu starfsáhuga sínum ótrúlega lengi auk þess sem þeir væru almennt hraustari en fólk í öðrum starfsgreinum. Þar kæmi til áunnin hreysti sem fylgdi útivist og hreyfingu í tengslum við fjárbú- skapinn. Segja má þetta sama um Friðbjörn, en um ævina hefur hann alla tíð verið mikið úti við og alltaf kvikur í hreyfingum. Búskaparáhuginn endist lengi Laxamýri. Morgunblaðið. félags og greiða tekju- og fjár- magnstekjuskatt af hagnaðinum fremur en reikna sér endurgjald og telja fram launatekjur. Er hag- urinn meiri fyrir þá sem tekju- hærri eru vegna ákvæða um há- tekjuskatt, auk þess sem ekki þarf að greiða tryggingagjald eða í líf- eyrissjóð af fjármagnstekjum eins og gera þarf af launatekjum. Þetta skýrist af því að sá sem telur fram launatekjur greiðir nærfellt helming tekna sinna og rúmlega það í tekjuskatt, útsvar, tryggingagjald og hátekjuskatt séu tekjurnar umfram tiltekin mörk, auk þess sem lögbundið er LJÓST er að fyrirhuguð lækkun tekjuskattshlutfalls félaga eykur verulega það skattalega hagræði sem sjálfstætt starfandi einstak- lingar geta haft af því að vera með rekstur sinn í formi einkahluta- framlag í lífeyrissjóð. Af hagnaði einkahlutafélags þarf hins vegar að greiða 30% í tekjuskatt félaga, eins og nú er málum háttað en það hlutfall lækkar í 18% á næsta ári samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinn- ar, auk 10% fjármagnstekjuskatts af því sem þá er eftir. Samanlagt skatthlutfall verður þannig á næsta ári vel innan við 30%, auk þess sem ekki þarf að greiða tryggingagjald eða í lífeyrissjóð af fjármagnstekjum eins og fyrr sagði. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að embættið hefði ekki farið ítarlega í gegnum þær skattalagatillögur sem nú lægju fyrir, en það hefðu vissulega verið ákveðin vandkvæði í framkvæmd vegna mismunar á skattlagningu á félögum og einstaklingum í rekstri og þeir óttuðust að aukinn mis- munur að því leyti auðveldaði alla vega ekki framkvæmdina. Hann sagði aðspurður að í raun og veru væri mjög auðvelt að stofna einkahlutafélög og litlar kröfur gerðar í því efni, en hann reiknaði með því að embættið myndi fá frumvarpið til umsagnar og það myndi gera Alþingi grein fyrir viðhorfum sínum hvað varð- aði þessar tillögur. Tæplega 2.200 félög skráð í fyrra Hlutafélögum og einkahluta- félögum hefur fjölgað mikið á und- anförnum árum eða úr tæplega 8.900 árið 1995 í rúm 15 þúsund í fyrra samkvæmt skráningu Hag- stofu Íslands og stöðug stígandi hefur verið í skráningu nýrra fé- laga á þessu tímabili. Þannig voru nýskráð félög á árinu 1995 821 talsins, en þau voru 1.879 árið 1999 og 2.181 árið 2000. Á sínum tíma var gerður sam- anburður á því í Morgunblaðinu að telja fram launatekjur annars veg- ar og fjármagnstekjur hins vegar og kom þá fram meðal annars að samkvæmt þágildandi reglum og 30% tekjuskattshlutfalli fyrirtækja væru skattar af 5 milljón króna tekjum 200 þúsund kr. lægri væru tekjurnar taldar fram sem fjár- magnstekjur en ef þær væru tald- ar fram sem launatekjur. Mun- urinn á ráðstöfunartekjunum var enn meiri vegna framlagsins í líf- eyrissjóði og munaði þá tæplega einni milljón króna á ráðstöfunar- tekjum vegna sex milljóna kr. árs- tekna, eða 500 þús. kr. mánaðar- launa, eftir því hvort taldar voru fram launatekjur eða fjármagns- tekjur. Lækkun á tekjuskattshlutfalli félaga fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga Verulegt skattalegt hagræði af einkahlutafélagsforminu Hlutafélögum og einkahlutafélögum hefur fjölgað mikið undanfarin ár FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Peysur allt að 50% afsl. Buxur allt að 50% afsl. Jakkar allt að 50% afsl. Laugavegi 54, sími 552 5201 TILTEKT Í FLASH og mörg önnur góð tilboð FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjaness sýknaði í gær karl- mann sem sakaður var um kynferð- isbrot gegn 12 ára stjúpdóttur sinni. Sömuleiðis var einnar milljónar króna miskabótakröfu vísað frá dómi. Málið var höfðað með ákæru rík- issaksóknara og var manninum gefið að sök að hafa í nokkur skipti í fyrra og fram til mars sl. lagst undir sæng hjá stjúpdóttur sinni á heimili þeirra og þuklað kynfæri hennar, og að minnsta kosti einu sinni fengið hana til að taka um kynfæri sín. Maðurinn mótmælti ákæru og krafðist sýknu. Héraðsdómi fannst ekkert það koma fram í málinu sem væri til þess fallið að hnekkja fram- burði hans eða rýra gildi hans svo nokkru næmi. Þótti réttinum að gegn eindreginni neitun ákærða hefði ekki komið fram nægileg sönnun um sekt hans, er væri vafalaus og óvéfengj- anleg. Dómurinn felldi allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talin 170 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verj- anda ákærða og 70 þúsund króna þóknun skipaðs réttargæslumanns stjúpdótturinnar. Maðurinn var í Hæstarétti sumarið 1996 dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni af fyrra hjónabandi. Dómur Héraðsdóms Reykjaness var skipaður Þorgeiri Inga Njálssyni, dómsformanni og héraðsdómurunum Finnboga H. Alexanderssyni og Jón- asi Jóhannssyni. Skipaður verjandi ákærða var Rúnar S. Gíslason hdl. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Skiparðu réttar- gæslumaður stúlkunnar var Þórdís Bjarnadóttir. Sýknaður af ákæru um kyn- ferðisbrot gegn stjúpdóttur BISKUP Íslands hefur sent prest- um landsins ákall vegna Afganist- ansöfnunar Hjálparstarfs kirkj- unnar og Rauða kross Íslands og hvetur þá til að minna á söfnunina og biðja fyrir þeim sem þjást af völdum hörmunga og hernaðar. „Meðan sprengjunum rignir yfir Afganistan er samstarfsfólk Hjálp- arstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands að dreifa hjálpar- gögnum. Hjálpin hefur komist til skila þrátt fyrir margskonar erf- iðleika. Hörmungar aukast og ástandið er verra þarna en nokk- urs staðar í heiminum,“ segir m.a. í bréfi Karls Sigurbjörnssonar bisk- ups. Söfnunin fer fram með þeim hætti að unnt er að hringja í síma 907 2003 og greiðir símnotandi með því eitt þúsund króna framlag í söfnunina. Einnig er hægt að leggja inn á reikning söfnunarinn- ar hjá Spron. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Íslands, sagði söfnunarfé vera komið vel á aðra milljón króna en henni á að ljúka um næstu helgi. Biskup biður fólk að styðja söfnun BROTIST var inn í fjóra bíla í Reykjavík í fyrrinótt og gær- morgun. Farið var inn í tvo bíla sem stóðu við Háskólabíó og stolið úr þeim geisladiskum og einhverju lauslegu. Þá var farið inn í bíla við Einholt og Fram- nesveg og diskum einnig stolið. Brotist inn í fjóra bíla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fallist á þá kröfu lögreglunnar í Reykjavík að úrskurða konu á þrí- tugsaldri í viku gæsluvarðhald vegna gruns um að hún hafi brotist inn í tvö apótek í borginni og gert tilraun til innbrota í fjögur til viðbótar aðfara- nótt þriðjudags og miðvikudags í þessari viku. Að auki var önnur kona yfirheyrð af lögreglu á miðvikudag en henni var síðan sleppt. Í einu apó- tekinu voru tekin lyf ófrjálsri hendi, eða 500 töflur af morfínlyfi í Borg- arapóteki, sem ekki höfðu komið í leitirnar í gær. Önnur apótek sem brotist var inn í eða gerðar tilraunir til þess voru Garðsapótek við Sogaveg, Laug- arnesapótek og Heilsubrunnurinn við Kirkjuteig, Pharma við Hring- braut og Lyf og heilsa við Melhaga. Innbrot í apótek Kona í varðhald í viku FUNDI tónlistarkennara og við- semjenda þeirra hjá ríkisáttasemj- ara lauk um sexleytið í gær og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan 9 fyrir hádegi í dag, en boðað verkfall tónlistarkennara hefst á mánudag- inn kemur ef ekki semst fyrir þann tíma. Þá funduðu sjúkraliðar og við- semjendur þeirra einnig hjá ríkis- áttasemjara í gær og hefur næsti fundur verið boðaður á mánudaginn klukkan 15. Þriðja þriggja daga verkfall sjúkraliða er boðað í lok mánaðarins takist samningar ekki fyrir þann tíma. Árangurs- laus sátta- fundur Tónlistarkennarar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.