Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 19.10.2001, Síða 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 51 af öllum yfirhöfnum í dag og á morgun Velkomin um borð! 15% afsláttur Laugavegi 1 í kvöld frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 LISTAHÁTÍÐ sem end-urspeglar það helsta semer í gangi í listsköpunhjá ungu fólki, er nauð- synleg í landi þar sem annar hver maður er listamaður. Unglist hef- ur því verið haldin á ári hverju frá 1992 og gefið góða raun. Hátíðin hefst í dag og stendur til 27. október og er ætlunin að all- ir menningarkimar fái tækifæri á að koma listsköpun sinni á fram- færi. Hátíð verður haldin í Reykja- vík, á Akureyri, í Borgarnesi, á Ísafirði og á Egilsstöðum. Ekki of seint að vera með Dagskrá Unglistar verður að vana mjög fjölbreytt og skemmti- leg, og ekki er heldur leiðinlegt að ókeypis er inn á alla viðburði Ung- listar. Í Reykjavík verður hátíðin sett í kvöld kl. 20 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Úti á landi á sama tíma, þar sem dagskráin verður einnig mjög öflug. „Þetta endurspeglar alla flór- una,“ segir Ása Hauksdóttir, verk- efnastjóri menningarmála Hins hússins. „Þetta er tíska, ljóða- slamm, klassískir tónleikar, djass- upplifun og harðkjarnarokk, rokk, dansinn dunar og myndlist. SIE er mjög spennandi verkefni þar sem fimmtán myndlistarnemendur frá Íslandi, Eistlandi og Finnlandi verða með sýningu í versl- unargluggum á Laugaveginum. Svo verður að muna að setningin er í kvöld og að það er ekki of seint að vera með í myndlistar- og ljósmyndamaraþoni. Það er bara að mæta á staðinn kl. 20, þar verða reglur og gögn afhent, auk skemmtilegra atriða, Tónaflokk- urinn og Anonymus spila og mikið að gerast.“ Myndlistin kemur sterk inn Ása segir að þátttakendur í Unglist séu á aldrinum 16–25 ára, flestir um tvítugt, en miðað sé við sama aldur í maraþonunum og ljóðaslamminu. „Aðalnýjungin er hvað mynd- listin er sterk inni, bæði er Lauga- vegurinn undirlagður, og jafnframt verður bandarísk stúlka, Alison Gerber, með innsetningu sem hún kallar Stopgap Measure í stiga- gangi Hins hússins og Þuríður Helga Kristinsdóttir verður með einkasýningu í anddyri Tjarn- arbíós, en hún er nýútskrifuð frá Hollandi. Svo er ljóðaslammið að koma mjög sterkt inn. Yfir 20 ung- skáld munu slamma orði á borð, en þetta er tengt rappforminu. Hópurinn Afætur guðanna verða með rappljóð, en það mega allir taka þátt og í ljóðaslammi er opið í skráningu fram á síðustu stundu.“ Ókeypis inn Ása segir þátttakendur í lokuðu dagskránni vera ungt fólk sem býður sig fram, sem veit af Ung- list og finnst hún tækifæri til að koma listsköpun sinni á framfæri. „Og það er einstakt að það er ókeypis aðgangur, þarna er rjóm- inn af íslenskum rokkböndum, einsog Lúna, Kuai, Sofandi, Úlpa og Fidel. Auk þess kemur fram gestahljómsveitin Castor sem er vinningshafi frá listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem kallast Lunga. Á harðkjarnarokkinu leika Mínus, Klink, Andlát, Snafu og ÍAdapt. Það kostar að fara á þann- ig tónleika, þannig að þetta er sér- stakt í nútíma markaðsfræði.“ – Eru mikið sömu krakkar sem taka þátt í Unglist? „Í maraþonunum já, og það er um að gera fyrir alla að skella sér á sólarhringsmaraþon í ljós- myndun eða myndlist, eða hvort tveggja einsog margir gera. Maður mætir á svæðið kl. 20, fær gögn og leggur út af örkinni og kemur aft- ur 24 klst. síðar með árangurinn. Síðan er haldin sýning með af- rakstrinum og verðlaun afhent á lokadeginum. Sumir gera þetta í hópum í stað þess að fara út að djamma. Það er jafnvel ekkert sof- ið.“ Endurspeglar alla flóruna Á hverju hausti láta hundruð íslenskra ungmenna andann hell- ast yfir sig og taka þátt í Unglist. Morgunblaðið/Arnaldur „Dansinn dunar“: Götustrákarnir sýna listir sínar í Tjarnarbíói á miðvikudag. Morgunblaðið/Kristinn Snafu leikur á harðkjarnarokkinu í Tjarnabíói eftir viku kl. 20. Unglist: Listahátíð ungs fólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.