Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 21
BANDARÍSKAR herþotur réðust í
gær á skriðdrekasveit talibana-
stjórnarinnar og önnur hernaðarskot-
mörk í Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Fregnir bárust af hörðum bardögum
sveita Norðurbandalagsins, stjórnar-
andstöðunnar í landinu, og liðsafla
talibana við mikilvæga borg í norður-
hlutanum. Heimildarmenn í Wash-
ington greindu frá því að bandarískar
sérsveitir væru enn um borð í flug-
móðurskipinu Kitty Hawk á Ind-
landshafi tilbúnar til að láta til sín
taka ef skipun bærist um að fara gegn
talibönum og hryðjuverkaflokkum
Osama bin Ladens.
Sprengjurnar féllu fyrir dögun í
Kabúl og nötruðu hverfi í miðborginni
nærri forsetahöllinni og víðar. Tals-
maður talibana-stjórnarinnar sagði
að meginþungi árásanna beindist að
Shash Tarak-hverfinu, nærri bygg-
ingu þeirri, sem forðum hýsti sendi-
ráð Bandaríkjanna, en þar er að finna
höfuðstöðvar skriðdrekaherdeildar.
Segja 400 fallna
Íbúar sögðu í samtali við AFP-
fréttastofuna að sex manns hið
minnsta hefðu fallið í árásunum í gær.
Maður einn sem bjó í hverfi er nefnist
Kalae Zaman Khan í suðausturhluta
Kabúl kvaðst hafa misst alla fjöl-
skyldu sína í árásunum. „Móðir mín,
bróðir minn, mágkona mín, amma
mín og systir fórust öll. Ég hef glatað
öllu,“ sagði maður sem kvaðst heita
Abdullah og vera 27 ára þegar frétta-
ritari AFP gekk fram á hann þar sem
hann leitaði ástvina sinna í rústum
heimilis síns um fimm kílómetra frá
miðborg Kabúl. Íbúar í hverfinu
Macroyan í austurhluta Kabúl kváðu
átta ára gamla stúlku hafa farist þar.
Talsmenn talibana-stjórnarinnar
segja að 400 óbreyttir borgarar hafi
fallið frá því að loftárásirnar hófust en
talan verður hvorki staðfest né borin
til baka með óháðum hætti.
Norður af Kabúl stigu eldtungur
upp í loft en þar liggur flugvöllur
borgarinnar þótt ógerlegt væri að
segja til um hvort á hann hefði verið
ráðist. Á miðvikudag gerðu þotur
Bandaríkjamanna árásir á olíubirgða-
stöð nærri flugvellinum, að sögn talib-
ana. Fólk sem rætt var við í borginni
sagði að talibanar hefðu hafið að
dreifa skotvopnum til almennings.
Í gær bárust einnig fréttir af loft-
árásum nærri Jalalabad í suðurhlut-
anum. Þar mun hafa verið ráðist á
flugvöll og skotmörk í nágrenni hans.
Tekið tillit til
Norðurbandalagsins
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði í Kaliforníu á miðvikudagskvöld
áður en hann hélt til leiðtogafundar í
Kína að árásirnar yrðu til þess að
„greiða götu vinveittra hermanna á
jörðu niðri“. Þóttu þessi ummæli hin
skýrustu sem forsetinn hefur látið frá
sér fara um að tekið væri mið af hags-
munum og staðsetningu sveita Norð-
urbandalagsins við skipulagningu
loftárásanna.
Talsmaður talibana í Kabúl, Abdul
Hanan Himat, viðurkenndi í gær að
talibanar hefðu glatað yfirráðum yfir
hluta lands nærri borginni Mazar-e-
Sharif í norðurhluta landsins en hún
þykir sérlega mikilvæg í hernaðar-
legu tilliti.
Heimildarmenn í Washington
lögðu áherslu á að ekki hefði verið
ákveðið að beita sérsveitum úr her
Bandaríkjanna þótt þær hefðu verið
fluttar um borð í flugmóðurskipið
Kitty Hawk fyrir nokkrum dögum.
Sveitir þessar eru fluttar með þyrlum
og hefur vera þeirra um borð í Kitty
Hawk verið talin enn ein vísbending
þess að landhernaður með þátttöku
liðsafla bandamanna sé skammt und-
an í Afganistan.
Leiðtogi samtaka 35 herflokka sem
fylgja talibönum að málum sagði í
gær að á vegum þeirra væru tugir
þúsunda ungra manna sem tilbúnir
væru til að gerast sjálfboðaliðar yrði
bandarískum landsveitum beitt í Afg-
anistan. „Dag þann þegar bandarískir
hermenn stíga fæti á afganska jörð
verða ungmenni okkar fullþjálfuð og
hugur þeirra og hjarta full af hrær-
ingum hins heilaga stríðs,“ sagði
Maulana Samiul Haq, sem fyrir þess-
um samtökum fer en þau nefnast
Varnarráð Afganistans.
Talsmaður Matvælahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna greindi frá því á mið-
vikudagskvöld að herflokkar talibana
hefðu tekið tvær vöruskemmur í Kab-
úl á sitt vald. Þar geymdi stofnunin
mikið magn hveitis sem gefið hafði
verið til að lina þjáningar íbúa lands-
ins. Hefði þar verið að finna um helm-
ing þess hveitis sem Matvælahjálpin
hefði flutt til Afganistan.
Reuters
Landgönguliðar úr sveitum breska hersins á æfingum með vélbyssu í arabaríkinu Óman við Persaflóa. Alls taka
um 20.000 breskir og þýskir hermenn þátt í æfingunum með her Ómans og nefnast þær Saif Sareea 2.
Sprengingar skekja
miðborg Kabúl
Íbúar segja
minnst sex manns
hafa fallið
Kabúl. AP.
DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, segir í viðtali
við sjónvarpsstöðina Al-Jazeera í
Persaflóaríkinu Qatar að óhjákvæmi-
legt sé að eitthvert manntjón verði
meðal óbreyttra borgara í Afganistan
vegna loftárásanna. En Bandaríkja-
menn hafi orðið að bregðast við vegna
árásanna á New York og Washington
í september. „Við ætlum að finna
mennina sem gerðu þetta og aðra sem
vilja gera slíka hluti og stöðva fram-
ferði þeirra,“ sagði ráðherrann.
Viðtalið er sagt munu birtast í vik-
unni en þegar hefur verið skýrt að
hluta frá efni þess. Bandaríkjamenn
og Bretar leggja nú mikla áherslu á
að koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi í löndum múslíma. Nýlega kom
Condoleezza Rice, öryggismálaráð-
gjafi George W. Bush Bandaríkjafor-
seta, fram í fréttaviðtali hjá stöðinni.
Al-Jazeera er eina sjónvarpsstöðin
sem talibanar hafa leyft að senda
fréttir beint frá Afganistan. Er mikið
horft á útsendingar hennar í araba-
löndum og Sádi-Arabinn Osama bin
Laden hefur látið menn sína afhenda
stöðinni myndbandsupptökur með
ávörpum sínum til múslíma þar sem
hann og menn hans hvetja meðal ann-
ars til hryðjuverka gegn Bandaríkj-
unum. Talsmenn Al-Jazeera segja að
upptökunum hafi verið fleygt með
leynd inn á skrifstofu þeirra í Kabúl.
Bandaríkjamenn hafa viðurkennt
að mistök hafi orðið og sprengjur lent
á röngum stöðum og jafnframt að í
nokkrum tilvikum hafi óbreyttir
borgarar fallið. Talibanar segja mörg
hundruð manns hafa fallið en því vísa
Bandaríkjamenn á bug og segja hel-
ber ósannindi.
Rumsfeld sagðist telja að loft-
varnabyssur talibana væru líklegri til
að valda tjóni á saklausu fólki en
sprengjur bandamanna vegna þess að
skotin úr byssunum féllu aftur til
jarðar og gætu valdið eldsvoða og
mannfalli.
„Við höfum gætt mikillar var-
kárni,“ sagði hann. „En reyndin er sú
að þegar svo mikið er af skotfærum
og sprengjum á þeytingi um landið er
óhjákvæmilegt að einhverjir falli sem
ekki var ætlunin að gera mein.“
Rumsfeld ver
loftárásir
Segir loftvarnabyssur talibana
valda manntjóni á jörðu niðri
Washington. AFP.
STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hétu
því í gær í fyrsta sinn að uppræta
þann „sjúkdóm“, sem væri stuðning-
ur við Osama bin Laden. Haft er eft-
ir talsmanni sádi-arabískra stjórnar-
andstæðinga í London að um 100
stuðningsmenn bin Ladens hafi ver-
ið handteknir.
Nayef bin Abdul Aziz prins og inn-
anríkisráðherra Sádi-Arabíu varaði
stuðningsmenn bin Ladens við og
sagði, að þeir skyldu „ekki gleyma
því, að mennirnir, sem nú hafa leitað
hælis í hellum og holum, hafa svívirt
ykkar eigið land. Þeir eiga því miður
að heita múslímar en íslam vill ekk-
ert af þeim vita“. Sagði hann, að þeir
væru „sjúkir og óalandi í sádi-arab-
ísku samfélagi, jafnvel þótt þeir séu
runnir þar upp“.
Saad al-Faqih, talsmaður sádi-ar-
abísku útlaganna í London, segir, að
yfirlýsing Nayefs sé einsdæmi og
sýni, að yfirvöldum í Sádi-Arabíu sé
brugðið. Segir hann, að lögreglan
hleypi upp fundum til stuðnings bin
Laden af mikilli hörku og sádi-arab-
íski trúmálaráðherrann hefur bann-
að klerkum að lýsa yfir heilögu
stríði. Það sé aðeins á færi yfirvalda
enda sé það höfuðsynd að óhlýðnast
múslímskum yfirboðara.
Faqih segir, að stjórnin í Riyadh
hafi haft samband við ríkisstjórnir í
nálægum ríkjum og beðið þær að
láta strax vita ef einhver þeirra Sádi-
Araba, sem ekkert er vitað um, skýt-
ur þar upp kollinum. Þeir eru nokkur
þúsund talsins og víst talið, að þeir
hafi farið um Persaflóaríkin til Írans
eða Pakistans og ferðinni sé heitið til
Afganistans.
Yfirvöldum í Sádi-Arabíu nóg boðið
Stuðningsmenn
bin Ladens
handteknir
Dubai. AFP.