Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 35

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 35 ✝ Björn Pálssonfæddist á Skeggjastöðum í Fellahreppi í Norð- ur-Múlasýslu 6. nóv- ember 1933. Hann lést á heimili sínu 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Jónsson bóndi á Skeggjastöðum, f. á Þúfu í Dalsmynni í Suður-Þingeyjar- sýslu 25. október 1898, d. 28. maí 1972, og kona hans, Bjarnheiður Magn- úsdóttir, f. á Hallgeirsstöðum í Hlíðarhreppi í Norður-Múlasýslu 13. janúar 1902, d. 9. september 1981, og var Björn næstyngstur barna þeirra. Systkini Björns eru: Aðaldís á Egilsstöðum, Þór- arinn sem er látinn, Hulda á Dal- vík, Jón Þór í Reykjavík og yngstur var Garðar bóndi á Skeggjastöðum sem er látinn. Hinn 19. maí 1956 kvæntist Björn Sigríði Sigurbergsdóttur, f. 12. mars 1937. Foreldrar hennar voru Sigurbergur Pálsson, f. á Rauðabergi í Mýrahreppi í Aust- ur-Skaftafellssýslu 11. nóvember 1910, d. 6. júlí 1998, og kona hans, Ingunn Kristrún Gríms- dóttir, f. á Kirkjubóli í Kirkju- bólshreppi í Strandasýslu 20. maí 1905, d. 11. júní 1975. Börn Björns og Sigríðar eru: 1) Sig- urbergur, kvæntur Guðríði Vil- hjálmsdóttur og eiga þau börnin Björn Loga og Bjarnheiði. Auk þess á Sigurbergur dótturina Sigríði Birnu frá fyrra hjóna- bandi og Guðríður á fyrir dæturnar Sig- ríði Sóley og Bergd- ísi Guðnadætur. 2) Birna Hugrún, gift Jóhannesi Jónssyni og eiga þau börnin Furu Ösp, Burkna Reyr, Jón Reyr og Bjarka Reyr. 3) Steinn Logi, kvænt- ur Önnu H. Péturs- dóttur og eiga þau börnin Stein Loga, Ylfu Ýri og Perlu. Björn á einnig son- inn Hilmar Þórð sem er ókvæntur og barnlaus. Fyrstu þrjú búskaparárin bjuggu Björn og Sigríður á Höfn í Hornafirði, þar sem Björn var lögreglumaður við herstöðina á Stokksnesi. Eftir það stóð heimili þeirra í Reykjavík og síðustu 34 árin í Sæviðarsundi 19. Björn tók Landspróf frá Héraðsskólanum á Eiðum. Hann stundaði nám við Lýðháskólann í Östavik í Noregi og útskrifaðist íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1954. Hann hóf störf sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli árið 1955 og var aðalvarðstjóri þar er hann lét af störfum árið 1992. Hann lauk námi frá Lögregluskólanum og sótti endurmenntunarnám- skeið vegna starfa sinna. Björn var um tíma formaður Lögreglu- félags Suðurnesja og sat í stjórn Landssambands lögreglumanna. Útför Björns fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Góður vinur og tengdafaðir minn, Björn Pálsson, er fallinn frá, langt um aldur fram. Sem betur fer án langra legudaga sem aldrei hefðu verið hon- um að skapi. Bjössi vinur minn geisl- aði af hreysti. Hann fór í sund á hverj- um degi, gerði Muellers æfingar og fór í langa göngutúra.Við áttum okk- ur sameiginlegt áhugamál og það var heilsan. Við lásum bækur eftir Edgar Casey og fleiri og þóttumst vita allt um vítamín og bætiefni. Okkur var oft strítt af fjölskyldunni, en létum það ekkert á okkur fá, við vissum alveg hvað við vorum að gera, okkur sem báðum þótti hákarl svo góður! Ég þakka fyrir yndislega daga á Skeggjastöðum í sumar, þegar ég og fjölskylda mín hittum Bjössa og Siggu á ættarsetrinu. Bjössi var þar á heimaslóðum og fór með okkur um sveitina og fræddi okkur um fjöll og firnindi. Bjössi lét sér mjög annt um barna- börn sín. Hann passaði litlu börnin og leiðbeindi unglingunum. Hann var alltaf tilbúinn að tefla við þau og keyra þau og sækja þegar foreldrarn- ir voru uppteknir. Ef einhver var í vandræðum með bílinn sinn var Bjössi mættur á svæðið til að hjálpa og kom það sér oft vel. Ég sakna þess að hafa ekki Bjössa lengur á meðal okkar. Hvíli hann í friði. Anna H. Pétursdóttir. Við viljum í nokkrum orðum minn- ast Bjössa, mágs okkar og svila, og þakka honum fyrir samfylgdina í gegnum árin. Sjúkdómslega hans varð ekki löng. Við vissum ekki betur en hann væri að fara í nokkuð mein- lausa aðgerð en brátt kom í ljós að um mun alvarlegri sjúkdóm var að ræða. Enda liðu ekki nema fjórar vikur frá því að hann var skorinn upp og þar til hann lést. Hann fékk þó að eyða síð- ustu ævistundunum heima þar sem Sigga gat hlúð að honum af umhyggju og ástúð og var það honum mikils virði að geta verið í faðmi fjölskyld- unnar þessa síðustu ævidaga. Ekki heyrðist hann kvarta og fram á síð- asta dag gat hann gert að gamni sínu. Við bjuggum í nálægð við Bjössa í næstum 34 ár og margs er því að minnast. Öll unnum við að byggingu húsa okkar í Sæviðarsundinu og má segja að við höfum verið frumbyggjar þar. Seinna minntist hann oft þessara erfiðu tíma þar sem eigendur urðu oft og tíðum að leggja nótt við dag við að koma sér upp íverustað fyrir fjöl- skylduna. Mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar og lét Bjössi ekki sitt eftir liggja til að allt gengi sem best okkar á milli. Hann vildi líka börnunum okkar allt það besta og iðu- lega spurði hann frétta af þeim til að vita hvernig þeim gengi. Á góðum stundum var Bjössi hrókur alls fagn- aðar. Við eigum eftir að sakna þess þegar Bjössi rak upp sínar frægu hláturrokur þegar eitthvað skemmti- legt var um að vera. Bjössi og Sigga fóru í margar skemmtilegar ferðir saman og ferð til Kanaríeyja var ár- legur viðburður hjá þeim. Hann hlakkaði ávallt til að komast í hitann á suðlægum slóðum og fannst honum gott að komast úr kuldanum hér heima í mesta skammdeginu. Bjössi hafði sterkar taugar til heimabyggðar sinnar austur á Héraði. En þar hafði hann ásamt systkinum sínum haldið við gamla húsinu þar sem foreldrar hans bjuggu og systkinin ólust upp. Þar naut hann þess að dvelja í nokkr- ar vikur á hverju sumri. Það var okk- ur sérstök ánægja að heimsækja hann þar því þar var hann á heima- velli að taka á móti sínum gestum. Í sumar dvöldu Sigga og Bjössi þar óvenju lengi og áttu ljúfar stundir saman. Það fór ekki á milli mála hvenær Bjössi komst í jólaskapið sitt en það var þegar hann spilaði uppáhaldsplöt- una sína með Mahaliu Jackson. Þá voru jólin komin hjá Bjössa og það varð einnig til þess að allir í kringum hann komust í hátíðarstemmingu. En jólin voru sá tími sem öll stórfjöl- skyldan hittist, allt frá því að við héld- um jólin hjá foreldrum okkar, og höf- um við haldið þeirri hefð síðan. Oftu voru fjörugar umræður í gangi í þess- um boðum og hafði Bjössi ávallt eitt- hvað til málanna að leggja til að lífga upp á samræðurnar. Bjössi var ákaflega stoltur af börn- um sínum og barnabörnum og var hann boðinn og búinn að hlaupa undir bagga, ef á þurfti að halda, við barna- pössun eða aðra hjáp þeim til handa og er hans sárt saknað af fjölskyld- unni. Að leiðarlokum þökkum við Bjössa fyrir tryggð hans og vináttu. Elsku Sigga, við vottum þér, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Bára, Ragnar, Pálína og Stefán. Björn frændi okkar er látinn. Fyrir nokkrum vikum hvarflaði það ekki að neinum að hann yrði hrifinn svo fljótt í burtu. Við systkinin eigum margar góðar minningar tengdar Bjössa. Við vorum alin upp austur á Héraði í hans heimasveit en hann settist að í Reykjavík. Bjössi var bjartur yfirlit- um, stæltur, grannur, skarpleitur og hressilegur í viðkynningu. Í kringum hann var aldrei nein lognmolla, ætíð eitthvað um að vera og alltaf stutt í hláturinn. Björn gekk rösklega til verks, var bóngóður og lét sitt ekki eftir liggja. Fyrstu minningarnar af Birni tengjast tilhlökkun um að fá hann og fjölskylduna í heimsókn austur eða komu á góðum hlut sem Bjössi frændi var búinn að útvega í Reykjavík. Það var ekki fátt sem barst austur að til- stuðlan Bjössa. Fyrsta bíl foreldra okkar keypti Bjössi og kom hann glaðhlakkalegur keyrandi á fínum Willis jeppa með rauðu plussi á sæt- um og í klæðningu. Er kom fram á sumar var farið að huga að komu Bjössa og fjölskyldu en þau mættu alltaf með sína krafta og glaðværð í heyskapinn á Skeggjastöðum. Þá mættu gjarnan fleiri til verka, Bjössi hló hátt og aðrir nutu nærveru hans. Fyrstu minningar okkar um heim- sókn til höfuðborgarinnar tengjast hlýjum móttökum Bjössa og Siggu. Það var ekki talið eftir sér að skjótast, redda eða sýna mikilleik borgarinnar. Á seinni árum gafst Bjössa rýmri tími til að njóta hugðarefna. Gamall áhugi á líkamsrækt lifnaði aftur og hóf hann að stunda sund og göngu- ferðir. Þá fór Bjössi líka að sinna föð- urleifð sinni á Skeggjastöðum af mikl- um áhuga. Hin síðari ár dvaldi hann nokkrar vikur á Skeggjastöðum á hverju sumri. Þar var hann bæði einn eða með fjölskyldunni, dittaði að því sem þurfti að laga, sló blettinn í kringum húsið (hólinn) eða hitti gamla vini á Héraði. Ástfóstur Bjössa við æskuslóðirnar var mikið. Á Skeggjastaðatorfunni bjuggu í upp- vexti Björns og til skamms tíma 20 til 30 manns en nú eru íbúarnir þrír. Þar tengist saga hverjum bletti og þar er grafreitur ættingja og vina. Að þessu þurfti Bjössi að huga. Bjössi sagði að á hólnum væri fal- legasta bæjarstæði á Héraði þar sem við blöstu Lagarfljót, Vellir, Höttur, Hjálpleysa, Sandfell, Hallormsstaða- háls og Hallormsstaðaskógur. Það er enginn vafi í okkar huga að það er rétt. Í sumar var Bjössi mættur með orfið og ljáinn á hólinn og sló af þrótti hávaxið grasið. Ungviðið horfði á og hafði aldrei séð slík vinnubrögð. Þá var ekki að sjá neinn bilbug á Bjössa. Nú er skarð fyrir skildi og munum við sakna Bjössa og komu hans í Skeggjastaði. Við sendum Sigríði, Sigurbergi, Birnu Hugrúnu, Steini Loga og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Björns Páls- sonar. Ólöf, Anna, Gylfi og Gígja. Mikið þótti mér sárt að heyra að Björn Pálsson minn gamli, góði vinur og skólabróðir væri látinn. Fréttin kom skyndilega og óvænt, því ég hafði ekki haft minnstu hugmynd um að hann væri veikur. Hvernig gat það verið að þessi kempa sem ég vissi ekki til að hefði nokkurn tíma orðið mis- dægurt væri fallinn frá. En þannig vinnur árans krabbinn í laumi og ræðst ekki síst á sterkustu vígin og eirir engu. Skammt er stórra högga á milli. Ekki er langt síðan hann lagði að velli annað hraustmenni úr okkar fámenna hópi sem útskrif- uðumst frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni árið 1954. Það var sá góði drengur og fjölhæfi íþróttamaður Einar Valur Kristjáns- son frá Ísafirði. Við minnumst hans einnig nú með trega. Björn Pálsson var knár íþrótta- maður, víkingi líkastur í framgöngu og hreystin uppmáluð. En hann var einnig ljúfur sem lamb og hjartahlýr, ljóðelskur og músíkalskur, hafði yndi af tónlist og naut þess að blása í trompetið sitt. Hann átti einnig létt með að kasta fram vísum og skemmti okkur skólasystkinunum oft með smellnum vísum um spaugileg atvik í kennslustundum og skólalífinu. Já, það er mikill missir að slíkum öðlingi. Það er ljúft að láta hugann reika til þess tíma er við vorum saman á Laug- arvatni. Við vorum aðeins tíu sem voru saman allan veturinn. Sá ellefti hafði hætt um áramót. Í svo litlum hópi sem okkar verða kynni afar náin við þær aðstæður sem við vorum í, lík- ast því sem um alvöru systkini væri að ræða. Orðið skólasystkini fékk aðra og dýpri merkingu eftir dvölina á Laugarvatni en áður. Einlæg vin- átta skapaðist milli okkar allra sem enginn skuggi hefur fallið á allt lífið. Á þessum tíma var Laugarvatn sem lítill skólabær með barnaskóla, héraðs- eða gagnfræðaskóla, mennta- skóla, húsmæðraskóla auk íþrótta- kennaraskólans. Þar var líf og fjör og góð samskipti skóla á milli með heim- boðum og dansleikjum. Eignuðust margir þar góða vini og kunningja og kynntust sumir hverjir lífsförunaut- um sínum þar. Þannig var það með Björn vin okkar. Þarna kynntist hann kátri og lífsglaðri stúlku, Sigríði Sig- urbergsdóttur og varð úr því farsælt hjónaband. Þau hafa átt miklu barna- láni að fagna og barnabörnin hafa einnig veitt þeim gleði og hamingju. Sigga eins og við kölluðum Sigríði oftast, féll strax einstaklega vel inn í hóp okkar skólasystkinanna. Höfum við alla tíð notið þess og átt ógleyman- legar stundir á heimili þeirra þar sem haldist hefur í hendur einstök gest- risni og rausn. Eru hér færðar einlægar þakkir fyrir vináttu þeirra og örlæti í okkar garð um leið og við kveðjum kæran skólabróður og vin með söknuði. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra sem eigið um sárt að binda. Blessuð sé minning Björns Páls- sonar. Valdimar Örnólfsson. Lyngið er fallið að laufi holtin regnvot og hljóð kvöldskin á efsta klifi. (Snorri Hjartarson.) Aldarfjórðungur er liðinn síðan við hjónin kynntumst Birni og hans ágætu konu. Þessi kynni urðu smá saman að vináttu og leiddu til tíðra samfunda. Einkanlega voru þeir í tengslum við fámennan gönguklúbb, sem stofnaður var með öðru vinafólki. Árum saman hittumst við nær vikulega. Við gengum um holt og móa, víkur og voga og um víðáttur Ís- lands. Líka um stræti og torg borga og bæja innanlands sem utan. Við Björn vorum jafnaldra en vaxnir úr ólíku umhverfi. Hann í aust- firskri sveit; ég á „mölinni“ fyrir sunnan. Margt ræddum við um uppruna okkar og ýmislegt sagði hann mér frá sveitinni sinni sem var honum alla tíð kær og þar dvaldi hann fáeinar vikur á hverju sumri. Þegar þessi samtöl okkar rifjast upp finnst mér þó að á stundum hafi mátt merkja viss sár- indi varðandi basl og erfiðleika á tím- um kreppu og stríðs. Björn gat haft ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og beit stund- um fast í þær. Ekki vorum við alltaf sammála, langur vegur frá því. Þess vegna bar við á löngum göngum að við tókum að iðka þrætubók, en eins og oftast verður, þá list þessi er stunduð, er fátt um niðurstöður á leið- arenda. Grunar mig þó satt að segja að iðja þessi hafi stytt okkur vega- lengdir á stundum, enda gamanmál og kerski höfð með í bland. Björn Pálsson var vel að manni. Skarpleitur, bar höfuð hátt og allur hinn gjörfilegasti. Hann var hraust- leikans maður, þar til óvæntur og óviðráðanlegur sjúkdómur bar hann ofurliði á örfáum vikum. Hans er sárlega saknað. Ég og göngufélagarnir þakka góða vináttu, ljúfar samverustundir og fyr- ir hin ótal mörgu gengnu spor. Birgir Ólafsson. Hann afi í Sæviðarsundi er dáinn. Það mun taka langan tíma að venjast þessari tilhugsun, það eitt að sitja hér og skrifa minningargrein getur varla verið raunveruleikinn. Enginn var undir þetta búinn, jafnvel þótt ljóst væri að hann væri veikur gerði maður aldrei ráð fyrir að hann myndi fara svona fljótt. Fyrst þegar hann fór á spítalann vorum við að leggja á ráðin með að ryðbæta bílinn, fara með hann í skoðun og fleira í þeim dúr. Svo viss var ég um að hann færi á fætur fljót- lega. Honum var hins vegar hugað annað. Afi var alla tíð í mjög miklu uppá- haldi hjá mér. Hann var svo óskap- lega góður og skemmtilegur. Spilaði við mig fótbolta í barnæsku, keypti fyrsta lottómiðann, fór með mann í bíltúra niður að bryggju og ýmislegt í þessum dúr. Ég leit mikið upp til afa, fannst mjög tilkomumikið að hann skyldi vera lögga og ekki rýrði það hetjuímyndina að á hann vantaði nokkra putta. Það var því alltaf æv- intýralegur blær yfir honum. Hann var líka svo hár og spengilegur, einn sá flottasti í víðri veröld að mér fannst. Afi hafði alltaf unun af að vera með barnabörnunum sínum. Þegar ég var lítil var afi að vinna í löggunni í Keflavík, þegar hann var ekki á vakt gaf hann sér oft tíma til að hitta okk- ur. Fastur punktur í tilverunni voru ávaxtaleiðangrarnir sem hann tók okkur reglulega í. Mikil tilhlökkun var fyrir þessar ferðir og okkur Burkna þótti ótrúlega skemmtilegt að velja okkur alla þá ávexti sem okkur langaði í. Einstaka sinnum kom afi með góðar ábendingar um nýja ávexti sem voru á boðstólum. Eftir leiðangr- ana var ýmist kíkt til hennar ömmu í Fjöðrina eða keyrt á bílasölur, en afa þótti alltaf gaman að vera í bílastússi. Það var eiginlega alveg sama hvað var gert, það var alltaf gaman með afa. Það er engin tilviljun að afi valdi það að fara í ávaxtaleiðangra. Hann vildi frekar gefa okkur ávexti heldur en sætindi, helst voru það súkkulaði- rúsínur sem hann gaukaði að manni. Afi hugsaði nefnilega vel um heilsuna, tók öll helstu vítamín og bætiefni sem eru á boðstólum, fór reglulega í sund og gerði Müllers-æfingar á hverjum morgni. Ef ég kom í heimsókn með kvefpest var ég leyst út með sólhatti, C-vítamíni og nokkrum góðum ráð- um. Afi var ekki mikið fyrir að tjá til- finningar sínar í orðum. Honum tókst þó sérlega vel að sýna í verki hversu vænt honum þótti um ættingja sína. Fáir hafa stjanað eins mikið í kring- um mig og hann afi. Hann ofdekraði mig hreint út sagt. Hann var nú ekki par hrifinn af því þegar elsta barna- barnið tók upp á því að flytja inn í kjallaraíbúð í miðbænum. Því kom hann í heimsókn með nýjan smekklás á útidyrahurðina, nýja skrá og lagaði krókinn á hurðinni inn í þvottahús. Enginn skyldi komast þarna inn. Einnig sá hann alfarið fyrir því að úti- ljósið logaði, byrjaði á að setja upp nýtt ljós og kom svo reglulega þegar ég var ekki heima og setti nýja peru í ljósið ef hin var sprungin. Þremur dögum áður en hann dó spurði hann hvort ég væri ekki búin að laga krók- inn á hurðinni. Alltaf að hugsa til þess að allt væri í lagi. Flestum jólum í mínu lífi hef ég eytt með afa og ömmu í Sæviðar- sundi. Þetta er gömul hefð sem alltaf hefur verið hægt að stóla á, graut- urinn í forrétt, rjúpan og svo ís. Tón- listina sá afi alltaf um og hún var ekki síður mikilvæg heldur en maturinn og fólkið, Mahalia Jackson. Það er sárt til þess að hugsa að ekki verða fleiri jól með honum afa. Það er mikill missir fyrir okkur barnabörnin að missa hann svona fljótt. Ég er afskaplega þakklát fyrir þau 26 ár sem ég fékk með honum og tel ég mikinn missi fyrir þau yngri að fá ekki meiri tíma með þessum góða manni. Hann afi hefði haft svo gaman af því að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Það er þó huggun í því að hann hann er nú geymdur á góðum stað, þar sem hann fær vonandi að fylgjast með okkur öllum. Elsku amma, megi guð gefa þér all- an þann styrk sem þú þarft á að halda á þessum erfiðu tímum. Megi elsku- legur afi minn hvíla í friði. Fura Ösp Jóhannesdóttir. BJÖRN PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.