Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 12

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er engin ástæða til að missa kjarkinn þótt hagvöxturinn hafi að- eins dregist saman. Kaupmátturinn er meiri en nokkru sinni fyrr og bílverð hagstætt af því það hefur ekki fylgt hækkun á gengi og vext- ir á bílalánum eru yfirleitt með þeim lægstu á neyslulánum,“ sagði Erna Gísladóttir, formaður Bíl- greinasambandsins, meðal annars er hún kynnti átak sem Vinir bíls- ins standa að um þessar mundir. Vinir bílsins eru regnhlíf- arsamtök sem Bílgreinasambandið stendur að ásamt bílaumboðunum, tryggingafélögum og lánafyrir- tækjum til að vekja athygli á mik- ilvægi bílsins í íslensku samfélagi. „Allar hagtölur benda til þess að líklega hafi aldrei verið jafn góður tími og núna til að kaupa nýjan bíl – og aldrei jafn mikil ástæða,“ seg- ir m.a. í greinargerð Bílgreina- sambandsins. Erna Gísladóttir sagði að Vinum bílsins fyndist tími til þess kominn að bíllinn fengi að njóta sannmælis í umræðu hérlendis, umræðan hefði of lengi verið óþarflega nei- kvæð. „Það vill gleymast hvað bíll- inn er gagnlegur,“ sagði formað- urinn ennfremur. „Óhætt er að fullyrða að bíllinn er mikilvægasta tækið sem nútímamaðurinn hefur yfir að ráða. Það er bíllinn sem hef- ur átt stærstan þátt í því að skapa það nútíma þjóðfélag sem við þekkjum,“ sagði Erna og vísaði til Willys-jeppa af árgerð 1947 sem var á fundarstað þegar átakið var kynnt. Sagði hún Íslendinga hafa fengið þessa jeppa í síðari heims- styrjöldinni, byggt yfir þá og lagt land undir fót. „Jeppinn varð tækið sem bylti samgöngum hér innan- lands.“ Fram kom á fundinum að bíllinn hefði ýmsar hliðarverkanir, hann væri ekki gallalaus eða hættulaus en margt sem sagt væri um bílinn væri byggt á misskilningi og „röng- um upplýsingum eða draum- kenndri sýn um að þjóðfélagið geti verið án bílsins“, segir m.a. í sam- antekt frá Bílgreinasambandinu. Forráðamenn íslensku bílaum- boðanna voru viðstaddir kynningu átaksins svo og fulltrúar trygg- ingafélaga og lánafyrirtækja. Vinir bílsins telja fátt skýra þann sam- drátt sem orðið hefur í sölu nýrra bíla á þessu ári annað en almenna óvissu og neikvæða umræðu. Alls er talið að samdrátturinn verði um 50% á árinu og að fluttir verði inn um 7.400 nýir fólksbílar. Bíladagar um aðra helgi Meðal aðgerða sem Vinir bílsins efna til á næstunni eru bíladagar helgina 27. til 28. október. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir þetta verða eina stærstu bílasýn- ingu sem efnt hefur verið til en hvert og eitt umboð sýnir á sínum stað auk þess sem sýndir verða nokkrir aldrifsbílar í Smáralind. Sagði Jónas Þór að umboðin myndu setja fram ýmis tilboð þessa helgi. Morgunblaðið/RAX Forráðamenn bílaumboðanna blása til varnar gegn því sem þeir nefna neikvæða umræðu um bílinn. Þeir hafa stofnað regnhlífasamtökin Vini bílsins ásamt tryggingafélögum og lánafyrirtækjum. Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, hafði orð fyrir þeim er samtökin voru kynnt. Vilja að bíllinn fái að njóta sannmælis STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir það ekki koma sér á óvart að ákveðinn hópur leigubíl- stjóra sé óánægður með frumvarp til laga um leigubifreiðar sem nú er til meðferðar á Alþingi. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi hópur sem þarna lætur í sér heyra sé ósáttur vegna þess að þetta er akkúrat hóp- urinn sem við erum daglega í miklu streði við að fá til þess að fella sig að þeim reglum sem eru í gildi í dag. Ég hef á hinn bóginn ekki orðið var við óánægju meðal þeirra sem hafa hlutina í góðu lagi,“ segir ráðherra. Í Morgunblaðinu í gær kom m.a. fram í máli Magnúsar Kjartansson- ar, sem situr í stjórn bílstjórafélags- ins Andvara, að verulegrar óánægju gætti með frumvarp ráðherra meðal leigubílstjóra. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að stjórnsýsla leigubifreiða færist frá samgönguráðuneytinu til Vegagerðarinnar og að leigubílstjór- um verði gert að greiða sérstakt ár- legt gjald, 13 þúsund krónur, fyrir hvert atvinnuleyfi. Þá er m.a. lagt til að bifreiðastöðvunum verði heimilt að sjá um útgáfu undanþágna sem bifreiðastjórafélögin sáu um áður. Traust skipulag tryggt „Ég tel að með þessu fyrirkomu- lagi [sem lagt er til í frumvarpinu] sé vel tryggt traust skipulag á þessu máli og eftir atvikum sköpuð greið leið til að kæra til ráðuneytis fram- kvæmd mála ef um það er að ræða. Við höfðum kannað þann möguleika að færa þetta alveg til sveitarfélag- anna en það er enginn vilji til þess hjá sveitarfélögunum að taka við þessu. Það er mat okkar og allra þeirra sem þekkja best til að það verði að vera takmörkun og það verði að vera traust eftirlit með þessari starfsemi vegna þess að leigubílstjórar sinna afskaplega vandasömu starfi; eru að keyra ein- staklinga allan sólarhringinn við mismunandi aðstæður. Það verður því að vera hægt að treysta þeim mjög vel sem sinna þessu starfi og því þarf eftirlit og þess vegna þarf að gera kröfur til þessara aðila sem sinna leiguakstri. Það er af þeirri ástæðu sem við búum til þetta frum- varp.“ Sturla Böðvarsson segir ennfrem- ur að það sé ekki gott fyrirkomulag að hafa stjórnsýslu umrædds mála- flokks inni í ráðuneytinu eins og ver- ið hefur. „Það eru betri stjórnsýslu- hættir að fela traustri stofnun framkvæmdina og bifreiðastöðvun- um.“ Óánægja kemur ekki á óvart Samgönguráðherra um viðbrögð við frumvarpi um leiguakstur ALÞJÓÐASAMTÖK verslunar- manna, UNI, samþykktu á nýliðnu þingi sínu að styðja hnattvæðingu og leggja jafnframt höfuðáherslu á að virðing fyrir réttindum launa- fólks sé óaðskiljanlegur þáttur í al- þjóðaviðskiptum. Ingibjörg R.Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, var meðal um þús- und þingfulltrúa aðildarríkjanna 140 sem tóku þátt í þingi sambands- ins sem haldið var í Berlín í sept- ember síðastliðnum. „Sambandið, UNI, er málsvari 16 milljóna félagsmanna í 940 lands- samböndum, þetta eru kröftug sam- tök sem byggjast á um 100 ára grunni fjögurra alþjóðasambanda sem sameinuðust undir nafni Union Network International, UNI, á síð- asta ári,“ segir Ingibjörg en nýliðið þing er hið fyrsta sem haldið er eftir sameininguna. Finninn Maj-Len Remahl var kosinn forseti UNI og Philip Jennings framkvæmdastjóri. Maj-Len er formaður Landssam- bands finnskra verslunarmanna. Yfirskrift þingsins var Global Ac- tion @ UNI eða heimsaðgerðir á vegum UNI. Ingibjörg segir um- ræður þingsins mjög hafa tekið mið af yfirskrift þess þar sem ræðu- menn lögðu megináherslu á að ræða áhrif hnattvæðingarinnar á fátæk- ustu þjóðir heims. „Athyglinni var beint að Alþjóða- viðskiptastofnuninni, WTO, Al- þjóðabankanum og stórum fjöl- þjóðafyrirtækjum. Það var nokkuð um að fundarmenn kenndu þessum aðilum um flest það sem miður hef- ur farið. Skiljanlega var mikill hiti í þeim ræðumönnum sem best þekkja til ástandsins í fátækustu og rétt- indalausustu aðildarlöndunum. Það sem hefur verið að gerast samhliða hnattvæðingunni er að fjölþjóðafyr- irtæki hafa sótt inn í þriðja heims lönd og hagað sér þar á allt annan hátt gagnvart réttindum starfsfólks en þau gera á Vesturlöndum. Mörg þessara risafyrirtækja uppfylla ekki einu sinni lágmarksréttindi starfs- fólks,“ segir Ingibjörg innt eftir hvað bar hæst í máli þingmanna. Kjarasamningsákvæði virt utan heimalandsins Ingibjörg segir aðildarsambönd- in, sem eru í löndum þar sem réttur og samningar eru virtir, hafi verið hvött til þess í samningaviðræðum sínum við alþjóðafyrirtæki að fá inn ákvæði í samninga um að samning- arnir gildi einnig í þriðja heims löndum, ef fyrirtækið hefur þar rekstur. „UNI hvetur sem sagt fjölþjóða- fyrirtækin til þess að láta kjara- samningsákvæði eigin lands einnig gilda í öllum löndum sem fyrirtækið starfar. Þetta hefur ekki verið gert áður en verði þessu ákvæði fram- fylgt ætti hnattvæðingin að verða til þess að kjör fólks batni og verði jafnari í heiminum. Með þessu ákvæði er bæði sýnd samstaða milli ólíkra aðildarríkja og í mörgum til- fellum er einnig verið að verja störf félagsmanna sem sum hver er hægt að vinna hvar sem er í heiminum. Í þessu samhengi var einnig rætt um samruna stórfyrirtækja og mik- ilvægi þess að þegar til slíks kemur sé horft til fleiri þátta en hagsmuna hluthafanna. Það verði einnig að tryggja stöðu launafólks en í því felst einnig framtíð fyrirtækjanna,“ segir Ingibjörg og kveður sambönd innan UNI hafa mikinn hug á að láta reyna á þetta ákvæði. „Stefna UNI er að styðja hnatt- væðingu en samtökin eru þó á móti þeirri auknu misskiptingu sem hún hefur sums staðar leitt af sér. Það er að segja að í staðinn fyrir að jafna kjör fólks um heiminn þá hefur þró- unin samfara hnattvæðingunni víða verið í þveröfuga átt og aukið bil milli manna. Stór framleiðslu- og tæknifyrirtæki hafa í síauknum mæli fært út kvíarnar og nýtt sér ódýrt vinnuafl í Afríku- og Asíulönd- um. Þar eru réttindi starfsmanna þverbrotin og því er áherslan hjá UNI lögð á að virðing fyrir réttind- um launafólks sé óaðskiljanlegur þáttur í alþjóðaviðskiptum og að breyta þurfi viðskiptasamningum þannig að þeir komi einnig til góða fátækustu þjóðum heims og byggi upp efnahags- og atvinnuástand í þeim löndum,“ segir Ingibjörg og kveður þetta einnig viðhalda já- kvæðu atvinnuástandi á Vesturlönd- um þar sem ekki væri lengur jafn mikið ójafnvægi á milli þess að leita til vinnuafls heima fyrir og ódýrra starfskrafta í fátækari löndum. Spurð hvað sé næst á döfinni hjá aðildarfélögum UNI segir Ingibjörg að stefnt hafi verið að miklum al- þjóðlegum mótmælum vegna fund- ar WTO í Quatar í nóvember næst- komandi. „Mótmælin eru skipulögð með það að markmiði að krefja stofnunina um að leyfa samráð og viðræður við launþegasamtök og aðra lýðræðiskjörna aðila.“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV, sótti fund alþjóðasamtaka verslunarmanna í Berlín Megináhersla lögð á réttindi launafólks Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Magnús L. Sveinsson og Gunnar Páll Pálsson voru meðal þátttakenda á þingi UNI í Berlín. Í TVEIMUR fréttum í blaðinu sl. miðvikudag er annars vegar fjallað um póstsendingu til RÚV og hins vegar um úrskurð siðanefndar Blaða- mannafélags Íslands undir fyrirsögn- inni „Telur brot fréttamanna RÚV ámælisvert“. Í fyrra tilfellinu er nefnd frétta- stofa Ríkisútvarpsins þar sem átt er við fréttastofu útvarps, og fyrirsögnin í seinna tilfellinu er með sama hætti röng þar sem þar er vísað til frétta- stofu sjónvarps. Skal því áréttað að Ríkisútvarpið rekur ekki eina frétta- stofu heldur tvær sjálfstæðar frétta- stofur, aðra fyrir útvarp og hina fyrir sjónvarp, og er rekstur þeirra algjör- lega aðskilinn, þó að samvinna sé á milli þeirra í ýmsum tilvikum. Árétting ORKUVEITA Reykavíkur tilkynnti lögreglunni þjófnað úr minjasafni fyrirtækisins við Rafstöðvarveg í gærmorgun. Þaðan hafði verið stolið skjávarpa og myndbandstæki án þess að merki væru um innbrot eða skemmdir á innanstokksmunum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni en svo virðist sem þjófurinn hafi haft einhver lyklavöld. Þjófnaður frá Orkuveitunni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.