Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 51 af öllum yfirhöfnum í dag og á morgun Velkomin um borð! 15% afsláttur Laugavegi 1 í kvöld frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 LISTAHÁTÍÐ sem end-urspeglar það helsta semer í gangi í listsköpunhjá ungu fólki, er nauð- synleg í landi þar sem annar hver maður er listamaður. Unglist hef- ur því verið haldin á ári hverju frá 1992 og gefið góða raun. Hátíðin hefst í dag og stendur til 27. október og er ætlunin að all- ir menningarkimar fái tækifæri á að koma listsköpun sinni á fram- færi. Hátíð verður haldin í Reykja- vík, á Akureyri, í Borgarnesi, á Ísafirði og á Egilsstöðum. Ekki of seint að vera með Dagskrá Unglistar verður að vana mjög fjölbreytt og skemmti- leg, og ekki er heldur leiðinlegt að ókeypis er inn á alla viðburði Ung- listar. Í Reykjavík verður hátíðin sett í kvöld kl. 20 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Úti á landi á sama tíma, þar sem dagskráin verður einnig mjög öflug. „Þetta endurspeglar alla flór- una,“ segir Ása Hauksdóttir, verk- efnastjóri menningarmála Hins hússins. „Þetta er tíska, ljóða- slamm, klassískir tónleikar, djass- upplifun og harðkjarnarokk, rokk, dansinn dunar og myndlist. SIE er mjög spennandi verkefni þar sem fimmtán myndlistarnemendur frá Íslandi, Eistlandi og Finnlandi verða með sýningu í versl- unargluggum á Laugaveginum. Svo verður að muna að setningin er í kvöld og að það er ekki of seint að vera með í myndlistar- og ljósmyndamaraþoni. Það er bara að mæta á staðinn kl. 20, þar verða reglur og gögn afhent, auk skemmtilegra atriða, Tónaflokk- urinn og Anonymus spila og mikið að gerast.“ Myndlistin kemur sterk inn Ása segir að þátttakendur í Unglist séu á aldrinum 16–25 ára, flestir um tvítugt, en miðað sé við sama aldur í maraþonunum og ljóðaslamminu. „Aðalnýjungin er hvað mynd- listin er sterk inni, bæði er Lauga- vegurinn undirlagður, og jafnframt verður bandarísk stúlka, Alison Gerber, með innsetningu sem hún kallar Stopgap Measure í stiga- gangi Hins hússins og Þuríður Helga Kristinsdóttir verður með einkasýningu í anddyri Tjarn- arbíós, en hún er nýútskrifuð frá Hollandi. Svo er ljóðaslammið að koma mjög sterkt inn. Yfir 20 ung- skáld munu slamma orði á borð, en þetta er tengt rappforminu. Hópurinn Afætur guðanna verða með rappljóð, en það mega allir taka þátt og í ljóðaslammi er opið í skráningu fram á síðustu stundu.“ Ókeypis inn Ása segir þátttakendur í lokuðu dagskránni vera ungt fólk sem býður sig fram, sem veit af Ung- list og finnst hún tækifæri til að koma listsköpun sinni á framfæri. „Og það er einstakt að það er ókeypis aðgangur, þarna er rjóm- inn af íslenskum rokkböndum, einsog Lúna, Kuai, Sofandi, Úlpa og Fidel. Auk þess kemur fram gestahljómsveitin Castor sem er vinningshafi frá listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem kallast Lunga. Á harðkjarnarokkinu leika Mínus, Klink, Andlát, Snafu og ÍAdapt. Það kostar að fara á þann- ig tónleika, þannig að þetta er sér- stakt í nútíma markaðsfræði.“ – Eru mikið sömu krakkar sem taka þátt í Unglist? „Í maraþonunum já, og það er um að gera fyrir alla að skella sér á sólarhringsmaraþon í ljós- myndun eða myndlist, eða hvort tveggja einsog margir gera. Maður mætir á svæðið kl. 20, fær gögn og leggur út af örkinni og kemur aft- ur 24 klst. síðar með árangurinn. Síðan er haldin sýning með af- rakstrinum og verðlaun afhent á lokadeginum. Sumir gera þetta í hópum í stað þess að fara út að djamma. Það er jafnvel ekkert sof- ið.“ Endurspeglar alla flóruna Á hverju hausti láta hundruð íslenskra ungmenna andann hell- ast yfir sig og taka þátt í Unglist. Morgunblaðið/Arnaldur „Dansinn dunar“: Götustrákarnir sýna listir sínar í Tjarnarbíói á miðvikudag. Morgunblaðið/Kristinn Snafu leikur á harðkjarnarokkinu í Tjarnabíói eftir viku kl. 20. Unglist: Listahátíð ungs fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.