Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 1
239. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. OKTÓBER 2001 vopnaðs hóps Fatah í Betlehem, var eftirlýstur í Ísrael fyrir að myrða ísraelska konu í árás úr laun- sátri 20. september. Palestínskir byssumenn svöruðu drápinu á Fatah-mönnunum með skothríð á Gilo, byggð gyð- inga nálægt Jerúsalem. Þá söfnuðust um þúsund Palestínumenn saman við fangelsi í Betlehem í gærkvöldi og hótuðu að ráðast inn í það til að drepa fanga sem voru handteknir fyrir að aðstoða her Ísraels. Tólf ára palestínsk stúlka lét lífið í skothríð ísr- aelsks skriðdreka í bænum Jenín á Vesturbakk- anum í gærmorgun og tveir palestínskir örygg- isverðir voru skotnir til bana í Ramallah. Leiðtogar Vesturlanda hvöttu Ísraela og Pal- estínumenn til að binda enda á vítahring blóð- hefnda og ofbeldis sem hefur kostað nær 900 manns lífið á rúmu ári. Renato Ruggiero, utanrík- isráðherra Ítalíu, sagði átökin í Mið-Austurlönd- um „helstu ógnunina við frið í heiminum“. Segja Ísraela ætla að myrða Arafat Róttæk marxistahreyfing, Alþýðufylkingin fyr- ir frelsun Palestínu (PFLP), lýsti morðinu á Zeevi á hendur sér og sagði í gær að palestínska lög- reglan hefði handtekið þrjá af forystumönnum hreyfingarinnar og nokkra aðra félaga hennar. Ráðgjafi Arafats sagði að heimastjórnin hefði komist að því að Ísraelar hefðu lagt á ráðin um að myrða alla leiðtoga Palestínumanna, þ. á m. Ara- fat. Ísraelar neituðu þessu en palestínskur emb- ættismaður sagði í gærkvöldi að Arafat hefði beðið arabíska og evrópska stjórnarerindreka að koma í veg fyrir að reynt yrði að ráða hann af dögum. FORYSTUMAÐUR í Fatah, hreyfingu Yassers Arafats, og tveir aðrir félagar í hreyfingunni biðu bana í sprengjuárás ísraelskrar herþyrlu í Betle- hem í gær. Nokkrum klukkustundum síðar skutu palestínskir byssumenn Ísraela til bana og særðu tvo aðra í árás úr launsátri á vegi nálægt Jeríkó á Vesturbakkanum. Áður höfðu ísraelskir skriðdrekar og hermenn verið sendir inn í palestínska bæi á Vesturbakk- anum og orðið þremur Palestínumönnum að bana. Palestínska heimastjórnin kvaðst í gær hafna úrslitakostum Ísraela sem kröfðust þess að hún framseldi morðingja ísraelska ráðherrans Rehav- ams Zeevis og sögðu að ella yrði Palestínumönn- um refsað fyrir að vernda „hryðjuverkamenn“. Palestínskir embættismenn sögðu að Fatah- mennirnir þrír hefðu látið lífið þegar ísraelsk her- þyrla hefði komið af stað sprengingu í bíl þeirra. Talið væri að palestínskir samstarfsmenn Ísr- aelshers hefðu falið sprengju í bílnum. Einn þremenninganna, Ataf Abayat, leiðtogi Ísraelskir skriðdrekar og hermenn sendir inn í bæi Palestínumanna Forystumaður Fatah og sex aðrir vegnir Palestínumenn hafna framsalskröfu Ísraela AP Palestínumenn virða fyrir sér bíl þriggja Fatah-manna sem biðu bana í sprengjuárás ísraelskrar herþyrlu í gær. Ramallah, Jerúsalem. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ýjaði að því í gær að næsti áfangi hernaðaraðgerðanna gegn talibönum í Afganistan, landhernaður, kynni að hefjast á næstunni. „Við erum að eyðileggja flugher og loftvarnir óvinarins,“ sagði Bush við fréttamenn áður en hann hélt til Kína vegna leiðtogafundar APEC, Efna- hagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja, sem haldinn verður í Shanghai. „Við erum að greiða götu vinveittra hermanna á jörðu niðri til að þrengja að þeim, hægt en örugg- lega, og færa þá fyrir rétt.“ Ekki var ljóst hvort forsetinn ætti við hersveitir undir forystu Banda- ríkjamanna eða afganska andstæð- inga talibana sem bíða eftir tækifæri til að blása til sóknar í átt að Kabúl. Bush hittir Jiang Zemin, forseta Kína, í fyrsta sinn í dag og hyggst ræða við hann um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og önnur málefni, svo sem mannréttindi. Reuters Afganar skoða gíg eftir sprengju sem varpað var á Kabúl í gær. Borgarbúar segja að átta ára stúlka hafi beðið bana og fjórir særst þegar sprengjan sprakk. Fimm óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í annarri árás. Ýjað að landhernaði Kabúl. AFP.  Sprengingar skekja/21 KONA sem starfar á skrifstofu Dans Rathers, aðalfréttaþular CBS-sjón- varpsins, hefur sýkst af miltisbrandi og bendir það til þess að sýklaárásir hafi verið gerðar á allar þrjár stærstu sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjanna. Þá var skýrt frá því í gær- kvöldi að starfsmaður pósthúss í New Jersey hefði fengið sjúkdóminn og grunur léki á að starfsfélagi hans hefði einnig sýkst. Vitað er um sex manns sem hafa sýkst af miltisbrandi í Bandaríkjun- um og 40 til viðbótar hafa greinst með bakteríuna án þess að sýkjast. Aðstoðarkona Rathers fékk milt- isbrandssýkingu í húð og talið er að hún nái fullum bata. Áður höfðu að- stoðarkona Toms Brokaws, aðal- fréttaþular NBC-sjónvarpsins, og sjö mánaða sonur starfskonu frétta- stofu ABC sýkst af miltisbrandi. Tveir starfsmenn dagblaða í Flórída sýktust einnig og annar þeirra lést. Miltisbrandsgró í böggli í Kenýa Kenýa varð í gær fyrsta landið ut- an Bandaríkjanna sem staðfesti að miltisbrandsgró hefðu fundist í pósti. Hátt settur embættismaður í Nairobi sagði í gær að sýkillinn hefði fundist í böggli sem læknir hefði fengið frá frænda sínum í Bandaríkj- unum. Sam Ongeri, heilbrigðisráðherra landsins, staðfesti að læknirinn og fjórir í fjölskyldu hans kynnu að hafa „komist í snertingu við sýkilinn“. Hann bætti við að fjölskyldan væri „ekki í hættu“. Tvö ný tilfelli staðfest New York. AP, AFP. Miltisbrandurinn  Framleiddu/22 Njósnastöð á Kúbu lögð niður Moskvu, Havana. AFP, AP. RÚSSAR hyggjast leggja niður njósnaratsjárstöð sem þeir hafa rek- ið síðan 1964 í Lourdes á Kúbu til að hlera fjarskipti í Bandaríkjunum. Segja rússneskir ráðamenn að ástæðan sé einkum mikill kostnaður við reksturinn og breyttar aðstæður eftir kalda stríðið, þar á meðal bar- áttan gegn hryðjuverkum. Rúss- neskir embættismenn sögðu að nið- urstaða hefði fengist í málinu eftir „stormasaman“ fund sem Vladímír Pútín forseti hefði stýrt í varnar- málaráðuneytinu. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði tíðindunum í gær og taldi þau nýtt merki um að kalda stríðinu væri endanlega lokið. Embættismenn í Moskvu sögðu að farið yrði fram á að vesturveldin kæmu til móts við Rússa og lokuðu njósnaratsjárstöð sem Bandaríkja- menn reistu í Vardø í Norður-Nor- egi. Rússneskir kommúnistar mót- mæltu ákvörðun stjórnar Pútíns forseta og sögðu hana merki um undirlægjuhátt og svik. Rússar greiða um 200 milljónir dollara, 20 milljarða króna, í leigu fyrir aðstöðuna á Kúbu. Sagði forseti rússneska herráðsins, Anatólí Kvasnín hershöfðingi, að aðstæður og tækni hefðu gerbreyst síðan í kalda stríðinu og fyrir féð sem spar- aðist væri hægt að kaupa 20 njósna- gervihnetti og skjóta þeim á loft. Er Pútín skýrði frá umskiptunum sagði hann jafnframt að Rússar vildu að Bandaríkjamenn afléttu við- skiptabanni á Kúbu. Stjórn Fidels Castro kvaðst í gær vera „algerlega andvíg“ því að stöðin yrði lögð niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.