Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÓtrúlegt afrek
hjá Eradze / C2
Dagur Spánverja í
Meistaradeildinni / C3
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Opin kerfi hafa keypt Datapoint
Svenska fyrir 1.700 milljónir /C1
Flugleiðir gera ráð fyrir tveggja millj-
arða tapi í ár/C 16
KRISTJÁN Jó-
hannsson tenór-
söngvari mun halda
tónleika í Há-
skólabíói 15. desem-
ber næstkomandi.
Kristján sagði í
samtali við Morg-
unblaðið í gær, að
hann hlakkaði til að
koma heim og
syngja. Ekki síður
væri það honum til-
hlökkunarefni að
hingað kæmi með
honum afburðagóður ítalskur barí-
tónsöngvari, Carlo Maria Cantoni.
„Carlo er ungur maður, aðeins 27
ára gamall og hefur þegar hafið
söngferil sinn undir formerkjunum
„Grande Carriera“ og ég er ofsa-
lega stoltur af því að geta komið
með hann heim og leyft Íslend-
ingum að heyra dúndurbarítón.
Hann er svona ekta „Verdiano“
eins og best gerist,“ sagði Kristján.
Kristján segir að jafnframt verði
í för með honum og Cantoni píanó-
leikarinn Marino Nicolini sem sé
„algjör snillingur“. „Nicolini er svo
magnaður, að hann jafnast eig-
inlega á við heila hljómsveit. Ég
fullyrði að hann er með þeim allra
bestu í veröldinni í dag,“ segir
Kristján.
Aðspurður hvernig dagskrá tón-
leikanna verði samsett, segir Krist-
ján: „Við verðum með óperudúetta
úr Il Trovatore, Óþelló, Don Carlo
og Á valdi örlaganna. Síðan syngur
Carlo einhverjar þrusuaríur eftir
Verdi og fleira. Svo ætlum við að
flytja ákveðin sönglög sem ég ætla
ekki að tíunda nú og tónleikunum
ætlum við að ljúka með því að
koma okkur og áheyrendum í svo-
litla jólastemmningu.“
Kristján Jóhannsson tenórsöngvari
Fáið að heyra
dúndurbarítón
HEILDARTEKJUR ríkissjóðs
hækkuðu um tæpa 12,5 milljarða
króna fyrstu tíu mánuði þessa árs,
frá sama tíma í fyrra. Námu tekj-
urnar 181 milljarði króna. Í tilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu um
greiðsluafkomu ríkissjóðs segir að
hækkunin sé einkum vegna aukinnar
innheimtu tekjuskatta. Útgjöld
hækkuðu á sama tíma um 24 millj-
arða, eða 15,2%. Munar þar mestu
um áhrif kjarasamninga og gengis-
þróunar, eða um 6 milljörðum króna.
Námu útgjöldin nærri 183 milljörð-
um króna þannig að handbært fé frá
rekstri er neikvætt um 1,2 milljarða.
Greiðslur til fæðingarorlofssjóðs
námu 2 milljörðum og hækkun fram-
laga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
nam 1,8 milljörðum króna. Þá nemur
hækkun vaxtagreiðslna um 1,2 millj-
örðum, sérstakar greiðslur til ör-
yrkja nema 1,3 milljörðum króna og
1 milljarður stafar af auknum
greiðslum til Tryggingastofnunar
ríkisins vegna lífeyristrygginga. Þá
voru 0,8 milljarðar nýttir til upp-
kaupa á fullvirðisrétti bænda. Aukin
innheimta skatta á launa- og fjár-
magnstekjur og hagnað einstaklinga
og fyrirtækja skýrir að langmestu
leyti tekjuauka ríkissjóðs frá fyrra
ári. Samanlagt eru skattar á tekjur
og hagnað ásamt tryggingagjaldi
tæplega 8,5 milljörðum króna um-
fram áætlun. Eignarskattar eru
rúmlega 300 milljónum umfram
áætlun.
Þróun veltuskatta er á annan veg,
en þeir lækka um tæplega hálfan
milljarð króna frá sama tíma í fyrra
og eru rúmlega 6 milljörðum undir
áætlun. Þessi þróun endurspeglar
áfram umtalsverðan samdrátt að
raungildi milli ára, eða sem nemur
rúmlega 6%. Fjármálaráðuneytið
rekur þessa þróun til verulegs sam-
dráttar í neysluútgjöldum milli ára,
ekki síst kaupum á bílum og ýmsum
varanlegum neysluvörum, svo sem
heimilistækjum. Þannig hafa vöru-
gjöld af innflutningi bifreiða lækkað
um 40% milli ára, eða sem nemur 1,8
milljörðum króna. Vörugjöld af
bensíni lækka einnig milli ára, eða
um 2,6%. Virðisaukaskattur hækkar
lítillega í krónum talið frá sama tíma
í fyrra, en dregst saman um rúmlega
5% að raungildi.
Hreinn lánsfjárjöfnuður var nei-
kvæður um 2,1 milljarð kr. fyrstu tíu
mánuðina, sem er tæplega 12 millj-
örðum lakara en í fyrra. Skýringin
er, auk þess sem áður er nefnt, að á
árinu 2000 komu til greiðslu 5,5
milljarðar vegna sölu á hlutabréfum
í ríkisbönkunum á árinu 1999. Á
fyrstu tíu mánuðunum voru einnig
greiddir 10,5 milljarðar í Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins til þess að
grynnka á framtíðarskuldbindingum
ríkissjóðs en samkvæmt fjárlögum
2001 er áformað að greiða til hans 15
milljarða, að því er fram kemur í til-
kynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins
Útgjöldin aukast um
24 milljarða króna
Tekjur hækkuðu um
12,5 milljarða frá
sama tíma í fyrra
komið fyrir við rafmagnsskápinn
og hann sprengdur. Skápurinn er
gjörónýtur og fór viðgerðar-
flokkur frá Orkuveitu Reykjavík-
ur þegar á svæðið til að meta
skaðann og skipta um skáp. Raf-
magn var ekki komið á þegar
Morgunblaðið fór í prentun en
starfsmenn Orkuveitunnar gerðu
ráð fyrir að rafmagn yrði aftur
komið á í hverfinu fyrir dagrenn-
ingu.
SKEMMDARVARGAR sprengdu
rafmagnstengiskáp í Giljaseli í
Breiðholti á ellefta tímanum í
gærkvöld svo rafmagnslaust varð
í nærliggjandi götum.
Lögregla og slökkvilið fóru
þegar á vettvang en skemmd-
arvargarnir voru þá horfnir á
braut.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík hafði
heimatilbúinni sprengju verið
Morgunblaðið/Júlíus
Skemmdarverk
í skjóli nætur
DANSKUR karlmaður sem
grunaður er um að hafa myrt ís-
lenskan karlmann í strandbæn-
um Fuengir-
ola á Spáni á
sunnudag er
eftirlýstur í
Danmörku
vegna annarra
afbrota. Þetta
staðfesti Þór-
hildur Þor-
steinsdóttir
vararæðis-
maður Íslands
í Malaga á Spáni í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hinn látni hét Daníel Eyj-
ólfsson. Hann var 22 ára gam-
all, fæddur 28. nóvember 1978,
búsettur í Danmörku. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sendi-
ráði Íslands í Kaupmannahöfn
hafði Daníel búið í Danmörku
um alllanga hríð en foreldrar
hans eru búsettir á Fjóni.
Daninn er talinn hafa orðið
Daníel að bana með því að
stinga hann með hnífi. Þeir
dvöldu saman í íbúð í Fueng-
irola ásamt unnustu Daníels
sem er systir þess sem grun-
aður er um verknaðinn.
Íslendingur
myrtur á Spáni
Meintur
morðingi
eftirlýstur í
Danmörku
Daníel
Eyjólfsson
DÓMARI við Héraðsdóm
Reykjavíkur sagði sig í gær frá
dómi í máli ríkissaksóknara
gegn portúgölskum ríkisborg-
ara sem sakaður er um að hafa
smyglað rúmlega 2.500 e-töfl-
um hingað til lands.
Í ljós kom að dómarinn, Pét-
ur Guðgeirsson, hafði áður úr-
skurðað manninn í gæsluvarð-
hald og var hann því vanhæfur
til að fjalla um málið.
Víkur sæti í
fíkniefnamáli
KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
vorið 2002 er nú fullskipuð en hana
skipa fimmtán manns. Átta eru kjörn-
ir í nefndina í atkvæðagreiðslu meðal
um 1.400 flokksmanna Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík en sjö eru til-
nefndir í nefndina af stjórn Varðar –
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, stjórn Heimdallar – félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík,
stjórn Hvatar – félags sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík og stjórn mál-
fundafélagsins Óðins.
Alls gáfu tuttugu og þrír kost á sér í
nefndina í kosningunum sem fram
fóru í vikunni og náðu eftirtaldir kjöri.
Eru þeir taldir upp eftir stafrófsröð:
Benedikt Geirsson framkvæmda-
stjóri, Birgir Ármannsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri, Ingvar Garðars-
son framkvæmdastjóri, Margrét S.
Einarsdóttir forstöðumaður, Rúna
Malmquist viðskiptafræðingur, Sig-
ríður R. Sigurðardóttir dagskrár-
fulltrúi, Steingrímur Ari Arason
framkvæmdastjóri og Thomas Möller
verkfræðingur.
Stjórn Varðar tilnefndi fjóra: Hall-
dór Guðmundsson arkitekt, Margréti
Theodórsdóttur skólastjóra, Svein H.
Skúlason forstjóra og Guðbjörgu Sig-
urðardóttur deildarstjóra.
Heimdallur tilnefndi einn: Björgvin
Guðmundsson, formann Heimdallar.
Hvöt tilnefndi einn: Stefaníu Garðars-
dóttur, formann Hvatar, og mál-
fundafélagið Óðinn tilnefndi einn:
Hannes H. Garðarsson.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
það hvort sjálfstæðismenn efni til próf-
kjörs fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar í vor eða hvort þeir stilli upp lista.
Sú ákvörðun verður tekin af fulltrúa-
ráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Verði prófkjörsleiðin farin kemur það í
hlut umræddrar nefndar að ganga frá
framboðslistanum, m.a. skipa í þau
sæti sem ekki hljóta bindandi kosn-
ingu í prófkjöri. Verði uppstilling valin
kemur það í hlut nefndarinnar að stilla
upp framboðslista fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
Fullskipað í
kjörnefnd
Morgunblaðið/Agnes