Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A www.bi.is – Engar sveiflur milli mánaða – Enginn gluggapóstur – Engir dráttarvextir – Engar biðraðir – Engar áhyggjur Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel FLUGLEIÐIR hafa samþykkt, í kjölfar mótmæla frá Öryrkjabanda- lagi Íslands, ÖBÍ, að endurskoða reglu sem sett var sl. vor um að hreyfihamlaðir eða fatlaðir farþegar tilnefni ábyrgðarmann eða fylgdar- mann þegar keyptur er farmiði í millilandafluginu. Anna Geirsdóttir, læknir og borgarfulltrúi, vakti at- hygli ÖBÍ á málinu eftir að hún bók- aði flug til London í síðustu viku. Í samtali við Morgunblaðið segist hún aldrei hafa lent í þessum aðstæðum þrátt fyrir að hafa ferðast töluvert í þau tuttugu ár sem hún hefur verið í hjólastól. Telur Anna að um gróft brot á mannréttindum sé að ræða en upplýsingafulltrúi Flugleiða segir regluna í gildi hjá fleiri evrópskum flugfélögum og hún hafi verið sett til að tryggja öryggi hreyfihamlaðra farþega ef upp koma neyðartilvik. „Ég harðneitaði að tilnefna ein- hvern ábyrgðarmann, ég get vel bor- ið ábyrgð á mér sjálf. Mér finnst þetta mál með ólíkindum. Í raun er verið að setja mig í farbann því Flug- leiðir eru með einokunaraðstöðu,“ segir Anna sem hafði samband við Öryrkjabandalagið og fékk þau svör að enginn þar kannaðist við þessar reglur Flugleiða. „Í mínu tilviki sættust Flugleiðir á að leyfa mér að fara. Hvað þá með alla hina? Ég sætti mig ekki við það og vil að reglan verði alfarið dregin til baka,“ segir Anna sem er á leið til London í dag með Flugleiðum. Það- an bókaði hún far hjá British Air- ways til Mexíkó, þangað sem hún er að fara á ráðstefnu heimilislækna. Að sögn Önnu var aldrei minnst á ábyrgðarmann af hálfu sölumanns British Airways. Flugleiðir taka mið af alþjóðlegum reglum Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir flugmálayf- irvöld gera þá kröfu til flugrekenda að tryggja öryggi hreyfihamlaðra líkt og annarra farþega. Í flugrekstr- arhandbók Flugleiða séu því reglur, staðfestar af Flugmálastjórn, um það hvernig beri að gæta öryggis hreyfihamlaðra. Þær reglur hafi ver- ið endurskoðaðar sl. vetur og gefnar út í apríl á þessu ári. „Í reglunum er kveðið á um að með hreyfihömluðum farþega, sem er í sjúkrabörum eða getur ekki hreyft sig í eða úr sæti sínu, sé sam- ferðamaður sem getur komið til hjálpar þegar á þarf að halda í neyð, til dæmis þegar farþegar þurfa að yf- irgefa flugvél í skyndingu. Flugleiðir leggja metnað sinn í að fylgja ís- lenskum og alþjóðlegum reglum um flugöryggi, enda er öryggi lykilþátt- ur í starfsemi félagsins. Núgildandi reglur Flugleiða um flutning hreyfi- hamlaðra farþega taka mið af alþjóð- legum reglum um flugöryggi og eru í samræmi við þær reglur sem flug- félög í nágrannalöndum okkar hafa, eins og til dæmis SAS,“ segir Guð- jón. Hann segir að með umræddum reglum sé fyrst og fremst horft til öryggis farþegans en einnig þjón- ustuþáttarins. Í ljósi athugasemda frá Öryrkjabandalaginu hefðu Flug- leiðir boðist til að endurskoða regl- urnar í samráði við bandalagið. Á meðan muni félagið gera sérstakar ráðstafanir til að öryggi þeirra, sem háðir séu notkun hjólastóla og ferð- ist án fylgdarmanns, sé tryggt með- an á flugi standi. ÖBÍ lítur málið alvarlegum augum Öryrkjabandalag Íslands sendi Flugleiðum bréf á þriðjudag og gaf félaginu frest til hádegis í gær til að draga regluna til baka. Skriflegt svar kom í gærmorgun um að félagið væri reiðubúið til viðræðna við ÖBÍ um endurskoðun reglunnar. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, segir fatl- aða líta málið alvarlegum augum, ekki bara hér á landi heldur einnig meðal systursamtaka ÖBÍ erlendis. Með þessu sé verið að lítilsvirða fatl- aða og brjóta á mannréttindum þeirra. Að sögn Garðars eiga Evrópusam- tök fatlaðra fund í dag um málið með Evrópusambandi flugmálastjórna. Hann segir málið enn alvarlegra ef í ljós komi að íslensk flugmálayfirvöld hafi lagt blessun sína yfir reglu Flugleiða. Garðar segir Flugleiðamenn ekki fara með rétt mál er þeir haldi því fram að sambærilegar reglur gildi hjá öðrum flugfélögum í Evrópu. Systursamtök ÖBÍ í Evrópu hafi gengið úr skugga um að svo sé ekki. Hann segir það með ólíkindum að flugfélagið haldi öðru fram. Nýleg regla um að fatlaðir farþegar leggi til fylgdarmann í millilandaflugi Endurskoðuð eftir hörð mótmæli LITHÁUNUM níu sem unnu viðbyggingu fjölbýlishúss í Salahverfián þess að hafa atvinnu- og dvalar-leyfi var öllum vísað úr landi í gær og eiga þeir að fara af landi brott í dag. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, segir að óskað hafi verið eftir því að landamæra- verðir á Keflavíkurflugvelli fylgdust með ferðum mannanna. Ekki var þó talin þörf á að lögreglumenn fylgdu þeim úr landi. Georg segir að eins og aðstæðum var háttað í þessu máli hafi Útlend- ingaeftirlitinu ekki þótt ástæða til að setja endurkomubann á mennina. Hefði það verið gert ættu þeir ekki afturkvæmt inn á Schengen-svæðið næstu þrjú árin. Rannsókn lögreglunnar í Kópa- vogi á málum mannanna og fyrir- tækjum þeim tengdum er lokið og eru gögnin til meðferðar hjá fulltrúa sýslumanns. Litháar sem voru hér án atvinnu- og dvalarleyfis Eiga að fara af landi brott í dag TURN Hallgrímskirkju virðist máttugri en margan grunar þar sem engu er líkara en kirkjuturninn haldi af sjálfsdáðum þungbúnum himninum uppi yfir borg- inni. Þrátt fyrir hetjulegar tilraunir megnar skýja- þykknið þó ekki að umvefja borgina gráma sínum held- ur vegur salt á Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/RAX Stærsta vegasalt í heimi ELDUR varð laus í rafmagnstöflu í Vopnafjarðarskóla í gær og fellur skólahald niður af þeim sökum í dag og á morgun. „Þetta er stærðar tafla og það er feiknaverk að gera við hana svo þetta veldur talsverðri röskun á skólastarfi,“ sagði Aðalbjörn Björns- son, skólastjóri Vopnafjarðarskóla, í samtali við Morgunblaðið, en elds- voði varð í skólahúsinu í gær. Kvikn- aði í rafmagnstöflu og eru skemmdir að mestu bundnar við hana. „Það fór rafmagn af nýju viðbyggingunni en þar fer helmingur kennslustarfs fram og þar eru einnig tónlistarskól- inn, eldhús, matsalur og vinnuað- staða kennara. Þar er hvorki raf- magn né hiti og það er viðbúið að það taki nokkra daga að gera við töfluna, hún er það stór og mikil og flókin. Fyrir liggur að skóli fellur niður á morgun og föstudag og maður vonar bara að kennsla komist í samt lag strax eftir helgi. Það á eftir að rann- saka hvað veldur því að í töflunni kviknar en hún er ekki nema árs- gömul, húsið var tekið í notkun í fyrrahaust. Taflan er á jarðhæð og reykskemmdir eru aðallega bundnar við hana. Tvær eldvarnarhurðir í kjallaranum lokuðust strax og heftu útbreiðslu reyks en lítilsháttar barst þó um loftræstikerfi upp á næstu hæð,“ segir Aðalbjörn. Þegar eldsins varð vart var kennsla í fullum gangi. Skólahúsið hafi verið rýmt strax og farið með nemendur út í íþróttahús við hlið skólans. Aðalbjörn segir það lán í óláni að kviknað hafi í að degi til því verr hefði getað farið ef eldurinn hefði kviknað að nóttu til. Slökkvilið komið eftir örfáar mínútur „Við vorum komnir á staðinn á ör- fáum mínútum, það er stórmál í okk- ar huga þegar tilkynnt er um eld í skóla og það á skólatíma. Ég sendi út allsherjarútkall, þá mæta allir í lið- inu eða 13 manns. Mestar áhyggjur höfðum við af fólkinu en það gekk vel að rýma húsið. Við vorum ekki búnir að æfa rýmingu en höfðum undirbúið það og það er einkennileg tilviljun að í morgun átti ég samtal við húsvörð- inn um æfingu í þeim efnum,“ segir Björn Sigurbjörnsson slökkviliðs- stjóri á Vopnafirði. Eldur í rafmagns- töflu í Vopna- fjarðarskóla SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings hf. segir að viðskiptavin- ir fyrirtækisins muni ekki verða fyr- ir fjárhagslegu tjóni vegna meintra afbrota sjóðsstjóra hjá fyrirtækinu. Sjóðsstjórinn hefur verið úrskurð- aður í einnar viku gæsluvarðhald vegna gruns um brot á lögum um verðbréfaviðskipti og um auðgunar- brot. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, verst að öðru leyti fregna af málinu, það sé í rannsókn og yfir- heyrslum sé ekki lokið. Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekkert tjá sig um málið. Starfsmaður Íslandsbanka og framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Hlífar voru handteknir vegna máls- ins á mánudag en sleppt eftir yf- irheyrslur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins rannsakar lögreglan m.a. hvort sjóðsstjórinn hafi fengið hlutabréf lánuð hjá lífeyrisssjóðnum Hlíf sem hann hafi selt á ákveðnu gengi en skömmu síðar keypt sömu bréf hjá öðru fjármálafyrirtæki á aðeins lægra gengi og skilað þeim aftur til lífeyrissjóðsins. Þannig varð til mismunur sem hann hélt eftir. Viðskiptavinum gerð grein fyrir málinu Sjóðsstjórinn hafði umsýslu með fjárfestingum stofnanafjárfesta, þ.e. lífeyrissjóða og fjárfestingarfélaga. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., segir alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins muni ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Hugsanlegt tjón þeirra verði að fullu bætt. Rætt hef- ur verið við þá viðskiptavini sem voru í viðskiptum hjá viðkomandi sjóðsstjóra og þeim gerð grein fyrir málinu. Aðspurður um hvort innra eftirlit fyrirtækisins hafi brugðist að ein- hverju leyti segir Sigurður að erfitt sé að sjá að svo sé. „Það er öflugt innra eftirlit með viðskiptum starfs- manna og í raun mjög takmarkað sem starfsmenn mega gera. Erfitt hefði verið að koma í veg fyrir þetta mál þar sem vitorðsmenn utan fyr- irtækisins og hjá öðrum fjármála- fyrirtækjum hafi tekið þátt meint- um svikum,“ segir Sigurður. Að öðru leyti vill hann lítið tjá sig um málið. „Það er einfaldlega ekki verjandi enda er málið í rannsókn og best að bíða þar til öll kurl eru komin til grafar.“ Málið segir hann fyrst og fremst sorglegt fyrir við- komandi sjóðsstjóra. Viðskiptavinir Kaupþings verða ekki fyrir tjóni ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slapp með marbletti og skrámur eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni skammt fyrir innan Borðeyri í Hrútafirði í gær með þeim afleiðing- um að bíllinn fór út af veginum og endaði um þrjátíu til fjörutíu metr- um neðar. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík fór bíllinn að minnsta kosti eina veltu en endaði á hjólunum. Ökumaðurinn var í bílbelti og slapp því með skrekkinn. Fullvíst má telja að bíl- beltið hafi bjargað ökumanningum frá miklum meiðslum. Bílinn er mik- ið skemmdur að sögn lögreglunnar. Endaði 40 metrum neðan við veginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.