Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 19 X Y Z E T A / S ÍA Parísarbrau› er n‡jasta sælkerabrau›i› frá Carberry´s. Smakka›u! N‡ tt DJANGODJASSTRÍÓIÐ Hrafna- spark og djasssöngkonan Margot Kiis halda tónleika á vegum Jazzklúbbs Akureyrar í Deiglunni á Heitum fimmtudegi 22. nóvember og hefjast þeir kl. 21.15. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend sígild djasslög, m.a. lög eftir Jón Múla og Django Reinhardt. Tróíð Hrafnaspark á Akureyri hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn að undanförnu. . Hrafnaspark er skipað þeim Ólafi Hauk Árnasyni og Jóhanni Guðmundssyni á gítara og Pétri Ingólfssyni á kontrabassa. Tríóð hefur hlotið góðar viðtökur og víða komið fram. Leiðir tríósins og söngkonunnar lágu saman í Gamla bænum í Mývatnssveit nýlega, en hún tók með þeim lagið í vinsælum djasssöngvum á tónleikum þeirra þar. Stefnumót tríósins og Margot Kiis leiddi til náins samstarfs sem unnendur djasstónlistar fá nú að heyra. Margot Kiis er eistlensk og hafði þegar getið sér gott orð og unnið til viðurkenninga fyrir djasssöng áður en hún flutti til Íslands, sem tónlist- arkennari á Laugum. Hún hefur áð- ur sungið á vegum Jazzklúbbs Ak- ureyrar við góðar undirtektir. Aðgangseyrir verður kr. 500 fyrir fé- laga Jazzklúbbs Akureyrar og skóla- fólk, annars kr. 1000. Akureyrarbær, Sparisjóður Norð- lendinga, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Café Karolína, Norðurmjólk og Kristján Víkings- son styrkja tónleikana. Hrafna- spark og Margot Kiis Djasskvöld í Deiglunni ENN er alls óvíst að rússneski tog- arinn Omnya fari frá Akureyri fyrir jól eins og stefnt var að. Togarinn hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í byrjun september árið 1997 en þá stóð til að ráðast í end- urbætur á honum á sínum tíma. Ekkert hefur þó verið átt við togar- ann og er ekki laust við að hafn- aryfirvöld á Akureyri og bæjarbúar almennt bíði þeirrar stundar að togarinn verði fjarlægður. Hafnasamlag Norðurlands gerði samning við norskan aðila um að fjarlægja skipið og stóðu vonir til þess að það yrði farið um þetta leyti. Rússneskir eigendur skipsins fóru fram á lögbann á þann gjörn- ing en sýslumannsembættið vísaði kröfu þeirra frá fyrir um mánuði síðan. Hörður Blöndal hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands sagði að þessi norski aðili vildi vinna að málinu í einhverri samvinnu við eig- anda skipsins en að þar stæði hníf- urinn í kúnni. Rússarnir hefðu þá eitthvað um það að segja hvert yrði farið með skipið og hvað flutning- urinn kostaði. Hörður sagði að eigendur skips- ins hefðu hins vegar ekki kært nið- urstöðu sýslumannsembættisins til héraðsdóms og því teldu hafnaryf- irvöld sig hafa haft heimild til að semja um að láta fjarlægja skipið. Nú er hins vegar vel liðið fram á haustið og allra veðra von og því er alls óvíst að skipið fari frá Akureyri alveg á næstunni. „Það eru engar forsendur fyrir því að hafa skipið hér lengur og við teljum enn að verðmæti skipsins standi undir kostnaði við að láta fjarlægja það,“ sagði Hörður. Morgunblaðið/Kristján Togarinn Omnya liggur við Slippkantinn á Akureyri og útlit er fyrir að einhver bið verði á því að skipið verði dregið í burtu. Verður Omnya jóla- prýði eitt árið enn?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.