Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDUR Grunnskóla Sand-
gerðis náðu mun betri árangri á ný-
loknum samræmdum prófum en
undanfarin tvö ár. Af því tilefni
bauð bæjarráð nemendum og kenn-
urum upp á veitingar í Fræðasetr-
inu.
Heldur slök útkoma hefur verið í
samræmdum prófum í Grunnskóla
Sandgerðis undanfarin tvö ár og var
það því afar ánægjulegt að nemend-
urnir skyldu ná sér vel á strik að
þessu sinni, að sögn Guðjóns Krist-
jánssonar skólastjóra.
Um og yfir meðaltali
Nemendurnir eru um eða yfir
meðaltali í öllum greinum nema ís-
lensku í 4. bekk. Normaldreifð ein-
kunn í sjöunda bekk er 5,4 í stærð-
fræði og 5,0 í íslensku. Hafa þessir
nemendur bætt einkunn sína um
einn heilan frá því þeir voru í fjórða
bekk. Í fjórða bekk var meðalein-
kunn í stærðfærði að þessu sinni 5,8
og 4,1 í íslensku. Meðaleinkunn í
þessu kerfi er 5,0. Guðjón segir að
margar ástæður séu fyrir þessum
umskiptum.
Samsetning hópanna sé góð og
nemendurnir hafi staðið sig vel í
náminu. Hann nefnir að lögð hafi
verið áhersla á þessar greinar,
stærðfræði og íslensku. Fyrir þrem-
ur árum hafi verið byrjað að kenna
þær fyrr og auka verklega kennslu.
Það hafi skilað sér vel í skilningi
nemendanna í stærðfræði. Hann
segir að ekki sjáist jafn margar lág-
ar einkunnir og oft áður. Bendi það
til þess að stoðkerfið sé að batna og
nemendur sem eiga við námserf-
iðleika að stríða fái viðeigandi að-
stoð.
Guðjón segir að bæjarstjórn
Sandgerðis standi vel við bakið á
skólanum og hafi til dæmis lagt fé
til að bæta við búnað sem nauðsyn-
legur sé til verklegrar kennslu í
stærðfræði. Þá hafi skólinn verið
ákaflega heppinn með starfsfólk í
haust. Segir hann að kennararnir
hafi boðað foreldra til samstarfs og
sett þá inn í það hvernig þau gætu
aðstoðað börn sín við undirbúning
prófanna í haust.
Nemendur hvattir
Bæjarráð Sandgerðis bauð nem-
endum fjórða og sjöunda bekkjar og
kennurum til sín í Fræðasetrið í
fyrrakvöld, þar sem ráðið fundaði.
Jóhanna Norðfjörð, formaður bæj-
arráðs, þakkaði nemendum og
kennurum fyrir góðan árangur í
samræmdu prófunum og bauð upp
á pítsur og Svala. Þá fengu allir
barmmerki Sandgerðisbæjar.
Jóhanna segir að bæjarstjórn hafi
lagt mikla áherslu á fræðslumálin
og reynt að leggja sitt af mörkum
til þess að betri árangur næðist. Þá
segist hún vita til þess sem starfs-
maður grunnskólans að undirbún-
ingur fyrir prófin hafi gengið vel og
mikil samstaða myndast í skólanum.
Þetta sé nú að skila sér.
Hún segir að full ástæða hafi ver-
ið til að heiðra nemendur og kenn-
ara með þessum hætti. Það sé liður
í viðleitni bæjaryfirvalda að efla
starfið og hvetja fólk til dáða.
Nemendum boðið til veislu þegar einkunnir þeirra komu
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Guðjón Kristjánsson skólastjóri nýtur veitinga með nemendum sínum í boði bæjarráðs Sandgerðis.
Umskipti í ár-
angri nemenda
Sandgerði
FREYJA Másdóttir, átján ára hand-
knattleikskona með Fram, býr í
Keflavík. Hún ekur á milli nokkrum
sinnum í viku til að geta stundað
íþrótt sína.
Freyja hefur æft handknattleik
með Fram í tólf ár, eða frá sex ára
aldri. Hún fluttist til Keflavíkur
þegar hún var 13 ára en lét það
ekkert hindra sig í að æfa áfram
handbolta í Reykjavík en hand-
knattleiksdeild Keflavíkur hafði þá
lagt niður störf. Freyja ekur nú á
milli Keflavíkur og Reykjavíkur
nokkrum sinnum í viku á æfingar
og í keppni en þetta hefur ekki allt-
af verið svo einfalt: „Ég fór alltaf
með rútunni áður en ég fékk bíl-
prófið en nú keyri ég oftast á milli,“
segir handboltakonan Freyja sem
er einnig á náttúrufræðibraut í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
– Var þetta þá ekki heilmikið mál
áður en þú fékkst bílpróf?
„Jú, þetta var mikil fyrirhöfn.
Það þurfti að passa upp á að taka
rútuna á réttum tíma til að ná tím-
anlega á æfingu. Stundum þurfti ég
jafnvel að bíða í þrjá klukkutíma
eftir rútunni til að komast heim eft-
ir æfingar. Pabbi minn býr í
Reykjavík og hann var líka stund-
um svo almennilegur að keyra mig
heim,“ segir Freyja.
– Var þetta ekki kostnaðarsamt?
„Jú, þetta var dýrt. Mamma og
pabbi þurftu að borga fyrir mig í
rútuna, en síðan fóru launin mín í
þessar ferðir.“
– Hvarflaði það aldrei að þér að
hætta í handboltanum og snúa þér
jafnvel að einhverri annarri íþrótt?
„Nei, eiginlega ekki. Ég byrjaði
svo snemma í þessu þannig að það
hefði verið sóun að hætta eftir allan
þennan tíma. Svo er líka alltaf gam-
an að hitta stelpurnar. Reyndar
datt mér það stundum í hug að
hætta þessu bara, þegar erfitt var
að komast á milli og ég var orðin
mjög þreytt, en aldrei af neinni al-
vöru.“
Þyrfti að byrja frá grunni
– Heldurðu að það sé grundvöllur
fyrir að koma af stað handknatt-
leiksdeild í Keflavík?
„Mér fyndist að það mætti prófa
að setja af stað yngri flokka starf til
uppbyggingar. Byrja þá alveg frá
grunni. Það er bara svo mikill
körfubolta- og fótboltaáhugi hér að
það er ekkert víst að það myndi
ganga. Ári eftir að ég kom hingað
til Keflavíkur voru hafðar æfingar
fyrir okkur stelpurnar. Það var
fullt af stelpum að æfa, en það er
náttúrlega ekki hægt að hefja
grunnkennslu í handbolta þegar
maður er orðinn 15–16 ára. Það
varð því ekkert úr þessu af viti.“
Freyja leikur með unglingaflokki
hjá Fram og var komin í liðið hjá
meistaraflokki nú í haust þegar hún
varð fyrir því óláni að slíta hásin.
Hún er þó á batavegi og reiknar
með að verða komin á fullt þegar
deildin hefst aftur eftir frí, hinn 8.
desember. Hún á því líklega eftir að
fara ófáar ferðirnar til Reykjavíkur
og til baka það sem eftir er vetrar.
Freyja Másdóttir ekur oft í viku til Reykjavíkur á handboltaæfingar
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Freyja Másdóttir æfir handbolta
með Fram og hefur þurft að fara
Reykjanesbrautina í fjölda ára.
Alltaf gaman að
hitta stelpurnar
Keflavík
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis mun
á næstu árum vinna enn frekar að
umhverfismálum og vill um leið
beita sér fyrir átaki í ferðaþjónustu
á staðnum. Kemur þetta
fram í samtali við Jóhönnu
Norðfjörð, formann bæjar-
ráðs Sandgerðis.
Bæjarstjórn Sandgerðis
hefur unnið töluvert að um-
hverfismálum á undanförn-
um árum. Jóhanna Norð-
fjörð minnir í því sambandi
á lagfæringar sem gerðar
hafa verið á innkomunni í
bæinn og umhverfi íþrótta-
svæðisins, Fræðasetursins
og hafnarinnar. „Snyrtilegt
og aðlaðandi umhverfi er
forsenda þess að við getum
boðið ferðamönnum heim,“
segir hún.
Átakið í umhverfismál-
unum er einmitt ein af for-
sendunum fyrir því að
hægt sé að búast við aukn-
um ferðamannastraumi.
Grunnurinn að aukinni sókn í ferða-
þjónustu í Sandgerði var að sögn
Jóhönnu lagður með stofnun
Fræðasetursins á árinu 1995. Þang-
að koma á hverju ári margir ferða-
menn á eigin vegum auk hópa ferða-
fólks og skólafólks. Jafnframt hefur
Fræðasetrið stuðlað að breytingu á
ímynd bæjarfélagsins. Jóhanna
leggur þó áherslu á að eftir sem áð-
ur sé stefnan sú að Sandgerði verði
dæmigerður sjávarútvegsbær,
snyrtilegur og vel búinn hvað snert-
ir þjónustu.
Ýmis önnur fyrirtæki eru í bæj-
arfélaginu sem taka á móti ferða-
fólki. Jóhanna segir mikilvægt að
efla þau. Telur hún að möguleik-
arnir til að ná árangri í ferðaþjón-
ustu séu góðir. Uppbyggingin sé
enn á byrjunarstigi og því hægt að
standa vel að málum frá upphafi.
„Kröfur ferðamanna hafa verið að
breytast á síðustu árum. Stórbrotin
náttúra höfðar vissulega til margra
en skemmtanagildi slíkra ferða hef-
ur aukist jafnt og þétt. Það er nauð-
synlegt að leiða ferðamenn á vit
sögunnar og að landinu sé gefið líf
með sögum frá fyrri tíð, eða nútím-
anum,“ segir Jóhanna.
Hún segir að Sandgerði eigi mikla
möguleika á þessu sviði og segir að
því unnið. Og fleiri merkir sögu-
staðir komist í alfaraleið með nýjum
vegi fyrir Ósabotna sem tengja
Sandgerði við nýja hringleið um
Reykjanes. Segir Jóhanna raunhæft
að ætla að hægt verði að koma þess-
um vegi inn á vegaáætlun á næsta
ári.
Þá getur hún þess að tekið hafi
verið frá land fyrir tjaldsvæði og
sumarhúsabyggð í nágrenni golf-
vallar Sandgerðis. Verið sé að deili-
skipuleggja svæðið og einkaaðili
þegar byrjaður á byggingu sumar-
húsa. Bærinn muni byggja upp
tjaldsvæði og koma upp þjónustuað-
stöðu fyrir svæðið.
Átak í umhverfis-
málum og mót-
töku ferðafólks
Sandgerði
Jóhanna Norðfjörð, formaður bæjarráðs.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
FÓLKSBÍLL hafnaði inn í blóma-
búð við Hafnargötu í Keflavík upp úr
kl. 18 í fyrrakvöld. Útstillingargluggi
búðarinnar mölbrotnaði en hvorki
ökumann né viðskiptavini sakaði.
Ökumaðurinn, karlmaður á sjö-
tugsaldri, virðist að sögn lögreglu
hafa misst stjórn á bílnum á Hafn-
argötunni, síðan rekist utan í kyrr-
stæðan bíl og þaðan endað inn um
stóran útstillingarglugga blómabúð-
arinnar. Draga þurfti ökutækið tölu-
vert skemmt af vettvangi með
kranabíl. Einhverjar skemmdir urðu
einnig á innanstokksmunum og
blómum í versluninni.
Bíll inn í blómabúð
Keflavík
BOÐORÐIN 9, leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar, verður kynnt í Bóka-
safni Reykjanesbæjar í Kjarna í
kvöld, fimmtudag, kl. 20. Höfundur-
inn mun sjálfur annast kynninguna.
Leikritið Boðorðin 9 verður frum-
flutt í Borgarleikhúsinu í kringum
áramótin. Það er sagt fjalla um nú-
tímafólk í kröppum dansi, „við kynn-
umst gleði, trega og taumlausum
harmi, allt í einni beiskri blöndu,“
segir í fréttatilkynningu.
Uppákoman er á vegum Bóka-
safns Reykjanesbæjar, menningar-
fulltrúa og Miðstöðvar símenntunar
á Suðurnesjum og eru allir velkomn-
ir.
Ólafur mun ræða tilurð leikritsins.
Gestir fá að kynnast því hvernig leik-
rit færist af blaði og verður lifandi á
sviði auk þess sem aðeins verður
sagt frá efni verksins.
Ólafur
Haukur
kynnir
leikrit sitt
Keflavík