Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 29 REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm Tilboðsverð Í UMFJÖLLUN sem birtist í dag- blaðinu Tagesspiegel fyrir skömmu vekur þýski blaðamaðurinn Henryk Broder athygli á söngleiknum um Gunnar á Hlíðarenda, sem sýndur var í miðaldaskálanum í Sögusetr- inu á Hvolsvelli í sumar. Þá hefur Sögusetrið fengið boð frá aðstand- endum tónlistarhátíðarinnar Nord- ischer Klang í Greifswald í Þýska- landi um að flytja söngleikinn í maí á næsta ári. Að sögn Arthúrs Björgvins Bolla- sonar, forstöðumanns Söguseturs- ins á Hvolsvelli sem stendur að upp- setningu söngleikjarins, hafa þýskir fjölmiðlar sýnt starfsemi Sögusetursins nokkurn áhuga, og er það aðstandendum þess mikil hvatning, að svo þekktur blaðamað- ur sem Henryk Broder er hafi fjallað um verkið. „Um er að ræða stærsta dagblað Berlínarborgar og er Broder m.a. einn af virtustu greinahöfundum þýska vikuritsins Der Spiegel,“ segir Arthúr. „Þá munum við að öllum líkindum flytja söngleikinn á tveimur til þremur stöðum í Þýskalandi næsta sumar. Hæst ber þar vitanlega Nordischer Klang tónlistarhátíðina, sem haldin verður í maí á næsta ári. Okkur barst nýlega boð frá þeim og er gert ráð fyrir að söngleikurinn verði sýndur á leiksviði í frægum kastalarústum í Greifswald.“ Verð- ur hann þar fluttur með þýskum textum í þýðingu Arthúrs Björg- vins. Henryk Broder ferðaðist hingað til lands í sumar og kynnti sér starf- semi Sögusetursins á Hvolsvelli. Skemmtileg sviðsmynd og röskur hópur flytjenda Í umsögninni í blaðinu sem birtist undir fyrirsögninni Hetjan Gunnar („Gunnar – der Held“) lýsir blaða- maðurinn ánægjulegri kvöldstund í stílfærðum miðaldaskálda seturs- ins, þar sem hann naut hefðbundins íslensks kvöldverðar við langborð og hlýddi á söngleikinn við nokkurs konar miðaldastemmningu. Lýsir hann m.a. skemmtilegri útfærslu sviðsmyndar og röskum hópi flytj- enda úr Karlakór Rangæinga, með þá Jón Smára Lárusson og Gísla Stefánsson fremsta í flokki. Söngleikurinn, sem leikstýrt er af Svölu Arnardóttur, ber yfir- skriftina „Gunnar“ og var sýndur við góða aðsókn í Sögusetrinu á Hvolsvelli sl. sumar. Hann er byggður á ljóðum Guðmundar Guð- mundssonar um ævi og örlög Gunn- ars á Hlíðarenda en tónlistin er eft- ir Jón Laxdal tónskáld. Ljósmynd/Önundur Söngmenn og leikendur úr röðum Karlakórs Rangæinga í lokaatriði söngleikjarins Gunnars sem settur er upp á vegum Sögusetursins. Hróður Gunnars á Hlíðarenda berst víða Gallerí Reykjavík Málverkasýning Guðmundar Björgvinssonar er framlengd fram á laugardag. Sýningin er opin virka daga kl. 12–18 og laugardaga kl. 11–16. Sýning framlengd GUITAR Islancio III er þriðji disk- ur tríósins og fást þeir hér við íslenska tónlist í léttdjössuðum útsetningum líkt og á fyrri disk- um. Meginuppistaðan er íslensk þjóðlög sem hafa sungið sig inn í ís- lensku þjóðina gegnum árin, t.a.m. Á Sprengisandi, Sofðu unga ástin mín, Ó, mín flaskan fríða og Þorraþræll. Tríóið er skipað Birni Thoroddsen, gítar, Gunnari Þórðarsyni, gítar, og Jóni Rafnssyni, kontrabassa. Útgefandi er Ómi, Edda – miðlun og útgáfa. Upptökur fóru fram í BT- stúdíói í ágúst sl. Stjórnandi upptöku var Björn Thoroddsen. Verð: 2.399 kr. Þjóðlög ♦ ♦ ♦ Nýlistasafnið Trúbadúrar og tón- listarmenn votta Megasi virðingu sína kl. 21 á listþinginu Omdúrman – margmiðlaður Megas. Fram koma: Gímaldin & Loftur Hafþór Ólafsson (Súkkat), Gísli Víkingsson & Rúnar Marvinsson, Hermann Stefánsson og Jón Hallur Stefánsson. Múlinn, Húsi Málarans Kvintett- inn Meski heldur tónleika kl. 21. Kvintettinn skipa þeir Davíð Þór Jónsson, píanó, Eiríkur Orri Ólafs- son, trompet, Leifur Jónsson, bás- únu, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson, kontrabassa, og Matthías Hemstock, trommur. Kvintettinn leikur tónlist úr eigin sarpi ásamt lögum eftir Eric Dolphy, Joe Lov- ano og fleiri. Verslunin Sand, Kringlunni Sýn- ing á verkum Vignis Jóhannssonar verður opnuð í dag og mun hún standa til 14. desember. Kaffi tár, Kringlunni Hör, perlur, kaffi nefnist textílsýning Arnþrúðar Aspar sem opnuð verður kl. 19. Sýn- ingin stendur til 2. desember. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýska kvikmyndin „Beim nächsten Kuß knall ich ihn nieder“ (One More Kiss And He Is Dead) frá árinu 1995 sem verður sýnd (með enskum texta) kl. 20.30. Hér segir af Reinhold Schünzel, vinsælum leikara og leikstjóra á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, sem þrátt fyrir gyðinglegan upp- runa sinn fékk í upphafi að starfa áfram í Þýskalandi nasismans. Í verkum sínum sveigði hann þó hvað eftir annað að nasistastjórninni svo að hann varð loks að yfirgefa landið og halda til Hollywood. Leikstjórn og handritsgerð er í höndum Hans-Christoph Blumen- berg, en hann fékk þýsku kvik- myndaverðlaunin árið 1996 fyrir handritsgerðina. Skólabær Íslenska málfræðifélagið býður til spjallkvölds kl. 20. Á dag- skrá verða reglur um íslenska staf- setningu og þá einkum kostir og gallar við auglýsingu mennta- málaráðuneytisins frá 1974 og 1977. Fundarstjóri verður Margrét Guð- mundsdóttir en frummælendur eru Baldur Sigurðsson dósent við Kenn- araháskóla Íslands, Erna Erlings- dóttir prófarkalesari og Sigurlín Hermannsdóttir ritstjóri á þing- fundasviði Alþingis. Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.