Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 33 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Buxur - 3 skálmalengdir Peysur Pils Buxnapils Frá TANTRA Listin að elska meðvitað Sími 435 6810 Gsm: 891 6811 www.hellnar.is Bókin sem þættirnir voru byggðir á Þessi bók er ekki bara um kynlíf. Hún tekur á öllum þáttum samskipta karls og konu og hefur svo sannarlega vakið verðskuldaða athygli. Útgefendur vilja þakka forsvarsmönnum Skjás 1, stjórnanda og meðstarfsfólki þáttarins - Tantra - Listin að elska meðvitað - og ekki síst því frábæra fólki sem tók þátt í þessum þáttum, fyrir ótrúlega útfærslu á erfiðu en þroskandi verkefni. Bókin er myndskreytt og fæst í öllum helstu bókaverslunum og kostar aðeins kr. 1.990 út úr búð. Vangaveltur um sigurlíkur á Edduhátíðinni, Mbl. sunnudaginn 11.11.01. Spá: Sjónvarpsþáttur ársins: „...Þá er Tantra Guðjóns Bergmann eftir, hann var nýstárlegur og ferskur og myndarlega stjórnað...“ Tantra - Listin að elska meðvitað (Skjár einn) Ok (Sjónvarpið) Mósaik (Sjónvarpið) Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins. ÞEGAR líður á nóv- ember fara börn í tón- listarskólum og aðrir sem iðka tónlist að æfa jólalögin. Allir sem fylgst hafa með barni feta fyrstu sporin í tón- listarnámi þekkja ósvikna gleðina þegar tökum er náð á fyrsta jólalaginu. Þú færð ekki fallegra „jólaskraut“ í stofuna þína en lítið barn sem spilar jólalag. Mér verður hugsað til sjö ára vinkonu minnar sem hóf lang- þráð fiðlunám í haust. Hún hafði í tvö eða þrjú ár óskað sér þess allra helst í afmæl- isgjöf að fá að fara í fiðlutíma, var bú- in að vera á biðlista í tónlistarskóla þar til nú. Fiðlan hennar er sjálfsagt orðin vanstillt heima og þótt verkfall tónlistarkennara leystist strax og hún kæmist í fiðlutíma á morgun mætti hún hafa sig alla við til að læra jólalag fyrir þessi jól. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér. Hvernig þjóðfélagi viljum við búa í? Viljum við leggja metnað og fé í menningu? Borgin sparar sér launa- kostnað tónlistarkennara meðan verkfall stendur yfir og gæti jafnvel losnað við þann launalið, því fái tón- listarkennarar ekki laun eins og manneskjur þá neyðast þeir til að fara að gera eitthvað annað. Án tónlistar- kennara fáum við ekki endurnýjun í raðir tónlistarmanna. Fjálgleg orð ráðamanna í Reykja- vík um menntun og menningu gera manni gramt í geði þegar þau eru bara orðin tóm á tyllidögum. Til dæm- is ræða borgarstjórans í Reykjavík á myndlistarþingi sem haldið var í Hafnarhús- inu seint í október en grein um þingið birtist í Morgunblaðinu 28. október. Þar segir borg- arstjórinn meðal annars „að unnið sé markvisst að mótun stefnu í menn- ingarmálum borgarinn- ar og grunnatriði í stefnu borgarinnar séu að efla Reykjavíkur- borg sem höfuðborg mennta og menningar í landinu með frjóu menningar- og listalífi. Þá verði stefnt að því að menning og listir verði snar þáttur í uppeldi og kennslu í Reykjavík, verði aðgengilegar borg- arbúum og gestum og einkennist af þrótti og metnaði“. Ég spyr: Í hverju felst stuðningur borgarinnar við tónlistarmenntun nú? Hvernig er unnt „að efla Reykja- víkurborg sem höfuðborg mennta og menningar í landinu“ ef tónlistar- kennarar fást ekki til starfa? Ég skora á launanefnd að semja strax við tónlistarkennara, áður en meiri skaði er skeður. Og svo mæli ég með að nefndarmenn og borgarstjórn með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi drífi sig hið allra fyrsta í kór eða spila- tíma. Allir ættu að fá að reyna á eigin skinni hvað tónlist er frábær upplifun. Þar sem orðinu sleppir tekur tón- listin við, við höfum ekki efni á að leggja niður tónlistarkennslu. Tónlistarneysla og önnur neysla Sigríður Helga Þorsteinsdóttir Höfundur hefur starfað sem fiðlukennari í tuttugu ár og er nú nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Kjarabarátta Þú færð ekki fallegra „jólaskraut“ í stofuna þína, segir Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, en lítið barn sem spilar jólalag. Meira á mbl.is/aðsendar greinar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.