Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 43
✝ Trausti Björns-son fæddist í
Brennu í Nesi í
Norðfirði 6. júlí
1925. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 12. nóvember
síðastliðinn. Trausti
var sonur hjónanna
Björns Emils
Bjarnasonar, bakara
í Norðfirði, f. 7.1.
1885, d. 23.1. 1963,
og Guðbjargar
Bjarnadóttur hús-
móður, f. 21.3. 1888,
d. 28.6. 1951. Trausti átti tíu
systkin. Þau eru: Birna, f. 30.1.
1913, Hjalti, f. 22.7. 1914, d. 5.9.
1980, Guðrún Ingigerður, f. 5.1.
1916, d. 14.10. 1991, Lára, f. 24.2.
1918, Hákon, f. 16.10. 1919,
Hilmar, f. 16.7. 1921, Margrét, f.
9.3. 1923, Óskar, f. 12.3. 1924,
Kjartan, f. 26.10. 1926, d. 10.3.
1986, Hrefna, f. 1.3. 1928, d. 15.7.
1978.
Hinn 26. maí 1956 kvæntist
Trausti Sigurveigu Halldóru
Björnsdóttur, f. 3.10. 1933. Þau
eignuðust sex börn og bjuggu all-
an sinn búskap í Neskaupstað.
Þau skildu 1991. Börn Trausta
eru: Björn Emil, f. 11.3. 1956,
maki Bjarndís Kristín Axelsdótt-
ir, f. 29.11. 1958. Þau eiga fjögur
börn og þrjú barnabörn; Trausti,
f. 13.3. 1957, maki Sigríður Pál-
ína Arnardóttir, f. 8.7. 1963, þau
eiga tvö börn; Erla Þorbjörg, f.
8.4. 1958, maki Dag-
bjartur Ari Gunn-
arsson, f. 19.12.
1957, þau eiga tvö
börn; Fjóla Guð-
björg, f. 8.4. 1959,
maki Ragnar Eð-
varðsson, f. 1.5.
1965, þau eiga þrjú
börn; Þorbjörg
Gunnlaug, f. 6.3.
1963, maki Magnús
Bjarkason, f. 13.10.
1962, þau eiga þrjú
börn; Þórarinn Sig-
urður, f. 22.5. 1967,
maki Bylgja Árna-
dóttir, f. 22.9. 1971, þau eiga eitt
barn. Barn Trausta fyrir giftingu
Margrét Sólveig, f. 12.10. 1951,
maki Gísli Freysteinsson, f. 2.6.
1949. Þau eiga einn son og Mar-
grét son frá fyrra hjónabandi.
Trausti lauk vélvirkjaprófi
1961 og fékk meistararéttindi
1964. Hann vann við sína iðn-
grein eftir það að mestu sem
sjálfstæður atvinnurekandi.
Trausti byrjaði ungur að vinna
hin ýmsu störf, t.d. að stokka
upp, og um fermingu vann hann í
smiðju hjá Hinrik Hjaltasyni.
Vörubíl átti hann nokkur ár og
til sjós var hann bæði á litlum
bátum og togurum fram undir
þrítugt en eftir það vann hann í
landi. Hin síðari ár vann hann við
viðhald og viðgerðir á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Útför Trausta fór fram frá
Norðfjarðarkirkju 19. nóvember.
Elsku afi. Það er svo margs að
minnast, við getum ekki talið það
allt upp.
Þegar afi bauð okkur frændum
að borða hjá sér þegar við vorum
litlir, spurði hann okkur hvort við
ættum ekki að steikja græna kött-
inn sem hann sagðist eiga uppi á
lofti, en við vildum alltaf það sama,
heimagerðu kjötbollurnar hans afa
með kartöflum og brúnni sósu.
Hann stappaði þetta alltaf fyrir
okkur frændur. Trúðum við þó
langt fram eftir aldri að afi ætti
grænan kött.
Sögustundirnar með afa voru al-
veg ógleymanlegar því hann hafði
upplifað svo margt um ævina. Þeg-
ar hann fór að segja frá var eins og
menn væru dáleiddir af áhuga um
það sem afi hafði að segja. Enda
kannski ekki skrítið því hann gat
dáleitt fólk og var hann þekktur
fyrir það. Eina verslunarmanna-
helgi komum við með nokkra
stráka með okkur til afa. Við ætl-
uðum að setjast smá stund niður
áður en við færum að skemmta
okkur. Afi tók á móti okkur glaður í
bragði eins og alltaf. Þegar við
frændur vildum fara af stað út að
skemmta okkur var ekki hægt að
hagga við vinum okkar því afi var
að segja sögur og var þar með allur
áhugi á skemmtanalífinu dottinn
upp fyrir og vildu menn heldur
vera að hlusta á afa segja hetjusög-
ur af sér.
Afi var vinur allra sem ungir
voru og fannst honum alltaf leið-
inlegt hvernig komið var fram við
ungt fólk og minnumst við alltaf
þessara orða: ,,Við fullorðna liðið
erum pakkið, ekki þið unga fólkið,“
enda var hann í miklu áliti hjá öllu
unga fólkinu sem hann hafði haft
samskipti við.
Elsku afi, við eigum eftir að
sakna þín sárt. Þú varst besti afi
sem hægt var að hugsa sér og munt
þú ávallt vera í minningum okkar.
Vignir og Ómar.
Ó kæri afi. Þú varst alltaf svo
góður við okkur systur. Þú varst
besti afi í heimi. Þú varst alltaf til í
að hlæja með mér. Ég man þegar
þú komst mér alltaf til að hlæja
þegar þú varst að grínast, sérstak-
lega þegar þú varst að herma eftir
hundunum og köttunum. Ég gleymi
þér aldrei, elsku besti afi. Þú varst
besti afi í heimi, mér þótti alltaf
vænt um þig og þér um mig.
Hafdís Þóra.
TRAUSTI
BJÖRNSSON
✝ Erling Georgs-son fæddist í
Hafnarfirði 24. des-
ember 1942. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
13. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigríður
Guðmundsdóttir,
húsmóðir í Hafnar-
firði, f. 14.1. 1909, d.
2.8. 1958, og Sumar-
liði Halldór Guð-
mundsson fósturfað-
ir, verkamaður frá
Akranesi, f. 18.7.
1903, d. 16.2. 1973. Systkini hans
eru Dröfn Sumarliðadóttir, f.
26.6. 1944, d. 8.8. 1979, og Sig-
urður Sumarliðason, f. 30.5. 1947.
Erling kvæntist Jónu Bjarna-
dóttur 28.5. 1977. Sonur þeirra er
Georg Erlingsson, f. 27.12. 1977.
Erling útskrifaðist sem gagn-
fræðingur frá Flensborg og nam
síðar húsasmíði við Iðnskólann í
Hafnarfirði. Um
árabil vann Erling
sem matsveinn og
kafari á björgunar-
skipinu Goðanum. Á
árunum 1980 til
1993 starfaði Erling
hjá Flugleiðum,
fyrst í flugeldhúsinu
í Keflavík og síðar
við ýmis störf hjá
Flugleiðum í
Reykjavík. Síðustu
átta árin var Erling
starfsmaður franska
sendiráðsins í
Reykjavík.
Helstu áhugamál Erlings voru
sund og köfun og gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Sundfélag Hafnarfjarðar og
Sportkafarafélag Íslands og var
heiðursfélagi í báðum félögun-
um.
Útför Erlings fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Í upphafi var allt, sem hefur skeð,
til endaloka fyrirhugað – séð:
Já, eilífðar á morgni rún var rist
er ráðin skal við endirinn – þá fyrst.
(Omar Khayyám.)
Sterkur, traustur, glettinn, glað-
vær, ósérhlífinn, æðrulaus, hjálpleg-
ur, söngelskur og hrókur alls fagn-
aðar. Hann var sem sonur og bróðir.
Þannig minnumst við hans með
þakklæti og kærleika.
Ruth amma og fjölskylda.
Föðurbróðir okkar, Erling Ge-
orgsson, er látinn eftir baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Nú leita minningar á
hugann, minningar um hraustan og
glaðværan mann, sem ekki bugaðist
þótt á móti blési. Erling ólst upp í
Hafnarfirði ásamt systkinum sínum
Dröfn og Sigurði Sumarliðabörnum.
Þau misstu móður sína á barnsaldri
og Dröfn lést, eins og bróðir hennar
og móðir, langt um aldur fram árið
1979.
Upp í hugann koma ótal sögur sem
okkur hafa verið sagðar úr uppvexti
þeirra, sögur af því, þegar Erling
synti út í Hafnarfjarðarhöfn eftir
bolta, tilraunir með kínverja, flug-
vélasmíði og önnur skemmtileg
uppátæki sem nú rifjast upp.
Erling var mikill safnari og hafði
gaman af því að varðveita gömul
tæki. Hann átti gott safn gamalla
myndavéla og plötuspilara. Það var
ógleymanlegt að setjast með honum í
„safnaherbergið“ í Melbænum og
grúska þar í gömlum græjum sem
hann hafði safnað í tímans rás, hlusta
á 78 súninga plötur og handleika
gamlar myndavélar.
Erling tók veikindum sínum af
æðruleysi, staðráðinn í því að njóta
lífsins eins og kostur var og láta sjúk-
dóminn ekki buga sig. Þar naut hann
dyggrar hjálpar eiginkonu sinnar,
Jónu Bjarnadóttur, og sonar,
Georgs, sem stóðu eins og klettar við
hlið hans uns yfir lauk.
Erling var keppnismaður í sundi.
Hann tók m.a. þátt í Garpamóti
Sundsambands Íslands sl. vor, þótt
þá hafi verið dregið nokkuð af hon-
um. Keppnisskapið færði honum þó
nokkur gullverðlaun og Íslandsmet.
Hann var staðráðinn í að láta veik-
indin ekki stöðva sig og kafaði eftir
skel langt fram á haust, þótt hann
þyrfti stuðning við að komast aftur í
bílinn með skelina. En það taldi Jóna
ekki eftir sér.
Rúmri viku fyrir andlátið heim-
sótti Kolla Erling á sjúkrahúsið með
nýfædda dóttur sína. Minningin um
þá heimsókn er dýrmæt, þar sem
skoðaðar voru ljósmyndir úr frábær-
lega vel heppnaðri fjölskylduútilegu
að Bíldsfelli og Erling hampaði ný-
fæddri frænku sinni.
Elsku Jóna og Georg, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Erlings
Georgssonar.
Tómas, Sigríður og Kolbrún.
Kveðja frá samstarfsfólki
Erling Georgsson starfaði hjá
Sendiráði Frakklands í Reykjavík í
um það bil tíu ár. Hann var bílstjóri
sendiherrans allan þann tíma og
hafði jafnframt mörgum öðrum
skyldum að gegna. Þannig kom í
hans hlut að sinna margvíslegum er-
indrekstri fyrir sendiráðið og hafa
umsjón með ýmsum eignum þess.
Meðal annars sá hann um umhirðu
garðanna við sendiráðið og sendi-
herrabústaðinn um nokkurra ára
skeið. Öllum þessum störfum sinnti
Erling af alúð og samviskusemi og
var jafnframt einkar óeigingjarn og
hjálpsamur í garð samstarfsfólks
síns.
Erling var þægilegur í umgengni
en bar ekki tilfinningar sínar á torg.
Hann var sterkur maður, bæði til sál-
ar og líkama, og kom það skýrast
fram í veikindum hans síðustu mán-
uði. Þegar hann kenndi þess meins,
sem að lokum bar hann ofurliði, var
það fjarri honum að kvarta, og þrátt
fyrir að sjúkdómurinn og læknismeð-
ferðin við honum hljóti oft að hafa
tekið mikið á hélt hann ótrúlega lengi
í bjartsýni og trú á að honum tækist
að sigrast á veikindunum. Þannig eru
ekki margar vikur síðan hann kom
síðast í heimsókn á skrifstofuna og
ræddi um hvenær hann hygðist koma
aftur til starfa að veikindaleyfi loknu.
Í hinum erfiðu veikindum síðustu
mánaða var það Erling mikill styrkur
að eiga góða fjölskyldu. Kona hans,
Jóna Bjarnadóttir, og sonur þeirra,
Georg, veittu honum ómetanlegan
stuðning í þeirri baráttu. Þau Erling
og Jóna voru einkar samrýnd hjón og
þegar hinn illvígi sjúkdómur gerði
vart við sig stóð hún eins og klettur
við hlið hans og vék ekki frá honum
síðustu vikurnar.
Við samstarfsfólk Erlings sendum
Jónu og Georg okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í sorginni.
Í dag kveðjum við Erling
Georgsson heiðursfélaga í Sundfélagi
Hafnarfjarðar, en hann var þjálfari á
6. og 7. áratugnum.
Mín fyrstu kynni af Ella Georgs
voru á æfingu hjá SH haustið 1960.
Hann hafði tekið við þjálfun SH
nokkru áður, og þá hófst mikið
blómaskeið hjá félaginu, enda var
hann mjög drífandi þjálfari, ekki síst
í félagsstarfinu með böllum í Alþýðu-
húsinu á sunnudagseftirmiðdögum,
sem við krakkarnir kunnum vel að
meta.
Vinabæjakeppnir á Neskaupstað
og Siglufirði, ásamt ferðum á Ísa-
fjörð, Akureyri og fleiri staði, þar
sem Elli var þjálfari, fararstjóri og
vinur, allt í senn.
Á þessum árum var einnig stund-
aður sundknattleikur af miklu kappi,
sem Elli tók virkan þátt í.
Síðan skilja leiðir, en árið 1994 var
stofuð garpadeild SH og þá var leitað
til Ella um að vera með og tók hann
því vel, en frá þeim tíma hefur SH
fimm sinnum orðið Íslandsmeistari
og einu sinni Norðurlandameistari,
en það var ekki síst Ella að þakka.
Ég votta Jónu og Georg mína
dýpstu samúð.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast, svo margt
sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guðjón Guðnason sundgarpur.
Elsku Erling minn. Það er erfitt að
kveðja þig, kæri vinur. Þú varst allt í
senn, lærimeistari, vinur, samherji
og hjálparhella. Þú varst líka sént-
ilmaður en í senn töffari. Þú varst
öðrum hraustari en bjóst samt yfir
hógværð, töfrar þínir voru öðrum
hvati og hreystin öðrum fordæmi.
Þegar ég stend fyrir framan hóp
áhugasamra nemenda sem eru að
stíga sín fyrstu skref í köfun og út-
skýri muninn á þurrbúningi og blaut-
búningi, er ég vanur að segja að það
sé aðeins einn maður nógu hraustur
til að kafa í blautbúningi allan ársins
hring við Ísland. Sá maður var vinur
minn Erling Georgsson.
Ég kynntist Erling í gegnum köf-
un. Meðal minna fyrstu nemenda var
fólk sem Erling hafði aðstoðað við að
stíga sín fyrstu skref í köfun en svo
vísað til mín til að fá kennslu eftir al-
þjóðlegum stöðlum. Það er ekki laust
við að maður brosi út í annað þegar
hugsað er til þess að þessi reynslu-
mikli maður skyldi vísa nemendum
til mín.
Í gegnum árin styrktist vinskapur
okkar mikið. Það var ekki sjaldan
sem Erling kom að mér að fylla á
kúta og á meðan loftið streymdi feng-
um við okkur kaffibolla og spjölluð-
um um köfun og allt sem tengdist því
áhugamáli okkar. Ekki var hægt
annað en að dást að Erling. Þessi full-
orðni maður var öðrum fremri í köf-
un, galvaskur lagði hann í leiðangra
um undirdjúpin og lét það ekki
stoppa sig þó heilsan tæki að bregð-
ast. Hvort sem var vetur eða sumar,
sólskin eða snjókoma, var Erling
tilbúinn að glíma við hafið og njóta
þeirra töfra er það býr yfir.
Þegar komið var saman í góðra
vina hópi á skemmtunum Sportkaf-
arafélagsins höfðum við yngri menn-
irnir ekki roð við Erling. Kátur sént-
ilmaðurinn dansaði við dömurnar af
slíkri snilld að það var engu lagi líkt. Í
hvert skipti sem við hittumst komu
fram nýjar aðdáunarverðar hliðar á
þessum einstaka vini sem Erling var.
Eins skrítið og það kann að hljóma
köfuðum við aldrei saman. Við hent-
um að því gaman í hvert skipti er við
hittumst að nú skyldum við láta
verða af því að skella okkur saman í
kaf.
En þú varst alltaf að tína skeljar
og ég var alltaf að kenna, en á yf-
irborðinu mættumst við og bárum
saman bækur okkar. Einhvern veg-
inn leit ég alltaf svo á að ekkert gæti
á þér unnið, slík var hreysti þín og
lífsvilji, en þegar ég sá að hörpudisk-
urinn var í hámæli á Óttastöðum vissi
ég að eitthvað var að.
Elsku Erling minn, guð blessi þig
og geymi. Með hugprýði þína að leið-
arljósi lifi ég í þeirri trú að einhvern
tímann hittumst við aftur og förum í
þessa fyrirhuguðu köfun okkar sam-
an.
Þinn vinur,
Matthías Bjarnason.
ERLING
GEORGSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Formáli minn-
ingargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn
blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup-
vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauð-
synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina