Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 45 skeyttastur í orðaskiptum og hafði auk þess sterkari rödd en aðrir. En mikið varð þessi jötunn tauga- óstyrkur og bljúgur þegar systir mín var að fæða honum fyrsta barn þeirra. Þá sátum við niðri í eldhúsi og hann tapaði án afláts fyrir mér í rússa. Ég leit mikið upp til þessa sjó- mágs og einu frækorni varð hann til að sá í huga unglingsins, en það var virðing fyrir sinfónískri tónlist. Ég ólst upp við að vilja helst ekkert heyra nema harmóniku, orgel, MA- kvartettinn og danslag kvöldsins og var fullur fordóma gagnvart öllu sem hét andante, allegró og fúga. En Hilli sagði blátt áfram: Ég hef ekkert vit á þessu, en það eru bara svo mörg falleg lög í sinfóníum og óperum. Og þetta varð til þess að ég fór að leggja eyrun við. Hilli varð næstum strax eins og einn af bræðrunum, enda fóru ýmis áhugamál saman. Hann var einstak- lega vinfastur og traustur. Sá hæng- ur var þó á, sem ekki ber að draga fjöður yfir, að þessi viðkvæmi mað- ur gat orðið býsna ódæll með víni, svo að hann gekk stundum fram af okkur sumum. En móðir okkar tók jafnan svari hans og sagði með sanni: Hann Hilli er ósköp góður drengur. Á síðustu árum voru ýmsir partar þessa hrausta líkama mjög farnir að láta sig, svo að hann var harla oft inni á sjúkrahúsi. En ekki vottaði fyrir bilun í toppstykkinu. Hann var mjög andlega hress fram á síðustu stund, og þá kom æ betur í ljós hversu mikið þessi maður hafði hugsað um margar hliðar tilverunn- ar um leið og hann vann hin kröfu- hörðu störf sjómannsins. Í vor kom ég til hans á Landspítalann og bað hann að líta yfir kafla um sjósókn í söguyfirliti sem ég var að vinna við, en á nærfærnum atriðum þessa mikilvæga atvinnusviðs hafði ég fremur litla þekkingu. Sá yfirlestur held ég hafi gert þennan þátt skammlausan. Það var Benedikt bróðir minn sem tók upp á því að kalla hann Jarlinn, og undir því heiti gekk hann í okkar hóp á glöðum stundum. Það sýnir að nokkru hvers álits Hildir Guðmundsson naut hjá vinum sín- um. Árni Björnsson. Þú stóri sonur þessa litla lands að lokum horfinn burt af vorri jörð. Kjarkaður og komst því fljótt til manns þó kannski glíman væri stundum hörð. Þitt stóra hjarta er sló af dirfsku og dug var dæmigert af manni eins og þér sem áttir þennan góða, hlýja hug hann þú öllum veittir, líka mér. Hilli minn, ég hlýt að minnast þín því heilli vin ég naumast hefi átt. Við leiddumst tíðum saman tveir í sátt og töluðum um æðri og fegri sýn. Nú þú hefur hafið hinstu för heill og gæfa megi fylgja þér. Þú hefur máski lagt í litla vör og lofar Drottinn eins og vera ber. (Ben. Björnsson.) Þinn mágur Benedikt. Horfinn er af sjónarsviðinu traustur og góður vinur okkar hjóna í áratugi. Hann andaðist í svefni á Landspítalanum og hafði þá æði oft dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Hann var farinn að líkamleg- um kröftum, hjartað hafði verið hans Akkilesarhæll í áraraðir. En hugur hans virtist aldrei bugast. Hann hafði sína skýru hugsun og góðu dómgreind til hins síðasta. Hvíld við slíkar aðstæður hlýtur að vera kærkomin þeim manni sem frá unga aldri hefur unnið hörðum höndum og aldrei látið deigan síga. Hann hafði fengið í vöggugjöf hraustan líkama og góða sál. Hvort tveggja mótað í faðmi sterkrar fjöl- skyldu á Seyðisfirði og þessa naut hann og ástvinir hans áratugum saman. Ekki fá allir slíkar gjafir úr hendi skaparans. Vafalaust hefur Hilli gert sér grein fyrir þessum for- réttindum sínum, enda var hann trúmaður mikill. Hann hafði trúna fyrir sig og sína nánustu ástvini. Þótt hann væri fastur fyrir í skoð- unum og léti þær óhikað í ljós, og gilti svo um flest mál, þá hlustaði hann vel á mótrök en sannfæringu hans varð sjaldan breytt. Hún byggðist, að ég held, ávallt á þessu djúpa trúartrausti hans með einum eða öðrum hætti. Það var hans rauði þráður í lífshlaupinu og afstöðu til manna og málefna. Í skoðunum gat hann á stundum virst einstrenginslegur og of fastur fyrir, en hans góða greind og djúpi skilningur á lífinu opnaði oft augu manna, þótt síðar yrði, fyrir rétt- mæti viðhorfa hans. Hann hafði óbilandi trú á einstaklingnum, vilja hans og framkvæmdagetu og því að framtak einstaklings væri mesti þjóðarauðurinn, þegar upp væri staðið. Hann vildi virkja einstak- lingsframtakið til góðra verka. Þjóð- arheildin væri jú ekki annað en sam- safn einstaklinga. Þannig skildi ég hann alla tíð og dáðist að lífsspeki hans, mannsins sem hafði fengið takmarkaða barnafræðslu í skóla- kerfinu á nútíma vísu en þeim mun betra atlæti í uppvextinum heima fyrir og góðar gjafir skaparans. Þeir sem kynntust manninum Hildi Guð- mundssyni mega vera þakklátir. Hjá honum var að finna heilbrigð og raunsæ lífsviðhorf. Þorbergsstaðir í Laxárdal í Dala- sýslu hafa verið örlagavaldur margra í gegnum tíðina. Ég sem ungur strákur dvaldist þar í mörg sumur á fimmta áratugnum hjá móðursystur minni, Hólmfríði Benediktsdóttur, ekkju með börnin sín átta, sem reyndar mörg voru á þeim tíma flogin eða að fljúga úr hreiðrinu. Æði oft hefi ég nefnt þennan tíma minn á Þorbergsstöð- um sem mestu sælustundir æsku minnar. Það var þó ekki vegna fornrar frægðar staðarins, þótt nefndur sé í Sturlungu, heldur fólksins sem þar var og þess frelsis og frelsisanda sem þar ríkti. Fyrr- um ólst þar upp móðir mín, Lilja, í fjölmennum systkinahópi í stórhýsi sem afi þeirra hafði byggt í byrjun 20. aldar, hann Kristján Danne- brogsmaður Tómasson. Það var þó ekki þessi stórhugur hans sem gerði dvölina á Þorbergsstöðum svo ynd- islega. Nei, það var fólkið sem þar bjó á þessum árum. Þessa minntist Hilli líka oft. Þorbergsstaðir voru staðir hinnar himnesku sælu í faðmi hins frjálsa fólks. Þar bar ég hann fyrst augum, þennan stóra og þétta unga mann um tvítugt, brúnaþung- an, dökkan og fallegan yfirlitum, sem gerði hosur sínar grænar fyrir yngstu dóttur Hólmfríðar, henni Rögnu, draumadísinni minni sem hampaði mér hvítvoðungi og söng um „Gogginn hennar Göggu“. Þau nánu tilfinningabönd, sem hún þá batt við mig brustu aldrei og halda enn þótt hún hafi kvatt þennan heim fyrir tæpum fjórum árum. Kannski hefi ég skilið Hilla betur en margur annar, hversu sterk bönd Ragna batt við unga sem aldna með anda sínum og allri framgöngu. Ég held að þar höfum við verið á sömu línu tilfinninganna. Ragna var einstök. Hilli var lukkunnar pamfíll. Það var svo sem engin furða þótt hún Ragna frænka laðaðist að þessum svip- sterka, gjörvulega unga manni, hreinum og beinum í allri fram- göngu. Ekki spillti að þar fór söng- fugl af guðsnáð. Hann bætti við sönggleðina á Þorbergsstöðum og var alla tíð meðal forsöngvaranna á gleðisamkomum fólksins frá Þor- bergsstöðum. Í Garðinum naut kirkjukórinn framlags Hilla æði mörg árin síðar meir. Hilli og Ragna voru gefin saman í hjónaband í Hvammi í Dölum hinn 20. október 1946, en kynni þeirra munu hafa orðið um tveimur árum fyrr. Þau bjuggu í byrjun í Reykjavík og hófu sinn búskap með hendur sínar tóm- ar. Árið 1957 tóku þau þá heillaríku ákvörðun að flytja í Garðinn, í Gerð- ar á Reykjanesinu, komu sér þar vel fyrir og bjuggu á sama stað, að ég held, alla tíð í hlýlegu umhverfi til hinsta dags. Ragna lést á aðfanga- dag jóla 1997 á Borgarspítalanum af hjartakvilla og fréttin barst Hilla á hjartadeild hans á Landspítalanum. Vegirnir eru órannsakanlegir. Sam- fylgd þeirra á sjötta áratug var lokið í þessari jarðvist. Þau höfðu gengið í gegnum súrt og sætt saman í með- byr og mótbyr og verið hvort öðru stoð og stytta, eignast þrjú einstak- lega vel gerð börn og mörg barna- börn og barnabarnabörn. Hilli gat í nær fjögur ár frá andláti Rögnu minnst þess með nær fullum and- legum styrk hversu frábærlega vel lífshlaup þeirra Rögnu saman hafði heppnast þeim sjálfum, afkomend- um og okkur öllum samferðamönn- um þeirra og þjóð til heilla. Við Sigrún áttum margar gleði- stundir með þeim bæði í ferming- arboðum barna okkar í Brúna- stekknum og í heimsóknum okkar til þeirra í Garðinn og víðar. Bros- mildu ljósin þeirra yljuðu okkur um hjartarætur og skildu ávallt eftir gleði í brjósti okkar eftir samfundi með þeim. Auðvitað fylgir því sökn- uður að njóta ekki samvista þeirra með sama hætti og áður, en dýr- mætar minningar munu ávallt ylja okkur og skapa gleði og hlýhug, bæta okkar mannlíf. Hilli var ávallt forsöngvari, hvar sem hann fór. Rödd hans í eiginlegri og óeiginlegri merkingu leiddi sönginn á gleði- stundum sem við fengum að taka þátt í með honum og Hólmfríðar- börnum. Söngur hans gladdi og kætti okkur Þorbergsstaðafólkið í meira en hálfa öld. Hilli var strangur og góður fjöl- skyldufaðir, unni börnum sínum, tengdabörnum, afa- og langaafa- börnum. Þessu kynntumst við líka á Landspítalunum í sumar, er við sóttum hann heim og hittum þar fyrir Dagnýju dóttur hans og Arnór tengdason með barnabarnið sitt. Hilli unni landi sínu og naut þess að ferðast um það og stunda laxveiðar, enda sjómaður, fiskimaður af Guðs náð. En hann gladdist líka af að ferðast um önnur lönd, sólarstrend- ur og að sækja heim skyldmenni sín á Ítalíu og barnabörn í Bandaríkj- unum sem þar voru í háskólanámi. Guðmundur Ingi sonur hans var hans trausti fylgdarmaður að jafn- aði. En Ísland var hans land, og „föðurland hans hálft var hafið“. Við Sigrún þökkum honum allar ljúfar stundir á liðnum árum og þá ekki síst ég fyrir sambúð hans með henni Rögnu frænku minni. Blessuð sé minning Hildis Guðmundssonar. Grétar Áss Sigurðsson. Með þessum orðum viljum við systurnar minnast afa okkar Hildis Guðmundssonar. Afi var einstaklega skemmtilegur maður, ákveðinn og greindur og höfðingi heim að sækja. Hann lá ekki á skoðunum sínum og hafði sterka réttlætiskennd. Afi hafði yndi af að ferðast og ferðaðist hann bæði innan Evrópu og til Bandaríkjanna með föður okk- ar og föðursystrum. Þegar við vor- um búsettar erlendis, önnur í Bandaríkjunum og hin í Bretlandi, urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að fá afa í heimsókn til okkar. Afi var heimsmaður í eðli sínu og naut sín hvar sem hann var staddur. Hann hafði gaman af að velta fyrir sér mannlífinu og kynnast ólíkum menningarheimum. Minningarnar um afa eru bæði skemmtilegar og ljóslifandi í hugum okkar: Afi versl- aði á útimarkaði í Notting Hill, brá sér á söngleiki í New York og Lond- on og var óhræddur við að bragða á framandi mat. Auk þess að njóta mannlífs stórborganna kunni hann einnig vel að meta að dveljast í hlýju loftslagi Kanaríeyja þegar vetur konungur ríkti heima á Íslandi. Afi var bæði víðlesinn og víðsýnn. Hann var hafsjór af fróðleik og það var ósjaldan sem við leituðum í smiðju hans er okkur vantaði upp- lýsingar um sögulegar heimildir jafnt sem málefni líðandi stundar. Hann var ófeiminn, átti auðvelt með að koma af stað samræðum og skorti aldrei umræðuefni. Hann var sjálfstæðismaður af gamla skólan- um, virti einstaklingsfrelsið mikils og hvatti okkur jafnan til að standa á eigin fótum, skoða heiminn og njóta lífsins og tilverunnar. Afi var einnig mikill fagurkeri og veitti fallegum hlutum jafnt sem fatnaði gjarnan athygli. Þegar við systurnar heimsóttum hann hafði hann oft á tíðum orð á því hversu fallega klæddar við værum. Ef við vorum frjálslega klæddar, átti hann það hinsvegar til að spyrja hvort við værum „svona klæddar“ þegar við værum á leið til útlanda eða í vinnunni! Sjálfur var hann ævinlega vel til fara, virðulegur í fasi og bíll- inn ætíð stífbónaður og glansandi. Heimili afa og ömmu okkar Ragn- heiðar Björnsdóttur, sem féll frá á aðfangadag fyrir tæpum fjórum ár- um, var bæði hlýlegt og fallegt. Eft- ir að amma féll frá hélt afi uppi merki hennar og hélt áfram að baka hennar víðfrægu pönnukökur, jóla- köku og vöfflur. Heimsóknir okkar til þeirra eru sveipaðar ævintýraljóma. Hádegis- matur hjá afa og ömmu á jóladag var árviss viðburður er við hlökk- uðum til árið um kring. Svið og hangikjöt voru á borðum og sveskjugrauturinn hennar ömmu í eftirrétt. Eftir að hafa borðað okkur pakksaddar, skautuðum við ásamt frænkum okkar á síkinu sem er rétt við húsdyrnar á Gerðavegi 25. Þeg- ar við komum þreyttar og rjóðar í hús beið okkar heitt súkkulaði og dýrindis tertur. Enn þann dag í dag er jóladagur einn skemmtilegasti dagur ársins í hugum okkar systra. Með þessum orðum viljum við þakka afa okkar samfylgdina og fyr- ir það veganesti sem hann gaf okk- ur. Minningar frá Gerðaveginum munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Þeir dagar koma að þagnar jafnvel sorgin og sálin situr mitt í auðninni ein sem könguló við spuna og spinnur tómleik (Herman Bang.) Ragnheiður María og Magnea.                             ! " #$%&'!#&"$ $'"$%!!(' ) %&'!!(' "$ '&' &'!#&"$ '" !' *)'+&$%$%&'!!(' ," -) .$&'%&'!!(' %.'#$+($ $% $!(' / $' /$'(/ $' / $' / $'0 !            1 2 '" '#"3  $% /4   " #  $      "   %          %  " 5  !!#&"$ '' $1"' $!!(' %$ '"$ %$6$"!)'!#&"$ $ "*$1"' $!!(' "$/$"$% $#&"$ +&$ 1"' $!#&"$  "%/$'!!(' / $' /$'(/ $' / $' / $'0 !            "  72  +,182 6 9   "    & $      '       (   ") *  " +   ,  ,,- '," $ & .*$ %$&'!#&"$ &'0 (/!!(' &' 0%.'#!#&"$ 6$"!)'+06$"!)'!!(' "!!  : $# ;$'+06$"!)'!!(' 7 $$<%&'!#&"$ &' !+06$"!)'!!(' +&$# !"$!#&"$0 . /        =92  < 4! . %$ $"   "!-& ."    "    %        *   " 0   *   +   %,   1-- 2   *     " 3*    *   2'' ;"$'  ' $!#&"$ )$! ' $$< $!!('  '$7)$$< $!!('  '-"%$6$"! '$< $!#&"$0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.