Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 56
DAGBÓK
56 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss kemur í dag.
Helgafell, Dettifoss og
Trinket fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
China Prospect fer í
dag. Brúarfoss fór í
gær. Venus fór vænt-
anlega í gær.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verðu í
Háskólabíó að sjá
myndina „Mávahlátur“
kl. 14 mánud. 26. nóv.
rútuferð frá Norð-
urbrún kl. 13. og Furu-
gerði kl. 13.10. Þátttaka
tilkynnist í s. 568-6960,
Norðurbrún og s. 553-
6040, Furugerði, fyrir
23. nóv
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, handa-
vinnustofan opin, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30
smíðastofan opin, kl.
10–16 púttvöllur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 böðun, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 13.30. Kóræfing-
ar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Bingó í dag
kl. 14.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
12 aðstoð við böðun, kl.
9–13 opin handa-
vinnustofan, kl. 9.30
danskennsla, kl. 14.30
söngstund.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 11 leikfimi, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Í dag fé-
lagsvist á Álftanesi kl.
19.30. Fimmtud. 29. nóv.
Spilað í Holtsbúð kl.
13.30. Föstud. 30. nóv.
Dansað í kjallaranum í
Kirkjuhvoli kl. 11.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Pútt í Bæjarútgerðinni
kl. 10. Opið hús í Hraun-
seli kl. 14. Á dagskrá er
upplestur úr nýjum
bókum og tónlist. Á
morgun er myndlist,
brids og tréútskurður í
Lækjarskóla.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Nýtt útlit á kaffi-
stofunni komið og lítið
við. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Uppl. á skrifstofu FEB.
kl. 10–16 s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi, kl.
15.15 dans. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30, kl. 10.30 helgi-
stund, umsjón Lilja G.
Hallgrímsdóttir, djákni.
Frá hádegi vinnustofur
og spilasalur opin.
Myndlistarsýning Bryn-
dísar Björnsdóttur
stendur yfir, listamað-
urinn á staðnum eftir
hádegi. Veitingar í veit-
ingabúð. Allir velkomn-
ir. Upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in leiðbeinandi á staðn-
um, kl. 9.30 klippimynd-
ir og taumálun, kl. 9, kl.
9.05 og 9.50 leikfimi, kl.
13 gler- og postulíns-
málun, kl. 16.20 og kl.
17.15 kínversk leikfimi.
Handverksmarkaður
verður í Gjábakka í dag
fimmtudag frá kl. 13.
Margt góðra og eigu-
legra muna.
Gullsmári, Gullsmára
13. Postulínsmálun kl.
9.15, jóga, kl. 9.05 brids,
kl. 13 handavinnn-
ustofan opin, leiðbein-
andi á staðnum, línu-
dans kl. 17.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 14 félagsvist.
Föstudaginn 23. nóv. kl.
14 kemur í heimsókn
Steinunn Jóhannsedótt-
ir rithöfundur og fræðir
um ferðir Guðríðar Sím-
onardóttur (Tyrkja-
Gudda) á framandi slóð-
um. Allir velkomnir.
Veislukaffi.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 ganga,
kl. 10–15 leirmuna-
námskeið.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 aðstoð við böðun, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 10 boccia, kl. 13–14
leikfimi, kl. 13–16 kór-
æfing, kl. 17–20 leir-
mótun. Jólafagnaður
verður fimmtudaginn 6.
des. Húsið opnað kl.
17:30. Ragnar Páll Ein-
arsson leikur á hljóm-
borð. Jólahlaðborð, kaffi
og eftirréttur. Kór leik-
skólans Núps syngur
jólalög undir stjórn
Kristínar Þórisdóttur.
Kvartett spilar kamm-
ertónlist. Gyða Valtýs-
dóttir, Ingrid Karls-
dóttir, Helga Þóra
Björgvinsdóttir og
Anna Hugadóttir. Dans-
sýning frá Dansskóla
Jóns Péturs og Köru.
Gospel systur í Reykja-
vík syngja undir stjórn
Margrétar J. Pálma-
dóttur. Undirleikari
Agnar Már Magnússon,
fjöldasöngur. Hugvekja,
séra Hjálmar Jónsson
dómkikjuprestur. Allir
velkomnir, upplýsingar
og skráning í síma 562-
7077. Mánudaginn 26.
nóvember verður farið í
Háskólabíó á íslensku
myndina Mávahlátur.
Lagt af stað frá Vest-
urgötu kl. 13:30 (Sýn-
ingin hefst kl. 14.) Upp-
lýsingar og skráning í
síma 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl.
9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
boccia, kl. 13 hand-
mennt og frjálst spil, kl.
14. leikfimi. Aðventu- og
jólafagnaður verður 6.
desember. Jólahlað-
borð, ýmislegt til
skemmtunar. Skráning í
síma 561-0300.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtud. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Tafl í
Rauða sal kl. 19.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. Kl. 13–16
prjónað fyrir hjálp-
arþurfi erlendis. Efni á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Aðal-
fundurinn verður laug-
ardaginn 24. nóv. kl. 14 í
Hvassaleiti 56–58 Ath.
að leikfimitíminn í Bláa
salnum er á föstudag kl.
11 í stað fimmtudags.
Kristniboðsfélags
kvenna, Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut
58–60. Bænastund og
undirbúningur basars-
ins. Fundurinn hefst kl.
17. Allar konur vel-
komnar.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ. Fé-
lagsvist spiluð í kvöld kl.
20.30, stundvíslega, í
Kiwanishúsinu Mos-
fellsbæ
Skaftfellingafélagið.
Myndakvöld verður
haldið í Skaftfell-
ingabúð, Laugavegi 178,
fimmtudaginn 22. nóv-
ember kl. 20:30. Mynd-
efni: Lónsöræfi.
Samtök lungnasjúk-
linga verða með
fræðslufund sem hald-
inn verður í Hallgríms-
kirkju suðursal í kvöld
kl. 20 fimmtudaginn 22.
nóvember. Gestur fund-
arins og ræðumaður
verður dr. med. Þór-
arinn Gíslason yfirlækn-
ir og mun hann tala um
Vífilsstaði og þær breyt-
ingar sem eru fram-
undan vegna flutnings
starfseminnar. Allir
lungnasjúklingar og
áhugafólk um málefnið
hvatt til að koma.
Í dag er fimmtudagur 22. nóvem-
ber, 236. dagur ársins 2001. Cecilíu-
messa. Orð dagsins: Drottinn hefir
heyrt grátbeiðni mína. Drottinn tek-
ur á móti bæn minni.
(Sálm. 6, 10.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 land í Evrópu, 8 sárs, 9
miskunnar, 10 óhljóð, 11
ruddar, 13 ójafnan, 15
hnjóðs, 18 eimyrjan, 21
veðurfar, 22 hani, 23
skorpan, 24 góðu úrræði.
LÓÐRÉTT:
2 rotnunarlyktin, 3 söng-
flokkar, 4 meltingarfær-
is, 5 róin, 6 húsdýr, 7 Ís-
land, 12 rödd, 14 sefi, 15
þefur, 18 fiskur, 17 al, 18
skriðdýr, 19 duftið, 20 á
stundinni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hláka, 4 festa, 7 asann, 8 örend, 9 afl, 11 illt, 13
ofni, 14 ísöld, 15 hark, 17 datt, 20 Áka, 22 lætur, 23 róg-
ur, 24 trafs, 25 súrna.
Lóðrétt: 1 hlaði, 2 ákall, 3 Anna, 4 fjöl, 5 skerf, 6 Andri,
10 frökk, 12 tík, 13 odd, 15 helft, 16 rotna, 18 angur, 19
tirja, 20 árás, 21 arðs.
K r o s s g á t a
Hundaeigendur
umhverfissóðar
HUNDAEIGENDUR
virðast nota Miklatún,
þetta fallega og vel stað-
setta útivistarsvæði í miðri
borginni, sem haughús
hunda sinna. Á túninu vest-
an við Kjarvalsstaði við
Rauðarárstíg er vart hægt
að drepa niður fæti fyrir
hundaskít og ættu þessir
umhverfissóðar frekar að
fá sér gullfiska eða kanarí-
fugla sem gæludýr til að
saurga ekki almennings-
garðana með slíku fram-
ferði. Greinileg merki eru
um að það sé bannað að
vera með hunda á Mikla-
túni.
Pálmi.
Ekki allir
með Netið
ÉG er ein af þeim sem
fengu bréf frá Símanum
þar sem tilkynnt var að 95
kr. yrðu lagðar á reikning-
inn. Í bréfinu var tekið
fram að ef borgað væri í
gegnum Netið þá losnaði
maður við að borga þessa
upphæð. En það eru ekki
allir með Netið.
Eins er ég hissa á því að
fólk sem verslar í stór-
mörkuðum skuli ekki
kvarta undan því að vera
ekki gefið ráðrúm til að
ganga frá vörunum sínum í
poka á afgreiðslukössum.
Það er eins og lífið liggi við
að klára að afgreiða fólk.
Oft verður þetta til þess að
vörur ruglast á borðinu. Ég
hef tvisvar týnt vörum
vegna þessa. Og ef maður
kvartar þá er ekki hlustað á
mann.
Þreytt kona.
Þökk en ekki takk
MARGOFT hefur verið
bent á það hér að orðið
„takk“ er sletta frá danska
tímabilinu hér í landi í ein
500 ár. En þessi sletta er
svo lífseig og tungutöm að
jafnvel menningarstofnanir
okkar eins og RÚV nota
orðin takk og þökk jöfnum
höndum, en þó hið fyrra
mun oftar í textum sjón-
varpsmynda. Enn einu
sinni skal tilmælum komið
á framfæri um að framveg-
is verði slettunni sleppt –
einnig hjá RÚV.
H.Þ.
Tapað/fundið
Veski týndist
SVART flauelsveski með
keðju týndist á Broadway
sl. fimmtudag. Í veskinu
var hvít myndavél með
átekinni filmu ásamt lykl-
um, kortum, skilríkjum o.fl.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 567 3267.
Leðurjakki týndist
SVARTUR leðurjakki
(blússa) týndist á Broad-
way sl. fimmtudag. Í jakk-
anum var GSM-sími. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 567 3267.
Gleraugu týndust
GLERAUGU, með Titan-
ium-umgjörðum, týndist
fyrir ca. 2 vikum. Þeir sem-
hafa orðið þeirra varir vin-
samlega hafið samband í
síma 557 3549.
Dýrahald
Hvolpur fæst gefins
5 MÁNAÐA sætur Border-
Collie blandaður hvolpur
fæst gefins. Uppl. í síma
565 4623 eða 868 7519.
Panda er týnd
SEX mánaða, mjög smá-
vaxin læða, svört með hvíta
blesu, hvítar loppur og
hvíta rönd á maga, hvarf
frá Hörðuvallasvæðinu í
Hafnarfirði föstudaginn 16.
nóv. sl. Kisa var ekki með
hálsband, en hún er eyrna-
merkt: R1 H137 og með ný-
legt ör á kviði. Hún gæti
hafa lokast inni, orðið fyrir
bíl, eða leyft einhverjum að
„finna“ sig og fara með sig
heim. Þeir sem vita um
ferðir hennar vinsamlega
hafið samband í síma
897 1393, eða 565 1480.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er í hópi þeirra semleiðist að versla í mjög stórum
verslunarmiðstöðvum. Honum líður
t.d. alltaf frekar illa í Kringlunni.
Það er erfitt að útskýra af hverju.
Víkverji hallast einna helst að því
að það sé eitthvað í hönnun hússins
sem veldur því að hann fyllist
ónotakennd og leiða þegar hann er
búinn að vera í Kringlunni í fáeinar
mínútur.
Víkverji hélt lengi vel að hann
væri einn um þetta og ástæðan
væri fyrst og fremst sú hvað hon-
um þykir leiðinlegt að versla. Vík-
verji hefur hins vegar á seinni ár-
um hitt marga sem segjast finna
fyrir sömu ónotakennd og leiða
þegar þeir eru í Kringlunni. Þetta
er fólk af báðum kynjum og sumt
af þessu fólki segist annars hafa
gaman af því að versla.
Víkverji var þess vegna fullur
tortryggni þegar hann lagði leið
sína í Smáralind í Kópavogi fyrir
skemmstu og átti von á að hann
myndi fljótlega fara að þrá að kom-
ast út. Það gerðist hins vegar ekki.
Svo einkennilegt sem það er leið
Víkverja bara bærilega í Smára-
lindinni og sá enga ástæðu til að
flýta sér heim. Víkverji er ekki frá
því að hönnun hússins sé mun bet-
ur heppnuð en hönnun Kringlunn-
ar sem Víkverja hefur alltaf þótt
frekar ljótt hús.
Því fer hins vegar fjarri að Vík-
verji hafi verið ánægður með allt í
Smáralind. Hann settist m.a. inn á
veitingastaðinn Friday’s. Hann
pantaði sér nautasteik, konan fékk
kjúklingavængi og barnið fékk sér
hamborgara. Það verður að segja
alveg eins og er að maturinn stóð
ekki undir væntingum. Hamborg-
arinn var ofsteiktur og barnið átti í
stökustu vandræðum með að borða
hann. Kjúklingavængirnir voru
hins vegar hættulega lítið steiktir
og alls ekki girnilegir. Engin sósa
fylgdi með nautasteikinni. Víkverji
hafði pantað sér franskar kartöflur
með henni en fékk hins vegar ofn-
bakaða kartöflu. Það var því greini-
legt að starfsfólkið hafði enn ekki
náð fullum tökum á matreiðslunni.
Víkverji fór líka í hina risastóru
verslun Hagkaups. Það er Víkverja
algjör ráðgáta hvernig það getur
verið hagkvæmt að reka verslun í
svona stóru húsnæði. Þrátt fyrir að
ekki vantaði gólfplássið fannst Vík-
verja einkennilegt hvað sumar hill-
ur í búðinni voru háar. Eiginkona
Víkverja átti t.d í mesta basli með
að nálgast vörur í efstu hillunum.
x x x
VÍKVERJI heyrði fyrirskömmu af saumaklúbb sem á
seinni árum hefur haft það fyrir
reglu að fara árlega í ferð til út-
landa til að skemmta sér, hvílast
frá börnum og eiginmönnum og
versla. Að þessu sinni ákváðu þær
að bregða út af vananum. Þær
söfnuðust saman eins og þær voru
vanar á haustin og fóru í rútu sam-
an til Keflavíkur. Í stað þess að
fara út á Keflavíkurflugvöll í flug
skráðu þær sig hins vegar inn á
hótel í Keflavík þar sem þær
skemmtu sér vel um kvöldið. Dag-
inn eftir fóru þær í Smáralind í
Kópavogi. Þar voru allar búðirnar
sem þær voru vanar að fara í á
ferðunum til útlanda. Eftir
skemmtilegan verslunarleiðangur
fóru þær aftur á hótelið og áttu þar
notalega stund. Ferðin tókst vel í
alla staði og var ekkert frábrugðin
fyrri ferðum nema að því leyti að
konurnar yfirgáfu aldrei landið.
HVAÐ getur maður gert
til að sporna gegn því að
vera seldur eins og ein-
hver hlutur og komið í
veg fyrir að þjónustuaðili
selji viðskipti mín til ann-
ars aðila?
Eru allir glaðir yfir því
að nú komi einhverjir Jón-
ar og Gunnur og taki yfir
þá þjónustu sem þú hefur
keypt af fyrirtækinu þínu?
Fyrirtæki sem þú átt
sem ríkisborgari og skatt-
greiðandi, en verður látið
í hendur ókunnugum á
þann hátt að þú átt það
ekki lengur.
Þjóðareign verður eign
fárra og þarfir þínar hjá
þessu fyrirtæki orðin
söluvara, vegna duttlunga
örfárra manna.
Til hvaða bragða get ég
gripið?
Getur einhver annar
þjónustuaðili komið í stað-
inn fyrir þá þjónustu sem
ég hef keypt hjá gamla
Pósti og síma nú Síman-
um?
Er einhver úti í þjóð-
félaginu sem er á sama
báti og getur frætt mig
um þessi atriði?
Atli Hraunfjörð,
Marargrund 5,
Garðabæ.
Hvernig er að vera seldur?