Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur
verið dæmdur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra til að greiða 140 þúsund
krónur í sekt til ríkissjóðs eða sæta
20 daga fangelsi verði sektin ekki
greidd á tilskildum tíma. Þá hefur
hann verið sviptur ökurétti í þrjú ár
og var gert að greiða sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir um-
ferðarlagabrot, með því að hafa ekið
undir áhrifum áfengis frá Hótel
Reynihlíð í Mývatnssveit um
Reykjahlíðarþorp þar til lögregla
stöðvaði aksturinn. Þetta var í ágúst
síðastliðið sumar.
Maðurinn játaði brot sitt, en hann
hafði verið á Hótel Reynihlíð og
drukkið þar áfengi og bjór, en var á
leið í bað í Vogagjá er lögregla stöðv-
aði ferð hans.
Dýr baðferð í
Mývatnssveit
REGLUM um lágmark reiknaðs
endurgjalds í sambandi við launa-
greiðslur einkahlutafélaga eru í end-
urskoðun og verður þeim breytt þó
nokkuð frá fyrra ári, en þær verða
tilbúnar á næstunni, að sögn Indriða
H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra.
Um áramótin lækkaði tekju-
skattsprósenta fyrirtækja úr 30% í
18% en vegna þessarar breytingar
hefur orðið mikil aukning á umsókn-
um um stofnun einkahlutafélaga.
Indriði H. Þorláksson, ríkisskatt-
stjóri, segir að breytingin hafi verið
gerð með mjög skömmum fyrirvara
og því hafi ekki gefist tóm til að
bregðast við henni, en fram hafi
komið hjá fjármálaráðuneytinu og
öðrum að mikill vilji væri til þess að
gera það sem til þurfi til að fram-
kvæmdin gæti gengið vel fyrir sig.
Indriði H. Þorláksson segir ljóst
að fjölgun einkahlutafélaga geri
skattaeftirlit og -framkvæmd
nokkru flóknari. Skattaðilum fjölgi,
því félögin bætist við og einstakling-
arnir, sem standi á bak við þau, telji
líka fram fyrir sig sjálfa. Tengslin á
milli eigendanna, sem jafnframt séu
starfsmenn, og félaganna þurfi einn-
ig að skoðast því um sé að ræða við-
skipti á milli skyldra aðila. Ennfrem-
ur gildi í þessu efni reglur um
reiknað endurgjald, þ.e. menn eigi
að reikna sér tiltekin lágmarkslaun
fyrir starf og það sé á vissan hátt erf-
iðara og vandmeðfarnara þegar um
sé að ræða mann sem starfi hjá eigin
hlutafélagi, því hlutafélagið sé sjálf-
stæð lögpersóna og sjálfstæður
skattaðili með sjálfstætt uppgjör.
Þessa dagana er ríkisskattstjóri
að setja reglur um lágmark reiknaðs
endurgjalds og framkvæmd þessara
ákvæða að öðru leyti og segir Indriði
H. Þorláksson að um nokkuð tíma-
freka vinnu sé að ræða en henni sé
um það bil að ljúka. Í þessum reglum
eru lágmarksfjárhæðir fyrir mis-
munandi starfsstéttir og stéttunum
skipt upp í flokka. Í fyrra voru flokk-
arnir átta og þá voru t.d. viðmiðunar-
laun sérfræðinga 330 til 430 þúsund
krónur á mánuði. Viðmiðunarlaun
ýmissa stjórnenda og einyrkja í iðn-
aði, verslun og þess háttar voru frá
200 upp í 410 þúsund krónur. Al-
mennir iðnaðarmenn án stjórnunar-
starfa voru í flokknum 175 til 200
þúsund, sjómenn 175 til 250 þúsund,
ýmsir einyrkjar, þar sem ekki var
krafist fagmenntunar, um 140 þús-
und og bændur frá 70 til 90 þúsund
krónur á mánuði.
Ríkisskattstjóri segir fjölgun einkahlutafélaga leiða til flóknara eftirlits
Reglum breytt um lágmark
reiknaðs endurgjalds
HRINGVEGURINN við Laxá við
Kálfafell í Fljótshverfi í V-
Skaftafellssýslu var opnaður aftur í
gærmorgun kl. 8 eftir að hafa verið
lokaður frá hádegi á miðvikudag.
Flóð af völdum mikils vatnsveðurs á
miðvikudag olli vegaskemmdunum.
Vegagerðinni tókst þá að bjarga
brúnni yfir Laxá, en áin var farin að
grafa undan henni svo tvísýnt varð
um brúna á tímabili skömmu eftir
miðnætti í fyrrinótt. Menn frá
Vegagerðinni í Vík í Mýrdal keyrðu
grjót að einum brúarstöplinum og
styrktu hann og komu þannig í veg
fyrir skemmdir. Á milli 10 og 20
bílar sem komust ekki leiðar sinnar
biðu á veginum í fyrrinótt uns um-
ferð var hleypt á að nýju en Laxá
tók veginn sjálfan í sundur beggja
vegna brúarinnar. Fyllt var upp í
skemmdirnar og gekk viðgerð vel.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Björguðu
brúnni
yfir Laxá
HJÓN og tvö börn sluppu ómeidd
þegar bíll þeirra fór út af, enda-
stakkst og valt á Rangárvöllum í há-
deginu í gær.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
missti ökumaður stjórn á bílnum á
hálkubletti með þessum afleiðingum.
Allir voru í bílbelti og sluppu því sem
næst ómeiddir. Börnin skrámuðust
lítilsháttar og voru flutt á heilsu-
gæslustöðina á Hellu til aðhlynning-
ar. Hamstur, sem var með í bílnum,
slapp ómeiddur.
Endastakkst
fyrir utan veg
MUSTAFA Barghouthi, læknir og baráttumaður
fyrir mannréttindum Palestínumanna, var hand-
tekinn tvisvar af ísraelsku lögreglunni og her-
mönnum í Jerúsalem í fyrradag og segist í samtali
við Morgunblaðið hafa mátt sæta grófum barsmíð-
um við handtökuna.
Barghouthi er þekktur mannréttindafrömuður
og er m.a. forseti sambands hjálparnefnda lækna
á svæðum Palestínumanna. Hann kom til Íslands í
nóvember sl. en hann var heiðursgestur á lands-
fundi Samfylkingarinnar. Barghouthi sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði verið í
hópi fólks sem komið hefur víða að úr heiminum
og myndar alþjóðleg grasrótarsamtök til stuðn-
ings Palestínumönnum, GIPP (Grassroots Int-
ernational Protection for Palestinians Campaign).
Samtökin héldu fréttamannafund á miðvikudag-
inn til að kynna starfið og voru þar á meðal nokkr-
ir þingmenn af Evrópuþinginu, frá Ítalíu, Frakk-
landi, Belgíu og Danmörku.
Í yfirheyrslu í hálfa
fjórðu klukkustund
,,Að loknum fréttamannafundinum héldum við
heim á hótel en þar stóðu þá um 40 ísraelskir her-
menn fyrir framan hótelið. Kröfðu þeir mig um
persónuskilríki og síðan handtóku þeir mig. Fóru
þeir með mig í höfuðstöðvar ísraelsku leyniþjón-
ustunnar í vesturhluta Jerúsalem. Þeir héldu því
fram að ég hefði farið til Jerúsalem án heimildar
en ég mótmælti því og sagði að þetta væri fárán-
legt. Ég væri fæddur í Jerúsalem og hefði eins og
allir Palestínumenn rétt til að vera í austurhluta
Jerúsalem sem væri hluti af hernumdu svæðunum
en væri ekki hluti af Ísrael. Þeir stóðu fast á sínu
en ég sagði á móti að framkoma þeirra væri ólög-
leg,“ sagði hann.
Barghouthi sagði að Ísraelsmenn hefðu haldið
sér í yfirheyrslu í hálfa fjórðu klukkustund en að
því loknu hefðu þeir sagst ætla að flytja hann yfir
á Vesturbakkann.
Var hann síðan settur upp í bíl og farið með
hann að landamærastöð nálægt al-Ram, þar sem
honum var sleppt. ,,Þar hitti ég á ný evrópsku full-
trúana sem höfðu tekið þátt í fréttamannafund-
inum og var ég að tala við þá þegar ítalska sjón-
varpsmenn bar þar að. Skyndilega réðust
ísraleskir hermenn á okkur og hófu barsmíðar.
Erlendu stuðningsmennirnir umkringdu mig til að
reyna að vernda mig fyrir árásunum og mun ég
meta það svo lengi sem ég lifi, því í raun og veru
björguðu þeir lífi mínu þarna. Hermennirnir
börðu alla sem fyrir voru af mikilli hörku en sem
betur fer var þetta allt fest á filmu sjónvarps-
stöðva sem þarna voru, þannig að ísraelski herinn
getur ekki afneitað því sem þarna gerðist. Þeir
gengu fram af mikilli hörku og köstuðu meðal ann-
ars ítalska þingmanninum Luisa Morgantini og
frönsku fulltrúunum á jörðina. Að lokum náðu þeir
til mín og reyndu að draga mig burt, tóku meðal
annars svo fast í hálsbindið að ég hefði kafnað í
höndunum á þeim ef einum Frakkanna hefði ekki
tekist að losa um bindið. Þeir fóru síðan að skjóta
táragassprengjum og hófu skothríð. Ég var farinn
að óttast að einhver myndi láta lífið þegar ísr-
aelsku hermennirnir hófu skothríð í mannfjöld-
anum og sagði við stuðningsmenn mína, að þeir
skyldu láta þá handtaka mig. Hermennirnir færðu
mig svo inn í bíl og þar héldu þeir áfram að berja
mig. Einn þeirra barði mig með byssu á hnéð þar
sem ég lá með þeim afleiðingum að hægri hnéskel-
in er brotin, auk þess er ég marinn í andliti, á ann-
arri öxlinni og víðar um líkamann. Þessu næst var
farið með mig á aðra lögreglustöð en þeir gátu
ekki ákært mig fyrir neitt því þeir höfðu ekkert
gegn mér. Ég hafði verið á leið heim þegar ég var
handtekinn og ég sagði þeim að ég myndi leggja
fram ákæru á hendur ísraelsku lögreglunni. Ég
mun draga þá fyrir dómstóla fyrir brot á grund-
vallarmannréttindum með líkamsárásum og meið-
ingum,“ sagði Barghouthi.
Atburðurinn sýndur í sjónvarpi
Barghouthi sagði að atburðurinn hefði þegar
vakið gríðarlega athygli. Hann hefði verið sýndur í
mörgum sjónvarpsstöðvum og fólk væri þrumu
lostið yfir því að Ísraelsmenn kæmu fram með
þessum hætti gagnvart einstaklingi sem hefði
skipulagt friðsöm mótmæli, allt sitt líf stutt af heil-
um hug friðsama sambúð þjóðanna og verið virkur
þátttakandi í uppbyggingu lýðræðis í Palestínu.
,,Þetta var að mínu mati glæpsamlegt athæfi af
hálfu Ísraelsmanna, ekki eingöngu vegna þess
sem þeir gerðu mér, heldur ekki síður framkoma
þeirra gagnvart stuðningsmönnum frá Evrópu og
meðlimum á Evrópuþinginu. Þetta sannaði að Ísr-
aelsmenn haga sér eins og þeir séu í frumskógi en
ekki í siðmenntuðu samfélagi manna.“
Aðspurður sagðist Barghouthi vissulega vera í
sárum eftir barsmíðarnar, ,,en ég er satt að segja
stoltur af því að mér hefur tekist að gefa gott for-
dæmi um mikilvægi þess að standa vörð um
grundvallarsjónarmið og geta haldið sjálfsvirð-
ingu sinni jafnvel þó maður sæti grófum misþyrm-
ingum,“ sagði hann.
Mannréttindafrömuðurinn Mustafa Barghouthi var handtekinn í Jerúsalem
Illa leikinn eftir bar-
smíðar Ísraelsmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dr. Mustafa Barghouthi var heiðursgestur á
landsfundi Samfylkingarinnar sl. haust.
ÍBÚUM í Biskupstungum fjölg-
aði verulega annað árið í röð eða
um 9,5%, úr 550 í 602 íbúa. Sam-
kæmt tölum frá Hagsstofu Ís-
lands hefur íbúum í Biskups-
tungum fjölgað um 17,8% á
síðustu tveimur árum og er það
mesta hlutfallslega fjölgun í
einu sveitarfélagi á landsvísu.
Í tilkynningu frá Biskups-
tungnahreppi kemur fram að
líta beri á þetta í samhengi við
önnur sveitarfélög og fjarlægð
frá höfuðborginni; greinilegt sé
að möguleikar og fjölbreytni í
náttúrufari og uppbyggingu
landsbyggðarinnar kalli á að
fólk flytji út á land.
Á síðasta ári fjölgaði íbúum á
Suðurlandi um 1%. Fjölgunin
var mest í Árborg eða um 3,7%,
en íbúum Vestmannaeyja fækk-
aði hins vegar um 1,4%.
Mest fjölg-
un íbúa
í Biskups-
tungum