Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVerða meistarar United stöðvaðir úr þessu? / C4 Leikjamet Geirs Sveinssonar fellur í Noregi / C1 4 SÍÐUR8 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Heilsu ehf., „Góð heilsa í þínum höndum – alla ævi“. Blaðinu verður dreift um allt land. EINN af óumflýjanlegum fylgi- fiskum áramótanna er helj- armikið rusl sem safnast um víð- an völl eftir að gamla árið er kvatt með flugeldaskotum. Þó að krakkarnir í Melahvarfi við Vatnsenda í Kópavogi kunni vel að meta litadýrð flugeldanna finnst þeim hins vegar engin prýði að flugeldaruslinu. Því gerðu þeir sér lítið fyrir og tóku til í umhverfi sínu í gær eftir ára- mótagleðina. Þau Elísabet Metta Ásgeirs- dóttir, 7 ára, Sölvi Snær Sigurð- arson, 6 ára, og George Hildi- brandur Fogarthy, 6 ára, voru engir eftirbátar hinna krakkanna og söfnuðu ruslinu í myndarlegan haug sem líklega hefur endað í einhverri sorptunnunni, nágrönn- um þeirra til ómældrar ánægju. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tekið til hendinni 1996 og 1997, hafi kannað ýmis skattaleg áhrif á fjármál sveitarfé- laga og meðal annars þetta. Þá hafi verið sýnt fram á að sveitarfélögin töpuðu um 200 milljónum árlega vegna þessara breytinga, þ.e. breyt- inga á einkarekstri í hlutafélög, þar sem útsvarsstofninn minnkaði. Reyndar hafi ekki verið alger sam- staða um niðurstöðuna í nefndinni en henni hafi ekki verið mótmælt. Hann segir að síðan hafi einka- hlutafélögum farið fjölgandi. Jó- hanna Sigurðardóttir hafi gert fyr- irspurn um málið á Alþingi og í svari til hennar frá ríkisskattstjóra hafi komið fram að frá árslokum 1995 til 20. október 2000 hafi einkahluta- VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir ljóst að töluvert breyttar forsendur séu á fjárhags- legum samskiptum ríkis og sveitar- félaga vegna skattabreytinga og breytinga á einkarekstri í einka- hlutafélög. Hann segir að óskað verði eftir viðræðum við ríkið um málið innan skamms. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að aukning einkahlutafélaga hafi þegar haft áhrif á fjárhag sveitarfé- laga. Í því sambandi bendir hann á að nefnd, sem skipuð hafi verið fulltrúum Sambands íslenskra sveit- arfélaga, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og hafi starfað félögum fjölgað um 5.000. Síðan hafi aukningin haldið stöðugt áfram og skattabreytingarnar, sem tóku gildi um áramótin, geri það að verkum að aukningin verði enn meiri. 1.100–1.200 milljóna tap Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar hefur gróflega verið reiknað út að ef allir í einkarekstri breyttu fyr- irkomulaginu í einkahlutafélög gæti það kostað sveitarfélögin 1.100 til 1.200 milljónir króna á ári. Þá væri miðað við óbreytt fyrirkomulag að öðru leyti, t.d. varðandi það hvernig menn hafa getað reiknað sér tekjur. Fyrir tveimur mánuðum ákvað stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga að setja á stofn þriggja manna vinnuhóp sem ætlað er að fara mjög djúpt ofan í saumana á þessu máli og reyna að meta fjárhagsleg áhrif þessara skattabreytinga á fjárhag sveitarfélaga en niðurstaðan á að liggja fyrir ekki síðar en í febrúar nk. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að þegar niðurstaðan liggi fyrir verði óskað eftir viðræðum við ríkið um málið þar sem niðurstaðan verði kynnt, en í vinnuhópnum eru Eggert Jónsson, fyrrverandi borgarhag- fræðingur, Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðrún Torfhildur Gísladóttir, borgarbókari hjá Reykjavíkurborg. Sveitarfélögin hafa áhyggjur af fjölgun einkahlutafélaga Hefur mikil áhrif á tekjur sveitarfélaga VERULEG aukning hefur orðið á notkun svokallaðra fyrirtækjakorta hjá Europay en markaðurinn fyrir greiðslukort einstaklinga er aftur á móti að nálgast mettun og því vafa- samt að túlka aukningu á heildar- kortaveltunni sem vísbendingu um útgjaldaaukningu hjá einstaklingum. Á þetta bendir Ragnar Önundar- son, framkvæmdastjóri Europay, og segir nauðsynlegt að greina á milli kortaveltu einstaklinga og fyrirtækja. Aftur á móti sé ljóst að þar sem Ís- lendingar séu farnir að borga nánast allt með greiðslukortum séu kortaút- gjöld einstaklinganna orðin mikil- vægur hagvísir. Útgjöld vegna heimilistækja og ferðalaga minnka verulega Europay flokkaði notkun sinna korthafa á tímabilinu 18. nóvember 2000 til 17. desember og 2001 og í þeirri flokkun kemur fram að kor- taútgjöld heimilanna vegna flestra út- gjaldaflokka hafa lækkað að raun- gildi. Þannig drógust kortaútgjöld einstaklinga vegna heimilis- og raf- tækja saman um rúm 7% að nafnvirði en verðbólgan á þessu tímabili var um 8,6% þannig að raunvirðislækkunin er 15,6%. Þá má nefna að ferðakostn- aður einstaklinga lækkaði um 2,48% að nafnvirði eða um 11% að raunvirði. Kortaútgjöld einstaklinga vegna mat- ar- og drykkjarkaupa hækkuðu um 6,68%, vegna fatnaðar um 5,76% og vegna reksturs farartækja um 5,36% og vegna skemmtana og menningar um 1,67% þannig að allir þessir flokk- ar lækka að raungildi milli ára. Allt virðist þetta benda til þess að einstak- lingarnir hafi verið að draga úr út- gjöldum milli desember 2000 og des- ember í fyrra. Þess ber þó að geta að kortanotkun einstaklinga vegna byggingavara hækkaði umfram verð- bólgu eða um 11%. Ragnar segir að ljóst að töluverð mettun sé orðin á markaðinum fyrir einstaklingskort, flestir þeir einstak- lingar sem treystandi sé fyrir kortum eigi bæði debet- og kreditkort. Aftur á móti sé notkun á fyrirtækjakortum í miklum vexti, þ.e. kort sem fyrirtæk- in nota til þess að greiða fyrir eigin rekstrarkostnað. „Meira að segja ís- lenska ríkið hefur gert þetta með svo- kölluðum innkaupakorti. Af þessum sökum er nauðsynlegt að skoða sér- staklega hvernig veltan í kortanotkun skiptist á milli einstaklinga annars vegar og fyrirtækjanna hins vegar.“ Ragnar segir ljóst að heildaraukn- ing í veltu á fyrirtækjakortunum hjá Europay hafi verið liðlega 80%, m.a. vegna þess að langstærsti liðurinn sem fyrirtækin greiði með kortum sé ferðakostnaður og það færist í vöxt að þau greiði þann kostnað með kortum. Nú sé svo komið að þrír fjórðu eða meira af útgjöldum heimilanna sé greiddur með „plasti“ en þetta hlut- fall sé ekki um einn þriðji í Evrópu. Veruleg aukning í notkun fyrirtækjakorta Samdráttur í kortanotkun einstaklinga FLUGMÁLASTJÓRN skipaði í gær lækni til að skera úr um hvort flugmaður uppfylli heil- brigðisákvæði í reglugerð um flugskírteini. Þengill Oddsson, fluglæknir, hafði sagt sig frá málinu og var síðar vikið frá störfum sem trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar. Hann hafði áður neitað að gefa út heil- brigðisvottorð til flugmannsins án takmarkana. Heimir Már Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar, vildi ekki að svo stöddu greina frá nafni læknisins þar sem hann hefði óskað eftir vinnufriði. Um væri að ræða ís- lenskan fluglækni sem muni kanna heilsufar og sjúkrasögu viðkomandi flugmanns. Hann muni taka ákvarðanir um lækn- isskoðanir. Læknir skip- aður til að kanna heilsu flugmanns SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út að ruslagámi í Faxa- feni laust eftir klukkan 20 í gær- kvöld. Logaði glatt í ruslinu en greiðlega gekk að slökkva eldinn og stafaði nærliggjandi byggingum engin hætta af. Þá fór bíll frá slökkviliðinu að Melgerði í Hafnar- firði um klukkan 20:30 þar sem eldur hafði komið upp í tveimur bílhræj- um. Telur slökkvilið að um íkveikjur hafi verið að ræða í báðum tilfellum. Kveikt í rusla- gámi og bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.