Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín ÁrdalAntonsdóttir fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 19. október 1933. Hún lést á Landspítalanum að- faranótt 29. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anton Baldvin Björnsson bóndi, f. 17. febrúar 1893, d. 9. apríl 1975, og kona hans Guðrún Anna Sigurjónsdóttir, f. 1. apríl 1905, d. 28. mars 1988. Systkini Kristínar eru: Björn Ármann, f. 22. nóvember 1927, Konráð Gunn- ar, f, 4. júlí 1929, Sigurður Helgi Árdal, f. 22. október 1930, Sigur- jón Árdal, f. 18. október 1935, d. 13. nóvember 1938, Gísli Árdal, f. 5. september 1937, Sigurjón Ár- dal, f. 23. október 1939, Matthild- ur Árdal, f. 17. febrúar 1941, Ingi- björg Guðrún Árdal, f. 19. júní 1942, og Jakob Hilmar Árdal, f. 7. maí 1949. Kristín giftist 22. des- ember 1957 Jóhanni Alexand- erssyni, f. 14. október 1934. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Sigurðardóttir, f. 10. febrúar 1900, d. 16. júní 1943, og Alexand- er Jóhannsson, f. 31. október 1892, d. 29. nóvem- ber 1979. Dætur Kristínar og Jó- hanns eru: 1) Guð- rún Anna, f. 5. jan- úar 1954, gift Kristjáni Gunnars- syni, f. 6. maí 1954. Börn þeirra eru: Jó- hann Rúnar, f. 22. desember 1973, hann á dótturina Guðrúnu Önnu, f. 14. október 1998, með Írisi Dögg Sæ- mundsdóttur og Íris Ósk, f. 27. maí 1977, sem á soninn Pétur Snæ, f. 22. maí 1999, með Pétri Péturssyni, 2) Margrét Helga, f. 28. nóvember 1963, gift Sævari Vatnsdal, f. 19. september 1963. Börn þeirra eru: Kristín Rún, f. 5. október 1989, Sigurður Jóhann, f. 16. október 1994, og Axel Fannar, f. 14. febr- úar 2000. Áður en Kristín giftist stundaði hún bústörf á heimili foreldra sinna og fiskvinnu þar og í Kefla- vík. Heimili hennar í Miðtúni 8 í Keflavík var þó lengst af starfs- vettvangur hennar. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Laugardagurinn 29. desember var rétt að byrja þegar símtalið kom um að ekki væri allt með felldu hjá henni tengdamömmu, ótta og kvíða setti að okkur. Maður spyr, af hverju þurfa öll þessi veikindi að banka svona harka- lega og oft upp hjá henni tengda- mömmu, þessari gæðasál og góðu konu sem ekkert aumt mátti sjá eða vita af og ætíð var tilbúin að rétta öll- um hjálparhönd eða leggja eitthvað gott til. Símtalið var staðfest stuttu síðar, mamma er dáin, nú er hún öll. Höggið er þungt. Spurningarnar hrannast upp, það eru engin svör. Af hverju hún? Af hverju núna? Sorgin hellist yfir okkur, það þyrmir yfir. Skarðið hennar er stórt, þessi góða alþýðukona, góða móðir og amma sem alltaf var tilbúin til að sinna barnabörnunum, kenna þeim ljóð að syngja, lesa og læra, segja sögur, sögur úr sveitinni sinni Ólafs- firði sem var henni svo kær. Svo kunni hún líka að hlusta, hlusta á börnin sem er svo mikilvægt nú þeg- ar allir eru að flýta sér og enginn má vera að neinu. Fyrir tæpum þrjátíu árum kom ég til Keflavíkur og bankaði upp á í Miðtúninu, þá fann ég strax hvaða manneskju hún hafði að geyma, um- hyggja fyrir öðrum var alltaf númer eitt, hún vildi lítið tala eða fást um sjálfa sig. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hún ætíð. Heimilið henn- ar ber þess merki að Kristín var afar natin og vinnusöm. Þannig hefur það verið alla tíð, nú síðast um jólin þeg- ar hún var sárlasin þá var það henni mikið kappsmál að bjóða allri fjöl- skyldunni í mat á jóladag eins og alltaf og það var gert þótt heilsan væri ekki til staðar. Mig tekur það sárt að hafa ekki getað verið með vegna flensu sem ég vildi hlífa henni við. En hún hringdi og spurði hvern- ig hefur þú það, er þetta ekki að lagast? Þannig var þetta ætíð, um- hyggan fyrir öðrum alltaf fyrst. Það koma þeir tímar að við hittust aftur, annars staðar, og ég er viss um hún vakir yfir okkur eins og alltaf. Það var gott að eiga stuðning, ást og umhyggu hennar þegar áföllin dundu yfir okkur, slysið hans Jóa og afleiðingar þess, sem hún tók afar nærri sér. Í gegnum árin alltaf var hún stóra stoðin okkar, með hlýjuna sína, brosið sitt, henni tókst ætíð að fá okkur til að sjá birtuna og ljósið sem lífið gefur í stað þess að grúfa sig í vonleysið og uppgjöfina. Þegar litið er um öxl eru allar minningar um tengdamömmu góðar, umvafðar kærleika, vináttu og mik- illi virðingu. Við munum ætíð minn- ast góðra stunda sem við áttum sam- an, sérstaklega þeirra sem við áttum saman á Ytri-Á í Ólafsfirði þar sem hún fæddist og ólst upp. Þar þekkti hún hverja þúfu og hvern stein. Þá stóð ekki á frásögnunum um bernsk- una, foreldrana sína og öll systkinin. Það er margs að minnast og eflaust væri hægt að skrifa heila bók um hana Kristínu, það verður ekki gert hér. Blessuð sé minning Kristínar Ár- dals Antonsdóttur. Megi góður guð gefa Jóhanni, dætrum og fjölskyld- um okkar styrk og blessun til að tak- ast á við þessa miklu raun. Kristján Gunnar. Elsku besta amma okkar, en hvað við söknum þín mikið. Þú varst heimsins besta amma. Nú ertu hjá guði og englunum og þér líður vel, og við vitum að þú fylgist með okkur. Þú gafst okkur alltaf eitthvað fal- legt þegar við komum til ykkar afa og okkur þótti rosalega vænt um þig. Þú sagðir okkur margar sögur um þig og systkini þín og hvernig var í gamla daga og okkur fannst þær mjög skemmtilegar. Og svo þegar við sváfum hjá þér og afa fórum við alltaf saman með bænirnar á kvöld- in, fyrir nóttina, því þá leið okkur svo vel. Þú og afi voruð hjá okkur á að- fangadag, og við hjá ykkur á jóladag. Það var hefð sem þú vildir ekki slíta, að öll fjölskyldan kæmi saman að borða jólamat hjá ykkur, ömmu og afa. Við kvöddum þig öll með kossi, en við vissum ekki að þetta væri í síð- asta sinn. Þú kenndir okkur svo margt, sem við búum að alla ævi. Ó, elsku amma, viltu passa okkur öll og afa líka? Og svo ætlum við að enda þetta með bæninni sem þú kenndir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku amma. Þín ömmubörn, Kristín, Sigurður og Axel Fannar. Í dag kveðjum við elskulega syst- ur og mágkonu. Það eru margar minningar sem leita á hugann, góðar minningar um góða konu sem hugs- aði ætíð meira um aðra en sjálfa sig. Okkur er efst í huga þakklæti til Stínu fyrir allt það sem við urðum aðnjótandi. Stína var mikil saumakona og ber heimilið yfirbragð konu sem hafði gaman af fallegum munum, og ófá eru verkin eftir hana sem prýða heimili hennar og Jóa í Miðtúni 8. Margar ferðir áttum við til Keflavík- ur í gegnum árin og alltaf var tekið móti okkur af hlýhug og gestrisni og aldrei var þar svo margt að ekki væri pláss fyrir einn í viðbót. Stína var félagslynd kona og hafði gaman af að vera í góðra vina hópi, en það sem upp úr stóð var fjölskyld- an sem hún bar fyrir brjósti. Hin síð- ari ár hafa verið Stínu erfið, þegar heilsan fór að bila og hvert áfallið tók við af öðru en þá, eins og oft áður, sýndi hún að þar kom trúin og henn- ar innri styrkur til sem hún átti svo ríkulega af. Það er erfitt að trúa því að aldrei aftur eigum við eftir að heyra rödd þína í símanum eða að taka á móti þér að koma norður til að fara til sumardvalar á Ytri-Á. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við sendum Jóa, Guðrúnu, Mar- gréti og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Inga og Ingimar, Ólafsfirði. Laust fyrir miðja síðustu öld reis ofurlítill byggðarkjarni við Ólafs- fjörð vestanverðan. Nefndist hann Kleifar. Íbúðarhúsin voru ekki mörg, en þar var víða þéttsetinn bekkur- inn, því að tvær fjölskyldur eða fleiri bjuggu í flestum húsum og sumar þeirra voru sannkallaðar stórfjöl- skyldur. Í nyrsta húsinu, Ytri-Á, bjuggu tvenn hjón. Önnur þeirra eignuðust 20 börn en hin 10. Á báðum heim- ilunum voru að auki aldnir foreldrar húsráðenda. Ein af 10 systkina hópnum var Kristín Antonsdóttir. Þar sem hún var elst af systrunum byrjaði hún ung að hjálpa móður sinni við heimilisstörfin. Mörgu varð að sinna auk hefðbundinna hús- verka, því að Ytri-Ár-bændur stund- uðu bæði útgerð og fiskvinnslu ásamt landbúnaði. Kristín varð því þegar á unga aldri þátttakandi í fjölbreyttum störfum og hjálparhella foreldra sinna við framfærslu fjölskyldunnar. Um tvítugt fór Kristín að heiman. Lá leið hennar til Keflavíkur eins og svo margra annarra Ólafsfirðinga, sem fóru þangað á vertíð. Í Keflavík kynntist hún Jóhanni Alexand- erssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau reistu sér hús í Miðtúni 8 í Keflavík og áttu þar heimili í fjóra áratugi. Fyrstu árin eftir að Kristín og Jó- hann stofnuðu heimili hélt hún áfram að vinna í fiski með heimilisstörfun- um, en þar kom að heimilið varð hennar eini starfsvettvangur. Þótt Kristín ynni mörg verk er reyndu á líkamlegt þrek var hún ekki heilsuhraust. Liðagigt lék hana grátt og margar aðgerðir gekkst hún undir til að reyna að bæta þann skaða, sem gigtin olli á líkama henn- ar. Fleiri sjúkdómar herjuðu á hana KRISTÍN ÁRDAL ANTONSDÓTTIR ✝ Gunnsteinn Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1931. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson, f. 5.4. 1894, d. 29.1. 1947, og k. h. Sólveig Róshildur Ólafs- dóttir, f. 13.7. 1900, d. 26.3. 1984. Systk- ini Gunnsteins eru: Vilhelmína, f. 11.4. 1920, Ólafur Jón, f. 2.6. 1921, Þórunn Ólafía, f. 8.2. 1923, Sigurður, f. 26.3. 1924, d. 1934, Soffía, f. 7.9. 1925, Hörður, f. 11.6. 1927, Kristinn, f. 28.11. 1932, Sigurður Sævar, f. 19.6. 1936, Þóranna Erla, f. 1.8. 1940, og hálfbróðir samfeðra Vil- hjálmur Sverrir Valur, f. 1.3. 1918. Gunnsteinn kvæntist Elínu Adólfsdóttur 1953 en þau skildu. Börn þeirra eru 1) Guðrún 25.9. 1964, maki Örn Smári Gíslason, börn þeirra eru a) Arn- ar, b) Gísli Steinn, c) Ólöf Agnes. 6) Sigurjón, f. 20.9.1966, sam- býliskona Hildur Hrefna Kvaran, börn þeirra eru a) Gunnsteinn, b) Hrafnhildur, c) Frosti. Barn Sig- urjóns með Sigríði Ásdísi Er- lingsdóttur er Guðbjörg Elísa- bet. Fóstursonur Gunnsteins, sonur Ólafar, er Pétur Magnús Birgisson, f. 29.10. 1951. Fyrri kona Péturs er Hafdís Jónsdótt- ir, barn þeirra er Gyða Margrét, barn Gyðu er Ýmir Gíslason, sambýlismaður Gyðu er Matthías Már Davíðsson Hemstock. Kona Péturs er Dagný Sigríður Gylfa- dóttir, barn þeirra er Linda Hólmfríður. Fóstursynir Péturs eru Jón Gylfi Woodard, sambýlis- kona Gunnhildur Leifsdóttir, barn þeirra Aron Ingi; og Tómas Eric Woodard. Gunnsteinn byrjaði að vinna sem ungur maður í versluninni Lúllabúð á Hverfisgötu og síðar tóku þeir Halldór Lúðvíksson við rekstri hennar þar til henni var lokað árið 2000. Útför Gunnsteins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hanna, f. 26.5. 1952, maki Richard Gallop, börn þeirra eru a) Melanie, b) Jodie. 2) Adólf Ársæll, f. 23.4. 1954, maki Elín Birna, börn þeirra eru a) Björn Kristinn ,b) Jóhann Karl. 3) Steinar Már, f. 31.7. 1957. Börn Steinars með Sólrúnu Lauf- eyju Karlsdóttur eru a) Guðrún Ósk, b) Al- exander Már. Sam- býliskona Steinars Más er Sigrún Sæ- mundsdóttir. Seinni kona Gunn- steins er Ólöf Guðleifsdóttir, f. 3.12. 1927, börn þeirra eru 4) Birgir, f. 26.8. 1961, maki Kristín Margrét Ragnarsdóttir, börn þeirra eru a) Ólafur Ragnar, sambýliskona Sigrún Auður Sig- urðardóttir, barn þeirra er Alex- ander Þór; b) Pétur Magnús, c) Arndís Sigurbjörg. 5) Sigrún, f. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Sigrún. Það er margs að minnast, Steini minn, í gegnum árin. Ég var ungur drengur þegar þú komst inn í mitt líf. Mamma og þú rugluðuð reytum saman og ég fylgdi þar með. Lúlla- búð var þinn vinnustaður og komstu með margt úr búðinni sem var nýtt fyrir mér. Ég minnist þess hvað gat verið gott að leita til þín með svo margt því þú varst víðlesinn. Landa- fræði, heimsborgir og lönd þekkt- irðu vel þó að þú hafir aldrei farið út fyrir landsteinana fyrr en síðastliðið haust. Því miður gastu ekki notið ferðarinnar sem skyldi vegna veik- inda en ég hafði gaman af að skoða myndirnar með þér sem voru teknar í ferðinni. Þetta eru fátækleg orð sem ég hef sett hér niður en minningarflóðið kemur og eru þær margar og ætla ég að fá að geyma þær í mínum huga. Þakklæti er mér efst í huga nú til þín, Steini minn. Þinn fóstursonur, Pétur. GUNNSTEINN SIGURJÓNSSON ✝ Magni Friðjóns-son fæddist á Kristnesi 6. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu 23. des- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Friðjóns Ólafssonar, f. 11. júní 1901, d. 25. mars 1992, og Kristbjargar Guðmundsdóttur, f. 3. febrúar 1905, d. 22. apríl 1928. Magni var alinn upp á Naustum hjá fóstursystrum Kristbjargar, Önnu, f. 31. desember 1881, d. 20. desem- ber 1969, og Sæunni, f. 18. mars 1886, d. 18. júní 1980. Seinni kona Friðjóns var Brynhildur Stefáns- dóttir, f. 6. september 1915. Barn þeirra er Ingibjörg, f. 14. júní 1946. Hinn 26. janúar 1957 kvæntist Magni Ólu K.S. Þorsteinsdóttur, f. 2. október 1930. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Krist- björg, f. 17. ágúst 1951, gift Magn- úsi Th. Benediktssyni, f. 14. maí 1949. Börn þeirra eru: Magni Rún- ar, f. 17. júlí 1971, kvæntur Hörpu Birgisdóttur, f. 12. ágúst 1977. Barn þeirra er Birgir Freyr, f. 2. febrúar 2000; Ómar Örn, f. 10. febrúar 1974, kvæntur Helgu Mar- gréti Helgadóttur, f. 5. október 1974. Börn þeirra eru Katla, f. 24. október 1998, og Ernir, f. 15. október 2001; Óla Kallý, f. 8. janúar 1982. Unnusti hennar er Víkingur Guðmundsson, f. 27 febrúar 1982. 2) Anna Sæunn, f. 12. nóvember 1953, gift- ist Magnúsi Gunn- laugssyni, f. 28. maí 1953, d. 23. septem- ber 1988. Sambýlis- maður Önnu er Sig- mund Kjerland, f. 25. janúar 1946. Börn Önnu Sæunnar og Magnúsar eru: Róbert, f. 25. jan- úar 1975. Sambýliskona hans er Svanhild Hide, f. 18. mars 1973. Barn þeirra er Magnus, f. 2. októ- ber 1997; Yngvar, f. 20. júlí 1980. Sambýliskona hans er Trude Sydnestveit, f. 25. apríl 1977; El- ísabet, f. 18. maí 1983. 3) Kristín María, f. 3. mars 1957, gift Guðjóni Snorra Þóroddssyni, f. 28. október 1958. Börn þeirra eru Friðjón Már, f. 14. ágúst 1980, og Snorri, f. 11. september 1984. Magni var bóndi á Naustum árin 1952-1961, síðan bifreiðastjóri, verslunarmaður og skrifstofumað- ur á Akureyri. Útför Magna fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Eftir að hafa barist við erfið veik- indi um nokkuð langt skeið verður afi Magni lagður til sinnar hinstu hvílu í dag. Þegar ég hugsa til baka undra ég mig á því hversu vel hann bar sig síðasta árið þrátt fyrir öll sín MAGNI FRIÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.