Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ AFBRIGÐI af tölvuveiru er nefnist Maldal hefur dreift sér meðal tölvu- notenda hér á landi á síðustu dögum. Um er að ræða afbrigði sem nefnist W32/Maldal.E@mm, en hún eyðir skrám sem tengjast ýmsum vírus- varnarforritum og einnig skrám með ákveðnum endingum. Póstsía veiruvarnarfyrirtækisins Friðriks Skúlasonar hefur stöðvað nokkra tugi bréfa sem eru sýkt af W32/Maldal.E@mm, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. Segir að Maldal.E dreifi sér með sýktum viðhengjum í tölvupósti. „Hann dreifir sér milli tölva með því að finna tölvupóstföng í tölvupóst- fangaskrá Outlook-póstforritsins frá Microsoft og sendir sjálfan sig sem viðhengi.“ Þekkja má bréf sem dreifa Mald- al.E-tölvuorminum á því að titill póstsins inniheldur ýmist nafn tölv- unnar sem ormurinn kemur frá eða orðið ZaCker. Þá ber sýkta viðheng- ið við tölvupóstinn sama heiti og kemur fram í titli skeytisins, en með endinguna .EXE. Viðhengi og titill með kunnuglegu nafni Segir að algengt sé að notendur skýri tölvur sínar með sínu eigin nafni svo að líklegt sé að bæði við- hengi og titill skeytsins innihaldi nafn sem móttakandinn þekkir og hann því líklegri til að opna viðheng- ið en ella. „Bréfið sjálft inniheldur eina línu af texta á ensku, sem orm- urinn velur af handahófi úr lista sem hún hefur að geyma. „Þegar ormur- inn er opnaður reynir hann að eyða nokkrum skrám sem tengjast ýms- um vírusvarnarforritum og einnig skrám með ákveðnum endingum.“ Endingar sem tölvuveiran eyðir eru .ini, .php, .com, .mpeg, .dat, .zip, .txt, .exe, .xls, .doc og .jpg. Meðal skráa sem hafa þessar end- ingar eru skrár sem nauðsynlegar eru fyrir Windows-stýrikerfið. Fram kemur að ef þessi tölvuormur sé opn- aður þurfi að hlaða stýrikerfið upp á nýtt eftir að tölvan hefur verið hreinsuð. Póstsía Friðriks Skúlasonar ehf. greip í gær nokkra tugi bréfa sýkt af W32/Maldal.E@mm og áskrifendur póstsíuþjónustu Friðriks Skúlasonar ehf. hafa því ekki lent í vandræðum af hans völdum. Þótt aðeins sé um að ræða lítinn hluta allra sýktra bréfa sem sían hefur gripið í dag [í gær] bendir það til að veiran sé í tölu- verðri dreifingu og muni dreifa sér hraðar eftir því sem á líður.“ Ný tölvuveira lætur til skarar skríða hérlendis EMBÆTTI forseta Íslands hefur á síðustu þremur árum farið 26 millj- ónir króna fram úr heimildum á fjár- lögum. Eftir að Ríkisendurskoðun kom á framfæri athugasemdum við umframkeyrslu og bókhaldsfærslur á árinu 1999 hefur betur tekist til að miða útgjöld við fjárheimildir emb- ættisins og standa vonir til að þetta ár verði haldið áætlun. Árið 1999 fór embættið rúmar 15 milljónir fram úr fjárlögum, 7 milljónir umfram árið 2000 og samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun má reikna með að umframkeyrsla síðasta árs hafi num- ið 4 milljónum króna, sem miðað við 120 milljóna kr. útgjöld er 3,4% um- fram fjárheimild upp á 116 milljónir. Þær upplýsingar fengust staðfestar hjá forsetaembættinu í gær og sagði Stefán L. Stefánsson forsetaritari við Morgunblaðið að áætlanir síðasta árs um sparnað og aukið aðhald hefðu að mestu staðist. Ekki hefði verið hægt að sjá fyrir hækkun verð- lags á ýmsum útgjaldaliðum en tek- ist hefði t.d. að minnka útgjöld við opinberar heimsóknir. Mest umframkeyrsla árið 1999 Ólafur Ragnar Grímsson tók sem kunnugt er við embætti forseta Ís- lands um mitt árið 1996. Fyrsta heila árið hans á Bessastöðum, 1997, var rúmum 83 milljónum króna úthlutað til embættisins en útkoman varð tæpum 10 milljónum meiri, eða 92,6 milljónir króna. Árið 1998 skilaði embættið afgangi upp á 1,6 milljónir króna þegar útgjöldin námu 85,2 milljónum en fjárheimild ársins var 86,8 milljónir. Árið 1999 var umkeyrslan mest, sem fyrr segir, og voru gerðar at- hugasemdir við það af Ríkisendur- skoðun. Fjárheimild þess árs var upp á 95,7 milljónir króna en útgjöld- in urðu 110,8 milljónir þegar upp var staðið, eða 15,8% umfram heimild á fjárlögum. Við endurskoðun ríkis- reiknings fyrir sama ár gerði Rík- isendurskoðun athugasemd við að forsetaembættið skilaði ekki gögn- um til greiðslu og bókunar innan eðlilegra tímamarka og einnig voru athugasemdir gerðar við uppgjör og frágang ferðareikninga. Í samtali við Morgunblaðið í október árið 2000, þegar greint var frá skýrslu Ríkis- endurskoðunar, sagði Stefán L. Stef- ánsson forsetaritari að miklar annir hefðu verið hjá embættinu umrætt ár og ýmis verkefni hlaðist upp sem varð að fresta frá árinu 1998 vegna veikinda og fráfalls Guðrúnar Katr- ínar Þorbergsdóttur. Opinberar heimsóknir árið 1999 urðu fleiri en reiknað hafði verið með og var haft eftir Stefáni að erfitt væri að sjá fyr- ir með árs fyrirvara hvaða verkefn- um embættið þyrfti að sinna. Bók- haldsliðurinn „opinberar heimsókn- ir“ væri í raun óútreiknanlegur. Árið 2000 var einnig annasamt hjá forseta Íslands, enda kristnitökuhá- tíð og landafunda minnst hér heima og vestan hafs, sem kunnugt er. Voru heimsóknir til landsins tíðar og ferðalög töluverð hjá forseta og fylgdarliði. Embætti forsetans voru ætlaðar rúmar 124 milljónir á fjár- lögum þess árs en útgjöldin námu alls rúmri 131 milljón, eða 5,6% um- fram. Þar af nam kostnaður vegna opinberra heimsókna um 31 milljón og kostnaður vegna yfirstjórnar hækkaði töluvert frá árinu 1999, einkum vegna þess að skattfríðindi forsetans voru afnumin. Sem fyrr segir er líklegt að um- framkeyrsla síðasta árs verði um 4 milljónir króna, eða 3,4% umfram fjárheimild. Er það minnsti munur hjá embættinu til margra ára. Sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir þetta ár eru útgjöld forsetaembætt- isins áætluð tæpar 125 milljónir króna, eða 5 milljónum meiri en út- gjöld nýliðins árs. Hvatt til aðhalds og sparnaðar í nýársávarpi forsetans Ólafur Ragnar gat þess sérstak- lega í ávarpi til þjóðarinnar á nýárs- dag að hún yrði að gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri. Forsetinn sagði meðal annars eftirfarandi: „Við Íslendingar þurfum að temja okkur meiri sparnað og aðhaldssemi, bæði í rekstri hins opinbera og fyr- irtækja en líka hjá okkur sjálfum á heimavelli, innan fjölskyldu og í einkalífi. Á sama hátt og við náðum á sínum tíma að snúa hugarfari frá verðbólgu til stöðugleika verðum við nú að gera sparnaðinn að leiðarljósi, festa hann svo í sessi að aldrei aftur fari eyðslan úr böndum; að fyrir- hyggja verði dyggð sem allir fylgja.“ Stefán L. Stefánsson forsetaritari sagði við Morgunblaðið í gær að embættið hefði eftir fremsta megni reynt að ná niður þeim halla sem varð mestur árið 1999. Þannig hefði markvisst verið reynt að ná niður kostnaði við opinberar heimsóknir. Liður í því hefði verið að færa allar móttökur til Bessastaða, en þar væri hægt að taka við mun færra fólki en gert var á öðrum og stærri stöðum áður. „Miðað við almenn rekstrarskil- yrði í þjóðfélaginu getum við verið sátt við útkomu nýliðins árs. Í flest- um útgjaldaliðum, sem hægt var að skipuleggja fyrirfram, tókst okkur að spara. Við höfum sett okkur það markmið að reka embættið á sléttu og það getur tekið sinn tíma að ná því. Við vonumst til að það náist á þessu ári. Þá munum við reyna að haga atburðum í samræmi við okkar áætlanir. Erfiðast er að eiga við heimsóknir og áætla kostnað vegna þeirra. Eins fljótt og hægt er reyn- um við að fá dagsetningar ákveðnar en stundum vill þetta gerast með skömmum fyrirvara. Það hefur líka verið aukning á komum erlendra gesta til landsins sem ætlast er til að forsetinn taki á móti við ýmis tæki- færi,“ sagði Stefán. Framlög á fjárlögum aukist um 50% frá árinu 1997 Heimildir á fjárlögum til embættis forseta Íslands hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum, eða úr rúmum 83 milljónum kr. árið 1997 í 125 millj- ónir á þessu ári, miðað við verðlag hvers árs. Er það aukning um 50%. Aðspurður um ástæður fyrir þessu sagði Stefán margt koma til. Verk- efnin væru reyndar breytileg frá ári til árs en hefðu vafalítið aukist eitt- hvað, einkum vegna hátíðarhalda á árinu 2000 þegar yfirvinna var t.d. mikil hjá embættinu. Launakostnaður hefði aukist í takt við þróun verðlags og ekki mætti heldur gleyma því að skattfríðindi forsetans hefðu verið afnumin árið 2000 og heildarlaun hækkað samfara álögðum skatti. Einnig hefði fallið til ýmis kostnaður vegna skattlagning- arinnar. Forsetaritari benti hins vegar á að starfsmannafjöldi embættisins hefði haldist óbreyttur í tíu ár. Auk forset- ans starfa átta manns við embættið, þ.m.t. á skrifstofunni við Sóleyjar- götu og á Bessastöðum. Þá mætti til samanburðar geta þess að útgjöld embættisins jöfnuðust á við ýmis sýslumannsembætti í landinu, t.d. á Eskifirði. Ríkisendurskoðandi sáttur Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagðist í samtali við Morg- unblaðið vera ánægður með hvernig til hefði tekist hjá forsetaembættinu að halda kostnaði í skefjum síðast- liðin tvö ár. Athugasemdir sinnar stofnunar hefðu verið teknar alvar- lega og allt útlit væri t.d. fyrir jafn- vægi milli útgjalda og fjárheimilda á nýbyrjuðu ári. Embættið stæði vel að vígi í samanburði við margar aðr- ar innan ríkiskerfisins. „Embættinu hefur tekist að mæta þeim halla sem varð á rekstrinum á síðustu árum. Tillit var tekið til okk- ar athugasemda og við getum ekki annað en verið sáttir við það,“ sagði Sigurður. Embætti forseta Íslands hefur farið 26 milljónir fram úr fjárlögum síðustu þriggja ára Áætlanir um sparnað stóðust að mestu í fyrra Markmiðið í ár er að halda áætlun fjárlaga um 125 millj- óna króna útgjöld sem er 5 milljóna aukning milli ára Morgunblaðið/Kristinn                           ! " "   #      $!  #% " " $% !% ! $!      & &'( ) *+((  $%%  +( , SÉRSTÖKU 700 milljóna kr. fram- lagi hefur verið úthlutað úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2001 í samræmi við niðurstöður tekjustofnanefndar og reglur sem settar voru í samráði ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Alls var varið 280 millj. kr. úr sjóðnum á grundvelli þjónustufram- laga til sveitarfélaga skv. 12. grein reglugerðar um Jöfnunarsjóðinn, 350 millj. kr. til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði á árunum 1999, 2000 og 2001 og 70 millj. kr. til þess að auka tekjujöfnun sveitarfélaga á árinu 2001. Hæsta einstaka framlagið rennur til Ísafjarðarbæjar eða rúmlega 59 milljónir kr. en þar af er 44,4 millj. framlag vegna fólksfækkunar í sveit- arfélaginu. 43,5 millj. kr. renna til Fjarðabyggðar, 31,1 millj. kr. til Hornafjarðar og 28,8 millj. kr. til Ak- ureyrarkaupstaðar, en þar af er 22,5 millj. kr. veitt á grundvelli tekjujöfn- unar. Alls fengu 56 sveitarfélög framlög út sjóðnum vegna fólksfækkunar. 12 sveitarfélög fengu ekkert framlag úr Jöfnunarsjóði að þessu sinni skv. yf- irliti yfir skiptingu fjárveitinga Jöfn- unarsjóðs 2001. Skipt eftir kjördæm- um er hæstu fjárhæðinni eða rúmum 149 milljónum kr. varið til sveitarfé- laga á Norðurlandi eystra, 140 millj. kr. til sveitarfélaga á Austurlandi og rúmum 130 millj. kr. til sveitarfélaga á Vestfjörðum. 700 millj. kr. fjárveitingu úthlutað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Hæsta framlagið til Ísafjarðarbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.