Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Þór Jónssonfæddist í Svína- dal í Kelduhverfi 1. desember 1930. Hann lést á heimili sínu, Smáratúni 48 í Keflavík, aðfaranótt 23. desember síðast- liðins. Foreldrar hans voru Kristín Sigvaldadóttir frá Gilsbakka í Öxar- firði, f. 25. október 1906, d. 1. desember 1996, og Jón Pálsson frá Svínadal, f. 29. ágúst 1900, d. 2. mars 1966. Systkini Páls voru: 1) Áslaug, f. 26. febrúar 1927, d. 23. maí 2000. 2) Sigvaldi, f. 1. júlí 1928. 3) Eysteinn, f. 3. mars 1935. 4) Jóhann, f. 6. mars 1948. Páll kvæntist 30. maí 1958 fyrri eigin- konu sinni Guðmundu Sigríði Ósk- arsdóttur, f. 11. júní 1938. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Eygló, f. 19. nóvember 1958. Eiginmaður hennar er Gunnar Magnússon. Þeirra börn eru Elísa Hrund, f. 11. apríl 1986, og María Rún, f. 17. mars 1996. 2) Jón Örn, f. 30. júlí 1960. Hann á þrjár dætur með fyrri sambýliskonu sinni Sigríði 16. febrúar 1966. Sonur Þórðar er Óskar Þór, f. 9. janúar 1985. Börn Þórðar og Rhondu eru Kristín Jos- hephine, f. 27. október 1989, og Benjamín Þór, f. 15. október 1996. 4) Kristinn, f. 11. júní 1966. Páll ólst upp á Svínadal til fimm ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Þórunnarseli í Kelduhverfi. Að loknu fullnaðarprófi fór hann í unglingaskóla í Lundi í Öxarfirði. Hann útskrifaðist sem búfræðing- ur frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1953 og sem húsasmíðameist- ari frá Iðnskólanum í Keflavík 1963. Páll flutti til Keflavíkur 1957 og bjó þar síðan. Hann starfaði við iðn sína og stofnaði m.a. bygginga- fyrirtækið Þórshamar í félagi við Hafstein Einarsson og rak til margra ára. Hann kom að smíði fjölda húsbygginga á Suðurnesj- um, bæði íbúðarhúsa og opinberra bygginga, þ.á m. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Karlakórshússins við Vesturbraut og verslunarhúsnæð- is Samkaupa í Njarðvík. Páll var stofnandi og fyrsti for- maður Þingeyingafélags Suður- nesja. Hann gekk til liðs við Karlakór Keflavíkur 1960 og söng með kórnum í 35 ár. Páll var virkur félagi í Fram- sóknarflokknum í Keflavík. Útför Páls fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Magnúsdóttur. Þær eru Marta Sólrún, f. 4. apríl 1986, Tinna Dögg, f. 31. október 1987, og Sólveig Huld, f. 7. febrúar 1991. Sambýliskona Jóns er Elísabet Kjartansdótt- ir. Dóttir þeirra er Rakel Rán, f. 4. ágúst 2000. Dóttir Elísabet- ar er Eva Mist Guð- mundsdóttir, f. 13. janúar 1992. Páll kvæntist 30. desember 1961 eftir- lifandi eiginkonu sinni Sólveigu Huldu Jónsdóttur frá Ísa- firði, f. 1. ágúst 1934. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg Jóna, f. 12. sept- ember 1959, ættleidd dóttir Páls. Eiginmaður hennar er Sigurður Hallmann Ísleifsson. Þeirra börn eru Bergný Ösp, f. 22. maí 1984, Árný Hlín, f. 1. nóvember 1989, og Hallmann Ísleifur, f. 15. júní 2000. 2) Magnús Valur, f. 28. mars 1962. Sambýliskona hans er Jóna Guð- rún Jónsdóttir. Börn þeirra eru Una María, f. 28. nóvember 1998, og Jón Páll, f. 4. nóvember 2000. 3) Þórður, f. 27. mars 1963. Eigin- kona hans er Rhonda Pálsson, f. Draumur þinnar moldar dvelur ei við plóginn. Riddarinn er horfinn, sem hugðist græða skóginn. Hneggjar einn í heiðinni hófa-gammurinn brúni. En margar eru sóleyjar í Svínadalstúni. (Jón Magnússon.) Nú þegar elskulegur faðir okkar er fallinn frá, langar okkur systk- inin að renna augum yfir lífshlaup hans og minnast hans í fáum orð- um. Pabbi fæddist í gömlum torfbæ á heiðarbýlinu Svínadal í Keldu- hverfi 1. desember 1930. Svínadals- bærinn stóð afskekkt upp með Jök- ulsárgljúfri, nokkurn veginn miðja vegu milli Ásbyrgis og Dettifoss, í rúmlega 15 km fjarlægð frá ann- arri byggð neðar í sveitinni. Pabbi var nafni afa síns, Páls Jónssonar á Svínadal, sem var sérstakur maður og þekktur á sinni tíð, m.a. af kvæðaflokki sem Jón Magnússon skáld orti um hann og birti í ljóða- safninu Bláskógar. Páll missti konu sína Þorbjörgu Hallgrímsdóttur, fyrir aldur fram, eftir að hún hafði alið þríbura í desember 1915. Fyrir áttu þau sjö börn og var Jón afi okkar þeirra elstur. Kristín amma réð sig sem ráðskonu á Svínadal 1925 og giftist Jóni stuttu síðar. Amma og afi eignuðust fimm börn og var pabbi sá þriðji í röðinni. Þó að Svínadalur sé fallegur staður frá náttúrunnar hendi gat þar orð- ið harðbýlt á vetrum. Þar var hvorki rafmagn né rennandi vatn. Pabbi varð fyrir því slysi þegar hann var fimm ára að brenna sig á sjóðandi vatni í gamla hlóðaeldhús- inu á Svínadal. Þurfti hann að komast undir læknishendur, en það var hægara sagt en gert. Þetta var í febrúar 1936 og allt á kafi í snjó. Enginn sími var nálægur og næsti læknir á Kópaskeri, en þangað var um tólf tíma skíðagangur. Lækn- irinn kom um síðir og þurfti að búa um pabba á sleða og flytja til Kópaskers til aðhlynningar. Var heimilið í upplausn á meðan og börnin send út um sveitir. Vorið 1936 fluttu afi og amma með börnin niður í sveit, að Þór- unnarseli. Átti Kelduhverfið alltaf mjög sterk ítök í pabba. Nítján ára fór pabbi á vélanám- skeið á Bændaskólanum á Hvann- eyri og vann við jarðvinnu víða um land. Nutum við börnin þess vel seinna hve pabbi þekkti landið vel. Hann var óþreytandi að hlýða okk- ur yfir örnefni og kennileiti á ferðalögum um landið. Pabbi hefur eflaust ætlað sér að verða bóndi eins og forfeður hans í marga ætt- liði. En þetta voru tímar breytinga í landinu og mikil uppbygging að eiga sér stað á Suðurnesjum. Pabbi fluttist til Keflavíkur 1957 og bjó þar síðan. Hann var ötull smiður og hlífði sér ekki í vinnu. Eftir að hafa búið fyrstu árin á Vallargötu 16 flutti fjölskyldan í raðhús á Mávabraut 12 og áttum við þar mörg góð ár. Það var sam- heldinn hópur sem bjó í þessum nýbyggðu húsum við Mávabrautina og eignuðumst við þar öll góða vini. Árið 1972 fluttum við af Mávabrautinni í tvíbýli við Smára- tún 35 og bjuggum þar til 1983, en þá var flutt í einbýli á Óðinsvöllum 23. Öll þessi hús, nema Vallargötu 16, byggði pabbi sjálfur. Eftir að við vorum öll flogin úr heiðrinu fluttu þau í minni íbúð við Smárat- ún 48. Árið 1971 réðst pabbi í að byggja sumarhús á æskuslóðum sínum á Svínadal og þó að þangað væri langt að fara lét hann sig ekki muna um að bruna landshorna á milli til að láta þennan draum sinn rætast. Naut hann þar dyggrar að- stoðar Sigvalda bróður síns og fleiri vina og ættingja. Hvergi leið honum betur en á þessum bernskustöðvum sínum. Verður það að teljast nokkurt þrekvirki að hafa náð að koma þessu húsi í gagn. Tvö sumur var pabbi með veitingarekstur í sum- arhúsinu, en auk þess var það not- að sem gangnamannahús Keld- hverfinga í mörg ár. Pabbi var mjög virkur í fé- lagsstörfum í Keflavík. Hann var einn af stofnendum og fyrsti for- maður Þingeyingafélags Suður- nesja. Hann var söngelskur maður og gekk hann til liðs við Karlakór Keflavíkur 1960. Söng hann með kórnum í 35 ár. Einnig söng hann um tíma með Kirkjukór Keflavík- ur. Pabbi starfaði mikið með Fram- sóknarflokknum í Keflavík og vann óeigingjarnt starf í þágu flokksins. Hann var náttúruunnandi og hafði gaman af að ferðast. Bókamaður var hann og lærði bókband. Það sem átti hug hans þó öðru fremur var að yrkja vísur og kvæði við ýmis tækifæri. Hann var vel pennafær og skrifaði mörg og skemmtileg sendibréf. Þessi vinnuþjarkur sem hann pabbi var, varð fyrir því óláni í apríl 1999 að fá blóðtappa við heil- PÁLL ÞÓR JÓNSSON ✝ Jónína GeirdísEinarsdóttir klæðskerameistari fæddist í Reykjavík 14. júlí 1911. Hún lést á Landakoti 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jóns- dóttir, f. í Berjanesi í Austur-Eyjafjalla- hreppi 19. ágúst 1878, d. 11. júlí 1921, og Einar Einarsson blikksmíðameistari, f. á Mið-Grund í Vest- ur-Eyjafjallahreppi 18. maí 1880, d. 23. júní 1938. Systur Jónínu eru: Anna Sigríður, f. 1. júní 1909, d. 14. febrúar 1981, gift Ármanni Guðfreðssyni tré- smíðameistara, f. 3. apríl 1893, d. 1975; og samfeðra eru: Margrét, f. 6. ágúst 1925, maki Oddur Geirs- son pípulagningameistari, f. 10. maí 1921; Guðbjörg, f. 14. mars 1927, maki Magnús Hjör- leifsson logsuðumað- ur, f. 13. júní 1921, d. 3. september 1962; og Hrefna, f. 6. ágúst 1933, maki Ólafur Karlsson málara- meistari, f. 11. júní 1929. Jónína giftist 21. ágúst 1943 Lofti Er- lendssyni bruna- verði, f. 4. maí 1908, d. 14. nóvember 1974. Sonur þeirra var Einar Þór, f. 5. júní 1946, d. 22. júní 1949. Jónína var lærður klæðskeri frá Danmörku og vann við iðn sína til margra ára. Útför Jónínu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjart er yfir Betlehem blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Var hún áður vitringum vegaljósið skæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa kæra. (Ingólfur Jónsson.) Elsku Jóna systir, nú hefur þú fengið hvíldina og ert komin til þeirra allra sem voru þér svo kær- ir og þú ert farin að ganga og hlaupa eins og þú hefur þráð svo heitt tvö síðustu árin. Þú hafðir mikla ánægju af að rifja upp gamla tíma þegar þú varst að alast upp í Veghúsum með Önnu systur og pabba og Margréti mömmu þinni. Síðan kom sorgin og þú misstir mömmu þína, þegar þú varst aðeins tíu ára og Anna tólf. Það var mikill missir fyrir ykkur báðar. Pabbi var þá einn með ykkur, en þú talaðir oft um það hvað Guðrún, kona Guðmund- ar Breiðfjörð, hefði hjálpað pabba mikið á þessum erfiðu tímum. Móðir mín, Sigríður yngri systir Margrétar, kom þá inn á heimilið til að hjálpa og þau giftust síðar og eignuðust okkur þrjár, yngri syst- urnar, mig, Guðbjörgu og Hrefnu. Pabbi byggði húsið á Laugavegi 53a og þangað fluttumst við og pabbi stofnaði Blikksmiðju Reykjavíkur. Á Laugaveginum var oft kátt á hjalla. Þú spilaðir á org- elið og við sungum með, yngri systurnar. Sálma á hátíðum og fleiri lög, það var mikil gleði. Svo líða árin og þú ert ung stúlka og ferð að hugsa þér til hreyfings. Ferð til Danmerkur og lærir þar klæðskerasaum. Þú kem- ur aftur 1938, þá er pabbi dáinn og margt breytt. Þú setur upp sauma- stofu á Laugavegi fyrir ofan Brynju. Síðan ferðu að vinna í Feldinum og þar vinnur þú þangað til þú giftist Lofti Erlendssyni 21. ágúst 1943, það var systrabrúð- kaup okkar tveggja. Þið byggðuð hús á Langholtsvegi 69 og bjugguð þar allan ykkar búskap. Það var mikið gott að koma til ykkar þar. Þið voruð alltaf boðin og búin að taka á móti okkur. Þið fenguð sól- argeislann ykkar Einar Þór 5. júní 1946, það var stór dagur í lífi ykk- ar að fá þennan yndislega dreng sem var ykkur svo mikið. Litli drengurinn ykkar dó 1949 og það var mikil sorg, lífið hélt áfram, en þetta stóra sár greri aldrei um heilt. Þú varðst ekkja árið 1974 og þegar Anna systir dó 1984 fluttist þú af Langholtsveginum á Klepps- veginn í íbúð Önnu. Þar undir þú þér vel. Þú varst mjög sjálfstæð kona og mikill persónuleiki og vildir aldrei neina hjálp. Þú veiktist og lamaðist vinstra megin, svo þú varst á spítala í rúm tvö ár, fyrst á Landspítalanum og síðar tvö ár á Landakoti, þar sem þér líkaði mjög vel og þú fékkst alla þá hjálp og þjálfun sem hægt var. Þar hittir þá gamla leiksystur sem þú hafðir ekki hitt í fjölda- mörg ár, það var hún Ása. Þið rifj- uðuð upp margt frá æskuárunum, þar á meðal þegar þið voruð að búa til drullukökurnar og punta þær með blómum úr garðinum við Veghús. Elsku Jóna mín! Takk fyrir allar gömlu og góðu stundirnar. Guð og englarnir vaki yfir þér og gefi þér frið. Þín systir Margrét. Mér barst fréttin um andlát þitt, Jóna frænka mín, hingað til Sló- vakíu eftir hádegi 21. desember á vetrarsólstöðum með símtali móð- ur minnar. Jörð var þá snævi þak- in á bökkum Dónár, hrein, hvít og heilög. Þú varst búin að liggja löm- uð á Landspítalanum við Túngötu í rúm tvö ár. En þar naust þú hjúkrunar í hæsta gæðaflokki, þökk sé öllu hjúkrunarfólki á öldr- unardeild hins gamla Landakots- spítala og umönnun systra sinna, þeirra Möggu, Stellu og Hrefnu sem stóðu þér við hlið í veikindum þínum alveg síðan þú varðst fyrir hinu mikla áfalli. Mér er það sannarlega ljúft að fá að minnast þín hér, elsku Jóna frænka, og senda þér þessa kveðju mína. Þú varst nákomnasta og besta frænka mín að öllum öðrum ólöstuðum, svo nákomin að þú varst mér sem góð amma. Frá því faðir minn lést 1962 voruð þið Loftur nánast daglegir gestir á heimili mínu og aðstoðuðuð mömmu og okkur systkinin. Þegar þú varst ung fórst þú í siglingu til Danmerkur og lærðir þú saumaskap. Þú fékkst meist- arabréf og gerðist sjálfstæðismað- ur eins og afi Einar. Danmerk- urdvölin mótaði þig. Þú gerðist svo útlendingsleg og tókst upp margar af venjum meginlandsins bæði í máli, klæðnaði og matargerð. Dönskunni þinni gleymi ég ekki, hana þótti þér alltaf svo gaman að tala og okkur Siggu Rósu systur þótti alltaf skemmtilegt að hlusta á framburðinn. Þessi ár eftir að þú komst heim frá Danmörku notaðir þú mikið grænmeti við matargerð, sem okkur þótti hálfskrítið á þess- um tíma. Nú eru Íslendingar orðn- ir aðeins vanari grænmetinu enda hollusta þess löngu viðurkennd í mat á Íslandi. Það var kraftur í þér þessi árin, Jóna mín, sem ent- ist þér út lífið. Kannski var græn- metinu og spínatinu úr garðinum fyrir að þakka og og lýsinu sem þú tókst á hverjum morgni. Og ekki má gleyma koníaksstaupinu á gamlárskvöld. Þú varst orðin svo öldruð, elsku frænka, en alltaf svo ung og skemmtileg í anda og ég sá að það er aðeins líkaminn sem hrörnar á meðan sálin þroskast og býr sig undir eilífðina. Þú hefur svo hreina sál, frænka mín, og nú getur þú farið um allt, frjáls í andanum. Ég veit að það var frelsi og lausn frá líkamlegri þjáningu, sökum þíns háa aldurs en fyrst og fremst áfallsins, að komast heim til himna. Ég samgleðst þér yfir þeim stóra áfanga sem einnig bíður okk- ar sem lifum þig einhvern daginn í framtíðinni, því dauðinn er ekkert annað en fæðing inn í eilífðina, eins og þú trúðir. Það var stutt í jólin þegar þú lagðir upp í ferðina miklu. Jóla- undirbúningur var í algleymingi og ég minnist allra jólanna sem við upplifðum saman. Þegar ég var lít- ill drengur vorum við ávallt inni á Langholtsvegi 69 hjá þér og Lofti og svo komuð þið Loftur upp í Heiðargerði á gamlárskvöld þar sem ég skaut upp rakettum fyrir ykkur. Seinni árin komst þú alltaf til okkar í Heiðargerði á aðfanga- dagskvöld og á gamlárskvöld. Þið mamma höfðuð alltaf jafngaman af flugeldunum, hlóguð ykkur mátt- lausar úti á tröppum, og svo þótti þér gott að skála í ósviknu frönsku Martell-koníaki. Ég á svo margt að þakka þér og Lofti. Þakka þér fyrir öll jólin og áramótin í gegnum árin. Þegar þú spilaðir Heims um ból á orgelið þitt. Þakka ykkur Lofti fyrir fal- lega gírahjólið sem þið gáfuð mér er þið komuð heim frá Danmörku, þegar ég var lítill. Þakka ykkur fyrir ferðalögin og bíltúrana. Þakka ykkur fyrir dvölina hjá ykk- ur er mamma lá á sjúkrahúsinu á árum áður. Þakka þér fyrir allar þínar bænir er þú baðst fyrir mér við kertaljós alltaf ef eitthvað bját- aði á. Þakka þér fyrir að þú komst í brúðkaupið okkar Lubítsu til Bratislava 1997 með mömmu. Þar varst þú öldungur ættar minnar, forseti og æðsti ráðgjafi. Ég man hve allir dáðust að lífsþrótti þínum og kímnigáfu af svo aldraðri konu að vera, þá 86 ára gömul. Fólk hélt þú værir mun yngri. Okkur fannst ómetanlegt að fá ykkur mömmu í heimsókn sem fultrúa ættar minn- ar er þið komuð út með Magga frænda. Það var því vel viðeigandi að geta haldið veislu saman í veit- ingasal þinghússins, þar sem við gátum séð yfir Dóná og hluta Bratislava, alla leið yfir til Austur- ríkis og dáðst að hinu fallega út- sýni. Þín er sárt saknað hér úti. Við vildum að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur, en gangur lífsins er þessi, að æviskeið okkar tekur enda hér á jörð í tjaldbúð lík- amans. Eins og við töluðum oft um þá er dauðinn eingöngu vistaskipti, skref á braut þroska sálarinnar. Það er því mikil hugsanavilla að hrærast í sorg, þegar einhver fell- ur frá. Við eigum að gleðjast þess í JÓNÍNA GEIRDÍS EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.