Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 45
✝ Hjálmar Pálssonvar fæddur á
Blönduósi 26. júlí
1929. Hann lést í
Landspítalanum – há-
skólasjúkrahúsi, 28.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru: Páll Geir-
mundsson gestgjafi, f.
19.10. 1895, d. 28.1.
1975, og Hjálmfríður
Anna Kristófersdótt-
ir, Blönduósi, f. 26.7.
1901, d. 26.11. 1981.
Systir Hjálmars er
Guðný, f. 30.3. 1927,
maki Kristinn Pálsson, f. 22.12.
1927. Börn þeirra: Páll og Hjálm-
fríður.
Hjálmar kvæntist 15.5. 1952 Sig-
ríði Þórdísi Sigurðardóttur, f. 15.5.
1931. Hún er dóttir Sigurðar J.
Jónassonar pípulagningameistara,
f. 10.9. 1896, d. 28.3. 1987, og konu
hans, Rannveigar Eyjólfsdóttur, f.
21.9. 1908, d. 16.7. 1995, Reykjavík.
Hjálmar og Sigríður eignuðust
fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurður
Jónas, verktaki og bílstjóri á
Blönduósi, f. 23.8. 1950. Kona hans
er Margrét G. Skúladóttir, f. 20.1.
1947. Dætur þeirra eru: Kristbjörg
Björnsdóttir, Magdalena Berglind
Björnsdóttir, Sigríður Þórdís og
Anna Margrét. Dætur Krist-
bjargar eru Stefanie og Katrin.
Maki Magdalenu Berglindar er
Auðunn Steinn Sigurðsson. Börn
þeirra eru Kristófer Skúli og Mar-
grét Rún. Unnusti Sigríðar er
Þröstur Hringsson. Dætur hans
eru Heiðrún, Arna og
Rebekka. 2) Páll,
kjötiðnaðarmaður á
Akureyri, f. 8.5.
1953. Synir hans eru
Hjálmar og Njáll Óm-
ar. Unnusta Hjálm-
ars er Svala Aðal-
björnsdóttir. 3)
Anna, meinatæknir í
Mosfellsbæ, f. 30.6.
1956. Hún er gift
Ólafi Baldri Reynis-
syni, f. 8.12. 1961.
Þeirra börn eru Arn-
dís Ólöf Víkingsdótt-
ir, Sigurbjörg og
María. Sonur Ólafs Baldurs er
Kristinn. 4) Þórdís, aðalbókari á
Blönduósi, f. 13.11. 1960, gift Þór-
ólfi Óla Aadnegaard, f. 13.2. 1961.
Börn þeirra eru Óli, Hjálmar Þór,
Ingibjörg Signý og Sigurður
Bjarni. Unnusta Óla er Gunnhildur
Erla Þórmundsdóttir.
Að loknu skyldunámi vann
Hjálmar almenn landbúnaðar- og
verkamannastörf en bifreiðaakst-
ur var hans ævistarf. Hann tók
snemma meirapróf, eignaðist
vörubíl og ók honum í vegavinnu
og annarri vinnu, eftir því sem til
féll. Hann ók einnig flutningabílum
milli Reykjavíkur og Blönduóss um
árabil. Hann átti einnig gröfu, sem
var ein af þeim fyrstu hér um slóð-
ir og hann vann mikið með. Hjálm-
ar átti alla sína ævi heima á
Blönduósi.
Útför Hjálmars fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn, þegar ég lít til
baka kemur í hugann þakklæti og
hlýja.
Þú varst einstakur maður.
Hjálpsemi þín var mikil. Þú vildir
allt fyrir aðra gera en ætlaðist aldrei
til neins þér til handa.
Ef allir væru eins og þú væri ver-
öldin betri og fegurri.
Það var alveg sama hvað ég bað
þig um, þú varst alltaf til staðar þeg-
ar á þurfti að halda. Þegar verið var
að byggja varst þú alltaf fyrstur
manna til að koma. Þegar börnin mín
voru veik og ég þurfti að komast til
vinnu þá var það sjálfsagt að þú
bjargaðir því. Þegar þú fótbrotnaðir í
fótbolta og gast ekki stundað vinnu
þá tókst þú að þér að passa sex mán-
aða gamla dóttur mína og lékst þér
að því á hækjunum, þá 57 ára gamall.
Ég gæti endalaust haldið áfram en
ætla að láta hér staðar numið og bið
góðan Guð að styrkja mömmu því
mestur er hennar missir.
Ég kveð þig, elsku pabbi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín
Anna.
Elsku afi, nú er baráttu þinni lokið
og þú kominn á góðan stað sem bíður
okkar allra.
Þegar ég hugsa til baka minnist ég
þeirra skipta þegar ég fór með þér
yfir götuna til hans Kristófers og þú
keyptir handa mér happaþrennu,
stundum fleiri en eina, og síðan biðuð
þið karlarnir í ofvæni eftir að ég lyki
við að skafa og hvort þar leyndist
nokkur vinningur.
Einnig minnist ég þess þegar hald-
in var veisla, ein af mörgum heima
hjá ykkur ömmu, og þú fórst út í fót-
bolta með barnabörnunum en þú ætl-
aðir að sýna okkur alvöru takta en
því miður gerðist það að þú fótbrotn-
aðir. Það var hlaupið til og hringt á
sjúkrabíl í einum grænum hvelli og
við krakkarnir hlupum út á götu til að
sjá þegar sjúkrabíllinn kæmi en hann
fór fram hjá húsinu og út á bryggju
en sneri síðan við þegar þeir sáu allan
krakkahópinn sem stóð og baðaði út
bæði höndum og fótum til að láta vita
að þeir hefðu farið húsavillt.
Alltaf þótti þér gaman að hafa
barnabörnin í kringum þig og í öllum
veislunum hjá ykkur ömmu var þetta
oft eins og fuglabjarg, börnin grétu
og hlógu til skiptis, fullorðna fólkið
spilaði á spil, og þeir sem töldust til
beggja hópa horfðu á myndbands-
upptökur úr veislum áranna áður.
Elsku afi, ég er mjög þakklát fyrir
að hafa haft tækifæri á að hitta þig á
sjúkrahúsinu þar sem þú dvaldist
síðustu vikurnar þínar, og haft tæki-
færi til að kveðja þig áður en ég fór
norður um jólin en þá sagðirðu nokk-
uð sem ég mun geyma og muna alla
tíð.
Ég veit að við í fjölskyldunni mun-
um hugsa vel um ömmu fyrir þig.
Minningin um góðan mann lifir.
Kveðja.
Sigríður Þ.
Hjálmar frændi minn er dáinn.
Hann var bróðir hennar mömmu og
jafnframt hennar eina systkini. Það
hefur alla tíð verið mikill og góður
samgangur á milli heimila þeirra.
Ógleymanleg voru aðfangadags-
kvöldin og jólaboðin hjá þeim hjónum
Hjálmari og Sídý. Þau höfðu gaman
af að taka á móti fólki og gerðu það
vel og af gestrisni. Í jólaboðunum var
iðulega spilað, m.a. bridge, og vissi
maður greinilega ef Hjálmari gekk
vel því þá hló hann mikið og hafði
gaman af.
Hjálmar var bílstjóri að atvinnu og
voru þeir ófáir sem leituðu til hans og
hafði hann iðulega nóg að gera. Hann
átti ekki gott með að innheimta fyrir
vinnu sína og þeir nutu þess sem
minni auraráð höfðu. Hjálmar var
dýravinur og hér áður fyrr aðstoðaði
hann föður sinn við fjárbúskap en
seinni ár var hann með hesta. Hjálm-
ar var mikill fjölskyldumaður og
fylgdist alla tíð vel með sínum börn-
um og síðar barnabörnum. Sídý hef-
ur ávallt staðið þétt við hlið Hjálmars
og var aðdáunarvert að fylgjast með
því síðustu vikurnar. Missir hennar
er mikill.
Elsku Sídý, Siggi, Palli, Anna,
Þórdís og fjölskyldur, ég bið góðan
guð að styrkja ykkur í sorginni.
Með virðingu, vinsemd kveð ég nú þig,
vinur og frændi gleðja þau mig
árin sem eigum að baki.
Lagður í hvíluna hinstu nú ert
hvíldinni feginn trúi þú sért.
Guð allsherjar yfir þér vaki.
(Ó.S.)
Hjálmfríður.
Nú við fráfall Hjálmars, móður-
bróður og uppáhaldsfrænda míns,
langar mig að þakka honum fyrir
samfylgdina og þau áhrif sem hann
hafði á mig á uppvaxtarárum mínum
á Blönduósi. Ég leit alltaf upp til
frænda míns og ætlaði mér að eiga
vörubíla eins og hann þegar ég yrði
stór.
Ávallt var mikill og hlýlegur sam-
gangur milli fjölskyldna systkinanna
Hjálmars og Guðnýjar móður minn-
ar og nutum við krakkarnir góðs af
því, enda sýndi Hjálmar okkur
krökkunum mikinn áhuga. Ekki síst
á jólum stundaði fjölskyldan spila-
mennsku af miklu kappi og þar var
Hjálmar virkur þátttakandi og
skemmtilegur spilafélagi.
Frændi minn hafði ríkt skopskyn,
sá spaugilegar hliðar á tilverunni og
var skemmtilegur í tilsvörum. Hann
var mikill dýravinur, hafði einstakt
lag á að umgangast dýr og sýndi
þeim virðingu.
Mér leið ávallt vel í návist hans og
kveð hann nú með söknuði.
Hafðu þökk fyrir allt.
Páll Kristinsson.
Eg kveð æskuvin minn, Hjálmar, í
lok jóla. Báðir lifðum við ár nýrrar
aldar og ótrúlegar breytingar,
drengir fæddir í kreppu og fátækt
norður á hjara veraldar, þar sem
kaldir vindar Íshafsins minna sí og æ
á sig.
Þarna stemmir Blanda á sinni að
ósi og rennur í Húnafjörðinn, sem er
stundum spegilsléttur og fagur eða
yggldur og úfinn, ógnandi brim.
En frá stöndinni teygir byggðin
sig langt inní landið, sem er skorið
breiðum eða mjóum grösugum döl-
um en til vesturs eru ásar og mýr-
arbreiður með ám og vötnum, engi
böðuð grasi á góðu sumri.
Bernskuslóðin bar í sér kenjar
hins kalda og heita, líf og dauða.
Þeir sem þarna uxu úr grasi voru
fæstir fæddir með silfurskeið í
munni.
En þeim leið þó ekki endilega illa
vegna þess. Eg hygg bærilega.
Við sem fædd erum á árunum
kringum nítjánhundruð og þrjátíu,
þegar þjóðin fagnaði myndun þjóð-
ríkis fyrir eitt þúsund árum, erum
kynslóðin, sem lýkur verki sínu við
aldahvörf. Við erum nógu gömul til
þess að muna heimsstyrjöldina og
ógnir hennar en um leið lífsbaráttu
fólksins á árunum á undan.Við vitum
um hvað sú barátta snerist. Þær
minningar voru okkar veganesti og
vissan um, að hver væri sinnar gæfu
smiður.
Enn rennur Blanda leið sína til
sjávar, þótt lykkja hafi verið lögð á
og lætur eins og ekkert sé. Hún veit
ekki betur.
Hjálmar Pálsson er nú allur, ekur
ekki bíl sínum inn til dala eða út á
Skaga.
Þeim fækkar nú óðum vinnufélög-
unum.
Sumrin urðu nokkur sem við tíu–
tuttugu menn slógum tjöldum vítt og
breitt um alla Húnavatnssýslu, bæði
eystri og vestri. Kynnin urðu því ná-
in.
Eg varð ungur flokksstjóri þeirrar
sveitar. Á ýmsu gekk.
Hjálmar var mér alúðlegur og ein-
lægur.
Eg bregð upp þessum óskýru
myndum um æskuslóð og uppruna
okkar til þess að geta þakkað góð
kynni. Við sendum hvor öðrum jóla-
kveðju í mörg ár. Um þessi jól kom
ekkert kort.
Eg sendi Sigríði og börnum kveðju
mína.
Brynleifur H. Steingrímsson,
Selfossi.
HJÁLMAR
PÁLSSON
munt verða ánægð með þá hluti sem
ég er að fást við í mínu lífi í augnablik-
inu. Ég hef það gott og ég vona svo
sannarlega að þú hafir það gott þar
sem þú ert. Guð blessi fagra minningu
þína.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Hilmar, Kiddi, Gestrún, Eiki, Otti,
Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar
styrk í ykkar miklu sorg.
Frændi ykkar í Danmörku,
Hermann Ármannsson.
Mér er þakklæti í huga þegar ég
kveð vinkonu mína eftir meira en 50
ára vináttu.
Sem unglingar vorum við í sama
skóla, gamla Stýrimannaskólanum í
Öldugötu sem hét þá Gagnfræðaskóli
vesturbæjar. Við vorum báðar fædd-
ar og uppaldar í vesturbænum í
Reykjavík.
Þegar við vorum ungar stúlkur
skemmtum við okkur saman en
Hanna var hugmyndarík og skemmti-
leg og alltaf gaman að vera í kringum
hana. Ég hugsa oft til þeirra tíma í
Reykjavík í kringum 1950. Þá var
ekki mikið til í verslunum, sem freist-
að gat unga fólksins enda úrval ekki
mikið. Hvar fengum við nælonsokk-
ana og támjóu skóna? Ekki var slíkur
varningur seldur í verslunum þannig
að hann var fenginn með öðrum
hætti. Draktirnar okkar voru saum-
aðar hjá klæðskerum.
Þegar Granaskjól 14 er nýbyggt
eigum við Hanna báðar von á okkar
fyrsta barni. Hanna og Hilmar
byggja það hús með foreldrum
Hönnu, Guðlaugu og Kristni. Það var
ekki slæmt að hafa Laugu til hjálpar
þegar litlu barnafötin voru útbúin
enda listakona í öllu sem hún tók sér í
hendi. Þær mæðgur bjuggu alla tíð í
nábýli við hvor aðra.
Árin, sem ég er fjarri landi og þjóð,
hafði Hanna alltaf samband við okkur
og alltaf kom eitthvað fallegt frá þeim
í Granaskjóli 14. Árin líða, við komum
heim, fjölskyldan hefur stækkað. Þá
var notalegt að koma til Hönnu, og fá
að taka þátt í stórviðburðum í fjöl-
skyldu hennar. Hanna var alla tíð
heimavinnandi húsmóðir og sjó-
mannskona og fór henni það vel.
Þessi síðustu ár hafa verið erfið
fyrir Hönnu og fjölskyldu hennar.
Hanna út og inn af spítölum og hefur
Hilmar staðið eins og klettur við hlið
Hönnu sinnar á þessum tíma.
Hilmar minn, ég votta þér og fjöl-
skyldu þinni mína dýpstu samúð.
Sigríður Jóna Árnadóttir.
Lífið er margslungið. Það er ekki
alltaf sjálfsagt að það gangi þann veg
er við helst vildum. Þess vegna er það
svo afarmikilvægt að varðveita góðar
stundir með góðum vinum.
Vinir hverfa, við sitjum eftir með
sorg í hjarta. Reynum eftir mætti að
hugga okkur við allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, vinirnir og við.
Nú er horfin á braut góð vinkona
okkar, Hanna, sem var ein af „Perl-
unum okkar“.
Við vorum nokkrar „Vesturbæjar-
dömur“, ungar, glaðar og bjartsýnar
á lífið. Stofnaður var svokallaður
„saumaklúbbur“. Frumkvöðull að
þeirri stofnun var Íris Ingibergsdótt-
ir, flott „Vesturbæjardama“ sem látin
er fyrir örfáum vikum í Kaupmanna-
höfn, þar sem hún bjó í hartnær tvo
áratugi.
Nú hefur enn á ný verið hoggið
stórt skarð í vinkvennahóp okkar
þegar Hanna hefur kvatt okkur, kona
á besta aldri. Mikil og góð kona, eig-
inkona, móðir og amma, er horfin á
braut. Við getum huggað okkur við
það að hún var ekki lengi veik eða
rúmliggjandi. Sennilega hefur hún
verið veikari en við gerðum okkur
grein fyrir.
Góði hópurinn okkar var í upphafi
ekki ýkja stór, við vorum fjórar ungar
konur, sem fundum okkur góðar sam-
verustundir saman. Smátt og smátt
urðum við fleiri. Níu urðum við flest-
ar. Alltaf eins og einn maður, alltaf
gaman, mikið gaman. Saman áttum
við góðar stundir ásamt eiginmönn-
um okkar, farið í sumarhús, sem sum-
ar áttu. Farið var í góðar veiðiferðir,
tjaldað í útilegum og yfirleitt gert allt
mögulegt sem góðir vinir gera saman.
Góðir vinir gera lífið ríkulegra. Það
er ómetanlegt að eiga góða vini. Enn
þá ómetanlegra er það þegar eigin-
menn í vinkvennahópnum ná svo vel
saman, sem hér varð raunin á. Þetta
er sá sjóður sem við leitum í á sorg-
arstundum. Einungis að horfa á það
jákvæða og góða. Alltaf að leita að
ljósinu, alltaf að leita að því góða sem
lífið hefur fært okkur.
Vinkona okkar Hanna var kröftug
kona, sem oft á tíðum þurfti að
treysta á sjálfa sig þar sem eiginmað-
ur hennar var langdvölum í milli-
landasiglingum. Þá var það einsog
með flestar sjómannskonur, á þeim
hvílir öll ábyrgðin sem lýtur að forsjá
heimilis og uppeldi barna. Vinkona
okkar átti afar góðan og traustan eig-
inmann, Hilmar, yfirvélstjóra á milli-
landaskipum. Þau áttu miklu barna-
láni að fagna þar sem börnin þeirra
þrjú voru. Hanna og Hilmar eigin-
maður hennar ferðuðust talsvert er
hún fór með honum í siglingar. Það
voru góðir tímar sem þau áttu saman.
Öllu starfsfólki á líknardeild Land-
spítalans er þökkuð ómetanlega alúð,
hlýja og afar góð umönnun. Þetta á
við allt starfsfólk hvert sem starfs-
heitið er.
Síðustu orð Hönnu við mig voru:
„Unna mín, ég er á leið til blómanna.“
Vinátta í marga áratugi er þökkuð.
Guð blessi minninguna um góða vin-
konu.
Eftirlifandi eiginmanni og fjöl-
skyldunni allri eru sendar hugheilar
samúðarkveðjur.
Sunneva og Guðmundur
Snæhólm.
Mig langar til að minnast Hönnu
vinkonu minnar með örfáum orðum
hér, nú þegar komið er að kveðju-
stund. Hanna var mér mikil vinkona
og leitaði ég oft til hennar þegar eitt-
hvað kom upp á og ekki síst þegar
Ingimundur veiktist og lá sína bana-
legu. Þá eins og svo oft áður var
Hanna boðin og búin og alltaf til stað-
ar ef á þurfti að halda. Hún bjó yfir
mikilli visku og það var ósjaldan sem
orð hennar vörpuðu skýrara ljósi á
aðstæður sem við stóðum frammi fyr-
ir. Eins og gengur er misjafnt hversu
samstiga maður er öðrum í lífinu en
við Hanna urðum báðar þeirrar ham-
ingju aðnjótandi að verða ömmur á
svipuðum tíma og þau voru ófá sam-
tölin sem fóru í að dásama þessi litlu
kríli. Hún var mikil amma og notaði
hvert tækifæri til að vera með barna-
börnum sínum og þykist ég vita að oft
var kátt í höllinni hjá Hilmari og
Hönnu. Þegar við Dóra heimsóttum
hana á líknardeildina viku áður en
hún dó óraði mig þó ekki fyrir því að
ég væri að kveðja hana í hinsta sinn.
Það er margs að minnast um fallega
manneskju og minningin um hana lif-
ir.
Elsku Hilmar, Kiddi, Gestrún, Eiki
og fjölskyldur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur og guð blessi ykkur
öll.
Sjöfn K. Smith.
Elsku Hanna mín.
Það er ekki svo langt síðan við hitt-
umst hjá Gestrúnu – þú varst hin
hressasta og leist svo vel út. Það var
bara sl. sumar og ótrúlegt að núna sé
komið að kveðjustund. Þegar ég
hugsa til baka þá rifjast upp frábærir
tímar á heimili ykkar Hilmars – þegar
við Gestrún vorum unglingar og á
tímabili varð heimili ykkar mitt annað
heimili. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar og tala við þig um alla
heima og geima – og þú vildir alltaf
vera inní öllu og vita um allt sem við
stelpurnar vorum að fara og gera.
Varðst bara hluti af okkur og það
fannst okkur svo gott og töluðum oft
um það. Síðustu ár sá ég þig sjaldnar
en þegar við hittumst var alltaf eins
og tíminn hefði staðið í stað – við byrj-
uðum bara þar sem frá var horfið.
Takk fyrir þetta allt, Hanna mín.
Elsku Gesta mín og fjölskylda –
Guð blessi ykkur og styrki í ykkar
miklu sorg og söknuði.
Ykkar vinkona,
Gróa.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.